Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 1
f Högkrg - ® eimsferinsla Stofnað 14. ian.. 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 80. ÁRGANGUR j WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966 NÚMER~2 Sjötugsafmæli Kveðja til Kjarvals áttræðs Tindum frá til fjörusands, í fögrum skáldasýnum, þú hefir túlkað tign vors lands með töframætti þínum. RICHARD BECK Edwin Baldwinson látinn Þann 10. þessa mánaðar varð Árni G. Eggertsson Q:C. lögfræðingur í Winnipeg sjötugur. Árni var fæddur hér í borg, sonur merkishjónánna Árna Eggertssonar fasteigna- sala og Oddnýjar Jónínu Jakobsdóttur Eggertsson. For- eldrar Árna eldra voru þau hjónin Eggert Jónsson bóndi í Fróðhúsum og að Höll í þverárhlíð og Sigríður Jóns- dóttir frá Deildartungu í Borgarfirði. — Frú Oddný Eggertsson var dóttir Jakobs bónda Oddssonar frá Rauf á Tjörnesi og konu hans Sigur- bjargar Jónsdóttur. Þau Árni og Oddný Eggertsson bjuggu við mikla rausn hér í Winnipeg, og var heimili þeirra í íslenzkri þjóð- braut í fjöldamörg ár. Þau hjónin voru dugleg og fram- farasinnuð og héldu sonum sínum til mennta. Elzti sonur- inn, Árni Guðni, sem nú er sjötugur, lagði stund á lög- fræði og lauk embættisprófi í þeirri grein við Manitóbahá- skóla árið 1921 og hlaut mála- flutningsleyfi í Manitóba sama ár og ári síðar í Sas- katchewan. Starfaði hann síðan sem lögfræðingur í Wynyard í Saskatchewan frá 1922—1939, en þá stofnaði hanh með öðrum hina kunnu lögfræðiskrifstofu Thorvald- son, Eggertson, Bastin & Stringer, en sú stofnun hefir bækistöð sína í miðbænum í Winnipeg. Getur hver sá, sem ekur um aðra aðalgötu Winni- pegborgar séð svo ekki verður um villzt, að íslendingar námu hér land, því að í mörg- um gluggum einnar aðalbygg- ingarinnar stendur skýrum stöfum „Thorvaldson Eggert- son“ etc. og hefir sú áletrun orðið drjúg kynning fyrir ís- lendinga, því að nöfnin eru bæði örugg íslenzk fanga- mörk. Ekki minnist undirrit- aður þess, að hafa komið á fínni skrifstofur en hjá þeim félögum, og inni í því allra helgasta sitja þeir Sólmundur og Árni og rýna í lögbækur og ýmiss konar gjörninga og þylja utan bókar heila bálka úr hinni kanadísku „Grágás“, og eru þeir báðir svo íslenzkir í háttum, að þar gætu verið komnir Þorgeir Ljósvetninga- goði og Skafti Þóroddsson eða aðrir þeir fornir lögsögu- menn, sem þuldu hin íslenzku lög að Lögbergi á Þingvöllum um það bil sem fyrstu íslend- ingar stigu á land í Ameríku fyrir næstum því þúsund ár- um, en segja má, að svo lang- an tíma tæki að þoka lögvís- inni frá Þingvöllum við Öxará inn á Portage Avenue í Winni- peg, þar sem Árni G. Eggert- son Q.C. hefir nú lengi starfað í anda sinna frægu og lög- spöku forfeðra. Árni Eggertson er virðu- legur fulltrúi sinnar stétt- ar, góður borgari síns lands og rammur íslendingur. Hefir hann stutt með ráð- num og dáð íslenzka menn- ingarviðleitni hérna megin hafsins, og má í því sambandi nefna íslendingafélög ýmiss konar, útgáfufyrirtæki og ís- lenzkudeild Manitóbaháskóla. í félögum hérlendra hefir hann gegnt ábyrgðarstöðum, en auk þess hefir hann sýnt landi feðra sinna hina mestu ræktarsemi. Hann hefir verið umboðsmaður Eimskipafélags fslands í Norður Ameríku og sem kunnugt er átt sæti í framkvæmdastjórn þess fé- lags. Hann var því að verðugu s æ m d u r Stórriddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1954. Árni er kvæntur hinni ágætustu og glæsilegustu konu, frú Maju Guðjohnsen Laxdal, dóttur þeirra hjóna, Gríms Jónssonar Laxdals og Sveinbjargar Torfadóttur. — Börn þeirra Eggertson hjón- anna eru: Árni Marvin, fyrr- um útfararstjóri í Dauphin, dr. Sveinn Halldór Octavíus læknir og frú Ólöf Thelma. Eru þau börnin hið mesta myndarfólk, og hafa þau öll tengzt gömlum og grónum kanadískum fjölskyldum. Þau Maja og Árni eru með afbrigðum gestrisin og vin- mörg. Vinir þeirra eru í mörg- um löndum, hér í Kanada og heima á fslandi. Mæli ég fyrir munn þeirra allra þegar ég á sjötugsafmæli húsbóndans árna þeim hjónum báðum langra lífdaga, heilsu og ham- ingju. Haraldur Bessason. Edwin Gestur Baldwin- son lézt í hermannaspítala í Ottawa 17. desember 1965. Hann var fæddur í Reykjavík 8. marz 1893. Faðir hans var Baldwin L. Baldwinson inn- flytjenda umboðsmaður á innflutningsárum íslendinga; síðan varð hann eigandi og ritstjóri Heimskringlu í mörg ár og þingmaður Manitoba- fylkis í þrjú tímabil og síðast aðstoðar- fylkisritari í Mani- toba. Hann var ættaður frá Akureyrixforeldrar hans voru Baldwin \káld Jónson og Helga Egilsdóttir. Kona Baldwins og móðir Edwins var Helga Sigurðar- dóttir frá Jaðri í Skagafirði. Edwin heitinn ólzt upp í Winnipeg «íg lauk lögfræði- námi við Manitoba háskól- ann. Hann gekk í Mechanical Motor Transport lið Imperial Tjörn, Vatnsnesi, V.-Hún., Iceland. Nú er gamla árið farið í aldanna skaut og nýja árið byrjað og hvað það geymir fyrir hvern og einn og heim- inn veit enginn. En hvað þýðir annað en að horfa á komandi daga með bjartsýni og von að allt muni ganga samkvæmt vilja skap- arans. Héðan úr þessum litla bletti heimsins er lítið í fréttum því fátt skeður á útkjálkanum við hjara veraldar. En líklega er það bezt að vera á slíkum stað nú að heimurinn er kom- inn einu sinni aftur á „barma“ st5*Waldar. Það er áreiðanlegt ag jJ^lendingar hafa það gott ef e^ki aðeins fyrir það að þeir þurfa ekki að gera út „standandi" her og lofa öðr- um að verja þá í friði og stríði. Ekkert er hlé á kuldanum og kom frostið í 17—20 stig milli jóla og nýárs. Hér á þessum tíma er lítil sem engin umferð og hugsa gestirnir að- eins til heimsókna þegar sumarsólin er hæst á lofti. En Óskar Levy frá Ósum • kom hingað um daginn, eins og fleiri, á skemmtun sem hald- in var hérna heima. Óskar er, eins og mörgum er kunnugt, bróðir Guðmans í Winnipeg. Army Service þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst og þjón- aði í hernum þar til stríðinu lauk. Hann varð fyrir eitur- gasi í Somme-orustinni miklu. Eftir að heim kom stundaði hann lögmannsstörf í Winni- peg um alllangt skeið og var vel látinn af öllum sem til hans þekktu. Hann tók að sér störf í Ottawa fyrir mörgum árum og átti þar heima síðan. Af sex börnum þeirra Bald- winsons hjóna er nú aðeins eitt á lífi, frú Emily H. Páls- son, ekkja Jónasar Pálssonar, hins kunna píanóleikara og kennara. Hún á heima í Van- couver og flaug strax austur, er henni barst skeyti um veik- indi bróður síns og fékk hún kvatt hann áður en hann skildi við. Hann var lagður til hvíldar í Beechwood Cemetery í Ottawa. Hann hefur verið varamaður í Alþingi og tekur sætið sitt aftur þegar Alþingi kemur saman 6. febrúar. Óskar til- heyrir Sjálfstæðisflokknum sem er nú í stjórn með Al- þýðuflokknum, sem er svip- aður og Verkamannaflokkur Wilsons í Bretlandi. Það var þá ekki að furða að við Vatns- nesingar töluðu um Guðman og frú Margréti, aðra Vatns- nesinga sem fóru héðan fyrir mörgum árum. Það má segja að árið 1965 væri gott ár fyrir þjóðina og yfir milljón tonn af fiski kom í land og af því er síldin mest. Framkvæmdirnar hafa verið miklar og byggingar í höfuð- staðnum halda áfram að þjóta upp. En ekki hefur allt leikið í lyndi því dýrtíðin og verð- bólga halda áfram og sökum þeirra eru verkföll engin nýj- ung hérlendis. Það var til- kynnt um daginn að nýja hótel Loftleiða muni taka til starfa í maí. Samkvæmt því sem maður veit hlýtur þetta hótel að verða með fullkomn- ustu í Evrópu og jafnvel í heimi. Starfsfólkið verður á annað hundrað. Þetta gistihús var einu sinni í vörzlum setu- liðsins og er það staðsett á Keflavíkur flugvelli og hafa Loftleiðir breytt því og bætt verulega við það. Irskur dans og söngflokkur sýnir í kveld í Þjóðleikhúsinu og heldur hann svo áfram til U.S.A. og Canada, þar sem hann mun koma víða við á þriggjamán- aðar ferðalagi. Og aðeins í morgun börðust norður- og suður-írskir togaramenn á hafinu úti við íslands strönd og varð írskt varðskip að skakka í leikinn. Stríðið varð út af því að togari frá Norður írlandi landaði mikla síld í Dublin fyrir stuttu og virtust suður írlendingar öfundsjúkir af því. Kærar kveðjur frá okkur öllum á Tjörn. Roberi Jack. VAL BJORNSON IS WRITING HISTORY Associaied Press Minnesota State Treasurer Val Bjornson is writing a two-volume history of the state, to be published in 1968. Bjornson, with whom his- tory has been a life-long hobby, noted today that a five-volume history of the state was published 30 years ago by the late Gov. Theo- dore Christianson. Bjornson said his history W will be published by Lewis Historical Publishing Co., of New York, which also has an office in St. Paul. Minneapolis Star, Dec. 13, 1965. Fréttir frá íslandi Alumínverksmið ja reist við Straum Blaðinu barst seint í gær- kveldi fréttatilkynning frá Iðnaðarmálaráðuneytinu þess efnis að samkomulag hafi náðst um öll meginatriði byggingar alúmínverksmiðju fyrir sunnan Hafnarfjörð við Straum. Tilkynningin var svohljóð- andi: „Dagana 1.—3. þessa mán- aðar hafa farið fram samn- ingaviðræður milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sviss Alu- minium Ltd. og Alþjóðabank- ans um byggingu alumín- bræðslu í Straumsvík og er þetta framhald fyrri viðræðna þessara aðila. Eftir þessa fundi er málið komið á það stig, að sam- komulag hefur náðst í viðræð- unum um öll meginatriði málsins. Það sem næst liggur fyrir er að ganga frá samningsupp- kasti með margháttuðum fylgiskjölum og munu lög- fræðingar aðila vinna að því í þessum mánuði. ' Ráðgert er að halda síðan fund um málið eftir áramótin Framhald á bls. 8. tyréf frá séra Robert Jack

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.