Lögberg-Heimskringla - 17.09.1964, Síða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1964
Úr borg og byggð
Ambassador John P. Sig-
valdason, sem er ambassador
Canada til Islands og Noregs
er væntanlegur til Winnipeg
í næstu viku. Hann er ættað-
ur frá Argyle og mun koma
hingað í heimsókn til fornra
stöðva. Hans hefir verið ýtar-
lega getið í Lögbergi-Heims-
kringlu við ýms tímamót á
merkum starfsferli hans.
☆
Höfðingleg gjöf
Mrs. Inga Kernested, ekkja
Kristjáns Kernested flutti til
Betel fyrir sjö árum, eftir
hún missti mann sinn. Stund-
uðu þau búskap í grennd við
Gimli áður en þau fluttu inn
í Gimlibæ, þar sem Kristján
vann við smíðar til æviloka.
Frú Inga gaf Betel nýlega
stóra fjárupphæð, $500.00, og
sýndi þannig kærleikshug
sinn til heimilisins og hve vel
hún metur þá hlýju um-
hyggju, sem hún hefir notið
og nýtur á Betel.
Hjartans þakkir fyrir hönd
stjórnarnefndar Betel.
S. M. Bachman.
☆
Betel Building Fund
In loving memory of our
fathers, Ólafur Ólafson, Jakob
Vopnfjörð. Mr. and Mrs.
Axel Vopnfjord, 1206 Dom-
inion St., Wpg., $25.00.
In loving memory of Gróa
Sigurdson. Mr. and Mrs. I.
Sigurdson, Lundar, Mrs. and
Mrs. J. S. Sigurdson, Lundar,
Mr. and Mrs. A. Swainson,
Winnipeg, Mr. and Mrs. E.
Wonko, Winnipeg, Mr. and
Mrs. T. Sigurdson. San
Leandro, Calif., Mr. and Mrs.
E. Johnson, Blaine, Wash.,
$28.00.
Með innilegu þakklæti fyrir
h ö n d fjársöfnunarnefndar
Betels.
K. W. Johannson,
910 Palmerson Ave.,
Winnipeg 10, Man.
☆
Dr. and Mrs. Walson
Kirkconnell visit Winnipeg
Dr. and Mrs. Watson Kirk-
connell are visiting in Winni-
peg. The Ukrainian Canadian
Committee have arranged a
special reception and dinner
in honour of Dr. Kirkconnell
and Dr. C. H. Andrusyshen of
the Slavic Department of the
University of Saskatchewan.
These two men have publish-
ed two volumes of Ukrainian
literature, including a sub-
stantial translation of Taras
Shevchenko’s works.
In view of Dr. Kirkconnell’s
great interest in Icelandic
history and literature, our
readers will be interested to
know that he resigned from
the Presidency of Acadia
University during the past
summer. He had accupied this
position for 16 years during
which time he won for him-
self a high recognition as an
administrator, However, the
Board of Governors of Acadia
University requested him to
continue to serve the Uni-
versity in the Department of
English on a part-time basis.
— P. H. T. Thorlakson, M.D.
September 10, 1964.
Dánarfregnir
Mrs. Sigríður Sigurgeirson,
kona séra Skúla, prests í
Waubun, Minnesota, andað-
ist á Gimli, þriðjudaginn 15.
september. Kveðjuathöfnin
fer fram í lútersku kirkjunni
á Gimli á föstudaginn kl. 2
e.h. og jarðsettning í Gimli
grafreitnum. Þessarar mætu
konu verður nánar getið síðar.
☆
Ragnar Waldimar Gillis,
fæddur 20. febr. 1928, dáinn
14. ágúst 1964. Foreldrar:
Ragnar Gillis og Salóme kona
hans, sem lengi bjuggu í
Brown byggð, en nú eiga
heimili í Morden. Hann lézt í
bílslysi nálægt Brandon, Man.
Ragnar sál. ólzt upp í heima-
byggð sinni og hlaut þar
skólanám, og seinna á mið-
skóla í Morden, svo við Uni-
versity of Manitoba, (B.S.A.)
Hann giftist Emily Hildebrand
1949, þau eignuðust 5 börn,
Calvin Waldimar, Leilani
Louise, Garry Ragnar, David
Oscar og Laurie Ann; sex
systkini eru eftir skilin, Ólafía,
Árni, Oscar, Franklin, Jón og
Sigrid.
Heimili þeirra Ragnars og
Emily var í Towner, North
Dak., síðastliðin 5 ár. Hann
var dugnaðar maður og áhug-
inn mikill. Hann var ráðs-
maður og stýrði verzlun In-
ternational Harvester Co.,
einnig Chevrolet Motors.
Hann tók þátt í mörgum fé-
lagsskap, þar á meðal í kirkju
sinni.
Minningarathöfn var hald'-
in í Towner 17. ágúst. Rev. R.
Stensaas prestur Zion Luth.
Church stýrði þeirri athöfn.
— í Morden var jarðarförin
daginn eftir, Rev. R. K. Ode-
gard prestur Christ Luth.
Church jarðsöng, og hann var
jarðaður í Hillside grafreit í
Morden. — L. G. G.
☆
Sigurður (Sam)
Torfason
Dáinn
„Ó, þá náð að eiga Jesúm,
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega, höfði
sínu í Drottins skaut.“
Sigurður (Sam) Torfason
andaðist 7. september 1964 á
sjúkrahúsi í Vancouver,(B.C.,
76 ára að aldri. Hann var
fæddur 9. júlí 1888 á Seyðis-
firði, íslandi. Faðir hans var
Björn Torfason, og móðir hans
hét Katrín Gissurardóttir.
Hann kom til Canada með for-
eldrum sínum 1891. Þau áttu
heima í Winnipeg og Lundar
fyrstu árin. Október 9. 1920
giftist Sigurður, Margréti Sig-
urðson, og stofnuðu þau
heimili i Winnipeg og ittu
MESSUBOÐ
Fyrsla lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands. Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45. f. h.
11.00 f.h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
líka heima á Gimli um nokk-
ur ár. í janúar 1944 fluttu þau
til Vancouver, B.C. og hafa
átt hér heima síðan, og bæði
hér og í Manitoba stundaði
Sigurður atvinnu sína, en
hann var „múrari“ að iðn.
Auk eiginkonu sinnar lifa
Sigurð fjögur börn þeirra
hjóna: 1 sonur Lloyd, í Cal-
gary; 3 dætur, Mrs. Plottel
(Evelyn), Mrs. B. Hausenka
(Donna) í Vancouver, Mrs. E.
Vanni (Margret), Seattle,
Wash. Einnig lifa hann 7
barnabörn og einn bróðir,
Karl í Winnipeg .
Sigurður, eða Sam, eins og
vinir hans kölluðu hann oft-
ast, var maður lífs glaður og
vinsæll mjög. Hann elskaði
allt það sem var fagurt og
gott, menn og málefni. Hann
hafði unun að músík og spilaði
oft á fíólínið. sitt, fyrr meir,
sér og öðrum til ánægju, og
var glaður og kátur í góðra
vina hóp. Hann var ástríkur
eiginmaður, faðir og afi — og
er hans sárt saknað af ástvina
hópnum. En þau gleðja sig
og hugga, við minningarnar
um hann, sem geymast í þakk-
látum hjörtum þeirra.
Útförin fór fram í útfarar-
stofu First Memorial Services.
(Cremation). Lúterskur prest-
ur, séra G. Strothotte flutti
síðustu kveðjuna.
„Far þú í friði, friður Guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.“
Guðlaug Jóhannesson.
Franski rithöfundurinn,
Balzac lá eitt sinn sem oftar
andvaka í rúmi sínu. Sér
hann þá, hvar maður læðist
hljóðlega inn í herbergið og
reynir að stinga upp læsing-
una á skrifborðinu hans.
Enginn getur láð veslings
þjófnum, þótt hann yrði dá-
lítið skelkaður og ringlaður
er hann heyrði háværan
hæðnishlátur íbúa herbergis-
ins, sem hann hélt vera í fasta
svefni.
„Hvers vegna ertu að
hlæja?“ spurði hann.
„Ég er að hlæja að því,
kæri vinur“, svaraði Balzac,
„hve litlar líkur eru til þess,
að þú finnir nokkuð fémætt í
þessu skrifborði að nóttu,
þegar heiðvirðum og löghlýðn-
um eiganda þess tekst aldrei
að finna neitt í því, jafnvel
þótt hábjartur dagur sé.
Þjófurinn hafði sig hið
skjótasta á braut.
☆
Horfðu í glóðarauga mitt,
Gunna.
Það er í frásögur fært, að
fyrrum hafi verið stúlka á
kirkjustað, er Guðrún hét, og
hafi leið hennar legið á mál-
um til fjóssins framhjá kirkju-
garðinum.
Á þá draugur eitt sinn,
þegar hún fór framhjá, að
hafa kallað til hennar úr
kirkjugarðinum: „Horfðu í
glóðarauga mitt, Gunna!“
Hún leit við og svaraði: „Sjá
þú í gump minn og gráar
geilar!“
Sakaði hana ekki, af því að
henni varð ekki orðafall, því
að lífið liggur á því að svara
draugum jafnan fullum hálsi,
ef þeir yrða á mann. (Eftir
sögn Friðriks Eggerz 1852).
☆
Einu sinni var samið um
það við Benedikt Gröndal, að
hann þýddi kafla úr Berlings
náttúrufræði, er nota átti
handa Þjóðvinafélaginu. Kom
nú handrit frá Gröndal, sem
svaraði 2 örkum. Er þar verið
að lýsa, hvernig löndin hafi
myndast með fjöllum og döl-
um. Við stórrigningar og snjó-
leysingar hafi myndast lækir,
sem svo hafi riðið fram jarð-
veg og LEIR úr fjallshlíðun-
um, og þar með myndað frjó-
samt undirlendi í dalbotnun-
um, og svo bætir hann við frá
sér: „Og má hér sjá, að leir-
burður er þó til nokkurs nýt-
ur!“
☆
Úr bréfum Horatzar
Þess meira sem vér vitum,
þess betur finnum vér hvað
vér vitum lítið.
Vertu fljótur til að þegja,
en seinn til að tala.
Ræðan er silfurgildi, en
þögnin er gullvæg.
Two Interlake Municipalities
Get Higher Provincial Grants
The Rural Municipalities of
Gimli and Coldwell in the
Interlake will benefit under
the new Manitoba govern-
ment program to pay grants
in lieu of taxes on provincial
buildings, as well as on land.
Municipal affairs minister
Hon. Robert G. Smellie, Q.C.,
said the grant to Gimli would
rise from $165 under the old
formula to an estimated
$1,149. Coldwell, which didn’t
qualify for a grant under the
old program, will get an
estimated $4,745.
Changes in legislation at the
recent session allow for such
payments in lieu of taxes on
the accepted assessed valuc of
provincial buildings as well^
as land. The upper limit of
such grants to any munici-
pality is an amount equal to
five per cent of the total tax
levy of the municipality — in-
cluding school tax.
Within this limit, the
amount of the grant is equal
to the amount that would be
paid in taxes if the Crown
were taxable.
Dept. of Education news
release. — Sept. 4, 1964.
Civil Defence says: —
Do you know your dispersal
routes and the siren warning
signals? You will find them
on page two of your telephone
directory.
Metro Civil Defence,
1767 Portage Avenue,
Winnipeg 12 — TUrner 8-2351
☆
Því læra börnin málið, að
það er fyrir þeim haft.
☆
Það er betra að gefa því
barninu, sem betur tekur við.
Why not visit ICELAND
now?
ALL-WAYS Trarel Bureau
Ltd.. 315 Hargrave Street,
Winnipeg 2, Man., WHitehall
2-2535, is the recognized Afjent
of all steamship- and airlines,
including Icelandic Airlines,
and has assisted more Iceland-
•rs in Manitoba with their
travel arrangements than any
other travel agent.
Consult
ALL-WAYS Travol
Bureau LtcL
315 Hargrava Slraet,
Winnipeg 2, Man.
WHitehall 2-2535
JOHANN’S
BEAUTY SALONS
CHATEAU BEAUTY SALON
Modern Air Conditioned Solon
2539 PORTAGE AVE. WINNIPEG
PHone VE 2-0759
JOHANN'S BEAUTY SALON
Jrd Ave, Phene 542-5077 Gimli, M«n