Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Síða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966
S
FARIÐ VEL MEÐ MAGANN
Eftir Richard Carter.
— Business and Professional Cards —
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG 2SLENDINGA 1 VESTURHEIMI Forsoli: SÉRA PHHJP M. PÉTURSSON 681 Banning Street, Winnipeg 10, Manitoba Slyrkið félagið með þyi «8 gorast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Timaril félagsins frill Sendist til fjármálaritara: MH. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Monltobo
Phone WHiteholl 3-8072 Building Mechanic’s Ltd. Pointing - Decoroting - Construction Renovoting - Reol Estote K. W. (BILL) JOHANNSON Monager 371 McDermot Ave., Winnipeg 2 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 G. F. Jonosson, Pres. ond Mon. Dlr. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholesole Distrlbutore of FRESH AND FROZEN FISH 16 Mortha St. WHIteholl 2-0021
Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6433 Evenings ond Holldoyt Canadian Fish Producers Ltd. J, H. PAGE, Manoging Director Wholesale Distrlbutora of Fresh and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Office: BUS.: SPruce 5-0411 SPruce 2-3917
SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE
Fjöldi manna finnst mag-
inn í sér erfiður og ofnæmur
óróaseggur, fullur af sýrum,
og skella gjarna skuldinni á
hann svo að segja hvert ein-
asta skipti sem eitthvað geng-
ur að þeim innvortis. Flestir
læknar eru hins vegar þeirr-
ar skoðunar að maginn eða
réttara sagt magapokinn, sé
ákaflega traust, áreiðanlegt
og iðjusamt líffæri, að það
komi sjaldan fyrir að hann
orsaki alvarlegan lasleika, og
þá einungis því aðeins að
hann verði fyrir mikilli mis-
notkun.
Annars hafa læknar upp-
götvað marga furðulega hluti
um magapokann:
Starfsemi hans og tilgang-
ur, sem margir ólæknislærðir
menn telja sig geta gefið á
nákvæmar skýringar, er þó í
raun réttri lítt ráðinn leynd-
ardómur. Magapokinn annast
aðeins einn þátt í þeirri gagn-
geru meltingarstarfsemi, er
mylur fæðuna og blandar
þangað til líkaminn getur
sogað hana í sig. Þannig sýn-
ist hann til dæmis iinna af
höndum áberandi minna
meltistarf en þarmarnir.
1 magapokanum myndast
sýra, svo sterk að hún getur
leyst upp húðina í lófum
manna. 1 honum er líka efni
að finna, er verndar maga-
veggina svo vel, að ekkert
getur komizt inn í þá, — jafn-
vel ekki magasýran.
Fólkið er þjáist af magasári,
má bersýnilega borða svo til
allan mat sér að áhættulausu,
ef það aðeins borðar nógu oft.
Þó er einkennilegasta upp-
götvunin ef til vill sú, að sé
magapokinn heill og hraust-
ur, lætur hann sér nokkuð
svo á sama standa um hvaða
fæða er í hann látin, að vissu
marki. Hann ræður hiklaust
við allt sem a) telja má æti-
legt, b) ekki er allt of heitt,
kalt eða kriddað, c) ekki er
borðað við andlega þvingun
eða vanan, sem truflar taugar
magans eða vöðva.
Andleg spenna getur haft
endaskipti á öllu í jafnvel
hraustustu magapokum. Við-
brögð magans fara eftir því
hvers konar áhrifum hann
verður fyrir. — Tökum eitt
dæmi: — Tveir verkamenn
verða fyrir hörðum ákúrum
frá yfirboðara sínum. Öðrum
þeirra finnst sem eldfjall sé
að gjósa í maganum á honum,
en hinum eins og magi hans
hafi farið fimm sinnum gegn-
um þvottavindu. Sá fyrr-
nefndi er reiður. Magi hans
sýður af baráttuhug, hann
verður eldrauður og sýrurn-
ar þeytast innan um hann.
Hinn maðurinn er fremur
hræddur en reiður, magapoki
hans liggur kyrr, þróttlaus af
ógleði, — í auðmjúkri undir-
gefni.
Magapokinn er oft að
ástæðulausu sakaður um ein-
kenni, er stafa^ frá öðrum
sjúkdómum í öðrum líffær-
um. Sé um hjartasjúkdóm að
ræða, geta mistökin valdið
hættulegum afleiðingum. —
Menn hafa beðið bana fyrir
þá sök að verkur í hjarta hef-
ur verið álitinn meltingar-
þrautir, eða blóðtappi í hjarta
tekinn fyrir meiri háttar
magakvilla. Sjúk lifur, gall
blaðra, kirtill í holi eða nýra
geta gefið frá sér hættumerki,
sem ekki er á annara færi en
lækna að greina frá einkenn-
um magasjúkdóms. Sjálfur
getur sjúklingurinn hæglega
fundið til verkja í maganum,
þótt sjúkdómurinn sé annars
staðar í líkama hans, vegna
þess að þrautirnar hafa verið
símaðar til magans eftir taug-
unum. Svipuðum erfiðleikum
er stundum að mæta við
krabbamein, botnlangabólgu,
lungnabólgu, mænubólgu,
beinberkla og ýmsa aðra sjúk-
dóma. Þegar svo ber til getur
verið bráðhættulegt að
ákveða sjálfur sjúkdóms-
greininguna og reyna að haga
sér samkvæmt henni. í stað
þess að drekka mjólk til þess
að „koma ró á magann“ er
sjálfsagt að vitja læknis síns.
Hversu mikla trú sem mað-
ur kann að hafa á þýðingu
sálarlífsins og áhrifum á
meltinguna, er vitanlega frá-
leitt að staðhæfa að allar
magatruflanir stafi af and-
legum truflunum. Maður get-
ur til dæmis orðið hreint
fjandalega á sig kominn af
því að borða yfir sig. Melting-
artruflanir geta líka komið
fram við tilraunir líkamans
til að losna við eiturefni, veir-
ur eða gerla. Alkunnasta
dæmið er líklega inflúensan.
Uppköst þau og niðurgangur
er gjarna fylgir þeirri veiki,
koma af ósjálfráðum vöðva-
hreyfingum. En þær hreyf-
ingar upphefjast ef veggir
þarmanna verða fyrir áhrif-
um veiranna. Líkaminn reyn-
ir þá ósjálfrátt að losna við
þetta smitandi innihald maga
og garna. Hið sama kemur í
ljós ef matareitrun á sér stað.
Líkaminn snýst þá öndverður
til andspyrnu, oft á kvalafull-
an hátt, í því skyni að losa sig
við hin hættulegu efni, svo
fljótt sem auðið er.
Vísindamenn hafa ekki enn
þá orðið fullkomlega áskynja
um alla þýðingu magapokans.
Ýmsir menn hafa komizt
mætavel af þótt megnið af
magapoka þeirra hafi verið
skorið burtu. Og þúsundir
manna, einkum krabbameins-
sjúklingar, hafa, lifað góðu lífi
um langan tíma við hæfileg-
an aðbúnað, eftir að allur
magapokinn hefur verið
numinn brott.
Af öllum „maga“ sjúkdóm-
um er magasárið hinn kunn-
asti og sá er menn óttast
mest. Flestir læknar setja nú
orðið þessa veiki í samband
við andlega vanlíðan. Maga-
sárin eru að útliti líkt stækk-
uð mynd af sárum þeim, er
stundum koma í munnhol
manna. Þau eru frá fimm til
tuttugu millimetrar að þver-
máli, og fylgja þeim oftast
sárar þrautir milli brjóstbeins
og nafla.
Stundum koma sárin í sjálf-
an magapokann. En oftast
verða þau þó á skeifugörn-
inni, rétt utan við mynni
magapokans, magaportið. —
Talið er að þau orsakist af
starfsemi magapokans.
Magapoki sjúklings með
magasár hefur starfað of ört.
Hann hefur framleitt of mik-
inn magasafa og dregið sig
saman tíðara en heilbrigt er.
Þessar samdráttarhreyfingar
opna magaportið of ört og við
það berst mikið magn af sýr-
um út í þarmana. Nú hefur
skeifu görnin ekkert slím sem
heitið getur, sér til verndar
og er því auðvelt fyrir sýr-
urnar að éta sig inn í slímhúð
hennar og mynda sár.
Einkum eru það tvenns
konar aðterðir, sem viðhafð-
ar eru til þess að lækna maga-
sár. Algengasta aðferðin er
sú, að dragp. úr ofstarfi maga-
pokans með tilteknu mata-
ræði og tyfjum sem ónýta
sýrurnar. Hin er á þann veg
að hindra ofstarfið með upp-
skurði, lyffekningu eða ráð-
leggingum, en þó er hvorug
aðférðin örugg.
Áhrifaríkasta aðferðin til
þess að varna magasafanum
að erta slíinhúð skeifugarnar-
innar er sú, að neyta mikillar
fæðu sem sýrurnar hefðu nóg
að gera að fást við í staðinn.
Danskir læknar eru þeirrar
skoðunar að bezt sé að gefa
magasárssjúklingum græð-
andi fæðu. Frá fomu fari hef-
ur þeim verið ráðlagt að
drekka mikið af mjólk, því
hún þynnir og ónýtir sýrurn-
ar.
1 seinni tíð hafa ýmsir
erlendir læknar hallazt að
þeirri skoðun að enn betra sé
Framhald á bls. 8.
Off. SP 2-9509—SP 2-9500
Res. SP 4-6753
OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL
Nell’s Flower Shop
700 NOTRK DAME
Wedding Bouquets - Cut Flowors
Funeral Designs - Corsages
Bedding Plonts
S. L. Stefonson—JU 6-7229
Mrs. Albert J. Johnson
ICELANDIC SPOKEN
Mundy’s Barber Shop
1116 Porfage Avenue
Bezta og vinsælasta rákara-
stofan í Winnipeg
JOHN SLOBODIAN, Owner
4 BARBERS
EGGERTSON & EGGERTSON
Borristers, Solicitors ond
Notaries
500 Power Bulldlng
Winnipea 1, Mon
Phone WH 2-3149
at R.M. of Bifrost Office, Arborg
9:00 a.m. to 11:00 a.m.
ot Municipol Office, Riverton
12:00 noon to 3:00 p.m.
ot Credit Union Office, Gimli
4:00 p.m. to 6:00 p.m.
First ond Third Tuesdays
J. M. Ingimundson
Reroof, Asphalt Shinglos, Roof repairs,
install vents, oluminum windows,
doors. J. Ingimundson.
SPruce 4-7855
632 Simcoe St., Winnipeg 3, Mon.
The Business Clinic
Oscar HJSrUifaon
Office at 194 Cothedrol Ave.
Phone 582-3548
Bookkaeping — Income Tu
FRÁ VINI