Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRÍL 1966
S
Androkles og Ijónið
í fornöld var siður í Róma-
veldí að hafa þræla, þ. e. a. s.
menn, sem ekki voru af frjáls-
um vilja þjónar húsbænda
sinna og ekki gátu gengið úr
þjónustunni hvenær sem þeir
vildu, eins og þjónustufólk nú
á dögum getur; húsbændur
þessara manna höfðu nefni-
lega keypt þá og gátu selt þá
aftur nær sem þeim sjálfum
þóknaðist. Ef slíkur þræll
flýði frá herra sínum, hafði
hann unnið sér til lífláts og
var venjulegast kastað fyrir
villidýr. Samt sem áður gerðu
þó margir slíkir ógæfumenn,
sem urðu fyrir barðinu á illri
meðferð eigendanna, tilraunir
til lausnar með flótta.
Þannig fór að þræll einn,
Androkles að nafni. Honum
tókst að Skomast yfir til
Afríku, þar sem eyðimerkurn-
ar náðu að útjöðrum Róma-
veldisins. Þegar hann svo var
kominn út í eyðimörkina,
gladdist hann mjög í fyrstu
yfir því að vera laus undan
óvinum sínum og misindis-
mönnum. En brátt tók að
sækja á hann hungur og
þorsti sem ekki var svo auð-
velt að fá svalað úti á eyði-
mörku sem skyldi. Eins og þið
vitið, fyrirfinnst ekkert vatn
á eyðimörkinni, og þess vegna
getur heldur ekkert líf þrif-
izt þar. Auk þessa var svo
hitinn, sem á glóandi sandin-
um er vart þolanlegur
mennskum manni. Androkles
varð því harla glaður, er hann
kom auga á holu eina, þar sem
hann gat alltént fengið hlé í
forsælunni. Hann var ör-
þreyttur og eyddi engum
tíma í það að gæta nánar,
hvernig holan leit út að inn-
an, heldur lagðist fyrir og
sofnaði.
En hann vaknaði upp við
vondan draum. Skyndilega
heyrði hann örskammt frá
sér hið skelfilegasta ljónsösk-
ur, og þegar hann lauk upp
augum sá hann, svo ekki varð
um villzt, hvar ljón eitt stóð,
örfáum fetum þaðan sem
hann lá. Það var honum
ógerningur að leggja á flótta;
hann varð að bíða þess róleg-
ur hvað rándýrið — sem hafði
bústað í holunni þar sem hann
lá — myndi taka til bragðs.
Honum til mikillar undrunar
gekk ljónið hið spakasta í átt-
ina þangað sem hann lá og
lagði hramminn varlega á öxl
hans. Androkles, sem hélt að
úti væri um sig, varð lamað-
ur af ótta, en aðgætti nú ljón-
ið og hramm þess nokkru nán-
ar. Hann sá þá að dýrið hafði
særzt á hramminum, og blóð
vall úr sárinu. „Æ,“ hugsaði
hann, „ég verð að hjálpa vesa-
lings ljóninu.“ Hann athugaði
sárið vandlega og dró án frek-
ari umhugsunar út stóran
þyrna, sem sat fastur í sárinu.
Varla hafði dýrið fundið
fyrir því, að þjáningu þess
tók að linna, er það lagðist
niður við hlið Androklesar og
auðsýndi honum allt það
þakklæti, sem það gat. Andro-
kles varð nú öllu rólegri og
óhræddari um líf sitt en áður;
en eigi að síður þjáðist hann
enn af hungri, því hann hafði
ekki bragðað matarbita í heil-
an sólarhring. Hann myndi
svo sannarlega ekki slá hend-
inni á móti vænum kjötbita.
Og hvað skeður? Ljónið fer
og kemur aftur að vörmu
spori með kjöt. Að vísu var
kjöt þetta hvorki soðið né
steikt; en í munni Androkles-
ar var það eins og hunangs-
fæða. Á þennan sama hátt lét
ljónið honum nú í té kjötbita
á degi hverjum, og hann hefði
hvað þetta snerti getað haldið
áfram að lifa í ró og öryggi,
ef hann hefði ekki tekið að
langa í nærveru og félagsskap
mennskra manna; því að mað-
urinn er einu sinni þannig
gerður, að hann lætur sér ekki
aðeins nægja mat og drykk og
samfélag dýra. Að lokum var
svo komið, að hann afbar ekki
lengur að dveljast hjá ljóninu,
en ákvað að yfirgefa staðinn
og sinn rausnarlega gestgjafa,
án þess að gera sér þess grein,
hvaða hættur biðu hans í
eyðimörkinni.
Dag nokkurn, þegar ljónið
var á veiðum, læddist hann
því á brott. En varla var hann
fyrr kominn að næsta byggðu
bóli en rómverskir hermenn
veittust að honum, og þar sem
hann gat ekki neitað því^ að
hann væri flóttaþræll, var
hann sendur aftur til Rómar
og til herra síns, sem dæmdi
hann til að verða varpað fyrir
óargadýr.
Þannig vildi til, að keisar-
inn ætlaði einmitt að halda
mikla fagnaðarhátíð, og þar
átti að gefa fólki kost á að sjá
baráttu milli manna og villi-
dýra. Allir þeir þrælar, sem
dæmdir höfðu verið til lífláts,
áttu þennan dag að etja kappi
við ljón, tígrisdýr, hlébarða
og önnur óargadýr, sem látin
höfðu verið svelta lengi á
undan, svo þau yrðu enn
grimmari. Androkles var nú í
hópi þessara ólánsmanna, og
nú iðraðist hann þess — um
seinan — að hafa yfirgefið
sinn þakkláta vin í eyðimörk-
inni.
Dagurinn rann upp. Fólkið
sat í sætum sínum á útileik-
vanginum og beði þess í of-
væni, að keisarinn gæfi merki
um það, að leikurinn hæfist.
Ákveðið var, að Androkles
skyldi fyrstur leiddur fram
fyrir óargadýr. Keisarinn
lyfti upp hendinni, og Andro-
kles var leiddur inn á völlinn,
nakinn, og með prik eitt að
vopni. Skömmu síðar var
opnað annað hlið, og út úr
því hljóp gríðarstórt ljón og
stökk öskrandi í átt til Andro-
klesar. En — skyndilega nam
það staðar, horfði fast á
Androkles, og gekk síðan að
honum, föstum skrefum, en
síður en svo ógnandi.
Androkles var að dauða
kominn af hræðslu, en jafnaði
sig eftir því sem ljónið kom
nær. Og nú sáu áhorfendur
sér til stórrar undrunar, hvar
ljónið lagðist eins og tryggur
rakki við fætur hans og velti
sér á jörðinni, auðsjáanlega til
merkis um feginleik og vin-
áttu. Nú þekkti Androkles
líka ljónið aftur. Þetta var
ljónið, sem hann hafði dval-
izt hjá í eyðimörkinni. Það
hafði einnig lent í þeirri raun
að vera tekið til fanga og flutt
til Róniar, til skemmtunar á
hátíðinni, — og nú leiddu at-
vikin þá aftur saman.
Þegar keisarinn sá þennan
undarlega fyrirburð, og allur
skarinn beið í forundran eftir
því, hvernig þetta færi, lét
hann stöðva leikinn og fyrir-
skipaði Androklesi að koma
og tala við sig.
Androkles sagði nú, öllum
til mikillar ánægju, söguna
eins og hún lagði sig, af fyrri
kynnum sínum og ljónsins, og
ljónið hélt áfram að flaðra
upp um hann á meðan. —
Keisarinn varð svo snortinn,
að hann lét ekki aðeins
Androkles halda lífi, heldur
gaf hann honum fullt frelsi
— og ljóninu sömuleiðis.
En fólkið var ekki ánægt
með þetta. Androkles varð að
ganga ásamt ljóninu um göt-
ur Rómar, svo að allir mættu
augum líta hið þakklátssama
dýr. Og ljónið leyfði vini sín-
um að fara með sig um stræt-
in. Og um leið og fólkið stráði
blómum á veg þeirra, hrópaði
það:
„Sjáið ljónið, gestgjafa
mannsins, — manninn, lækni
ljónsins!“
Leifur Sigfússon lannlæknir
í Vestmannaeyjum smíðaði
gervitennur í Stefán lögreglu-
þjón, en gekk frekar illa að fá
þær greiddar.
Eitt sinn mættust þeir á
götu, og spyr Stefán Leif,
hvert hann sé að fara? Leifur
segist vera að fara niður í
prentsmiðju með auglýsingu,
og sé hún á þessa leið:
„Lítið notaðar gervitennur
til sölu. Eru til sýnis uppi í
Stefáni lögregluþjóni“.
GOING TO ICELAND?
Or perhaps’you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere? Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write. call or telephone to-
day witnout any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeg 6, Man.
Tel.s GLobe 2-5446
EGGERTSON & EGGERTSON
Borrl*t»rs, Sollcltor* and
Notori«*
500 Pow»r Buildino
Winnip«o 1, Mon
Phone WH 2-3149
at Municipal Office, Riverton
12:00 noon to 3:00 p.m.
ot Credit Union Office, Gimll
4:00 p.m. to 6:00 p.m.
First ond Third Tuesdays
— Business and Protessional Cards —
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDENGA 1 VESTURHEIMI
Forseti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON
681 Ðanning Street, Winnipeg 10, Manitobo
StyrkiS félagiS með þvl aS gerast meSlimix.
Aragjald 62.00 — Tímarit félagsina fritl
Sendist til fj&rmálaritara:
MR. GUÐMANN LEVY.
185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoho
Phone WHiteholl 3-8072 Building Mechanic’s Ltd. Pointing - Decorating - Construction Renovating - Reol Estote K. W. (BILL) JOHANLSON Manager 371 McDermot Ave., Winnipeg 2 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnaS 1894 SPruce 4-7474 G. F. Jonasson, Pres. and Man. Dlr KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholesole Dlstrlbutori of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martho St. WHItahall 2-0021
Goodman And Kojima Electric ELECTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOODMAN M. KOJIMA SP 2-5561 LE 3-6433 Evenings ond Holidoys Canadian Hsh Producers Ltd. J, H. PAGE, Managing Dlractor Wholesale Dlsfributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: BUS.t * SPruce 3-0481 SPruce 2-3917
SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof, Aspholt Shlngles, Roof repolrs, install vents, oluminum wíndows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7855 632 Simcoe St„ Winnipeg 3, Mon. FRÁ VINI
Thorvaldson, Eggerlson, Saunders & Mauro Barristers ond Solicitors ' 209 BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portoge ond Gorry St. WHiteholl 2-8291 Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brack Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ava. WH 3-0361
S. A. Thorarinson Borrister & Solicitor 2nd Floor, Crown Trust Bldo. 364 MAIN STREET Office WHiteholl 2-7051 Residence HU 9-6488 Halldór Slgurðsson 8. SON LTD. Contractor & Builder • Office and Warehousa 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Ret. Ph. 2-1272
The Business Clinic Oscar HJðrleifion Office ot 194 Cathedrol Ave. Phone 582-3548 Bookkeeping — Income Toi TALUN, KRISTJANSSON, PARKER. MARTIN & MERCURY Barristers 4 Solicltors 210 Osborne Streef North WINNIPEG 1. MANITOBA
Benjaminson Construction Co. Ltd. 911 Corydon Avenua GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS Residential ond Commerciol E. BENJAMINSON, Manager Fhe We 521 HA IfKKYJÍRUTim, foosi PAlNI J. Sh A. stern Paint Co. Ltd. RGRAVE ST„ WINNIPEG "THE PAINTERS SUPPLY HOUSE" "SINCE 1908" WH 3-7395 IMNOWSKI, Preiidenl H. COTE, Treosurer
Off. SP 2-9509—SP 2-9500 Res. SP 4-6753 OPPOSITE MATERNITY HOSPITAL Nell’s Flower Shop 700 NOTRE ÐAME Wedding Bouquets - Cut Flowers Funcral Designs - Corsoge, Bedding Plonts S. L. Stefonson—JU 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Capital Lumber Co., Ltd. 92 Higgiiu Avenua Board, Ceiling Tlle. Pinlshlng Materlals. Everything In Lumber, Piywood. Wali Insulation and Hardware J. REIMER, Manager WH 3-1455 Phone WH 3-1455
H. J. LAWRIE LUDLOW Barrister and Solicitor 2nd Floor, Crown Trust Bldg. 364 MAIN STREET WINNIPEG 1, MANITOBA Ph. WH 2-4135 A* Glmll Hotel every Frldoy 9:30 to 12:30 Lennett Motor Service Operated by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrava 6 Bannatyne WINNIPEG 2, MAN PHONE WHitehall 3-8117