Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 18.08.1966, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1966 ji' ■■ ■ ■■■■■■■■ GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga — ~ „Nauðsyn brýtur lög,“ sagði Sigurfljóð. „Þú hellir á könn- una fyrir mig, Valka mín.“ Svo snaraðist hún inn og kom fram aftur með þá dýrmætu lyklakippu, sem alltaf lág und- ir sænginni í rúmi Gunnhild- ar húsfreyju. Hún bað Völku að hella kaffinu í flöskur, með an hún væri að ná í vínið. Gvendur gapti af undrun: „Hvað skyldi hann Hjálmar heitinn hafa sagt, ef einhver annar en hann sjálfur hefði farið að rusla í skattholinu hans? Og ég gæti trúað, að Þorgeiri væri ekkert um það gefið heldur, en hún hefur hann alveg í vasanum, þessi manneskja. Hún er líka talinn mikill kvenskörungur þarna fyrir vestan — það heyrði ég í vetur. En satt að segja þykir mér ólíklegt, að hún fái að vera svona alls ráðandi lengi á þessu heimili.“ „Hún er reglulega indæl. Ég ætla að verða hjá henni, þeg- ar hún fer að búa. Hún ætlar að kenna mér að sauma fal- legar rósir í klæði og margt fleira,“ sagði Sigga. Gvendur sletti í góm: „Það væri líka það þarfasta. Ég gæti nú hugsað, að það væri eins gott fyrir þig að læra að gera skó á fæturna á þér.“ „Ég kann það nú, karl minn.“ Sigurfljóð kom inn með heil- flösku, nærri fulla af víni og hellti því saman við kaffið í flöskunum. „Nú skulum við reyna að koma þessu ofan í klárinn, Guðmundur minn, ef þú ert búinn að borða,“ sagði hún. „Ætlar þú að hjálpa mér?“ sagði hann. „Já, ég er alvön því að hlynna að skepnunum og fara í fjárhús og fjós, með öðrum orðum regluleg sveitakona,“ svaraði Sigurfljóð. „Helzt langar mig til að hýða þig fyrir gasprið, Sigga mín,“ sagði Valka, þegar þær voru orðnar einar í búrinu, en var þó ekkert gröm í máli. „Hvernig heldurðu að hægt sé að leyna svona löguðu? Þó að Heiðargarðar séu út úr, fréttist það sjálfsagt, þegar yfirsetukona verður sótt þang- að,“ sagði Sigga og var auð- séð, að hún bjó yfir einhverj- um hrekkjum. „Það kemur oft fyrir að börn deyja í fæðingunni eða áður en þau ná skírn, þá hverfur það ofan í gröfina með þeim, hver faðirinn hefur ver- ið,“ sagði Valka og varð allt í einu raunaleg á svipinn. „Og svo vildi ég sízt af öllu fara að bera Hildi fyrir þessu.“ „Ég skal engum segja, að hún hafi sagt það,“ sagði Sigga, „en fréttinni skal ég slengja framan í þau um leið og þau koma heim. Gaman að sjá, hvernig þeim verður við.“ Þá heyrðist umgangur frammi og hjónin og Guð- björg gamla komu inn í reið- fötunum og með svipurnar í höndunum. „Sælar verið þið, stúlkur mínar,“ sagði Þorgeir glað- lega. Tengdamæðgurnar heils- uðu með kossum. Þorgeir kom fljótlega auga á skattholslykl- ana, sem Sigurfljóð hafði kast- að á búrborðið. „Hvað er hér eiginlega um að vera? Vín- flaskan mín og lyklarnir hér á búrborðinu,“ sagði hann. „Hver gengur svona um, má ég spyrja? Er eitthvert drykkjugildi hjá ykkur? Ég sé að þarna stendur rjúkandi kaffikanna." Valka varð fyrir svörunum: „Nei, það hefur áreiðanlega ekkert gildi verið hjá okkur, heldur var verið að hita kaffi ofan í hestinn, sem vantað hefur, og Sigurfljóð náði í vín saman við það. Hún gaf sér ekki tíma til að fara með lykl- ana inn eða flöskuna fram.“ „Nú, ekki nema það þó,“ hnussaði í Þorgeiri. Móðir hans Jeit til hans og tautaði í hálfum hljóðum: „Hvað sagði ég þér fyrir nokkru síðan?“ Þorgeir tók lyklana og snar- aðist fram í stofu til að gæta að, hvort hún hefði læst skatt- holinu almennilega. Svo flýtti hann sér inn og stakk þeim undir sængurnar, þar sem þeir voru vanir að vera. Gunnhildur bað Siggu að hjálpa sér að taka af sér skýl- una og koma sér úr reiðfötun- um: „Það vantar ekki mikið á, að ég sé sveitt innan í þessu öllu,“ sagði hún þreytulega. „Þú hefðir nú ekki þurft að hafa nema eina skýlu,“ sagði Sigga. „Ég er nú orðin nógu gömul til að kunna að búa mig að heiman, þó að gott veður sé — það er ekki lengi að breyt- ast veður í lofti,“ sagði Gunn- hildur. Guðbjörg henti slörhattinum á borðið og sagði geðvonzku- lega: „Ég vildi gjarnan heldur hafa verið með skýlu en að hafa þennan bannsettan hatt. Mér var skítkalt með hann.“ Sigurfljóð og Gvendur komu nú inn. Hún heilsaði gömlu konunum með kossi. Guð- björg þakkaði henni lánið á söðlinum og reiðfötunum með tveimur kossum. „Það dáðust allir að því, hvað við vorum fínar, tengdamæðgurnar, að ég nú ekki tali um, hvað kon- urnar skoðuðu sessuna þína,“ sagði Guðbjörg. Þorgeir kom innan úr suður- húsinu hálfþungur á brún og heilsaði Sigurfljóð með kossi. „Mér finnst það hefði verið nær að Valka eða Sigga hefðu farið með Gvendi út í hesthús til að koma þessu ofan í klár- inn, heldur en að þú værir að vasast í því,“ sagði hann hálf- kuldalega. „Það stóð víst engum nær en mér, þar sem mannsefnið á hestinn. Reyndar held ég, að Guðmundur eigi lífið í hon- um, svo mikið er hann búinn að leggja á sig við að koma honum heim,“ sagði Sigurfljóð. „Þá færi nú að verða skrít- inn búskapurinn hjá manni, ef vinnuhjúin ættu hverja skepnu, sem þau hlynna að. Gvendur væri þá áreiðanlega orðinn vel búfær, svo margri skepnunni hefur hann bjarg- að,“ sagði Þorgeir. „Það er sjálfsagt siður á Hálsi,“ sagði Guðbjörg gamla háðslega. Sigurfljóð saug upp í nefið, kastaði til höfðinu og roðnaði, en sagði ekkert. Gvendur settist við borðið og ók sér í herðunum: „Það hreint og beint tollir við mig hver spjör. Það voru átök að koma honum upp úr gjótunni. Ég hefði aldrei getað það, ef mannatetrin á Borgum hefðu ekki hjálpað mér. Ég fór eftir ráðleggingum Gunnhildar, að- gætti hvert hrafnarnir flugu.“ Hann jóðlaði brauðbita, með- an hann sagði húsbónda sín- um nákvæmlega frá því, hvar hesturinn hefði verið. „Það er ólíklegt, að þú verð- ir mjög illa haldinn, ef þú bjargar þessu öllu ofan fyrir bakkann, sem á diskinum er,“ sagði Guðbjörg gamla, „það er nú meira háfermið.“ „Mér sýnist það nú vera meira að vöxtum en gæðum,“ sagði Þorgeir. „Og ekki minn- ist ég þess að hafa séð hjúun- um hérna skömmtuð þunnildi fyrr. Hestarnir hafa fengið þau hingað til.“ 1 annað sinn roðnaði Sigur- fljóð. Hún fann, að nú voru veðrabrigði í lofti innanhúss — svona' hafði ekki verið tal- að til hennar áður. „Ég geri þeim víst heldur ekki mikil skil,“ sagði Gvend- ur. „Drenggreyið stendur yfir fénu. Ég vildi heldur kaffii- sopa áður en ég fer.“ „Það er hér líka lútsterkt kaffi á könnunni,“ sagði Sigur- fljóð. „Náttúrlega gefur hús- bóndinn þér út í það, fyrst flaskan stendur þarna.“ „Já, það er sjálfsagt, hann er áreiðanlega búinn að vinna fyrir því í dag,“ sagði Þorgeir. Hann sat öðrum megin við borðið milli konu sinnar og móður og hlustaði á frásögn Gvendar um erfiðleikana við að ná hestinum upp úr gjót- unni og koma honum heim. Gunnhildur lagði hönd sína ofan á hönd'hans og strauk hana hlýlega, ekki ólíkt því að hún væri að róa barn. Það hafði oft haft góð áhrif á föð- ur hennar og ekki var von- laust, að slíkt gæti haft svip- uð áhrif í þetta sinn. Hún hafði gengið eins og á glóðum þessa síðustu daga eða eftir | að Þorgeiri hafði snúizt hugur til tengdadótturinnar. Þorgeir fór enn einu sinni að gera samanburð á þessum litlu, mjúku höndum konu sinnar og höndum Sigurfljóðar, löng- um, horuðum og hnúaberum. Sjálfsagt var það af því að hún hafði unnið meiri erfiðis- vinnu en Gunnhildur. Gísli á Sviðnum sagði, að hvergi á byggðu bóli væri unnið og þrælað annað eins og á Hálsi. „Má annars ekki bjóða ykk- ur kaffi?“ spurði Sigurfljóð tengdaforeldra sína og Guð- björgu gömlu. Gunnhildur varð fyrir svör- unum: „Nei, maður er nú svo stútfullur úr þessari erfis- drykkju — þvílík ósköp, sem fram voru borin.“ „Það er áreiðanlegt, að kerl- ingarstráið hefur víst aldrei étið sem svaraði helming af því brauði þessi sjötíu ár, sem hún var búin að lifa,“ skaut Guðbjörg gamla inn í svar tengdadóttur sinnar. „Það má nú víst kalla, að berast á um efni fram. Þetta er fólk, sem tæplega hefur getað borgað útsvarið sitt.“ „Já, en annaðhvort er nú að halda enga minningu eða hafa hana sómasamlega,“ sagði Sig- urfljóð. Svo bætti hún við: „En hvað gerðuð þið eigin- lega af Hjálmari? Ég hef bara ekki komizt að með að spyrja eftir honum.“ „Ég var heldur ekki farin að komast að með að skila kveðju til þín frá honum. Hann hitti nú þarna tvo skólabræður sína, og svo vildi þá bóndasonurinn í Ártúni endilega hafa þá heim með sér til að spila þar í kvöld,“ sagði Gunnhildur. „Ég býst nú við, að hann hefði al- veg eins viljað spila heima, en þeir jöguðust við hann þangað til hann lét undan þeim.“ „Mér hefur nú virzt hann vera heldur áhugalítill við spilamennskuna nú í seinni tíð. Það hafa nú reyndar fleiri verið,“ sagði Sigurfljóð stutt- lega. „Ójá, heldur hefur mér nú virzt það,“ sagði Guðbjörg gamla. „Mér heyrðist þeir eitthvað vera að tala um að dansa í kvöld,“ sagði Gunnhildur. „Jæja, sama er mér, hvernig hann skemmtir sér,“ sagði Sigurfljóð jafnstuttlega og áð- ur. Gvendur bjóst til að fara. „Það þarf að senda drengn- um bita, hann hlýtur að vera orðinn sársvangur,“ sagði Gunnhildur. „Það verður víst ekki langt þangað til hann kemur heim,“ sagði Sigurfljóð. „Hann hefði víst lítinn tíma til að jóðla á þunnildum, þó að ég sendi honum þau,“ bætti hún við. Guðbjörg ýtti olnboganum í son sinn, svo að hann tæki eftir sneiðinni, sem tengda- dóttir hans ætlaði honum. „Það er betra að senda hon- um brauðsneiðar," sagði Gunn hildur og lét eins og venjulega öll hnýfilyrði fara fram hjá sér. Sigurfljóð var fljót að smyrja brauð og vefja það innan í bréf. Svo stakk hún því í vasa fjármannsins og hann fór burtu. Valka hafði farið inn í baðstofu með kaffi handa Sól- veigu gömlu, en Sigga var að spretta af hestunum og koma þeim í hús. Tengdafólkið var því út af fyrir sig í búrinu. Þá tók Sigurfljóð til máls og reyndi að tala glaðlega: „Lík- lega hefur tengdapabba þótt nóg um, að ég skyldi voga mér að fara í skattholið hans, en nauðsyn brýtur lög. Það þurfti að bjarga hestinum — að minnsta kosti að reyna það.“ „Ég skil það varla, að þess hefði gerzt nokkur þörf að fara að drífa brennivín ofan í hann,“ sagði Þorgeir. „Ég er óvanur því, að aðrir en ég handfjatli lyklana mína.“ „Ég hef hugsað mér að hafa öll lyklavöld á mínu heimili,“ sagði Sigurfljóð og kastaði til höfðinu. „Ekki þó að þeim hirzlum, sem þér koma ekkert við? Varla fer ég að grúska niður í kommóðuskúffum hjá þér eða búrkistunni,“ sagði Þor- geir. „En ætlarðu aldrei að af- henda syni þínum lyklana? Á hann aldrei að verða fjár síns ráðandi á heimilinu?“ spurði hún. „Það verður okkar á milli og ætti alveg að vera fyrir utan þig og þinn verkahring. Það var svo umtalað, að það yrði félagsbúskapur," sagði hann og var farinn að ákyrr- ast í sætinu. „Ég læt þig nú bara vita það, Þorgeir, að ég læt ekki halda mér í annarri eins bónda beygju og Gunnhildur hefur verið í,“ sagði Siugrfljóð áköf. Það var auðséð, að hún var að reiðast. Það er betra að lofa minnu og enda betur. THE SIGN OF SERVICE Your Federal Grain Elevator is the Place to Buy: •Chemicals #Grðin Loaders •Brantford Baler Twines *Grain Bins •Golden Arrow Field Sprayers *Tarpaulins ‘YOUR LOCAL FARM SERVICE CENTRE’ Contact our Asro-Service Dept. for Tech- nical Advice on Farm Problems ** • ■ •• -.■•■ ■ \ s 18 FEDERAL GRAIN LIMITED

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.