Lögberg-Heimskringla - 30.12.1965, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 30.12.1965, Page 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30. DÉSEMBER 1965 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Directors' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaug Johannesson, Bogi Bjarnason. Los Angeles: Skuli G. Bjarnason. Minncopolis: Hon. Valdimar Bjorn- son. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottowo, and for payment of Postage in cash. Prof. HARALDUR BESSASON: íslenzkt viðhorf Grunur fræðimanna hin síð- ari ár hefir og mjög hnigið í þá átt að eigna þeim talsverð- an hluta þeirra 13. aldar sagna, sem ekki varðveittu nöfn höfunda sinna. Kunnugt er, hversu mjög Sturlungar voru brugðnir við óeirðir, enda féllu sumir þeirra fyrir vopnum, og sjálfur Snorri var myrtur árið 1241. Smávegis tilfærsla á atburðaröð Sturl- ungaaldar hefði nægt til að koma í veg fyrir það, að fræg- ustu bókmenntir okkar sæju nokkurn tíma dagsins ljós. Valkyrjurnar h e f ð u getað bruggað íslenzkri tungu bana- ráð með því að skipa liðum á vígvöllum Sturlungaaldar dálítið öðruvísi en þær gerðu. Meðan Island laut erlendum konungum, kom ekki til þess, að mál landsmanna yrði vopndautt í bókstaflegum skilningi, heldur mátti líta lymskulegri banasængur hér og hvar. Alltaf varð þó ein- hver til þess að stíga á stokk og gera heitstrengingu um, að líf íslenzkunnar skyldi lengt. Slíkar heitstrengingar gerðu þeir vafalaust Guð- brandur Þorláksson Hóla- I biskup og Arngrímur Jónsson frændi hans, en þeir réðu miklu um þróun íslenzkunnar á öndverði 17. öld. Um miðja 118. öld, þegar óbyrlega horfði fyrir íslenzkunni, gerðist Eggert Ólafsson málræktar- maður, og bar viðleitni hans mikinn árangur. Ekki má og láta sér sjást yfir 19. aldar skáldin íslenzku, sem endur- nýjuðu íslenzkar bókmenntir. í því sambandi má minnast þess, að þrír menn báru í rauninni uppi þrjár skálda- kynslóðir á fyrri hluta aldar- innar, þ. e. a. s. séra Jón Þor- láksson, Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson. Sýnir slíkt gjörla, hversu mikilvægt hlutverk eins skálds getur orðið. Niðurstaða þessara hugleið- inga er vitaskuld sú, að yrkj- endur íslenzkunnar hafi stundum verið svo fáir, að líf eins hafi miklu skipt um örlög tungunnar. Hitt varðaði og miklu, að hinir fáu fundu til ábyrgðarinnar, sem þeir báru á móðurmáli sínu, og því hik- uðu þeir ekki við að etja skáldgáfunni í köpp við dauð- ans sigð. Þess vegna auðgaði Egill tungu sína meir en dæmi voru áður til um einn mann sama kvöldið og dauða- dómur var yfir honum lesinn, og Þórir jökull Steinfinnsson kvað hina sígildu vísu sína, sem allir íslendingar kunna „Upp skaltu á kjöl klífa.“ o. s. frv. rétt áður en hann var leiddur til aftökustaðarins. Sýnir þetta þá bjargföstu trú íslendingsins, að goðkunnug tungan muni lifa hann og hann í henni. Það var fyrst og fremst þessu íslenzka við- horfi að þakka, að málfræð- ingar fyrri alda færðu það ekki í annálsbækur sínar, að danskan hefði komizt til valda á íslandi að sjódrukknuðum síðasta manninum, sem kunni að mæla á íslenzku. Vestur-íslenzk stulka syngur í Reykjavík Þekktur bandarískur mál- fræðingur, próf. Charles F. Hockett, ritaði fyrir nokkrum árum bók um málvísi (Lin- guistics^. Bók þessi er víða notuð við kennslu, og vita- skuld er hún, eins og oftast vill verða um málfræðibækur, heldur þurr og tormelt. Allt um það er í bókinni mikill fróðleikur saman kominn, enda hefir höfundur ekki veigrað sér við því að beita lærdómi sínum við hin sund- urleitustu tungumál. Nokk- urs virði er það, að inni á eggjagróti málfræðinnar leyn- ast ýmiss konar athugasemd- ir, sem stjaka allóþyrmilega við lesandanum. Á þetta sér- staklega við um þá þætti, sem fjalla um þróun og breytingu hinna ýmsu tungna og þau lögmál, sem að baki búa. Höf- undur lætur ekki nægja að telja dæmi þess, að þjóðtung- ur hafi breytzt, sundrazt í mállýzkur eða runnið saman í stærri heildir, heldur getur hann tveggja atvika með harmsögulegum blæ, þar sem 1 báðum tilvikum er um að ræða tungumál, sem hafa dáið út og horfði af jarðarkringl- unni. Fyrra atriðið er frá fjórða tug þessarar aldar og fjallar um tvo ameríska Indíána, sem virðast gamlaðir. Er skemmst frá því að segja, að menn þessir voru ekki frábrugðnir öðrum gamalmennum af kyn- þáttum Rauðskinna. Sól og regn höfðu rist rúnir sínar á vanga þeirra, og í veraldleg- um skilningi voru þeir hvorki auðugri né fátækari en aðrir af þeirra stétt. Öðru máli gegndi þó um andlega auð- inn, því að í heilabúum þess- ara gömlu Indíána var allt það, sem eftir lifði af fornri tungu, “chitimacha - málinu“, sem eitt sinn var þó talað af heilli kynkvísl. Líkast til brutu þó gömlu mennirnir ekki heilann um menningar- legar skyldur sínar og kvaðir; svo virðist sem þeir hafi ver- ið sér ómeðvitandi um þann mikla auð, sem þeim einum var að lokum trúað fyrir. Við- horf þeirra endurspegluðu óspillta fáfræði ólæsra og óskrifandi manna. Naumast þarf að taka það fram, að gömlu mennirnir, sem áður getur, héldu vestur yfir landamæri lífs og dauða, þegar dagar þeirra voru tald- ir, og í gröfina.fór með þeim sú tunga, sem hafði um aldir dugað Indíánahöfðingjum til lofgjörðar um sólina og þær vættir, sem blunda í fornum trjástofnum og svölum lind- um. Slík urðu endalok “chiti- macha-málsins“. Það hvarf sporlaust líkt og íslenzku handritin, sem fórust á sigl- ingu frá íslandi til Kaup- mannahafnar. Síðara atriðið, sem próf. Hockett telur í bók sinni, er hrapalegra hinu fyrra, því að það fjallar um voveiflegan dauða heillrar þjóðtungu. Annáll ársins 1898 hermir, að á því ári hafi tunga Dalmatíu- manna, sem eitt sinn var töl- uð á því landsvæði, sem nú nefnist Júgóslavía, farizt í námaslysi. Sprenging varð í námu einni vegna óaðgætni þess, sem átti að gæta eld- færa, og olli sú sprenging bana síðasta manninum, sem átti „dalmatísku“ að móður- máli. Engar sögur fara af manni þessum og ekki er sjá- anlegt, að það angraði hann að vera látinn einn um það að varðveita heilan þjóðararf. Ekki er fjarri að álykta, að námamaður þessi hafi hlotið sinnuleysi í arf, og því væri ofrausn að líkja honum við Gunnar Gjúkason, sem varð- veitti einn á banastundu sinni vitneskjuna um fólginn Nifl- ungaarf. Það mun heldur fátítt, að menn kunni að segja sögur af dauða heilla tungumála. Dæmi þau, sem talin voru að framan, leiða þó hugann að sjálfu banameininu eða dán- arorsökinni. Hvað veldur því, að heil þjóðtunga skuli að síðustu hafna í heilabúi eins eða tveggja manna, sem sýna menningarlegum verðmætum fullkomið sinnuleysi? Varla er ráðlegt að skella skuldinni á „síðasta geirfuglinn“. Ekki er það heldur sennilegt, að smæð þeirrar þjóðar, sem er sér um tungumál, geti ein saman skapað því feigð Hitt mun nær sanni, að viðhorf málnotenda til móðurmálsins ráði miklu um örlög þess. Hver tunga þróast að nokkru í samræmi við lítt skilgrein-j anleg innri lögmál, en miklu skiptir að þeim lögum sé skapað aðhald af málræktar- mönnum, sem beina því frá dagsins önn inn á veg skáld- skapar og vísindalegrar hugs- unar. Islenzk tunga er gamalt mál, sem hefir lifað ýmsar þrengingar. Það sýnir að nokkru, hve höllu íslenzkan ók um skeið, að við lok 18. aldar voru íslenzkumælandi menn aðeins á fjórða tug þúsunda eða um það bil helm- ingi færri en þeir voru við lok 11. aldar. Slíkur saman- burður kemur manni óneitan- lega í hug, þegar talið berst að endalokum heilla tungu- mála. Forsjóninni má þó þakka, að íslenzkan rann ekki sitt skeið sem eintal sálarinn- ar við jökulrönd eða fjalls- hlíð. í því sambandi er og skylt að minnast þess, að á öllum öldum átti norræn tunga og síðar íslenzkan að minnsta kosti fáeina málrækt- arménn, sem spornuðu við því, að hin goðborna tunga yrði að leyndarmáli í heila- búi einnrar dauðlegrar mann- veru. Samt fer því ekki fjarri, að íslenzkir málaræktarmenn, hinir eiginlegu yrkjendur tungunnar, hafi tíðum verið svo fáliðaðir, að ótímabær dauði fáeinna hefði getað leitt til málfarslegrar úrkynjunar. Okkur er tjáð, að Bragi hinn gamli Boddason hafi ef til vill einn síns liðs verið höfundur dróttkvæðalistar norrænna manna um alda- mótin átta hundruð. Ekki er heldur að efa, að um miðja 10. öld var sá margslungni vík- ingur, Egill Skalla - Grímsson einn í ráðum með að flytja endarím inn í íslenzkuna og að hann hafi lagt þar með einn af hornsteinum íslenzkr- ar ljóðagerðar fram á okkar dag. Það sýnir gleggst, hve mjóu munaði, að íslenzk tunga yrði af endaríminu, því að sagan segir, að Egill ynni þrekvirki sitt nóttina áður en í ráði var að gera hann höfð- inu styttri. Egill Skalla- Grímsson hélt sig oft á þeim stöðvum, þar sem hættan var mest. Ef vopn hefðu bitið hann í æsku, er bágt að segja hver örlög íslenzk ljóðagerð, þetta fjöregg tungunnar, hefði hlotið. Ari fróði var maður frið- samur og ekki sennilegt, að hann hafi þrætt hættulegri leiðir en vöð jökulvatna ger- ast á vor og haust. Víst var fengur í því, að sá maður skyldi ekki hætta lífi sínu að óþörfu, meðan hann lagði einn grundvöllinn að gullöld íslenzkra bókmennta á 12. og 13. öld. Hugleiðingar af þessu tæi gerast enn áleitnari, sé huganum beint til Sturlunga. Aldagömul vissa er fyrir því, að þeir frændur voru at- Ikvæðamiklir rithöfundar. Um þessar mundir er nýr skemmtikraftur að koma fram á sjónarsviðið í Reykjavík. Er það 18 ára gömul Vestur-ís- lenzk stúlka, Stefani Anna Christophersson, en hún er nú stödd hér í hálfsárs heimsókn ásamt móður sinni, frú Hrafn- hildi Snorradóttur Christo- pherson. Stefani hefur sung- ið allt frá barnæsku, og kom- ið fram í söngleikjum og leik- ritum í ýmsum leikhúsum í Californiu, þótt ung sé hún að árum. Fæst hún einkum við að syngja lög úr banda- rískum söngleikjum, og ef marka má eyra blaðamanns- ins og ummæli Árna Elfar, hljómsveitarstjóra, kann hún sitt fag sannarlega. Stefani hefur aðeins einu sinni komið fram á skemmt- un hér, og var það í Kennara- skólanum sl. laugardag. — Næsta verkefni hennar hér er að skemmta stúdentum með söng sínum í Fullveldisfagn- aði Stúdentafélags Reykjavík- ur að Hótel Sögu á þriðju- dagskvöld, 30. nóvember. Blaðamaður M b 1. h i 11 i Stefani og móður hennar, frú Hrafnhildi, að máli nú fyrir helgina, en ungfrúin var að æfa fyrir fullveldisfagnaðinn. — Við munum dvelja hér í heimsókn í sex mánuði, sagði frú Hrafnhildur. — Ég er fædd á Eskifirði og uppalin þar og í Reykjavík, en hefi verið í Bandaríkjunum sl. 20 ár, og aldrei komið heim á þeim tíma fyrr en nú. Mann- inum mínum, Kjartani Lorne Christopherson, kynntist ég hér á Islandi á stríðsárunum. Afi hans var íslenzkur, en fluttist vestur um haf á sínum tíma. — Ástæðan fyrir heimsókn- inni var sú, að mig langaði bæði til þess að sjá gamla landið, og kynna það fyrir Stefani. Hún talar litla ís- lenzku, en skilur þó heldur meira. Ætiunin er að hún læri íslenzku á meðan við erum hér. Stefani sagði að hún hefði sungið frá því hún myndi eftir sér. — Þetta byrjaði allt þegar ég var fjögurra ára gömul. Þá söng ég einu sinni á veit- ingahúsi. í skólanum var. ég sísyngjandi, og er ég var orð- in 14 ára gömul ákvað ég að söngurinn væri það, sem ég vildi leggja fyrir mig. Nú hefi ég lokið fyrsta ári í háskóla (College), og lagði þar stund á leiklist, tónlist, dans, ensku o. fl. Að auki er ég að læra óperusöng hjá Mr. Austin Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.