Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Blaðsíða 1
llögbera-Heimskringla
« ' ii Stofnað 14. fin., 1888 StofnuS 9. sopt., 1886
80. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. AGÚST 1966
NÚMER 31
RICHARD BECK:
Smómyndir úr Noregsferð
MORGUNSTUND Á HÁLOGALANDI
Fjarðaland og fjalla,
feðra gömul slóð,
gyllir græna hjalla
geisla morgunflóð.
Tindra sundin sumarblá,
sindrar tinda mjallarbrá.
Brekkur blómum prýddar
brosa, fagurskrýddar.
ÞOKA Á TINDUM
Þungbrýn speglast hamrahöll
hafs í lygnu djúpi,
blárra fjalla fegurð öll
falin þokuhjúpi.
* * *
RICHARD BECK:
Hugsað heim 17. júní
(Ort í Vestur-Noregi).
Heim .að fornum feðraströndum
flýgur hugur þennan dag.
Bláa vegu vængjum þöndum,
vorsins flytur sigurbrag.
Léttu fjaðra flugi ber hann
föðurlandi þakkaróð,
sumarboði og sólar er hann,
signdur hjartans djúpu glóð.
Ferðir Dr. Richards Beck og
Margrétar Beck um Norðlönd
VALDIMAR BJÖRNSON:
Fréttir frú Minnesóta
Séra Emil Guðmundsson í heimsókn.
Svo sem lesendum mun
kunnugt, hafa okkar góðu vin-
ir, Dr. Richard Beck og frú
Margrét Beck verið á ferða-
lagi um Norðurlönd síðan þau
flugu til Osló með Loftleiðum
6. júní síðastl. — Þau ferðuð-
ust um Noreg í sex vikur, en
þar nýtur Dr. Beck að mak-
leikum mikilla virðinga og
vinsælda, sökum hins mikla
starfs, sem hann hefir leyst af
hendi sem prófessor í norræn-
um fræðum við Norður Ðakota
háskólann sl. 37 ár og vegna
kynningarstarfs hans í ræðu
og riti um sögu og bókmennt-
ir norsku þjóðarinnar, og hann
er einn af þeim fáu, sem hefir
verið sæmdur riddarakrossi
St. Ólafs-orðunnar.
Á þessu ferðalagi heiðruðu
mörg héruð í Noregi hann með
því að kjósa hann heiðurs-
borgara þeirra. — Blöðin birtu
fjölda viðtala við hann og
hann var eftirsóttur ræðu-
maður bæði í útvarpi og ann-
arsstaðar.
Hann flutti ræðu í Osló 11.
júní í ársveizlu Allsherjarfé-
lags Norðmanna. Sérstakur
heiðursgestur þar var Ólafur
Noregskonungur, en aðalræð-
una flutti biskupinn í Stav-
anger.
Næst ferðuðust þau Becks-
hjónin um hinar fornu feðra-
slóðir á vesturströnd Noregs,
en þaðan komu flestir land-
námsmenn Islands, og voru
þau stödd í Norðfirði 17. júni
með stórum hóp samferða-
fólks. Flutti Dr. Beck ræðu
við hádegisverð um lýðveldis-
stofnunina. Að lokinni ræð-
unni færði fararstjórinn þeim
hjónum íslenzkan silkiborð-
fána til minningar um dag-
inn.
Þann 23. júní gekk Dr. Beck
á fund Ólafs Noregskonungs í
konungshöllinni í Osló og af-
henti honum kveðjuskjal frá
Ríkisháskólanum í Norður-
Dakota, en Ólafur konungur
er heiðursdoktor hans. Ræddi
konungur við dr. Beck í 15
mínútur, aðallega um Norð-
menn í N.-Dakota og um
kennsluna í norrænum fræð-
um á Ríkisháskólanum.
Næst fóru þau hjónin í
tveggja vikna ferðalag um
Norður-Noreg. Sigldu þau á
skipi fyrir nyrzta odda NoregS
og þótti þeim útsýn tilbreyt-
ingarrík og stórfögur. Síðan
suðaustur til Kirkenes, en
þaðan er skammt til landa-
mæra Noregs og Rússlands. —
Var þeim ekið þangað í bíl, og
gafst þeim því tækifæri til að
renna sjónum inn í hið víð-
feðma stórveldi austur þar. Þó
að eigi sæu þau nema örlitla
spildu af því.
Framhald á bls. 3.
Að rjúfa þögnina, sem hef-
ur allt of lengi einkennt frétta
flutninga frá löndum í Minne-
sóta, mætti vel minnast á
heimsóknir, ferðalög og félags
líf. Fyrir skemmstu var hér
á ferð í „tvíburaborgunum“,
Minneapolis og St. Paul, séra
Emil Guðmundsson, sem nú á
heima að 3034 Lawnwoods
Drive í Des Moines, höfuðborg
Iowa-ríkis. Emil er fæddur og
uppalinn á Lundar og vígðist
prestur í Únítarakirkjunni fyr-
ir nokkrum árum. Hann stund
aði nám við Háskóla íslands
árin 1945 til 1947, áður en hann
lauk guðfræðiprófi hér í Am-
eríku, en hefur þó aldrei þjón-
að íslenzkum söfnuðum.
Séra Emil var fyrstu prest-
skaparárin í austurhluta
Bandaríkjanna, en var sóknar-
prestur þá um skeið í Minnes-
óta, nálægt Hanska, ekki langt
frá New Ulm. Söfnuðurinn er
með elztu Únitara-samtökum
meðal Skandínava hér í álfu
og eru kirkja og prestssetur
úti í sveit, á mjög skemmti-
legum stað. Kristofer Janson
stofnaði söfnuðinn nokkru eft-
ir að hann kom frá Noregi til
Minneapolis, fyrir um það bil
80 árum. Var hann þekktur
gáfumaður, fyrirlesari og rit-
höfundur, ekki lengi við prests
störf og hvarf aftur til Noregs.
í fleiri ár hefur séra Emil
verið nokkurskonar biskup
meðal Únitara, og heitir emb-
ætti hans á ensku „Executive
Secretary of the Prairie Star
Region of Unitarian-Universal
ist Churches“. Starfssvæði
hans innifelur átta fylki í mið-
vesturhluta Bandaríkjanna, og
er hann á tíðum ferðum milli
safnaða. Segist hann hafa hitt
landa víða á ferðum sínum. —
Kona séra Emils er af amer-
ískum ættum og eiga hjónin
tvö börn.
Kvaran bræðurnir, sem heim-
sóttu frændfólk í Minneapolis
í sumar eru sannarlega ver-
aldarvanir ferðamenn, þótt
ungir séu. Þeir eru synir Ein-
ars Kvaran, og á amma þeirra,
frú Þórunn Hafstein Kvaran,
heima í Reykjavík; afi þeirra
var séra Ragnar heitinn Kvar-
an. Bræðurnir voru um tíu
daga bil hjá föðursystur
sinni, frú Matthildi, og
manni hennar, Jóni Björnson,
og fjölskyldu, 3444 Edmund
Boulevard, í Minneapolis. —
Ragnar er elztur, 21; Einar 18
og Hannes 16 ára — allir fædd
ir á Siglufirði.
Einar Kvaran giftist Clara
Caldwell, dóttur læknishjóna
í Pueblo, Colorado, þegar
hann var við nám í Banda-
ríkjunum á stríðsárunum. —
Yngsti sonur þeirra hjóna
heitir Geir og 'er þriggja og
hálfs árs gamall.
Að námi loknu í vélaverk-
fræði við California háskólann
í Berkeley, 1945, fór Einar til
íslands, ásamt frúnni. Hann
starfaði við síldarbræðslustöð-
ina á Siglufirði þangað til ár-
ið 1952, er hann gekk í þjón-
ustu Sameinuðu þjóðanna. —
Deildin, sem Einar réðist til í
desember 1952, er FAO—Food
and Agricultural Organization
— og var hann sendur til
Colombo á Ceylon-eyjunni,
rétt fyrir sunnan Indland. Þar
hjálpaði hann þeim „inn-
fæddu“ með fiskveiðiaðferðir
og vélakost í því sambandi.
Seint á árinu 1964 var Einar
sendur af FAO-stofnuninni til
Manila á Filippseyjum, og er
áætlunin sú, að hann verði þar
í fimm ár í fiskiðnaðinum sem
„Project manager of deep sea
fishing".
Drengirnir þrír, þeir elztu,
eiga óvenjulegan námsferil að
baki fram að þessu. Á meðan
fjölskyldan bjó á Ceylon voru
þeir á hverju námsári í amer-
ískum skóla sunnarlega í Ind-
landi, nálægt Madros. Nú hafa
þeir haldið áfram námi í Man-
ila og er Ragnar byrjaður á
háskólanámi vði South Colo-
rado State College í Pueblo,
þar sem hann býr hvert skóla-
ár hjá móðurafa sínum og
ömmu, Norris Caldwell lækni
og frú.
Seint í júnímánuði fóru
Ragnar, Einar og Hannes frá
Minneapolis til íslands, þar
sem þeir dvöldu um tíma hjá
ömmu sinni, frú Þórunni
Kvaran. Þaðan var ferðinni
heitið til Parísar að hitta föð-
ursystur, frú Ragnheiði Haf-
stað. Sigurður, maður Ragn-
heiðar, er í utanríkisþjónustu
íslands í sendiráðinu í París.
Næsti áfanginn var flugferð
yfir Indland og til Filippseyja.
Hafa drengirnir í heimsókn-
um sínum til Bandaríkjanna
og íslands, farið oftar en einu
sinni í kringum hnöttinn. Þeir
eru ágætir námsmenn, með
mikinn áhuga fyrir hljómlist-
inni, spila allir á hljóðfæri, og
hefur Ragnar fengizt nokkuð
við tónsmíðar.
Frú Þórunn Kvaran kemur
í heimsókn í haust til Minnea-
polis, til tengdasonar og dótt-
ur, Jóns og Matthildar Björn-
son.
Framhald á bls. 5.
Ríkisútvarp íslands
14. ágúsl 1966.
í vikunni veiddust milli 16
og 17 þúsund lestir af síld.
Talsvert var saltað. Miðin eru
nú 100 til 150 mílur suðaustur
af Dalatanga. Heildarsíldar-
aflinn er nú orðinn á þriðja
hundrað þúsund lestir.
* * *
Uianríkisráðherra ísraels,
Abba Eban, kom í opinbera
heimsókn til Reykjavíkur á
þriðjudaginn ásamt konu sinni
og lauk heimsókninni á föstu-
dag. Þau dvöldust hér ásamt
fylgdarliði í boði ríkisstjórnar
innar. Ráðherrann ræddi m. a.
við forseta íslands, forsætis-
ráðherra, utanríkisráðherra og
fleiri embættismenn. Hann
flutti fyrirlestur í Háskóla ís-
lands.
* * *
1 vikunni var undirritaður
samningur milli íslenzka rík-
isins og Aalborg Værft A/S
um smíði á nýju varðskipi fyr-
ir íslenzku landhelgisgæzluna.
Skipasmíðin var boðin út og
reyndist tilboð Aalborg Værft
hagkvæmast. Heildarverðið er
83 milljónir króna og er það
fast verð. Skipið verður svip
að varðskipinu Óðni að stærð
og gerð, en öllu aflmeira. —
Smíðinni á að ljúka á 18 mán-
uðum.
* * *
Nýti siál-fiskiskip, Sigur-
björg ÓS 1, kom til heima-
hafnar sinnar, Ólafsfjarðar, í
gær. Skipið er smíðað í Slipp-
stöðinni h.f. á Akureyri og er
stærsta fiskiskip, sem smíðað
er hér á landi, 346 rúmlestir
að stærð. Ganghraði er röskar
12 sjómílur. Eigandi er Magn-
ús Gamalíelsson, Ólafsfirði.
* * *
Um þessar mundir eru liðin
fimm ár síðan framkvæmdir
hófust við Laxaeldissiöð ríkis-
ins í Kollafirði. Á sjötta hundr
að laxar eru nú gengnir í lón-
ið við Laxaeldisstöðina og má
búast við að enn gangi í lónið
á sumrinu. Ætlunin er að ala
þarna seiði, sem síðan verður
sleppt í ár og vötn víðsvegar
um landið, og einnig að selja
lax til neyzlu.
* * *
Á laugardaginn fannst róm-
verskur koparpeningur frá tíð
Takítusar keisara, við bæinn
Hvítárholt í Hrunamanna-
hreppi í Árnessýslu, en þar
hefur verið unnið að fornleifa-
rannsóknum undanfarin súm-
ur. Þór Magnússon safnvörð-
ur fann peninginn. Takítus
keisari sat að ríkjum árin 275
og 276 eftir Krist. Áður hafa
fundizt á Austfjörðum þrír
rómverskir koparpeningar frá
svipuðum tíma og þóttu einn-
Framhald á bls. 4.