Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 07.04.1966, Page 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. APRIL 1966 Úr borg og byggð The Annual Literary Sup- plement of Lögberg-Heims- kringla er nú gengið til þurð- ar. Þótt mörg hundruð eintök væru prentuð af þessari út- gáfu blaðsins fram yfir það sem venjulega er prentað var svo mikil eftirspurnin að ekki var mögulegt að senda líkt því öll eintök sem pöntuð voru. Ef einhverjir áskrifendur kæra sig ekki um að geyma þessa sérstöku útgáfu blaðsins væri okkur mikil þægð í því að þeir létu okkur hana í té. Við höfum nú endurprentað í bækling tvær megin ritgerð- irnar, er birtust í The Annual Literary Supplement, en þær eru þessar: Ninety years of Icelandic Settlement in Western Canada eftir prófessor Harald Bessa- son og Some Notable Scholars in the Icelandic Field eftir Dr. Richard Beck. Fást á skrif- stofu blaðsins 303 Kennedy St., Winnipeg 2. Verð 25 cents. Nýjir áskrifendur Lögbergs- Heimskringlu fá þennan bækl- ing ókeypis. Og vitaskuld fá þeir ókeypis, eins og aðrir áskrifendur blaðsins The An- nual Literary Supplement blaðsins sem kemur út í janú- ary 1966 og hefir þegar safn- ast mikið og gott efni í þá út- gáfu. * * * The 23rd Annual Meeting and Social of THE VIKING CLUB will be held on Mon- day, April llth, at 8 p.m. at KIEWEL Brewery, NE. Cor. St. Joseph and Dumoulin, St. Boniface (2nd Flr.). The entrance is on Dumoulin St., one block north of Pro- vencher St. * * * Mr. og Mrs. James Page og Mr. og Mrs. Paul Einarsson fljúga til New York á föstu- daginn 8. apríl og fara þar um borð á lystiskipi og á skemmti siglingu um Caribbean hafið í þrjár vikur. * * * Mrs. Kristín R. Johnson, Winnipeg hefir þegið boð að flytja erindi á samkomu, sem Hecla Club of the Twin Cilies heldur í Minneapolis á laug- ardaginn 16. apríl. Hún mun og sýna íslenzkar hannyrðir og skrautgripi sína. * * * Icelinda Chocolate Bars fást hjá The T. Eaton félaginu á neðstu hæð. Þetta gómsæta súkkulaði er flutt inn frá súkkulaðiverksmiðjunni Linda h.f. á Akureyri. * * * Mr. and Mrs. G r e 11 i r Eggertson eru komin heim eftir rúmlega þriggja mánaða dvöl í Honolulu, Hawaii. * * * Mr. Guðmundur Pétursson frá Gimli leit inn á skrifstofu blaðsins á þriðjudaginn. Allt gott að frétta þaðan. Hin ár- lega lestrafélagssamkoma í aðsígi. Sjá auglýsingu í þessu blaði. Þekkir nokkur Thordarson sysikinin? Sjá auglýsingu í þessu blaði. * * * 21. marz s.l. lézt á sjúkra- húsi í Wynyard, Sask., Þor- steinn Guðmundsson frá Rjúpnafelli í Vopnafirði. Hann var fæddur að Mælifelli í Vopnafirði 14. jan. 1884. * * * The Jon Sigurdsson Chapter I.O.D.E. will meet at the home of Mrs. M. Sivertson, 497 Telfer Street, Tuesday even- ing April 12th. — Co-hostess: Mrs. T. E. Thorsteinson. * * * "B-DAY" B-DAY will be held Thurs- day, June lst, 1966, in the Civic Auditorium from }1:00 a.m. to 2:30 p.m. It is the an- nual project of the Women’s Auxiliary to The Canadian National Institute for the Blind to raise funds for its work. Luncheon will be served and there will be sales of homecooking, jams, pickles, candy, books, treasures and trinkets, and many lovely articles in the Boutique, along with the sale of articles made by the Blind in Handicraft Classes. B-DAY is probably the largest event of its kind held in Winnipeg and almost all of the funds required for the work of the Auxiliary are raised in this giant one-day drive. Each year the Auxiliary is assisted in this effort by members of Women’s Church Organizations and Women’s Service Clubs. Mrs. W. J. Lindal is the president of the Women’s Auxiliary. Hospital Planned By Scandinavians Representatives of five B.C. Scandinavian rest homes agreed Sunday to build a 100-bed chronic and constant- care hospital. Spokesman for the group, Oscar Howardson, said an ap- plication will be made im- mediately to the provincial government for financial aid in the project. “As soon as we get a government okay,” he said, “we’ll decide what sort of building it will be, where it will go and how much it will cost.” He said the hospital will be a centennial project. It will bring together Ice- landers, Danes, Norwegians, Swedes and Finns. Organiza- tions of each of these national groups operate homes for the aged. Together they accommo- date 340 Scandinavian-Cana- dians. Howardson said money is not a problem in the hopsital venture. He said the non-profit in- stitution is expected to qualify MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. for a fifty per cent provincial grant and a $2,000-a-bed feder- al grant. “We’ve also got a lot of good friends who will contri- bute to the project,” he said. Once provincial approval is given he added, plans for the hospital will be drawn up and a joint committee comprising members of all the Scandina- vian groups will be formed to administer the hospital. The Vancouver SUN, Apr. 4th, 1966. Tryggingarsjóður Lögbergs-Heimskringlu Mrs. S. Oddson, 624 Agnes Street, Winnipeg 3, Man. $4.00. Kærar þakkir, K. W. Johannson, féhirðir. Fréttir frá íslandi 8 metra skaflar Eins og kunnugt er af frétt- um, er mjög mikill snjór á Norðurlandi. Þó mun óvíða vera meiri snjór en á heiðun- um austan Laxárdals í Þing- eyjarsýslu. Á a.m.k. einum stað er snjórinn um 8 metrar á þykkt. Tíminn hafði í dag samband við Pétur Jónsson í Kast- hvammi í Laxárdal, en hann fór um mánaðamótin jan.-feb. inn á heiðarnar. Sagði Pétur, að allt væri á kafi í snjó á þessum slóðum og einnig á svonefndum Hólasandi, sem er litlu austar. Þá sagði Pétur, að eftir jan- úarbylinn hefðu staurarnir, sem bera uppi háspennulín- una frá Laxárvirkjun farið að meira eða minna leyti í kaf. Hefði hann séð einn þeirra, sem stóð um það bil 1 m. upp úr snjónum, en þessir staurar eru 8—10 metra háir. Sagði Pétur, að sennilega hefði snjórinn aukizt síðan, þannig að búast mætti við, að eitt- hvað af staurunum hefði farið í kaf. Þessir staurar eru á þeim slóðum, þar sem leggja á veginn frá kísilgúrverk- smiðjunni við Mývatn. Tíminn 31. marz. ÍSLANDSSAGA Framhald af bls. 4. Þórólfi Kveldúlfssyni; stýrðu því nú tveir hirðmenn kon- ungs, sem hann hafði miklar mætur á. Haraldur hafði sent þá eftir tveim konungbornum drengjum, náfrændum hans, og voru þeir á skipinu. - Hér þótti feðgum bera vel í veiði. Réðust þeir á skipverja og drápu flesta vopnfæra menn, er þeir náðu. Sumir drukknuðu, er þeir reyndu að synda til lands, og þar á meðal konungsfrændurnir. Skalla- grímur gaf fáeinum grið, og bað þá flytja konungi tíðindin og bituryrta vísu, um að nú væri Þórólfs hefnt. Eftir þetta létu feðgar í haf, hvor á sínu skipi. Kveldúlfur var nú orðinn gamall maður og hafði ofreynt sig við sonarhefndina. Hann andaðist á leiðinni, en bað förunauta sína, áður en hann dó, að gera kistu um líkið og kasta henni í sjóinn. Kva$ hann Skallagrími ráðlegt að taka sér bólfestu, þar sem kistuna bæri að landi. Hana rak í vík einni, rétt hjá þeim stað, þar sem nú er kaupstað- urinn Borgarnes. Skallagrímur gerði þar bæ og kallaði að Borg. Hann kast- aði eign sinni á næstum allt Faxaflóaundirlendið svokall- aða, þ. e. mestan hluta Mýra- og Borgarfjarðar-sýslu. Hann hafði mörg stórbú víðsvegar um landareignina. Á sumum jörðunum var stunduð lax- veiði; á öðrum akuryrkja, sel- veiðar, útróðrar og hvaladráp. Kvikféð gekk af í skógunum á veturna. Skallagrímur var smiður mikill bæði á tré og járn. — Hann kafaði niður á sjávar- botn og kom upp með stóran, sæbarinn stein, sem marga menn þurfti til að hefja. Við þann stein lúði Skallagrímur smíðajárn sitt. Margir menn bjuggu í land- námi Skallagríms. Einn af þeim byggði bæ á Hvanneyri, þar sem nú er búnaðarskól- inn. (Egilss. 74). Framhald í næsla blaði. Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargenl Avenue Winnipeg 3, Maniioba # All types of Plywood # Pre-finish doors and windows # Aluminum combination doors # Sashless Units # Formica # Arborite # Tile Boards # Hard Boards etc. # Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY BETEL HOME FOUNDATION Stjórnarnefnd Betels fagnar því, að geta nú tekið á móti umsóknum frá öldruðu fólki, er óskar inngöngu í nýja heimilið, sem nú er verið að reisa í Selkirk, Manitoba, Þetta nýja fullkomna heimili mun verða reiðubúið að taka á móti 62 manns þann 1. apríl 1966 eða um það leiti. Þeir sem óska inngöngu sendi skriflegar umsóknir til: J. V. Jónasson, ritara, 133 Kitson St., Winnipeg 6, Man. Hvar eru systkinin niðurkomin? Upplýsingar óskast um fimm systkini — 3 bræður og 2 systur, er fluttu ásamt móður sinni frá Mountain, N. Dak. til Winnipeg árið 1920. Elzti bróðurinn,. G. Thordar- son vann við smíðar í Winnipeg; annar brcfðurinn, Siggi Thordarson, fór oft úr bænum í bændavinnu til Mountain eða Elfros, Sask. Systurnar tvær nefndust Bertha og Anne. Þeir sem vita um þetta fólk er góðsamlega beðnir að síma eða senda upplýsingar til Lögbergs- Heimskringlu, sem mun svo koma þeim áleiðis til gamals. vinar þessarar fjölskyldu. Sími WH 3-9931. SAMKOMA OG TOMBÓLA Hin árlega Skemmtisamkoma og Tómbóla Lestrarfélags- ins Gimli verður haldin föstudagskvöldið þann 22. apríl 1966 kl. 8:00 e. h. í neðri sal lútersku kirkjunnar á Gimli. Program 1. O Canada 2. Ávarp Forseta...................... J. B. Johnson 3. Unglingasöngflokkur 4. Ávarp _________________ Séra Philip M. Pétursson 5. Vocal Duet .... Mrs. Thorsteinsson og Mrs. Martin 6. Upplestur ................. Tímoteus Böðvarsson 7. Samspil ....... Gimli Junior Treble Clef Choir 8. Solo ...................... Mrs. Shirley Johnson 9. Duet .......... Mrs. Thorsteinson og Mrs. Martin 10. íslandsmyndir sýndar....Séra Philip M. Pétursson 11. Eldgamla ísafold og God Save íhe Queen Tombóludráttur 10 cent. — Tombóla byrjar kl. 7:00 e. h. Raffle Inngangur fyrir fullorðna $1.00. — Kaffi ókeypis. Nefndin.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.