Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Síða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964
5
AIILHAUAI
rVCNNA
Miss Thea Herman heiðruð
Miss Thea Herman
Miss Thea Herman er ein
af mikilsvirtustu konum
Winnipeg Islendinga; hún hef-
ir átt hér heima síðan á barns-
aldri, að hún kom með fóstur-
foreldrum sínum frá Islandi,
séra Jóni og frú Láru Bjarna-
son. Hún var systirdóttir frú
Láru, ólzt upp hjá þeim hjón-
um og leit jafnan á þau sem
foreldra sína og var mikið
ástríki með þeim og henni.
Hún var þeim mjög samhennt
í kirkju- og líknarstörfum
þeirra. — Svo sem hún á ætt
til, er hún mjög söngelsk og
leikur vel á píanó, afi hennar,
faðir móður hennar, var Pét-
ur Guðjónsen tónlistarfræð-
ingur og organleikari í
Reykjavík. Ætternið segjir
til sín í hinum göfuga svip
hennar og höfðinglegri fram-
komu.
Miss Herman er hjúkrunar-
kona að menntun og gat sér
ágætan orðstír í því starfi. —
Hún hefur sýnt í verki hve
mjög hún unni og virti fóst-
urforeldra sína, með því að
safna saman bréfum þeirra,
skjölum, bókum og myndum,
ganga frá þessu sögulega
safni á myndarlegan hátt og
koma því síðan í örugga
geymslu á Landsbókasafni Is-
lands og í bókasafrti Mani-
tobaháskólans og var það
mikið verk. Við Vestur-ls-
lendingar erum í skuld við
hana fyrir þetta starf, svo
mjög sem þessi merku hjón,
séra Jón og frú Lára koma
við sögu okkar.
Við óskum Miss Herman
blessunar í hinum nýju heim-
kynnum hennar. Fyrir nokkr-
um dögum efndu aldavinkon-
ur hennar Mrs. Flóra Benson
og Mrs. Anna Stephenson til
boðs henni til heiðurs sem
var fjölsótt sem vænta mátti,
og fylgir hér ávarp, sem Mrs.
Benson flutti.
A Party For Thea Herman
When Mrs. Anna Stephen-
son and I realized that Thea
was definitely preparing to
move to Betel, we agreed that
she could not be permitted to
leave without a Party send-
off. Immediate action was the
order of the day. I offered
our home for this party.
A list of friends was pre-
pared and they contacted —
then the telephone began to
ring as the news spread —
and has been ringing ever
since — for all friends con-
tacted were very happy and
willing to take part and
others who heard of this
“affair” asked to be included
in paying tribute to Thea.
This is not a solemn moment
but one in which we may
express our sincere thanks to
Thea for years of unselfish
service to our church and
congregation, in all its many
phases of activities: in the
Sunday school, the choir, the
Bandalag and to our blind
members. Will we ever be
too old to recall the singing
of our Sunday school children
while marching out in Elm
Park, River Park and at the
Sunday school picnic. “Nú er
veðrið svo gott — nú er loftið
svo ljett” — led by Mrs.
Bjarnason — and then driv-
ing home along Main Street
singing at the top of our
voices Icelandic songs — this
in an open trolley car!
Those were the days.
Well Thea, we thank you
for your sincere and splendid
leadership in the early days
here in our beloved city of
Winnipeg — and so that you
may remember and know
that we remember, we ask
you to accept this lounge robe
and for good measure — this
transistor from which will
pour out all that our Radio
Stations have to offer. —
May you live long to enjoy
these gifts and may you
often recall the good olc
happy days when we had to
make our own fun anc
actually enjoyed life — anc
as you recline in your gown
and listen to the transistor,
think back on the good friends
— the happy days — among
friends who also look back
with deep affection and
thanks — to you. — F. B.
Lútherska heimssambandið
Stjórnarfundur Lútherska
heimssambandsins, sem hald-
inn er hér í Reykjavík um
iessar mundir, er merkur at-
Durður í íslenzku kirkjulífi.
Þennan fund sækir forseti
heimssambandsins, ásamt um
50 fulltrúum frá 15 þjóðlönd-
um. Meðal þeirra eru margir
biskupar og kirkjuleiðtogar
lútherskra manna. Jafnframt
situr þingið fjöldi íslenzkra
presta undir forystu biskups-
ins yfir Islandi.
Lútherska heimssambandið
eru samtök lútherskra manna
um heim allan. Þessi samtök
hafa víðtæk áhrif og sam-
þykktir þeirra marka stefnu,
sem vekja heimsathygli. Það
er íslendingum mikill sómi,
að þessi merku samtök skuli
nú í fyrsta sínn halda stjórn-
arfund sinn hér á landi. Það
mun eiga sinn þátt í því að
gera kirkju íslands að virkum
þátttakanda í því merkilega
alþjóðlega starfi, sem Unnið
er á vegum samtakanna. Það
er rétt sem biskupinn yfir ís-
landi sagði í ræðu sinni í fyrra
dag, að aldrei fyrr hafa Is-
lendingar verið minntir svo
áþreifanlega á að þeir til-
heyra heimsvíðu samfélagi
lútherskra manna, „sem játa
með oss og vitna með oss um
heiðarlega trú feðra vorra,
sem sé dýrmætastur arfur lið-
inna á íslandi, og sem við von-
um og biðjum að öll okkar
börn megi halda fast við gegn-
um kynslóðir“.
Jóhann Hafstein, kirkju-
málaráðherra, sem flutti á-
gætt ávarp við setningu þessa
fundar, komst m.a. að orði á
þessa leið:
„Allir útlendingar sem
nokkur deili hafa af Islend-
ingum kannast við þá sem
söguþjóð og skáldaþjóð.
En í fremstu röð íslenzku
skáldanna eru tvö stórskáld,
bæði trúarskáld, sem gnæfa
eins og hátindar við heiðríkju
og munu gera það meðan ald-
ir renna. Þetta eru séra Hall-
grímur Pétursson og sr. Matt-
hías Jochumsson. Þér þekkið
Hallgrím Pétursson en passíu-
sálmar hans hafa verið þýdd-
ir á erlendar tungur um víðan
heim. Sr. Matthías orti ekki
aðeins fegurstu sálma sína
heldur einnig öll stórljóð sín,
innblásin af þvílíkri andagift
að við leikmenn undrumst í
lotningu.“
„Þessi miklu trúarskáld Is-
lendinga eru sennilega ekki
af tilviljun fram komin. Ef
til vill bergmála þau þar
dýpstu tilfinningar, sem búa
með þjóðinni — innst við
hennar hjartarætur.“ Þessi
ummæli Jóhanns Hafsteins
eru hin athyglisverðustu. Það
er rétt sem hann sagði fyrr í
ræðu sinni, að íslendingar
flíka yfirleitt ekki trúartil-
finningum sínum. En það er
vissulega engin tilviljun, að
ýms af mestu skáldum þjóð-
arinnar hafa ort trúarljóð,
ljóð sem eiga ríkan hljóm-
grunn í brjósti hennar og
túlka tilfinningar hennar og
afstöðu til kristinnar trúar.
Mgbl. 28. ágúst.
Þyiur svarira fjaðra
Framhald frá bls. 4.
Hrærekur frá Heiðmörk .er að
segja? í Kálfskinsbæ er kon-
ungur að deyja.“
„Snemma kvað ég kvæði
fögur.
kunni glæstar hetjusögur.
Mér var hæsti heiður sýndur.
Ég varð herra og hilmir þjóða.
Heiðmörk — landið góða.
Ég átti gull og græna skóga,
gleði nóga,
akra, þræla, uxa og plóga,
bjó við rausn í björtum
höllum,
blótaði að goðastöllum,
elskaður af öllum.“
Hvílíkur dýrðardagur! Og
hvílík gæfa heilli þjóð að hafa
átt Davíð Stefánsson og eiga
um alla framtíð ljóð hans og
geta um alla framtíð fundið í
þeim lykil að leynihólfum
hjartans, þar sem öll landsins
börn eiga hina einu von um
það, sem gefur lífi þeirra gildi
og gerir það að hamingju, að
lifa því.
Þytur svartra fjaðra, sólskin
í Fagraskógi og konungur í
Kálfskinni: Þetta allt og
miklu meira er Davíð Stefáns-
son.
Páll H. Jónsson.
Samvinnan.
TH£
Accurate
Complete
News
Coverage
Printcd in
BOSTON
LOS ANGELES
LONDON
1 Ycor $24 6 Months $12
3 Months $6
Clip this odvertisement ond
return it with your check or
money order to:
Tho Christion Science Monitor
One Norwoy Street
Boston, Moss. 0211 5
PB-16
///
Matreiðið uppáhalds (iskrétt
yðar eftir þessari bók
Yfir 50 myndir. "Canadian Fish
Cookbook" skýrir frá ágætum
matreiðsluaðferðum fyrir hinar
mörgu tegundir fisks í Kanada.
Uppskriftirnar eru fyrir ljúf-
fenga, lystuga og ódýra rétti.
Skrifið eftir eintaki í dag. Sendið
$1.25 ásamt nafni yðar og
heimilisfangi til: The Queen’s
Printer, Ottawa.
DEPARTMENT OF FISHERIES
Ottawa, Canada
Hon. H. J. Robichiud, M. P„ Minislei Dr. A. W. H Needler, Deputy Minisler
fV 'í
II 0
*Wí<é
///
C ^ \vv