Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Qupperneq 8

Lögberg-Heimskringla - 06.02.1964, Qupperneq 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1964 Úr borg og byggð ÍSLENZK MESSA fer fram næstkomandi sunnudagskvöld 9. þessa mánaðar, klukkan 7, í Unitara kirkjunni á Sargent og Banning. — Kaffiveitingar eftir messu. — Allir vel- komnir. — Séra Philip M. Pétursson messar. ☆ Grettir Eggertson og frú komu heim úr Islendsferðinni á þriðjudaginn í fyrri viku. Eftir hátíðahöldin í Reykja- vík, vegna fimmtíu ára af- mælis Eimskips fóru þau til London ásamt boðsgestum þeirra Hans R. Þórðarsyni og frú Hönnu konu hans, en Grettir og Hans eru frændur. Dvöldu þau öll þar í viku. ☆ Dr. Sveinn E. Björnsson frá White Rock, B.C. kom til Winnipeg í fyrri viku á leið til Arborg, en þar hefir hann tekið við læknisstörfum við Arborg Memorial spítalann fyrir Dr. Ivan Mowczam, sem verður fjarverandi í tvo mán- uði við nám. Bréf til Sveins læknis sendist þangað. Við báðum um fréttir. „Rigning!“ var svarið, en svo skýrði hann okkur frá að íslendingar þar vestra væru að búa sig undir aðra ferð til Islands í júní, 80 manna hópur í þetta skipti, 12 tíma beint flug yfir pól- inn, mánaðardvöl á Islandi. ☆ 6. lölublað Lögbergs-Heims- kringlu, fyrir árið 1963 — 14. febrúar er gengið til þurrðar og yrðum við þakklát þeim er gæti látið okkur það í té. ☆ Mrs. Ingibjörg Bjarnason, 87 — 2nd Ave., Gimli, Man. hefir góðfúslega tekið að sér að innheimta ársgjöld fyrir Lögberg - Heimskringlu á Gimli. Walfer Johannson og frú frá Pine Falls komu heim eftir tveggja mánaða dvöl í Van- couver hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Davis og börnum þeirra. ☆ Verne Guðjón Johnson frá Lundar, Man., námsmaður í electrical engineering við Manitobaháskólann hefir hlot- ið Alcan námsstyrkinn; hann fékk hann einnig í fyrra. Þessi styrkur er úr námssjóði Aluminum Company of Can- ada og veitir Manitobaháskól- inn hann árlega. ☆ Donaiions io Beiel Mrs. S. Turner, London, Ont., 10 Ibs. sweet biscuits, 5 lbs. chocolates. A Friend, Vancouver, B.C., box of holly. A Friend, Winnipeg, 2 boxes oranges. Mr. og Mrs. V. K. Johnson, Villa Park, 111., $5.00 — In memory of Alexander L. Benson. S. M. Bachman, Ste. 12 — 380 Assiniboine Ave. Winnipeg 1, Man. Winnipeg Heallh Deparimeni Says "Please Noie" Classes for “Expectant Mothers” sponsored by the Winnipeg Public Health Nurses are held each wee£. For information regarding these Classes which are free, please c'all the following Centres: Central Office — Winnipeg Health Departmen, WH6-0105; South District Nursing Office, GR 5-4565; West District Nursing Office, SU 3-7760; North District Nursing Office, JU 6-3183; East District Nurs- ing Office, WH 6-0137. For information about evening classes for Expectant Parents call the Winnipeg School Board at SP 5-0231. ☆ Gjafir í Skálholtsskólasjóð Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg $100.00 Mrs. Gudrun Johann- son, Winnipeg 25.00 Mrs. Lovisa G. Gísla- son, Morden, Man. 50.00 Mr. Jón Magnússon, Seattle, Wash. 25.00 Ónefndur 50.00 Kærar þakkir, Grettir Eggertson, 78 Ash Str., Wpg., Man. Dánarfreqnir Lorne Willard Johannson varð bráðkvaddur að heimili sínu, 581 Warsaw Ave., Win- nipeg, 21. janúar 1964, 52 ára. Hann var rakari að iðn og vann hjá Ray Baker Barber shop. Hann lifa kona hans, Sólborg; fjórir synir, Lome Leonard, Guðmundur Alfred, Edwin Glen og Ivan Dale; eitt sonarbarn; móðir hans, Mrs. Sigurlaug Johannson og einn bróðir, Carlyle Ásgrímur Jo- hannson. Útför hans var gerð frá Bardals og jarðsett í Brook- side grafreit. Rev. Walter G. Becker þjónaði. Lorne heitinn var listrænn, lék vel á píanó og var hinn bezti drengur. ☆ Mrs. Jónína Björg Árnason, lézt 16. janúar 1964 að heimili sínu á Loni Beach, Gimli, 82 ára. Hún flutti frá íslandi til Gimli 1914 og átti heima að Gimli alla trð síðan. Hún missti eiginmann sinn Ind- riða árið 1951. Hún læt- ur eftir sig einn son, Sig- urjón á Gimli; þrjár dætur, Dorothy (Mrs. H. C. Jones), Helgu (Mrs. D. Demedash) og Karen (Mrs. P. Werestiuk); sex barnabörn og sex barna- barnabörn. Kveðjuathöfn fór fram í lútersku kirkjunni á Gimli og jarðsett í Gimli graf- reit. ☆ Grímur Júníus Magnússon, 68 ára, búandi að Geysir and- aðist á Arborg spítalanum 27. janúar 1964. Útförin fór fram frá Únitara kirkjunni í Ar- borg og jarðað í Geysir graf- reitnum. Séra Philip M. Pét- ursson þjónaði við athafnirn- ar. Syrgjendur eru, Lára MESSUBOÐ Fyrsta lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: / A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. ekkja hans; tveir synir, John í Winnipeg og Thorsteinn heima, ein dóttir Thora (Mrs. Henry Ertle); fjögur systkini, Sigurður, Ingólfur, Jóhanna og Ingunn, öll á íslandi. Eitt barnabarn. ☆ Stefán Stefánsson, lézt 22. janúar 1964, 86 ára. Hann var fæddur á íslandi en átti heima í Winnipeg síðustu 60 árin. Hann var smiður að iðn og vann hjá Building Mechanics Limited í síðastliðin 20 ár. Útförin gerð frá Bardal, greftrun í Brookside. Dr. Valdimar J. Eylands þjónaði við útförina. ☆ Gunnar Brynjólfsson að 663 Alverstone St., Winnipeg, áttræður, lézt 11. janúar 1964. Hann átti heima í Winnipeg síðastl. 61 ár og var múrari að iðn. Hann lifa þrjú syst- kini„ Ólafur, Thorbjörg og Gertrude. Kveðjuathöfn í Fyrstu lútersku kirkju og jarðsettning í Brookside. Dr. V. J. Eylands flutti kveðju- orð. ☆ Mrs. Sleinunn Anderson, 83 ára, kona Thorðar Anderson að 1080 Sherburn St., Winni- peg, lézt 25. janúar 1964 á King Edward spítalanum. Hún var fædd á íslandi, átti heima í Selkirk í 44 ár, en síðustu 20 árin áttu þau hjón- in heima í Winnipeg. Hún tók mikinn þátt í starfsemi kvenn- félags og trúboðsfélögum lúterska safnaðarins í Sel- kirk. Auk éiginmanns hennar syrgja hana einn sonur, Nor- ton í Toronto; tvær dætur (Vera) Mrs. I. C. Ingimundson, Port Arthur og (Pearl) Mrs. A. B. Björnson í Winriipeg; ein systir, Mrs. J. Gomme í Sudbury; átta barnabörn og 17 barna-barnabörn. Einn sonur Willard féll í stríðinu 1943. Dr. V. J. Eylands flutti kveðjuorð við útförina. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Selkirk grafreitnum. Gleymf skáld í þessu blaði lýkur þessari fróðlegu ritgerð eftir frú Hall- dóru B. Björnsson skáldkonu. Við erum henni innilega þakk- lát fyrir að láta Lögbergi- Heimskringlu í té þetta hand- rit sitt. Vegna þess að rit- gerðin er löng skiptum við henni í fjóra kafla, er birtust í blaðinu 2., 23. og 30. janúar og svo í þessu blaði. Við höf- um nokkur eintök af þessum blöðum aflögu fyrir þá sem óska þess að eiga þessa ágætu ritgerð í heild. — I.J. • Kafli úr bréfi frá höfundinum. Frá því ég fyrst heyrði get- ið um Ingibjörgu frá Katadal fyrir nokkrum árum, varð hún mér einkar hugleikin og finnst mér ekki vansalaust að týna algerlega svo sérstæðri konu, eins og hún hefði aldrei verið til. Ég hef reynt að rekja slóð hennar eftir kirkjubókum. En furðu litlar upplýsingar hef ég getað fengið um hana hjá fólki. Það er engu líkara en ættingjar hennar vilji sem minnst af henni vita. Þó er ekki að sjá að hún hafi annað til saka unnið, en þessa mis- heppnuðu tilraun að farga sér og líklgea nokkra sturlun á geðsmunum um tíma, en það hvorttveggja var litið verra auga þá en nú. Ekki er óhugsandi að enn sé fólk á lífi vestra, sem man Ingibjörgu, því ættingja mun hún eiga þar og líklega af- komendur. Soffía dóttir henn- ar giftist vestra. Ef einhver skyldi nú kunna þó ekki væri nema eins og eina stöku eða tvær eftir þetta — geymd yísa ágæta skáld, þá væri það þeg- ið með þökkum. Halldóra B. Björnsson Alþingishúsinu, Reykjavík, Iceland. Úr bréfi frá Mozari, Sask. Ég las með sérstakri eftir- tekt um Ingibjörgu skáld- konu. — Elínborg Bjarnadótt- ir og Samson Bjarnarson voru næstu nágrannar mínir í Akrabyggð, Norður Dakota, en Friðrik þekkti ég lítið; hann var vestur á Fjöllum, sem kallað var, og fór þaðan til Wynyard, Sask. Synir hans, Bjarni og Sigurður voru nágrannar mínir, allt vel látið fólk. Elínborg var eitthvert það göfugasta og indælasta gam- almenni, sem ég hef kynnst. Það báru allir virðingu fyrir henni. Samson var góður bú- maður, kom aldrei helzt til nágranna sinna, var ekki í neinum félagsskap — bara í sveitarráði nokkur ár, var aldrei við messu og lét jarða sig og sína á landinu fyrir austan Akra. „Og svo gerða eg" Vigfús geysir Jónsson bjó um allmörg ár á Hervarar- stöðum á Holtsdal á Síðu. Hann var ýkinn til muna og nokkuð sérlegur í tali. Þessa sögu sagði hann af því, er eitt sinn bar fyrir hann á Mýr- dalssandi: „Eg var á ferð á Mýrdals- sandi, og mætta eg draugi. Það var kvendraugur, og réð- umst eg á hann, og svo fellda eg hann. Þá sagði draugurinn: „Neyttu fallsins, karlmaður“. Og svo gerða eg“. UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St„ Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögber^-Heimskringla NAME ........ ADDRESS ....................... LAND5 OF THE MIDNIGHT SUN A modern-doy look ot the Architecture, Industry, Food, Culture of lceland, Sweden, Norway, Finland, Denmark. Lecturers: NORWAY .... Maj. Aasmund Nilsen SWEDEN DENMARK FINLAND ICELAND Prof. H. Bessoson GREENLAND and N.E. AMERICA . Mr. W. Kristjanson Wednesdays at 8:00 p.m. Feb. 12th to Morch llth CENTRAL Y.M.C.A. 301 Vaughan Street Phone WH 2-8157

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.