Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Qupperneq 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa-
son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann
G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson,
Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson.
Monireal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson.
Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius.
Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand.
Subscripiion $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorired a* second class moil by the Post Office Deportment, Ottawa,
and for payment of Postoge in cash.
Eimskip og Vestur-íslendingar
Svo sem skýrt var frá hér í blaðinu 16. janúar var
hálfrar aldar afmælis hins mikla þjóðþrifafyrirtækis, Eim-
skipafélags Islands minnst með hátíðahöldum 17. janúar.
Okkur hafa nú borist í hendur þrjú dagblöð Reykjavíkur
dagsett þann dag og minnast þau í frásögnum sínum einkar
hlýlega á þátttöku Vestur-íslendinga í stofnun Eimskipafé-
lagsins og leyfum við okkur að birta þá kafla:
Tíminn 17. janúar:
„ . . . Ekki aðeins hér á landi varð þátttaka svo almenn
í stofnun félagsins heldur einnig meðal Islendinga í Vest-
urheimi, sem lögðu fram um 200 þúsund krónur í hlutafé
mest í smáhlutum eins og hér heima. Fjárlög þeirra til
stuðnings félagshugmyndinni voru ekki fremur en í heima-
landinu látin af hendi vegna arðsvonar eða gróðahugmynd-
ar. Aðstoð þeirra við stofnun félagsins var runnin af rótum
þess vinaþels, sem þeir báru í brjósti til ættjarðar sinnar“
. . . ,;þáttur Vestur-íslendinga í Eimskipafélaginu er meðal
ánægjulegustu bræðrabanda, sem tengt hefur þjóðararmana
saman yfir hafið“.
Gestir frá íslandi á
ársþingi Þjóðræknisfélagsins
„ . . . ekki má gleyma framlagi Vestur-íslendinga. Fram-
lag þeirra varð félaginu í upphafi ómetanlegur styrkur. . . .
Vestan hafs var kosin sérstök nefnd til að vinna að hluta-
söfnun fyrir Eimskipafélagið. Og eins og fyrr segir söfnuðust
hjá Vestur-íslendingum um 200 þús. kr. Stórtækastir voru
Árni Eggertson með 15,000 kr.; Jón Tr. Bergman, Ásmundur
P. Jóhannsson og Joseph Johnson með 10,000 kr. hver. Vest-
ur-íslenzku blöðin studdu málið drengilega og stendur öll
þjóðin í mikilli þakkarskuld við þá mörgu mætu Vestur-
Islendinga sem sýndu gamla landinu sínu slíkan höfðings-
skap. Því vafalaust hefði byrjunin hjá félaginu orðið erfið-
ari, ef þeirra hefði ekki notið við“.
Vestur-íslendingar brugðust einnig vel við og söfnuðu há-
um fjárupphæðum til styrktar félagsstofnuninni. Um þann
þátt segir m. a. svo í afmælisritinu:
„Þátttaka Vestur-íslendinga í stofnún Eimskipafélagsins
er fegursti og stærsti vottur um þjóðrækni þeirra og hug-
arþel til gamla landsins, sem enn hefur sýndur verið. Lang-
flestir þeirra, sem lögðu fram fé til fyrirtækisins í fyrstu,
bjuggust ekki við því að hljóta neinn arð af fé sínu. Heill
og velferð ættjarðarinnar réði eingöngu gerðum þeirra. Hið
sama má einnig segja um íslendinga heima. En sá var þó
munurinn, að þeir áttu að njóta skipanna, fá hagkvæmari
flutninga og betri samgöngur. En Vestur-íslendingar áttu
engar slíkar hagsbætur í vændum. Dáð þeirra og tryggð
verðskuldar því það, að henni sé lengi á lofti haldið kyn-
slóðinni til verðugs sóma“.
Við metum vel þessi drengilegu ummæli frænda okkar
á Islandi.
Alþýðublaðið 17. janúar 1964:
Morgunblaðð, 17. janúar 1964:
Viðlal við Grettir Eggertson
Hingað til lands er kominn
Grettir Eggertsson hinn góð-
kunni Vestur-íslendingur.
Hann er annar fulltrúa Is-
lendinga vestan hafs í stjórn
Eimskipafélagsins. Er hann
nú hingað kominn í boði fé-
lagsins í tilefni 50 ára afmæl-
isins. Við hittum Grettir að
máli ösrskamma stund og fór-
ust honum m. a. orð á þessa
leið um Eimskipafélagið og
þátt Vestur-Islendinga í því:
— Þátttaka okkar Vestur-
íslendinga í stofnun Eim-
skipafélags íslands, eða rétt-
ara sagt feðra okkar, sem nú
erum á miðjum aldri, var
fyrst og fremst þjóðræknis-
mál. Það var í upphafi vitað
að við myndum hafa lítinn
beinan hag af rekstri félags-
ins. Við myndum hvorki flytja
með því vörur, né ferðast með
Okkur er það mikið ánægju-
efni að Eimskipafélag Islands
hefir þegið boð Þjóðræknis-
félagsins og sendir fulltrúa á
ársþingið sem hefst í Winni-
peg á mánudaginn 17. febr.
en fulltrúinn er forseti Eim-
skiþafélagsins og formaður
stjórnarnefndar þess, Einar
Baldvin Guðmundsson hæsta-
réttarlögmaður og kemur
kona hans, frú Kristín Ing-
varsdóttir með honum. Þau
verða kærkomnir gestir. Það
setur ávalt meiri svip á þingið
þegar við fáum að njóta nær-
veru góðra gesta frá landi
forfeðra okkar — fáum að
heyra þá og sjá. Okkur gefst
og tækifæri til samfagna
frændum okkar á Islandi með
hálfrar aldar afmæli Eim-
skips um leið og við höldum
hátíðlegt fjörutíu og fimm ára
afmæli Þjóðræknisfélagsins.
Æviágrip:
Einar Baldvin Guðmunds-
son er fæddur 28. desember
1903 á Hofsósi í Skagafjarðar-
sýslu. Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Einars-
son, bóndi að Hraunum í
Fljótum, síðar verzlunar-
stjóri á Siglufirði, og kona
hans, Jóhanna. Faðir Guð-
mundur Einarssonar var Ein-
ar Baldvin Guðmundsson,
bóndi og alþingismaður frá
Hraunum í Fljótum, en faðir
Jóhönnu var Stefán Einars-
son, bóndi að Krossanesi í
Skagafirði.
Kristín Ingvarsdóllir er
fædd í Reykjavík 10. febr.
1908. Foreldrar hennar voru
Ingvar Pálsson, kaupmaður í
Reykjavík, og kona hans,
Jóhanna Jósafatsdóttir. Ing-
var var sonur Páls Andrésson-
ar, formanns á Eyrarbakka,
sem var sonar-sonur Magnús-
ar Andréssonar alþingis-
manns, Syðra-Langholti. Jó-
hanna var dóttir Jósafats
Jónatanssonar, alþingismanns
og bónda að Holtastöðum í
Langadal.
Einar Baldvin Guðmunds-
pon lauk stúdentsprófi í
Reykjavík í júní 1923 með I.
skipunum að nokkru ráði. Við
áttum hinsvegar erfðaskuld
að gjalda okkar gamla landi.
Við gátum spurt hvers vegna
svo margir Vestur-íslending-
ar höfðu komist vel áfram til
vegs og virðingar vestan
hafs. Menningararfur, greind
og þróttur hafði fylgt okkur
vestur um haf.
— Fyrir þennan arf vildu
þeir, sem þátt tóku í stofnun
Eimskipafélagsins fyrir vest-
an haf, greiða með stuðningi
við bræðurna sem sátu heima
í gamla landinu.
Við vonum að sambandið
milli íslendinga vestan hafs
og austan megi sem lengst
haldast.
Mgbl. 17. jan.
einkunn, cand. juris frá Há-
skóla Islands 11. febr. 1928
með I. eink. Formaður Stúd-
entaráðs 1926—1927. Stundaði
framhaldsnám erlendis að af-
loknu lagaprófi, en var síðan
um hríð starfsmaður lög-
reglustjórans i Reykjavík. 1
marz 1929 réðist hann sem
fulltrúi til Guðmundar Ólafs-
sonar og Péturs Magnússonar,
hæstaréttarlögmanna. Varð
hæstaréttarlögmaður 22. des-
ember 1934 og hefir frá 1.
ágúst 1935 rekið málflutnings-
skrifstofu í Reykjavík, fyrst
í félagi við Pétur Magnússon
og Guðlaug Þorláksson, en
síðar ásamt Guðlaugi og Guð-
mundi Péturssyni.
Einar kenndi sjórótt við
Stýrimannaskólann í Reykja-
vík frá 1929—1947. Hann var
skipaður dómari í félagsdómi
18. maí 1945. Var formaður
Lögmannafélags Islands frá
28. júlí 1946 — 27. júní 1947.
Hann hefir verið meðdómandi
í merkjadómi Reykjavíkur
frá 1961 og síðan. Hefir setið
í landskjörstjórn frá 9. des-
ember 1953. Hann var kosinn
í stjórn Eimskipafélagsins
1950 og hefir verið stjórnar-
formaður félagsins frá árinu
1954.
Ritstörf: Ágrip af íslenzk-
um Sjórétti.
Þau Einar og Kristín gengu
í hjónaband 1. nóvember 1929
og hafa búið í Reykjavík síð-
an, nú að Víðimel 27.
Börn þeirra eru:
Axel Einarsson, héraðs-
dómslögmaður og fulltrúi á
skrifstofu föður síns, kvæntur
Unni óskarsdóttur.
Jóhanna Jórunn, gift Ólafi
B. Thors, héraðsdórtislög-
manni og deildarstjóra hjá
Almennum Tryggingum h.f. í
Reykjavík.
Kristín Klara, 11 ára, er
dvelur í heimahúsum.
* * *
Einar B. Guðmundsson átti
nýlega sextúgs afmæli og
birtist þá afmælisgrein um
hann í Morgunblaðinu og
leyfum við okkur að birta
stutta kafla úr henni:
„Sem lögmaður reyndist
hann alltaf heilráður maður
og góðgjarn, er leysa vildi
hvern vanda að réttum lögum
og eftir beztu samvizku.
Sannarlega hefur hann staðið
vel á verði fyrir skjólstæðinga
sína, en rétt þeirra hefur
hann sótt og varið hreinum
vopnum og af mikilli vopn-
fimi. Hann hefur gengið að
starfi sínu sem iþrótt, eins og
hann gerði forðum í leik“.
„Margur man að hann var
einn bezti knattspyrnumaður
þessarar borgar og á Víking-
ur honum margt að þakka,
bæði innan vallar og utan.
Knattspyrna var þó ekki hin
eina íþrótt hans, því að hann
var — og er — ágætur sund-
maður. Sundið hefur hann
stundað fram á þennan dag.
Hvern morgun rís hann árla
og byrjar daginn með góðum
spretti í Sundlaugunum. Síð-
an gengur hann til starfsins,
hress og ötull. Verkið gengur
vel undan, enda er unnið af
æðrulausri festu en engum
bægslagangi".
„Ýmsum heiðursmönnum
verður það á að gerast vinnu-
þrælar og einangrast þá í
fjötrum stritsins. Öðrum tekst
að gera vinnuna að íþrótt og
tómstundir að leik og hvíld.
Ég held að enginn, sem þekk-
ir Einar B., mundi hika við að
skipa honum í hinn síðara
flokkinn. Meðal tómstunda-
starfs Einars má fyrst og
fremst nefna að hann spilar
„bridge“ af mikilli list og var
lengi í fremstu röð hérlendra
manna á því sviði. Hann er
einnig ágætur gestgjafi og
gestur, léttur í tali, víða vel
heima, glettinn og þó við-
mótsþýður“.
Ýmislegt
Það var vissulgea tími til
þess kominn að einhver máls-
metandi setti fram það sem
dr. Watson Kirkconnell sagði
meðal annars í síðasta hefti
Icelandic Canadian — það,
nefnilega að vestur íslenzkir
hagyrðingar brugguðu
„minni“, kveðjur til framlið-
inna, brúðkaupskvæði, ávörp
til vorsins, vonarinnar, o. s.
frv., í bundnu máli um skör
fram, ad nauseam. Það yrði
yrði ekki tlllítil syrpa væri
slík kvæði sett á prent, allflest
ekki þess verð að eyða á þau
bleksvertu, sem vestur-íslend-
ingar hafa rutt úr sér frá því
fyrsta. Jafnvel Stephan G.
fór ekki varhluta af þessari
sök, svo bóngóður sem hann
var, að setja saman slíkt
made io order poetry. Af öll-
um þeim aragrúa sem sá sem
þetta ritar minnist að hafa
heyrt og lesið er aðeins eitt
slíkt kvæði sem festist í
minni: „Önnur lönd . . .“, eftir
Einar Hjörleifsson. — Nóg
komið af svo góðu, og skal dr.
Kirkconnell hafa þökk fyrir
að hafa vakið máls á þessu.
* * *
Á elleftu öldinni e.k. var
maður uppi í Persíu, að nafni
Omar Khayyam, tjaldskeri að
iðn, framanaf, en síðar hátt-
settur embættismaður. Vel að
sér, á mælikvarða þeirra daga,
var hann skáld gott sem hugs-
aði bæði djúpt og mikið, mest
um trúmál og heimspeki.
Hann skildi eftir sig syrpu af
vísum sem hann gaf nafnið
Rubaiyat, umfram 100 vísur
að tölu.
A nítjándu öldinni fann
Irskur málfræðingur að nafni
Edward Fritzgerald þetta
kvæði og snéri á ensku. Um
nokkur ár var lítið tillit tek-
ið til þess, þar til að Tenny-
son lávarður „uppgötvaði"
bæði kvæðið og Frizgerald,
og gerði hvorttveggja rétt og
Framhald á bls. 5.