Lögberg-Heimskringla - 13.01.1966, Side 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JANÚAR 1966
GUÐRÚN FRA LUNDI: !
Tengdadóttirin
Skáldsaga |
1 ' ■ =s=»
Seinna um kvöldið, þegar
verið var að drekka kaffi,
braut Sigurfljóð upp á nýju
umtalsefni: „Ekkert skil ég í
því, að annar eins búmaður
og hann faðir þinn skuli halda
svona margt vinnufólk —
tvær vinnukonur, vinnumann
og þig. Það þarf svei mér eitt-
hvað til að gjalda því“.
„Það ganga alltaf þrjár
stúlkur að útivinnunni“, sagði
Hjálmar. „Við höfðum kaupa-
konu í vor og sumar“.
„Þetta er svoddan skepnu-
fjöldi hjá ykkur, að það veitir
sjálfsagt ekki af“, sagði gamli
bóndinn.
„Það segir Gísli á Sviðningi,
að þið skiptið aldrei um hjú.
Þau hreyfi sig ekki frá
Hraunhömrum fyrr en þau
séu flutt burtu dauð“, sagði
Sigurfljóð.
„Það er eitthvað satt í því,
sem hann segir. Vinnumaður-
inn og vinnukona, sem dó í
fyrravetur, voru búin að vera
þar síðan í tíð afa míns“.
Sigurfljóð skellihló. „Þau
hljóta að hafa verið komin til
ára sinna, þykist ég vita, og
líklega lítið lið að þeim til
vinnu“.
„Hann var ungur maður,
þegar pabbi tók við búinu, og
er því vel vinnufær ennþá.
Fer alltaf til sjós á haustin, og
ég býst við, að hann vinni þar
ekkert síður en þeir, sem
yngri eru“, svaraði Hjálmar.
„Ég þarf að læra af ykkur,
hvernig á að verða vinnu-
fólkssæl“, sagði Sigurfljóð.
„Hér er þetta bölvað los á
vinnulýðnum. Pabbi er í
vandræðum með að ná í karl-
mann sumar og vetur. Við
erum nú orðnar þrjár stúlk-
urnar, svo að hann þarf ekki
að basla við að höndla kven-
fólkið, en hann getur ekki
hirt einn yfir veturinn. En nú
er Andrés að komast upp —
þá fer þeirri plágunni að létta
af okkur“.
„Hvenær svo sem heldurðu
að sá drengur verði til ein
hvers gagns“, sagði bóndi
kuldalega, „sísofandi nótt og
nýtan dag‘, bætti hann við.
„Svo er dóttir Gísla hjá
ykkur“, hélt Sigurfljóð áfram.
„Og það sem meira er, hann
er ánægður yfir því, hvernig
henni líði“.
„Hún er unglingur, mesta
dugnaðarstelpa“, sagði Hjálm-
ar. „Svo er strákangi hjá okk-
ur, sem Gísli á líka. Hann er
þægur og duglegur eftir
aldri“.
„Einmitt það, en við höfum
oftar en einu sinni beðið Gísla
um ungling, en það er ekki
mögulegt að fá hann til þess“,
sagði Hermann bóndi.
Næsta morgun, þegar
Hjálmar vaknaði, voru stokk-
freðnir gluggar. Honum þótti
ekkert að því og hallaði sér
út af aftur. Varla færi hann
að herfa frosið flagið með
þróttlitlu, hægfara vinnu-
félögunum, sem hann var orð-
inn uppgefinn á fyrir löngu.
Rétt á sömu stundu kom Sig-
urfljóð inn með morgunkaffið
og bauð góðan daginn.
„Nú er þó heldur skipt um
veður — komið svona mikið
frost“, sagði hún og settist á
sama stólinn og hún hafði set-
ið á morguninp áður. „Von-
andi verður það ekki lengi.
Ég get ekki hugsað til þess að
flagið verði ekki drifið af fyr-
ir veturinn“. '
„Veturinn er nú kominn
fyrir þó nokkru“, sagði Hjálm-
ar, „og líklega verðurðu að
láta í minni pokann fyrir hon-
um í þetta skipti".
„Þá verð ég ekki róleg. Mér
finnst nefnilega ómögulegt að
geta ekki komið því í fram-
kvæmd, sem ég hef ætlað
mér“, sagði hún og svipur
hennar varð ýrður. „Svei mér
ef það er ekki til skammar
að ætla þér að drekka kaffið
í þessum bölvuðum kulda —
kjánaskapur að láta ekki
stelpuna leggja í ofninn fyrst“.
„Ósköp heldurðu að ég sé
vesæll, ef ég gæti ekki drukk-
ið kaffið, þó að glugginn sé
hélaður“, sagði Hjálmar. „En
hitt verða margir að þola, að
fá því ekki framgengt, sem
þeir ætla sér“, bætti hann við.
„Er því kannske þannig far-
ið með þig? Eitthvað, sem
ykkur feðgunum ber á milli,
þykist ég vita. Segðu mér
hvað það er. Ég er forvitin,
en ekki lausmálg“, sagi hún.
„Mig hefur frá því fyrst,
er ég var að lesa íslendinga-
sögurnar, langað til að sjá
mig um í heiminum — helzt
að fara til Noregs, en það er
ekki við það komandi hjá
pabba“, sagði Hjálmar.
„Ég vissi, að það var eitt-
hvað, sem þér gengur á móti.
Hvað segir mamma þín um
það?“ sagði Sigurfljóð.
„Hún náttúrlega kysi helzt
að hafa mig heima. Annars
vill hún greiða friðsamlega úr
hverri snurðu, sem hleypur
á þráðinn milli okkar föður
míns. Helzt að allt sé látið
vera eins og pabbi vill“.
Hún sat brosleit og hugs-
andi, meðan hann drakk úr
bollanum. Svo varpaði hún
fram svo stórkostlegu skota-
boði, að hún dreyrroðnaði við
að koma því út fyrir varirnar:
„Á ég að tala við pabba þinn
fyrir þína hönd? Ég er nærri
viss um, að ég get haft áhrif
á hann“.
Hann hristi höfuðið: „Nei,
þakka þér samt fyrir. Það er
langbezt að það sé einvígi
milli okkar. Ég ætti ekki að
þurfa liðsauka frekar en
hann“.
Hún tók bakkann og fór
fram, en hann fór að klæða
sig. Hann þýddi gluggann til
að gá til veðurs. Útlitið var
kuldalegt. Snjóhvítir skýja-
klakkar þeyttust um vestur-
loftið og hríðarél gengu yfir
fjallgarðinn í norðri. Og
þarna var aumingja litla
telpan að rogast með tvær
öskufötur niður túnið, ber-
hent og skýlulaus. Ósköp var
ömurlegt að eiga enga
mömmu. Sjálfsagt væri engin
móðir svo hirðulaus að láta
barnið sitt vera úti svona fá-
klætt. Reyndar vissi hann það
ekki. Hann hafði séð svo ótrú-
lega litla rönd af heiminum
— þekkti enga móður, nema
sína blíðlyndu, umhyggju-
sömu mömmu og Höllu, móð-
ur Kötu litlu. Hún hefði sjálf-
sagt verið góð við dóttur sína,
ef þess hefði þurft með, en
Gunnhildur hafði hugsað um
hana eins og hún væri henn-
ar barn. — Þarna setti litla
stúlkan niður föturnar og
stakk höndunum í handar-
krikana til að fá yl í þær. í
sama bili geystist sú fyrirferð-
armikla húsmóðir út á hlað og
kallaði svo hátt, að hvert
mannsbarn á heimilinu hefði
vaknað, ef svefntími hefði
verið: „Ella, Ella! Þu verður
að fara með öskuna alla leið
ofan í ræsið — þángað, sem
þú fórst um daginn. Flýttu
þér nú, skinnið mitt, það er
bara kalt“. Seinustu orðin
sagði hún við SiguHljóð, sem
birtist þarna allt í einu í
ermalausum, ljósleitum sirs-
kjól, berhöfðuð með aðra hár-
fléttuna upprakta og greidda.
Hárið breiddist eins og rauð
bylgja um axlir hennar og
bak og niður fyrir mitti. Hann
hafði oft dáðst að hárinu á
mömmu sinni, hrafnsvörtu og
miklu, en af þessu hári gat
hann ekki orðið hrifinn. Lík-
lega stafaði það af því, að
Vigga gamla hafði haft svo
mikla andúð á öllum, sem
rauðhærðir voru. Hún sagði,
að þeim manneskjum væri
ekki treystandi. Hún þóttist
geta séð það á baksvipnum á
fólki, hvort fyrir því lægi lán
eða ólán, auðlegð eða fátækt.
Hún hefði sjálfsagt sagt, að
Sigurfljóð hefði fátæklegan
baksvip. Svo. sagði hún um
axlalítið og grannholda fólk.
Meiri hjátrúin það! Þó hafði
hann haft gaman af því að
hlusta á rausið í henni.
Hann færði sig frá gluggan-
um og hélt áfram að klæða
sig, og hugsaði til þess með
ánægju, að næstu nótt svæfi
hann heima. Hann hlakkaði til
að sameinast þögninni og til-
breytingaleysinu aftur.
Sigurfljóð stóð í bæjardyr-
unum, þegar hann kom fram.
„Ertu nú staðráðinn í að yfir-
gefa mig í dag?“ spurði hún
og hló glettnislega.
„Hvað er um annað að
gera? Nú er komið grimmdar-
frost“, svaraði hann.
„Ætlarðu ekki Hvarfdalinn?
Það er svo mikið styttra en
að fara aðra hvora hina leið-
ina?“
„Ekki einu sinni þó að ég
fylgdi þér?“
„Nei, þrátt fyrir þó að þú
færir með mér, en slíkt held
ég mér þætti hálfvesalmann-
legt, að láta kvenmann fylgja
mér“, sagði hann.
„Það er þó betra en að vill-
ast“, sagði hún.
„Það kemur ekki til þess.
Ég legg strax af stað, svo að
ég hafi dagsbirtuna norður í
skarðið. Úr því rata ég“.
„En þú ferð þó ekki fyrr en
þú hefur borðað“.
„Jú, nú fer ég strax“, sagði
hann og tók beizlin, sem alltaf
höfðu hangið í dyrunum, og
fór að sækja hestana.
Hún beið hans í bæjardyr-
unum, en hafði klætt sig í
peysu. „Er þér alvara að fara
matarlaus?“ spurði hún.
„Ég hef enga lyst á mat, ný-
búinn að renna niður kaff-
inu“, svaraði hann og fór að
leggja hnakkinn á Jarp.
„Faðir þinn á fallega hesta.
Ég sé að þú átt það líka“,
sagði hún.
„Já, hann er hestamaður og
fer vel með þá“.
„En móðir þín?“
„Alveg gagnstætt — hún
vildi helzt komast hjá að fara
á hestbak“, sagði Hjálmar.
„Hvað er það, sem hugur
hennar hneigist til — aðeins
búsýslunnar?“
Það er ekki ólánsmaður,
sem enginn hefir ilt af.
Wliy wait for s|irin«| ?
Onawr!
The wise ones take
advantage of winter.
Skilled men are more
readily available in the
wintertime—ready to do
your repairs and
* renovations when you want
thðm. Materials are in
generous supply too, and
your renovation budget
will often go further in
winter, thanks to off-season
discounts and extended
payment plans.
You'can borrow up to
$4,000 with up to ten years
to repay, at low interest
rates, with a government-
sponsored NHA Home
Improvement Loan from
your bank.
If you're the owner
of a small business, then
you may take advantage
of special Small Business
toans available at your
bank. And farmers can
qualify for up to $15,000
with ten years to repay with
a Farm Improvement Loan.
So you see, there are
a whole lot of very good
reasons why you should
have thaf work done around
your home or place of
business during the winter.
Do it now!
Everybody benefits.when winter work is increased
For advice and assisfance call ýour Nationa! Employment Oífice.
DIN-166D