Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966 5 Frá Los Angeles Jólalré í Los Angeles Sunnudaginn annan í jólum fór fram hin árlega jólasam- koma Sauma Klubs íslenzkra Kvenna í Los Angeles í „Hawthorne Memorial Centre“. Fögrum sal með snjóhvítu jólatré í miðju með óteljandi rauðum kúlum en í kringum það staflar af fínum jólapökkum. Hinar ungu kon- ur báru fram hinar bestu veit- ingar og heimabakaðar kökur og brauð, mjólk og ísrjóma að ógleymdu kaffinu. Um 80 börn voru þar björt og blíð á svip og siðuð vel. Hoppuðu þau og skoppuðu um hinn glæsta sal en úti var sól og sumar. Eftirtekt sérstaka vöktu hjón frá Akureyri, Hólmar og Sigrún Finnbogason með 4 gullfagrar dætur sínar og bera nöfnin íris Hildigunnur, Rut, Halla Björk og Jóna Brynja, allar með glóbjart hár og blá augu og sannarlega prýðir fólk þetta hópinn. Þá voru þar 2 ungir menn frá Akureyri Nils Gíslason og Smári Sigurdsson, eru þeir við nám. Er gott að sjá hve vel íslendingar halda hópinn sem að er dreyfður á milli fjalla og fjöru. Sveinn Þórðarson hinn ötuli forseti íslendinga félags- ins stjórnaði samkomunni og frú hans Sigríður stóð fyrir veitingunum. Olavia Einars- dóttir Dodge stóð fyrir al- mennum söng og dóttir henn- ar Doris spilaði 4 jólasöngva á fíólín sitt af mikilli leikni. Auk þess voru íslenzkar plöt- ur spilaðar af og til allan dag- inn. Þá kom hinn vinsæli Santa Claus fram (Eugene Dodge), með gjafir og góð- gæti handa börnunum. Sam- koman fór prýðilega vel fram og öllum til sóma sem að þar átti hönd í bagga. * * * Jólin 1965 Kæra vinkona. Satt að segja finst mér of Nú eru áramót nýliðin. í því sambandi er ekki úr vegi að geta þess, að til tiltölulega skamms tíma, og frá aldaöðli, hefur tímatalið verið í óreiðu og háð mismunum og breyt- ingum, ekki aðeins frá einni öld til annarar, en einnig stað úr stað. Áður en breyting tímatalsins var almennt við- tekin, þ. e., fyrir Kristsburð, skeði þetta og hitt á þessu eða þessu ári hins ríkjandi kon- ungsdæmis, en þetta var auð- vitað ekki það sama í einu landi og öðru. En allsnemma, og víða, mun árshringurinn, þ. .e., tólf tunglsfyllingar, verið viðurkenndur og skipt í mánuði, sem hverjum var gefið heiti. Vikan var stað- fest þegar það var viðurkennt að verkamaðurinn þurfti eins dags hvíld í hverjum sjö, ef langt síðan að ég hefi sent þér almennar fréttir, svo að mér datt í hug að senda frétt- ir héðan. íslendinga félagið hefur ákveðið að stofna til Þorrablóts í febrúar. Verður það án efa auglýst síðar! Síðast liðið haust voru hér á ferð Jón og Fríða Sigurds- son hinn íslenzki ræðismaður í Vancouver. Átti góðan dag með þeim á heimili Dr. og Mrs. Glassmann í Hollywood. Mrs. Glassmann sem að átti íslenzka móður er alin upp í Brandon, Manitoba eins og að Sigurdsons hjónin eru, svo þarna var margt rifjað upp frá fyrri dögum Manitoba og Islendinganna þar. Þá var hér á ferð frá ís- landi Doris Taylor, sem að verið hefir á íslandi í rúmt ár sem skrifstofu-stúlka hjá stóru bíla-sölu fyrirtæki. Lét hún vel af veru sinni þar, nema að íslenzkan væri mjög erfið viðureignar. Ferðast hún um allar stærri borgir Ame- iríku eins síns liðs. Ágætis stúlka og sómi ættlands síns. Jón Sibertsen siglingafræð- ingur, sem að í mörg ár hefur verið í siglingum til austur- landa hefur nú fengið fasta stöðu sem stýrimaður á skipi sem að siglir stöðugt á milli Japan og San Francisco fyrir sjóher Bandaríkjanna. Guð- mundur er sonur Jóns Sívert- sen fyrrum skólastjóra verzl- unnarskóla Islands og Hildar Helgadóttur Zöega. Frú Hild- ur hefur dvalið í New York annað kastið árum saman, nú alflutt til íslands. Þá eru hér tvær ungar stúlkur frá Vestmannaeyjum á vegum A.F.S., Brynhildur Friðriksdóttir Jessonar, og Ásdís Þórðardóttir, er hún í Chula Vista suður á landa-l mærum U.S. og Mexico. Hin er í La Canada hér uppi í fjöllum. Báðar una þær hér vel hag sínum. hann átti að njóta sín bezt. En hvort þessi dagur var fyrst hvíldar- eða helgidagur er ekki vitað; og hvort hann var fyrsti eða síðasti dagur vik- unnar skiptir litlu máli, nema meðal ýmsra kirkjudeilda. Hinn nýji timi (Anno Domini) er, meðal kristinna þjóða, talinn frá fæðingu Jesu, hvenær sem það var, en var ekki tekinn til notkun- ar um langt skeið eftir kross- festinguna. Eins og nú er viðurkennt, var lítið til hans tekið meðan hann lifði. Sjálf- ur ritaði hann ekki neitt, né lærisveinar hans, samverka- menn og samtíðar sagnaritar- ar. Þetta er skiljanlegt, ef tek- ið er til greina að fjöldi um- ferðarprédikara voru uppi í grendinni skömmu fyrir fæð- ingu Jesu, sem sögðust vera eingetnir (virgin-born) og frömdu kraftaverk. Gyðingar yfirleitt tóku hann ekki að sér, þar sem „konungdómur“ hans var ekki með þeim hætti sem þeir vonuðust eftir af hinum fyrirheitna Messías. * * * Fyrir nokkru tók ég til að grúska í því, hvenær og hvernig tímaskiptin voru við- tekin, og hvaða tímatal var almennt notað í millitíðinni. Alfræðibækur og aðrar, sem ég hefi aðgang að, virðast hafa lítið um þetta að segja. Ég beindi því spurningu þessa efnis til Anglican Theological College, deild af University of B.C., en einn kennarinn þar er „Archivist for the Ecclesiastical Province of B.C. and the Yukon“, og því sjálfsagt vel að sér í þeim efnum. Svar hans fylgir: “ANNO DOMINI. — ‘In the year of the Lord.’ The cur- rent system of dating by ‘A.D.’, based on the supposed year of the Birth of Christ, was devised by Dionysius Exiguus (died 550). It is now commonly held that the actu- Skáldin jeru jafnframt sjá- endur í lífi þjóðanna, horfa lengra fram en allur almenn- ingur, líta, í draumum sínum, úr djúpi stíjga betri og fegurð- arríkari framtíð þjóðar sinn- ar og annarra. Ekki þarf lengi að blaða í kvæðum íslenzkra skálda, beggja megin hafsins, til þess að sannfærast um það, að þessu er þannig farið. Þeim orðum til staðfestingar, skal hér einungis vitnað til draum- sjóna tveggja skálda vorra varðandi eitt velferðarmál ættþjóðar vorrar, ræktun skóga í landi þar. Jónasi Hallgrímssyni mælt- ist spámannlega, sem oftar, er hann segir í einu frægasta kvæði sínu: Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna. Hannes Hafstein sló á sama streng, er hann komst svo að orði í „Aldamótaljóðum“ sín- um: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Báðir voru þeir að vísu á undan sínum tíma, og hug- sjónin fagra og stórbrotna sem þeir halda á lofti í þess- um fleygu ljóðlínum, á enn langt í land til þess að rætast að fullu. Góðu heilli, hafa þó margir tekið upp merki hinna þjóðhollu og langsýnu skálda á sviði skógræktar innar heima á ættjörðinni, með al Birth was several years earlier, between 7 and 4 B.C., since it is established that Herod the Great died (cf. Mt. 2. 19) in the latter year. Some authorities, however, have preferred the date A.D. 6, the date given to the great taxing under quirinius. (Lk. 2. lf.)“ Þetta er í samræmi við það sem Oxford Dictionary of the Christian Church (pp 57-58) hefur að segja um þetta. — Moslemar — (sjöunda-hver manneskja í heiminum er Múhammeðstrúar) telja að nýji tíminn (new era) hafi byrjað árið 622 e. k. Margir aðrir trúflokkar hafa hver sitt tímatal. Meðal Kristinna var tímatalið mjög í óreiðu allt fram á daga Shakespeares, síðla á 16. öldinni, en þá kom páfinn Gregory XIII til sög- unnar og lét staðfesta almanakið (The Gregorian Calendar), sem notað er síðan, en með nokkrum breytingum. En með hvaða hætti var tímatalið fyrstu f i m m hundruð árin eftir Krists- burð? Fáfróður spyr. þeim góða árangri, að merki- lega mikið hefir áunnizt. Um það getur hver sá borið, sem kynnst hefir af eigin reynd skógræktarstarfseminni á ýmsum stöðum á landinu, eins og höfundur þessa grein- arkorns hefir fengið tækifæri til að gera í heimferðum sín- um til ættlandsins á undan- förnum árum. Það fer einnig að vonum, að skógræktarmál- ið er eitt af hjartfólgnustu nytjamálum ættþjóðarinnar, og nýtur að sama skapi víð- tæks stuðnings almennings. Það er því bæði ágæt og framsýn þjóðrækni af hálfu vor Vestur-lslendinga að halda áfram að leggja þessu þarfa máli allt það lið, sem vér megum, enda er það eitt af þeim málum, sem Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vest- urheimi hefir árum saman haft á starfsskrá sinni og styrkt það með nokkrum fjár- framlögum, auk þess, sem ýmsar deildir þess og ein- staklingar, innan félagsins og utan, hafa stutt það góða mál fjárhagslega. Nú sem áður, er starfandi af hálfu félagsins milliþinga- nefnd í skógræktarmálinu, undir forystu Mrs. Marju Björnsson, sem látið hefir sér um langt skeið sérstaklega umhugað um framhaldandi stuðning vor íslendinga vest- an hafs við þetta mál, og notið þar ágætrar aðstoðar manns síns, dr. Sveins E. Björnsson- ar, og ýmissa annarra vel- unnara málsins. Sá, sem þetta ritar, á einnig sæti í um- ræddri milliþinganefnd, og er þessi áskorun rituð í hennar nafni. Þar sem hann, ásamt konu sinni, var gestur á árs- fundi Skógræktarfélags ís- lands seint í fyrra sumar, get- ur hann einnig borið því vitni, hve stuðningur íslend- inga vestan hafs við þetta mál er mikils metinn af forystu- mönnum þess heima á ís- landi, bæði það, sem íslend- ingar hérlendis leggja af mörkum til málsins fjárhags- lega, ög þá ekki síður hinn siðferðislegi stuðningur þeirra við málið. Frá því sjónar- miði er það hreint ekki lítils virði fyrir forgöngumenn og aðra velunnara málsins heima á ættjörðinni að vera sér þess meðvitandi, að íslending- ar, sem í fjarlægð búa hér úti í Vesturheimi, láta sig skipta þetta hugstæða mál heimaþjóðarinnar. Það gefur öllum þeim þarlendis, sem unna því máli og vinna, nokkurn byr undir vængi í viðleitni þeirra. Eins og ég tók fram í skýrslu minni á þjóðræknis- þinginu í fyrra vetur, og stað- festi með myndum, sem Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri og Margrét kona mín höfðu tekið, þá vex skógar- reitur Vestur-lslendinga á Þingvöllum nú óðum úr grási, og er orðinn mjög sómasam- legur ásýndum. Ætti það að vera oss ærin ástæða til þess að halda áfram að styðja skógræktina á ættjörðinni. Vil ég því enn á ný eindregið hvetja bæði deildir þjóðrækn- isfélagsins og félagsfólk þess, sem og aðra velunnendur málsins vestur hér, til þess að halda áfram að vera eða gerast meðlimir í Skógrækt- arfélagi íslands. Ársgjald deilda er $10.00, en einstakl- inga $2.00. Skilst mér, að Mrs. Björnsson verði á komandi þjóðræknisþingi, og tekur hún þá fúslega á móti félagsgjöld- um gamalla og nýrra meðlima í Skógræktarfélaginu. Kjósi menn það heldur, geta menn vitanlega sent henni framlög sín bréflega. Sæmir oss íslendingum í Vesturheimi það vel að eiga nokkurn hlut að því, að láta rætast í verki fagrar framtíð- arsýnir þeirra öndvegisskálda vorra, sem vitnað var til í málsbyrjun. Og þar sem þetta er ritað á sjálfan nýársdaginn, óska ég öllum löndum mínum hér í álfu, já, íslendingum hvar- vetna, fagnaðar- og bless- unaríks árs. RICHARD BECK. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write. call or telephone to- day witnout any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremont Ave., Winnipeg 6, Man. TeLs GLobe 2-5446 Bestu kveðjur, Skuli G. Bjarnason. Ýmislegt — L. F. Höldum áfram að styðja skógræktarmálið!

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.