Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Side 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
Tengdadottirin
Skáldsaga
Á prestssetrinu Stað
Þorgeir Þorgeirsson hét
hann, ungi sunnlendingurinn,
sem réðst að prestssetrinu
Stað í Fellssveit í kaupavinnu
og fluttist þangað einn góðan
veðurdag rétt í sláttarbyrjun.
Hann var fyllilega meðalmað-
ur á hæð, vel vaxinn, með
snör, grá augu og hávær var
hann í tali. Karlmönnunum
þótti hann nokkuð mikill á
lofti, en stúlkurnar töluðu
um það sín á milli, að hann
væri bráðlaglegur, sá sunn-
lenzki. Þær gæfu honum á-
reiðanlega hýrt auga, ungu
stúlkurnar í sveitinni.
Það fyrsta, sem ókunnugur
maður veitir athygli, er heim-
ilisfólkið, sem hann á að búa
saman við í náinni framtíð. Og
hver gat sagt um, hvað lengi
sú samvera yrði? Sjálfsagt til
sláttarloka.
Húsbændurnir voru ung
prestshjón og áttu tvö falleg
börn. Presturinn var prúður
og myndarlegur. Frúin stór og
röskleg, alveg eins og sveita-
konur eiga að vera. Þá voru
tveir vinnumenn, Halldór og
Guðvarður, ungir og kátir —
einkanlega Varði, sem var
tæplega tvítugur. Þeir sváfu
allir fram á lofti yfir bæjar-
dyrunum og voru orðnir gagn-
kunnugir eftir tvo sólar-
hringa. Þá voru þrjár stúlkur,
sem gengu að heyvinnunni,
en unglingsstúlka 'um ferm-
ingu var í bænum með hús-
móðurinni. Ein þeirra hét
Jóhanna, há brengla, farin að
reskjast. Önnur var feit
dyrgja, hálfeinfeldnisleg, en
síbrosandi. Sú þriðja var ung,
bjarthærð og lagleg. Til henn-
ar leituðu augu Þorgeirs
oftast. Honum fannst hann
aldrei hafa séð eins laglega
stúlku og var hann þó ekki ó-
vanur að sjá kvenfólk í ver-
stöðunum á Suðurlandi. En
þessi bar af þeim öllum. Hún
hét Margrét, alltaf kölluð
Magga. Hann hugsaði sér að
gefa henni ekki of mikinn
gaum, því að hann hafði ein-
sett sér að vera utan við allt
kvennaflangs. Slíkt gat dregið
dilk á eftir sér — það var
hann búinn að sjá. Þeir fóru
ekki ósjaldan svoleiðis út úr
því, félagar hans, sem höfðu
þann sið að gefa sig helzt til
mikið að kvensunum, að þær
léttu pyngjuna þeirra anzi
mikið — og svo hurfu þær og
létu ekkert til sín heyra,
nema ef þær kenndu þeim
krakka, sem þeir urðu nauð-
ugir að gefa með í nokkur ár,
án þess að sjá þá nokkurn
tíma eða vita með vissu, hvort
þeir væru feður þeirra. Svo-
leiðis hafði að minnsta kosti
farið fyrir bróður hans. Hann
ætlaði sér ekki að brenna sig
á því soði, en anzi var hún
lagleg þessi Magga og blíðleg
í augunum. Sú hefði verið
eftirsótt í verstöðum sunnan-
lands. Hefði líklega ekki
þurft að borga fyrir sig inn á
böllin þar. Og nú átti hún að
verða þjónusta hans. Hann
varð að gæta sín. Það var
stór þrá, sem hann bar í
brjósti. Hún var sú, að verða
stórefnabóndi, helzt í sveit,
og láta fjöldann líta upp til
sín.
Næst var að athuga um-
hverfið.
Sveitin var víðlend og sól-
rík, með lágum fjallahring í
suðri — heiði í austri. Sam-
felld grasbreiða, sem tvær ár
skáru sundur. önnur kom úr
suðaustri og hét Hvarfdalsá.
Eftir þeim dal lá vegur suður
í næstu sýslu, en hann var ill-
ur yfirferðar, nema að sumr-
inu til. Hin áin kom úr suð-
vestri og nefndist Botnsá. Úti
í miðri sveitinni runnu þær
saman í eitt stórt vatnsfall,
sem hét Busla. Staður og fleiri
bæir stóðu í tungunni milli
ánna. 1 norðri lá stórt, dökkt
fell langt inn í sveitina og
minnti helzt á risavaxið dýr,
sem er að rísa á fætur og setja
upp kryppuna. Þetta fannst
Þorgeiri leiðinlegt náttúru-
lýti, sem helzt þyrfti að hverfa
úr þessari fallegu sveit. Hann
talaði um það við samverka-
fólkið eitt kvöldið, þegar það
gekk heim af engjunum.
„Kannske við ættum að
skreppa út eftir snöggvast og
moka því burtu?“ sagði Varði
flissandi.
„Og, ætli það stæði ekki
fyrir ykkur, þó að þið séuð
miklir á lofti“, nöldraði Jó-
hanna.
„Þú vildir kannske hjálpa
okkur ofurlítið til, svo að við
hefðum það af fyrir fótaferð-
artímann“, sagði Varði.
„Þú ert ekkert annað en
montið og mikilmennskan",
hnussaði í Jóhönnu.
Varði var viljugur að segja
Þorgeiri örnefni, sem sjáan-
leg voru, og hann var orðinn
vel kunnugur sveitinni eftir
fáa daga.
Fyrstu vikuna var heyjað á
engjunum, sem næstar voru
túninu, og gengið heim til að
borða, en kaffið var borið út
á engjarnar. Magga kom oft
með hádegiskaffið. Hún var í
bænum fram undir hádegi og
fór heim á undan hinum stúlk-
unum á kvöldin. Hún hafði
víst mjaltirnar, þóttist Þor-
geir vita. Hann heyrði oft
hnífilyrði til Jóhönnu um það,
hvað hún hefði það betra en
þær, sem mættu standa við
hrífuna allan guðslangan dag-
inn.
Einn daginn sá Þorgeir, að
einhver fatahrúga var í stól
sunnan undir bænum. Þetta
var víst einhver manneskja —
sjálfsagt einhver niðursetn-
ingur. Ekki athugáði hann það
þó neitt, því að þeir áttu ekki
leið þar um. Spurði bara pilt-
ana, hvaða vesalingur þetta
væri þarna í stólnum. Honum
var sagt, að það væri tengda-
faðir prestsins.
„Er hann veikur?“ spurði
Þorgeir.
„Já, hann er aumingi“,
svaraði Halldór.
Þorgeir spurði ekki fleiri
spurninga, hugsaði aðeins um
hvað það væri ótrúlegt, að
þessi stóra, sællega kona ætti
farlama föður. Hann hryllti
við heilsuleysi eins og marga
unga og hrausta menn, og
reyndi að halda fast í þá von,
að hann fengi sjálfur að lifa
löngu, heilbrigðu lífi. Hann
sá þetta hrúgald í stólnum
dag eftir dag á sama stað,
þegar gott var veður, en alltaf
vár það horfið, þegar komið
var heim af engjunum, og
hann óskaði þess, að hann
þyrfti aldrei að sjá það nema
í fjarlægð. Sjálfsagt var þetta
blindur aumingi eða kannske
það, sem var hryllilegast af
öllu, holdsveikur. Honum
virtist heimilisfólkið lítið vilja
um hann tala og aldrei sá
hann neinn hjá honum nema
litlu börnin og prestinn ein-
staka sinnum. Svona var að
vera gamall — þá sneiddu
allir hjá manni. Reyndar var
engin ástæða til að vinnufólk-
ið skipti sér af honum. Það
hafði aðeins tíma til að borða
og svo var farið aftur til vinn-
unnar. Samt fór hann að veita
því eftirtekt, að Magga kom
oft sunnan fyrir bæinn, þegar
gengið var út um miðjan dag-
inn, með bollapör í hendinni,
sem hún fór með inn og kom
svo hlaupandi á eftir fólkinu
til að verða ekki seinni en
aðrir að verki, því að þá mátti
búast við ónotum hjá Jó-
hönnu. Hún var víst geð-
vonzkugrey, kerling sú.
„Mér þykir þú hlaupa mik-
ið, Magga litla“, sagði Þorgeir
einn daginn, þegar Magga
náði samverkafólkinu spreng-
móð niðri í slægjunni.
Varði svaraði fyrir hana:
„Hún þarf alltaf að bregða
sér suður fyrir bæinn, þegar
aðrir leggja sig um miðjan
daginn, til að kljá framan í
kærastann. Það er hann, sem
situr í stólnum. Sýnist þér
hann ekki þó nokkuð mann-
borlegur svona tilsýndar?
Hún hefur nú ekki annað
betra, tetrið það arna. Þér
mun sýnast hann blómlegur,
þegar þú sérð hann nærri
þér“.
Magga blóðroðnaði og svar-
aði í sama tón: „Hann hefur
sjálfsagt verið heldur mynd-
arlegri en þú, meðan hann var
heill heilsu. Vonandi lítur þig
heldur enginn kvenmaður
hýru auga, aðra eins óart“.
Jóhanna glotti meinfýsin að
stríðnishlátri Varða. Hún var
víst fegin að heyra kastað ó-
notum til Möggu. Þorgeiri
fannst hann þurfa að leggja
henni svolítið liðsyrði, hún
var svo góð og falleg.
„Það þykir mér ótrúlegt, að
Möggu skorti kærasta“, sagði
hann hlæjandi.
„Kannske verður þú sá
næsti, sem gengur eftir henni
með grasið í skónum“, sagði
Jóhanna um leið og hún gekk
í burtu.
„Með grasið í skónum —
ekki nema það þó“, sagði Þor-
geir. Það var ekki laust við,
að það færi að síga í hann, því
að hann var bráðlyndur. „Það
stendur bærilega í bólið henn-
ar, þessarar pjásu“, bætti hann
við.
„Hún er orðin önuglynd,
kerlingargreyið. Það hefur
enginn maður litið við henni
alla hennar löngu pipartíð“,
sagði Varði.
„Mig undrar það nú svo
ekki“, sagði Þorgeir. „Hver
skyldi svo sem líta við svona
beinagrind?“
Þegar farið var að slá túnið,
sá Þorgeir gamla manninn
næstum á hverjum degi, því
að veðrið var lyngt og sólríkt.
Magga var sífellt að fara með
kaffi til hans, meðan það sat
og hvíldi sig í kaffihléinu.
Presturinn bar hann sjálfur út
og inn.
„Þetta kalla ég virðingar-
vert“, sagði Þorgeir. „Svona
skal ég koma fram við hann
tengdaföður minn, ef hann
verður örvasa“.
„Það er gott fyrir hann að
eiga von á því, hver sem hann
verður“, sagði Varði. „En ef
Magga verður konan þín, sem
mér sýnist hún helzt ætla sér,
er hún búin að fá æfingu í því,
þar sem hún ber Hall gamla
út og inn, þegar presturinn er
ekki heima“.
„Því gerið þið það ekki,
karlmennirnir, heldur en láta
hana gera það?“ sagði Þor-
geir.
„Ég þyrði ekki að snerta á
honum, þó að mér væri borg-
að fyrir það, óttaðist að þessi
beingrind dytti sundur í
höndunum á mér“, sagði
Varði.
„Hann er túróttur, karlinn,
og vill ekki láta aðra en þau
snerta á sér“, sagði Halldór.
„Magga kom með þeim að
austan mest il þess að hjúkra
honum, vesalingnum. Hann er
geðveikur og talar ekki nema
við einstaka fólk“.
Þorgeir hugsaði sér að
sneiða hjá honum. Hann hafði
frá fyrstu ,sýn grunað, að eitt-
hvað óviðkunnanlegt væri við
þennan aumingja.
Annan sunnudaginn, sem
Þorgeir var á þessu nýja heim-
ili, hugsaði hann sér að leggja
á Rauð sinn og sjá sig eitthvað
um í sveitinni. Varði bauðst
til að fara með honum. Karl-
mennirnir höfðu tekið úr sér
vikuþreytuna með því að
liggja í rúminu fram undir
hádegi. Presturinn hafði riðið
á annexíuna þennan morgun.
Líklega hafði frúin farið líka,
því að Magga lét matinn á
borðið. Jóhanna nöldraði um
mismuninn, sem væri á ævi
karlmannanna og kvennanna.
Þó tækju þeir mikið hærra
kaup, en svæfu þó mörgum
klukkutímum lengur á sunnu-
dögum. Varði var til með að
nöldra við hana, en Þorgeir
flýtti sér út til að losna við að
hlusta á þau. Úti var glaða-
sólskin. Hann horfði hrifinn
yfir þessa blómlegu sveit og
mælti upphátt um leið og
hann ranglaði suður fyrir bæ-
inn: „Hér vil ég una ævi minn-
ar daga alla, sem guð mér
sendir---------“. Hann hrökk
við og þagnaði. Hann var
kominn fast að stól gamla
mannsins. Honum hafði hann
alveg gleymt þessa stundina.
Þarna sat hann innan í sæng-
um og koddum, holdlaus
beinagrind, en hvorki holds-
veikur eða heyrnarlaus, því
að hann spurði:
„Varst þú eitthvað að segja,
piltur minn?“
Þorgeir hafði verið að hugsa
um að snúa heim aftur, en nú
var það of seint. Hann herti
því upp hugann og svaraði:
„Já, ójá. Góðan daginn! Ég
var svona hrifinn af sveitinni,
að ég tók mér í munn orð
skáldsins: Hér vil ég una ævi
minnar daga“.
„Svo þér þykir hún falleg,
sveitin mín“, sagði hann.
„Hún er það líka“.
„Er þetta þín sveit?“ spurði
Þorgeir og var nú að mestu
leyti laus við þann óhug, sem
vanalega grípur æskumann-
inn, þegar hann sér eymd ell-
innar.
„Já, hér er ég fæddur og
uppalinn. Hér naut ég ást-
ríkis góðra foreldra og vina.
Og hingað er ég kominn aftur
til að fá að hvíla í skauti henn-
ar og þrái það eitt, að það
verði sem fyrst“, sagði sjúkl-
ingurinn.
„Já, hún er falleg þessi
sveit“, hélt Þorgeir áfram, „ef
þetta Ijóta, dökka fell væri
ekki þarna í norðri. Mér finnst
það eins og stórt nef á fallegu
andliti“.
Eitthvað, sem líktist brosi,
myndaðist á vörum gamla
mannsins. „Þetta er ekki svo
slæm samlíking hjá þér, en
manni getur fallið stórt nef
vel í geð, jafnvel þótt það
fallegt, ef það er á andliti,
sem maður elskar. Eins er með
fellið. Mér þykir vænt um það,
því undir því er bærinn minn.
Þar sleit ég barnsskónum —
og þar eru beztu bújarðir
sveitarinnar, þó að þér finn-
ist það kannske ótrúlegt".
„Ójá, frekar finnst mér það
ótrúlegt. Hér er allt vafið
grasi, en þar sýnist mér muni
vera meira grjót en gras“,
sagði Þorgeir. „Reyndar verð
ég að játa, að ég hef ekki gott
vit á sveitabúskap, en þó
langar mig mikið til að verða
stór-bóndi í sveit — eiga
stærðar sauðahjörð og feikna
stóra hrossahópa. Um kýrnar
gef ég lítið. Ég er orðinn leið-
ur á sjónurn".