Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 1
Högberg - 5)etmsliringla
Stofnað 14. ian., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886
80. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1966
NÚMER 14
Manitoba Music Fesfival
Tóftarbrortð í heiðinni
(TIL GÍSLA JÓNSSONAR)
Eitt tóftarbrot í túni því sem var
sá töðuvöllur er bar lífsins gróður,
en nú er berar, blásnar minningar,
í barði hímir mura og lokasjóður.
Og við mjer blasir aldagömul önn
þess einstaklings er byggði fyrsta hreysið,
er dæmdi sig í sátt við hret og fönn
og sína ætt á vit við bjargarleysið.
Við búskap smáan bauðst ei frami neinn,
og bókstaf um það hefir enginn ritað,
eitt tóftarbrot, hjer talar rof og steinn
um tök og raun sem gátu mætt og svitað.
Eitt tóftarbrot, og tún sem eitt sinn var
hin týnda saga þess er löngum háði
í þögn sitt stríð við hörku hríðarnar,
og hlut hins gleymda manns að launum þáði,
Og þó er ætt vor runnin hjer af rót,
þau rök er hollt að geyma sjer til ferðar,
er sókn skal hafin stórum miðum mót
og miklu lyft á sigur-sterkar herðar.
Eitt tóftarbrot í túni er lengi var
sá trausti völlur er bar þolinn gróður,
— jeg stíg á fetann, býst til brottferðar
í barði þraukar mura og lokasjóður.
Að jeg komst í hundraðs-hópinn
hugann brýnir nú í kvöld,
sannar mjer hve enn vjer eigum
ógreidd vestra mikil gjöld.
Háreksstaða heiðasonur
hugurinn reikar þín á vit
þó að orð mín — því er miður
þýði bara að sýna lit.
Árni G. Eylands,
9. febrúar 1966.
Fréttir fró íslandi
We now have additional in-
formation about musicians
from Gimli, who took part in
the 48th Annual Manitoba
Music Competition Festival.
Shirley Johnson
Mrs. Helgi Johnson - Shirley
- has given the musical life of
Gimli a lift in recent years.
She conducts the Gimli
Lutheran Church Choir and
rehearses and conducts high
school choirs, also the Chil-
dren’s Choir, which has sung
at the Icelandic Celebrations
and at concerts during the
winter.
Shirley and her children,
Patricia, Jacquelynn and J. B.
Jr. (John Bryan) entered the
Family Class at the Festival
and placed first. They sang
„Syng mig heim“ and Sour-
wood Mountain and received
a mark of 85 for each. “The
voices were beautifully
Nýlega hefir Manitobastjórn
samið við iðnaðarfélag frá
Sviss um að gefa því leyfi að
höggva skóg á stóru svæði í
norður Manitoba og reisa þar
meiriháttar sögunarmyllur og
selja síðan framleiðsluna ,á
heimsmarkaðinum. — Líklegt
er að félagið noti afl úr Nelson
ánni þegar búið er að virkja
hana.
Svisslendingar virðast mikl-
ir iðnrekendur. Nú eru þeir
að semja við ísland um að
reka stóriðnað þar í landi, svo
sem eftirfarandi tilkynning
gefur til kynna:
„I dag hafa verið undirrit-
aðir samningar milli ríkis-
stjórnarinnar og S w i s s
Aluminium Limited, um bygg-
ingu og rekstur álbræðslu við
Straumsvík, sunnan Hafnar-
fjarðar.
Jóhann Hafstein, iðnaðar-
málaráðherra, undirritaði
samningana fyrir hönd ríkis-
blended”, was the adjudi-
cator’s comment.
Shirley Johnson also teaches
two Recorder Groups and
entered one of them in the
festival — The Gimli Treble
Clef Recorders. They placed
fixst against four other
entrants, with a mark of 86.
Pairica Gail Johnson,
daughter of Helgi and Shirley
Johnson, sang in six different
classes. In the Female Sacred
Solo — Grade B she placed
first with 90 marks. She sanjjj
Dvorak’s “By the Waters of
Babylon”. This made her
eligible to sing for the Tudor
Bowl. She, did so and although
she sang most beautifully, she
did not win. In the Folk Songs
— Any Voice — Grade B she
placed first with a mark of
87 for her renditiön of He’s
Goin’ Away (American). She
was then awarded the “Alice
F. “Lal” Mills Memorial
Trophy.
Palrica Gail Johnson
stjórnarinnar, en fyrir hönd
Swiss Aluminium Limited
Emanuel R. Meyer, forstjóri
félagsins og dr. Paul H. Múll-
er, framkvæmdastjóri.
Undirskrift ráðherra er með
fyrirvara um að Alþingi stað-
festi samningana, en ráðgert
er að aðalsamningurinn öðlist
lagagildi hér á landi. Mun
málið verða lagt fyrir Alþingi
í þessari viku og samkvæmt
samkomulagi allra þingflokka
má búast við, að fyrstu um-
ræðu um málið í neðri deild
ljúki fyrir páska og málinu
verði vísað til nefndar. Jafn-
framt má vænta þess, að
kosnar verði í báðum deildum
Alþingis sérstakar þingnefnd-
ir, sem vinni sameiginlega að
athugun málsins.
Iðnaðarmálaráðuneytið,
28. marz 1966“.
Mbl. 29. marz.
Þykir tíðindum sæta,
ef Forsetinn fær að
ávarpa þjóðþing ísraels!
Skeyti frá Emil Björnssyni,
sem sent var frá Tel Aviv á
laugardag, segir, að rætt hafi
verið um það á þjóðþingi
ísraels, (Knesset) að leyfa
forseta Islands að halda þar
svarræðu eftir að þingið
ávarpar hann á mánudag. —
Þykir þetta tíðindum sæta,
þar sem slíkt hefur verið
óleyfilegt til þessa, en ástæðan
er sú, að forseti íslands er
fulltrúi elzta löggjafarþings
heims.
Skeytið hljóðar á þessa leið:
Forsetaferðalagið var sam-
kvæmt dagskrá í gær. Forset-
anum þótti mest um vert að
koma til Nazaret. Hann var
viðstaddur guðþjónustu
þriggja trúarbragða þann dag
í Boðunarkirkju Maríu, Frið-
armoskunni Nazaret og síð-
degis í samkunduhúsi Gyðinga
Tveria við Genesaretvatnið.
I dag, laugardag, er áform-
uð sigling um Genesaretvatn-
ið og skoðun biblíulegra sögu-
staða í grenndinni, svo sem
Kapernaum við Jordan og að
líkindum fjallið þar sem talið
er, að fjallræðan hafi verið
haldin. Ekki má gleyma að
forsetinn með fylgdarliði sínu
skoðaði í gær Nazaret, þann
stað sem talið er æskuheimili
Jesú. Hann skoðaði einnig í
gærkvöld elzta Kibbutz lands-
ins, og var þar gestur forseta
Knesset, sem er einn aðal-
stofnandi þessa Kibuz. Það
þykir tíðindum sæta, að Kness
et, það er þjóðþingið, hefur
rætt um að forsetinn fái að
halda þar svarræðu, er hann
heimsækir þingið á mánudag
og verður ávarpaður þar. —
Hingað til hefur þar verið
óleyfilegt, en yrði það regla
hér eftir, ef úr þessu verður,
að erlendir þjóðhöfðingjar
ávarpi Knesset. Um þetta er
talað í tilefni þess, að forseti
Islands, kemur frá landi elzta
löggjafarþings heims.
Ferðalagið hefur farið fram
samkvæmt dagskrá til þessa.
Tíminn 27. mraz.
KJARVAL
sæmdur stórkrossi
FÁLKAORÐUNNAR
I tilefni af áttræðisafmæli
Jóhannesar S. Kjarval, list-
málara hefir forseti íslands
sæmt hann stórkrossi hinnar
íslenzku fálkaorðu í viður-
kenningarskyni fyrir listaverk
hans.
Samkvæmt ósk listamanns-
ins hefur heiðursmerkið ver-
ið falið Listasafni íslands til
varðveizlu.
Mbl. 11. marz.
* * *
Alvarleg tíðindi
Þorskstofninn við ísland er
í hættu. Þessi staðreynd hefur
komið átakanlega í Ijós í
minnkandi aflabrögðum, og
nú hafa vísindalegar xann-
sóknir staðfest hana. Gaf Jón
Jónsson fiskifræðingur þjóð-
inni skýrslu um málið fyrir
síðastliðna helgi.
Að vísu hefur heildarmagn
af þorski, sem komið hefur á
land á íslandi, ekki minnkað
eins mikið og ætla mætti,
nema á einstaka stað. Hins
verður þó að minnast, að
harðar hefur verði sótt með
betri veiðafærum. Þegar at-
hugað eru tölur um hlutfall
milli sóknar og afla, kemur
greinilega í ljós, hve árangur-
inn hefur minnkað.
„Það blasir því við okkur sú
kalda staðreynd, að meira er
tekið úr íslenzka þorskstofn-
inum en hann virðist þola“,
sagði Jón Jónsson. „Við get-
um ekki gert ráð fyrir að auka
þorskveiðina að neinu ráði frá
því, sem nú er. Það geta að
vísu komið inn nýir, sterkir
árgangar eða sterkar göngur
frá Grænlandi, sem geta auk-
ið veiðina eitthvað stutta
stund, en sé litið á þetta til
langs tíma virðist útilokað að
stofninn geti skilað af sér
meira aflamagni og verði
sóknin enrf aukin má búast
Framhald á bls. 2.
S T Ö K U R
Þegar drunginn þrengdi að
þrátt ég sungið hefi
mínum lungum loft ég hvað
lék að tungu og stefi.
Mér á að sálga í syndinni,
svört mig nálgast moldin,
utan af galgagrindinni
guð er að tálga holdinn.
Til að minna á mína ævivöku
mundi ég kjósa,
ætti ég ráð til vals,
heldur eina hnittna
stutta stöku,
en stærstu bók
hin.; tóma fagurgals.
P. G.
Svisslendingar
miklir iðnrekendur