Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1966 Lögberg-Heimskringla Publlshed every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTO. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Boord of Director*' Executive Committee President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Philip M. Petursson. Voncouver: Dr. S. E. Bjornsson, Gudlaua Johannesson, Bogi Bjarnason. Lo* Angeles: Skuli G. Bjarnason. Minneapolis: Horv. Voldimar Bjorn- *on. Grond Forks: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlaciu*, Steindor Stein- dorsson, Rev. Robert Jack. London: Dr. Karl Strand. Subicriplion $6.00 p»r year—payabla in advanco. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized a* second cla»* moil by tho Post Office Department, Ottowa, and for payment of Postage in cash. AMBASSADOR HANNES KJARTANSSON: Ræða Fluit á íslendingadeginum að Gimli 1. ágúsi 1966. Herra forseti, góðir Vestur-íslendingar! Okkur hjónunum er það sérstök ánægja og mikill heið- ur að hafa verið boðin hingað á 77 afmælisdegi hátíðahalda ykkar hér að Gimli. Ekki sízt vegna þess, að kona mín, Elín, ól æsku sína á þessum slóðum og á hér margt vina og kunningja. Það er einnig gleðiefni að geta flutt ykkur beztu kveðjur og árnaðaróskir frá forráðamönnum Islands og allri þjóðinni á þessum merkisdegi. Þið hafið á undanförnum árum öllsömun fundið þá hlýju og velvild, sem til ykkar streymir frá „gamla landinu“. Ekki er að furða, þótt hlýtt sé hugsað til þeirra mörgu manna og kvenna, sem hér byggja land og af íslenzku bergi eru brotnir. Það var vissulega mikið tap fyrir hina fámennu íslenzku þjóð, þegar tiltölulega stór hluti hennar fluttist til Vesturheims. Hinsvegar er því ekki að neita, að það hefur verið okkur mikill styrkur, hve þetta litla brot af kanadisku þjóðinni, sem þið nú eruð, hefur stutt okkar málstað vel og ötullega á mörgum sviðum og haldið heiðri íslands hátt á lofti. Of langt yrði að telja upp allt það, sem þið hafið gert fyrir ísland, en sízt af öllu gleymum við því, að þið hafið ætíð haldið mikilli tryggð við gamla landið, og að flest ykk- ar hafið enn samband við ættingjana heima, þótt í mörgum tilfellum séu nú tveir, þrír eða jafnvel fjórir ættliðir liðnir síðan forfeður ykkar fluttust frá Islandi. Sumir hafa haldið því fram, að þeir sem til Vesturheims fluttust, hafi „gefizt upp“ vegna fátæktar og vonleysis á íslandi. Mörgum hefur vafalaust fundizt, að vesturfarar væru að yfirgefa „hið sökkvandi skip“, en að þeir sem eftir voru, hefðu haft hug og kjark til þess að halda baráttunni áfram, þrátt fyrir fátækt og vonlitla framtíð. Ég er vissulega ekki þeirrar skoðunar. Skoðun mín er sú, að það voru einmitt landnemarnir, sem höfðu kjark og djörfung til þess að fara út í óvissuna, fara til lands, sem þeir ekkert þekktu, þar sem töluð var tunga, sem þeir ekki skildu og þar sem voru siðir og hættir, sem þeir ekkert þekktu til. Það voru mennirnir, sem höfðu karlmennsku til þess að leggja út í óvissuna, til þess að skapa sér og niðjum sínum bjartari framtíð og betra líf. Vissulega voru það óendanlegir erfiðleikar og vonbrigði, sem hinir íslenzku vesturfarar þurftu að yfirstíga. Ég minnist þess, að þegar ég var hér á ferð fyrir 16 árum, hitti ég að máli íslenzkan öldung, sem hafði verið í einum af fyrstu hópunum, sem vestur fluttust. Hann lýsti á ömurlegan máta þeim móttökum, sem þeir fengu og þeirri meðferð, sem þeir hlutu. Samkvæmt hans frásögn voru þeir fluttir á gripa- vögnum í nágrenni Winnipeg og síðan settir í girðingu, sem vafalaust hefur verið einhverskonar „sóttkví“, til þess gerð að ganga úr skugga um, að innflytjendurnir bæru ekki með sér neina smitandi sjúkdóma. Þessi íslenzki öldúngur kvað ástandið í girðingunni hafa verið eins og í „helvíti“ — ofsalegur hiti, mýflugnabitið óþolandi og óþrifnaðurinn ólýsanlegur. Vafalaust hafa marg- ir aðrir haft svipaða sögu að segja, en því má ekki gleyma, að þjáningar fyrstu íslenzku landnemanna orsökuðust vafa- laust að miklu leyti af vanþekkingu á veðurfari landsins og högum og háttum landsbúa, eins og til dæmis klæðaburði að sumarlagi. Ekki er að furða, þótt mörgum af hinum íslenzku inn- flytjendum hafi dreymt um að fara til gamla landsins aftur, eins skjótt og auðið væri. Fyrir flesta var það ógerningur vegna fjárskorts fyrstu árin eftir komuna hingað, en er fram í sótti, fór fólk að venjast háttum og venjum landsbúa og kunni þá betur við sig. Þrátt fyrir breytt viðhorf, hugsuðu flestir til gömlu átthaganna — og hugðust flytjast til íslands „seinna“. Mjög fáir sneru aftur, en ég hygg, að hugarfari margra sé vel lýst í kvæði eftir eitt af góðskáldum Vestur- Islendinga: Nú er sumar um sæ, nú er sólskin í bæ, nú er sóley í varpanum heima. Nú er söngur í sál, íslands ylhýra mál, — æsku vorlöndin andann vill dreyma. Nú vill hugurinn heim, yfir höfin, — um geim, út í hafsauga’ — að ættjarðarströndum. Hlýða’ á lóunnar ljóð, læra feðranna óð, knýtast ætt sinni eilífðar böndum. Þar var æskan mín öll, bak við úthaf og fjöll, slíka átthaga andann vill dreyma. Land, þar sezt eigi sól, byggð, er söngfuglinn ól, — þar á sumarið sólfagurt heima. Nú fer hugur minn heim, — yfir höfin, — um geim, nú skal hávetrar nepjunni gleyma. Nú er sumar um sæ, nú er sólskin í bæ, nú er sóley í varpanum — heima! Sem betur fer hefur það sýnt sig, að framtíðin bar í skauti sér bjartari daga og betri lífskjör, bæði fyrir þá, sem til Vesturhemis fluttu og þá, sem eftir urðu. I dag vitum við öll, hve hið litla íslenzka þjóðarbrot, sem býr í Kanada, er mikils virt og vel metið. Á fyrstu ára- tugunum eftir að íslendingar settust að í Kanada, var yfir- leitt litið niður á þá. Að sjálfsögðu kunnu þeir ekki málið né venjur kanadisku þjóðarinnar, og þar fyrir utan voru þeir flestir svo til félausir, þegar þeir komust á ákvörðunarstað- inn í Kanada. Þrátt fyrir féleysi og skort á þekkingu og siðum lands- manna, tókst þeim með einstökum dugnaði og ódrepandi viljaþreki að koma sér áfram, vinna sér og sinni gömlu þjóð álits og koma börnum sínum til mennta. Á þessum ótrúlega stutta tíma hefur ykkur tekizt að breyta hugmyndum Kanadamanna á ykkur frá því að vera lítilsvirtir og óþekktir, í það að njóta almenns trausts þeirra og virðingar og viðurkenningar á því, sem þið hafið afrekað. Ekkert svona lítið þjóðarbrot í Kanada nýtur nú eins mikill- ar virðingar eins og þið. Við á íslandi erum vissulega stolt af því, sem þið hafið áunnið og gleymum ekki, að þrátt fyrir smæð ykkar í þessu stóra landi, hafa Vestur-Islendingar skipað sumar af erfið- ustu og þýðingarmestu stöðum landsins. Við erum þess full- vissir, að þið og niðjar ykkar munuð halda áfram á sömu braut. Sem betur fer hefur okkur, sem eftir urðum heima, einnig vegnað vel, eins og sjá má á þeirri geypilegu upp- byggingu landsins, sem átt hefur sér stað á undanförnum þrem áratugum. Undir stjórn okkar ágætu ráðamanna hefur uppbygging atvinnuvega landsins, bæði til sjávar og sveita, verið mun örari en nokkurn hefði getað dreymt um fyrir 30 árum síðan. Nýtízku landbúnaðarvélar allskonar hafa verið fluttar til landsins í þúsundatali og meira land lagt undir rækt en nokkru sinni fyrr. íslenzki fiskveiðiflotinn er einn sá bezti í heimi og stendur engum að baki. I kjölfar hans hafa risið allskonar fiskiðjuver og þá fyrst og fremst hrað- frystihús, sem framleiða stóran hluta af okkar útflutningi. Þá má ekki gleyma rafvæðingu landsins, sem er uppistaða allskonar iðnaðar og hefur jafnframt lýst upp allar borgir og bæi og flest sveitabýli landsins. Nú er verið að reisa stærsta raforkuver íslands, sem verður undirstaðan undir aluminíum-framleiðslu þar í landi. Svo mætti lengi telja. Nú er svo komið að íslendingar búa í dag við ein beztu lífskjör, sem nokkursstaðar þekkjast í heiminum, fyrir utan Kanada og Bandaríkin. Lífsviðurværi á Islandi í dag og tekjur einstaklinga eru svipuð því og hæst þekkist í Evrópu, eins og til dæmis í Svisslandi og Svíþjóð. Allt þetta sýnir, að srátt fyrir margra alda örbyrgð og kúgun, þá er íslenzki stofninn sterkur, eins og greinilega hefur komið fram bæði íér hjá ykkur í Kanada og hjá okkur á íslandi. Við höfum öll unnið að því að bera fána íslands hátt og útbreiða þekk- ingu um og skapa velvilja fyrir „gamla landið“. Framhald á bls. 5. Fréitir frá Ríkisúivarpinu Framhald frá bls. 1. ig óvæntur fundur. Þótti ein- kennilegt, hvernig peningar þessir hefði getað borizt til ís- lands á víkingaöld og ólíklegt að víkingar hefðu farið að hirða 600 ára gamla verðlausa koparpeninga. Er þetta því furðulegra þar sem þessir peningar hafa vart fundizt á Norðurlöndum, nema nokkrir í Danmörku. Var þeirri get- gátu varpað fram, að pening- arnir hefðu borizt hingað með rómversku skipi, sem hingað kynni að hafa hrakizt á fjórðu öld, landnámsmenn hefðu síð- an hirt þá og borið til heim- kynna sinna. * * * Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna fram- kvæmdanefnd til að hafa á hendi undirbúning og stjórn framkvæmda við breytingu á umferð úr vinstri í hægri um- ferð. * * * Fyrri helming þessa árs hafa flugvélar Flugfélags íslands flutt samtals 61.507 farþega, en á sama tíma í fyrra 50.030 farþega. Nemur aukningin fyrstu sex mánuðina því 22,9 af hundraði. * * * Aðalfundur Félags síldar- saltenda á Suðvesturlandi var haldinn í Reykjavík nýlega. Á liðnu starfsári var síldarsöltun hjá félagsmönnum minni en nokkru sinni, söltunin hefur minnkað úr 140 þúsund í 36 þúsund undanfarin þrjú ár. — Samþykkt var að verða við óskum síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi um að stofna heildarsamtök allra síldarsaltenda á landinu, er taki til starfa á næsta ári og annist sölu og útflutning á allri saltsíldarframleiðslu Is- lendinga. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur telur, að á undanförnum árum hafi sunnlenzki síldar- stofninri rýrnað verulega, vegna vöntunar á sterkum ár- göngum og stóraukinnar sókn- ar í yngri og uppvaxandi síld. * ★ * I Reykjavík stendur nú yfir fulltrúafundur Alþjóðasam- bands háskólakvenna og sitja hann rúmlega 70 konur frá 23 löndum í fimm heimsálfum. * * * Þá er haldinn um þessar mundir í Reykjavík fundur málnefnda á Norðurlöndum, sem skipaðar eru sérfræðing- um og hafa það hlutverk að safna nýyrðum, samræma orða lag, vinna að útgáfustarfsemi, gefa ráðleggingar um orða- notkun og fleira. íslenzka mál- nefndin, sem áður hét nýyrða- nefnd, var stofnuð 1946. For- maður er dr. phil. Jakob Bene- diktsson. Þetta er í annað sinn að Islendingar taka þátt í ráð- stefnu norræu málnefndanna.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.