Lögberg-Heimskringla - 14.09.1967, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1967, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1967 Heimsóka fil Manitoba Framhald af bls. 1, geirson, er ásamt Georgi bróð- ur sínum setti 1939 upp litla málningarverzlun, sem nú er orðin stórverzlun. Ásgeir eða Archie, eins og kunningjar kalla hann, talar hreina ís- lenzku, þó hann hafi flutt með foreldrum sínum frá Akur- eyri ársgamall. Á Akureyri á hann marga ættingja og reyndar líka í Reykjavík. Fað- ir hans var málari, sem stund- aði einnig fiskveiðar, svo sem margir Islendingar á þessum slóðum. Sjálfur hefur hann aldrei til Islands komið, er alltaf að hugsa um að fara þangað. — Ég verð víst að selja bisnessinn til að komast heim, segir hann. Saknar hann þess ekki að íslendingar hafa dreifzt frá Sargent Av- enue? — Það koma nógu margir íslendingar inn hér, til að mér leiðist ekki, segir Ásgeir og kýmir. Við litum inn hjá Ingi- björgu Jónsson, sem var ný- búin að senda frá sér nýtt hefti af Lögbergi-Heims- kringlu með frásögn á forsíðu af Islendingadeginum og væntanlegri komu forsetans. Ingibjörg hefur verið ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu síðan blöðin sameinuðust, en hafði áður verið ritstjóri kvenna- síðunnar í Lögbergi frá 1949. Hún er ættuð úr Mikley, nyrztu byggð í Nýja íslandi. Þetta íslenzka blað í Canada er gefið út af North Amerioan Publishing Co. og í skrifstofu þess í Kennedystræti hittum við Ingibjörgu. Helztu frétt- imar eru að ráðinn hefur ver- ið nýr prentari frá íslandi, Reynir Magnússon, sem er væntanlegur. En mestu erfið- Ieikamir við útgáfu blaðsins eru að halda prentara, sem getur sett á íslenzku. Ágúst Guðmundsson, sem hefur ver- ið þar að undanförnu, var á förum heim til íslands. Lög- berg-Heimskringla er mikið lesið blað. Þó upplagið sé 2-3 þúsund gefur það ekki rétta mynd af Iesendafjölda, því ófá blöðin eru send fram og aftur. Tveir Vestur-íslendingar settu þó lengi á íslenzku, þeir Jón' Samson og Edvin Good- mundson, sem reka Viking Printing Shop. Nú prenta þeir Icelandic Canadian, og aug- Iýsingaspj aldið um Islend- ingadaginn' í þremur litum, með fallegum myndum var líka þeirra verk. Jón byrjaði hjá Heimskringlu 1930. Uppi á vegg er mynd af Stefáni Einarssyni, fyrrum ritstjóra Heimskringlu, ásamt fallegu safni af myndum af íslenzk- um fegurðardrottningum af Langasandi. Edvin segir, að erfitt sé að halda við íslenzk- unni, síðan þeir hættu að setja á íslenzku. Foreldrar hans, Timoteus Guðmundsson og Þorbjörg Hallgrímsdóttir voru bæði íslenzk, en giftust vestra. Móðir hans kom með stóra hópnum frá íslandi 1876. Jón er alinn' upp í Winni- peg, faðir hans var þar lög- regluþjónn. — Fram að þeim tíma að Heimskringla hætti, fengum við hingað öll ís- lenzku blöðin, segir hann. — Og maður sá alla íslendinga, sem í bæinn komu og rabbaði við þá. Þeir komu allir í prentsmiðjuna. Stefán var alltaf á höttunum eftir frétt- um um íslendinga. Svona er það í Winipeg. Það er víða hægt að líta við hjá íslendingum. En tíminn flýgur frá manni í slíkri skyndiferð. Þessvegna er gott tækifæri til að hitta þetta fólk saman í hópveizlum þeim, sem Vestur-lslendin'g- ar í Winnipeg halda forseta. Um 200 manns eru saman komin í ánægjulegu hófi vest- ur-íslenzkra frímúrara í Fort Garry hótelinu undir stjórn Jakobs Kristjánssonar, og yf- ir 250 manna hófi íslendinga- dagsnefndar og Þjóðræknis- félagsins í Winnipeg Winter Club undir stjórn Grettis Jóhannssonar, aðalræðis- manns. íslendingadagurinn er hald- inn á Gimli við Winnipeg- vatn, í gömlu íslendinga- byggðinni. — Þangað var því haldið sunnudaginn 30. júlí, daginn fyrir aðalhátíðin'a, m. a. til að geta heimsótt bæði íslenzku Betelelliheimilin, hið nýja í Selkirk, þar sem eru um 60 gamalmenni, og hið gamla á Gimli með um 100 vistmenn, bæði mjög mynd- arleg og íslendingum í Can- ada til sóma. Ekið er" í norðurátt frá Winnipeg, eftir þráðbeinum vegi á sléttu, sem teygir sig rennislétt í allar áttir þúsund- ir kílómetra. Fyrir augu ber gulnandi hveitiakra, græna hafraakra og vélbundna hey- bagga á túnum. Miðja vegu norður að Winnipegvatni, er stanzað í bænum Selkirk. Þar er nýrisið Betel-elliheimili. Á móti gestunum taka Kári Wilhelm Johannson, forseti Betel, Victor Jónasson, for- stjóri, og Lauga Thompson, ráðskona, ásamt um 60 vist- mönnum, flestum af íslenzk- um ættum. Ég tek tali Þorleif Hall- grímssonar, ættaðan úr Dala- sýslu. Hann' er að verða 82 ára gamall og kom vestur árið 1883 með móður sinni. — Það var erfitt, en við komum nú líka frá erfiðum aðstæðum heima, segir hann. Þau mæðgin settust fyrst að í Winnipeg, en héldu svo norð- ur til Mikleyjar, nyrztu byggðar í Nýja íslandi og þar ólst hann upp í íslenzku um- hverfi. Þau komu til Mikleyj- ar í febrúar, ferðuðust á uxa- sleða frá Winnipeg. Það tók tvær vikur, segir Þorleifur. Nú má fara það á tveimur tímum. Þetta var í háskamm- deginu snjóaveturinn 1888 og aðeins Indíánabrautir með- fram vatninu. —Voru Indíánarnir óvin1- veittir? —Þveröfugt, segir Þorleif- ur. — Við lentum aldrei í kasti við þá. Mér er sagt að Indíánarnir hafi reynzt ís- lendingum mjög vel þegar stóra-bóla herjaði skömmu eftir að þeir settust hér að. Þeir höfðu meiri kunnáttu til að bjarga sér. Það var nóg af dýrum í skóginum og fiski í vatninu og þeir kunnu betur að ná veiðinni og fiska niður um ís. Það voru aldrei nein vandræði með Indíánana. Þeir eru engir ófriðarmenn. Þorleifur fékkst sjálfur lengi við útgerð á Winnipeg- vatni. —Fór að baslast við þetta, segir hann. — Veiðin var býsna mikil í vatninu, en iðu- lega var verðið lágt. Á þeim tíma var fiskur ekki mjög þekktur og fámenni hér. Fiskivötn var líka víða að finna. Fyrst voru notuð segl- skip til veiðanna. Seinna komu í bátana gasvélar. Fiskurinn var svo fluttur með dráttar- bátum til Selkirk. Áður var hann frystur með salti og ís á stöðunum, en ekki þurrkað- ur hema fyrir heimilin. Nú er hann seldur nýr og frystur eftir að hann kemur á áfanga- stað. Ég hafði ekki neina stór- útgerð á ykkar mælikvarða, segir Þorleifur, — um 100 manns á ýmsum bátum. Leifur Hallgrímsson, sonur Þorleifs, sem er lögfræðingur í Winnipeg, er kominn og fjölskylda hans bíður úti í bíl eftir gamla manninum, svo við ljúkum samtalinu. Meðal vistmanna, sem for- setinn talaði við, er hvíthærð kona, Anna Stephenson. Hún verður níræð í desember. — Dóttir mín verður fjallkona á morgun, sagði Anna með stolti. en Signý, kona auðkýf- ingsins David Eaton, sem á Eatons-verzlunarhúsin víðs- vegar um Canada, er dóttir gömlu konunnar. Hún sagðist ætla að reyna að komast í sumarhús, sem fjölskyldan ætti á Gimli, til að sjá dótt- ur sína í skrautbúningnum, en á skemmtunina kæmist hún vafalaust ekki. Anna kvaðst hafa verið gift Frið- riki Stephensyni úr Skaga- firði, en hann var prent- smiðjustjóri hjá Columbia Press í Winnipeg, þar sem Lögberg var prentað og þar bjuggu þau alltaf. Sjálf var hún fædd 1877 og kom til Canada með móður sinni í stóra hópnum svokallaða, þ. e. öðrum íslendingahópnum í Nýja Íslandi. — Auðvitað tala ég íslenzku. Henni gleymi ég ekki, segir hún. Allir töluðu íslenzku fyrstu árin og gamla fólkið skyldi ekki annað. Þeg- ar við fórum svo út á strætin var töluð enska. En móðir mín var hjá okkur í 20 ár, svo við töluðum alltaf ís- lenzku. Nei íslenzkunni gleymi ég aldrei. Þannig hitti maður enn á þessum slóðum marga gamla íslendinga, sem komu korn- ungir til Manitoba með fyrstu útflytjendunum, er settust að á Nýja íslandi. Fyrsti hópur- inn kom 1875 og svo aðrir næstu ár á eftir. Þeir voru því börn er þeir komu til nýja landsins. En þar sem meðal- aldur vistmanna á Betel á Gimli er 86 ára, þá er þar enn fólk, sem man eftir ferðinni vestur. — 1 elliheimili Betels á Gimli, sem stofnað var 1915 og hýsir um 100 gamalmenni, hittum við Jónas Jónasson, sem lengst af ævinni var skólakennari á ýmsum stöðum í Manitoba. Jónas er nú 77 ára gamall, kom vestur um haf þriggja ára og ólst mest upp í Argyle- byggð. Jónas kenndi ýmsar námsgreinar, mest ensku og sögu,, og hefur um ævina kennt börnum af hinum ýmsu þjóðum er byggja Canada. í skólanum, sem hann1 gekk í sjálfur, voru 6 þjóðabrot með ólík trúarbrögð og kom öllum vel saman. — Ef bömin fengju að ráða, segir hann, — væri aldrei neinn ágreiningur í heiminum. íslendingum kom alltaf vel saman' við þá sem í kringum þá bjuggu, Indíána og Úkraínumennina, sem sett- ust seinna að í Nýja íslandi, segir Jónas. Jónas fór til ís- lands fyrir 6 árum, og hitti þá ættingja sína. — Þeir eru margir í Mývatnssveit, segir hann og er hann heyrir að undirrituð sé af Reykjahlíðar- ætt, er hann ekki í vandræð- um með að rekja báðar ætt- irnar aftur í 5. og 6. lið. Gömul kona, Sigríður Árna- son, hefur staðið þarna hjá okkur. Nú segir hún: — Þekk- irðu Ein'ar Sæmundsen? Og þegar ég segi „ég held nú það; ég hitti hann stundum í reið- túrum í Reykjavík," verður hún dálítið hissa. Var þá að hugsa um eldri Einar, sem er látinn, en hann hafði verið hálfbróðir hennar. — Við skrifuðumst á og hann' orti til mín kvæði, þegar ég var 17 ára gömul, segir hún. — Það var mergjað. Hann sagði að ef ég gleymdi gamla Njáli, „þá tel ég þig ekki með löndum mínum“. Erindin voru 24. Sigríður kveðst hafa verið 5 ára gömul, er hún kom með móður sinni frá Leirá í Borg- arfirði. í fyrrasumar, þegar Helga dóttir hennar fór til ls- lands, ók Einar frændi (sá yngri) henni upp í Borgar- fjörð, þar sem hún teiknaði Leirá og umhverfi og gaf Sig- ríði myndina. — Það þótti mér vænt um, segir hún. Síðdegis þennan sama dag hafði verið flogið með forseta íslands, utanríkisráðherra og nokkra aðra gesti í lítilli flug- vél norður með strönd Winni- pegvatns, yfir landsvæði það sem íslenzku landnemarnir fengu fyrstir að setjast að í og koma upp nýlendu með eigin stjórn. Það n'áði um 10 mílur upp frá vatninu á um 30 mílna strandlengju. Hún hentaði vel þessu allslausa fólki. í skóginum var efnivið- ur í bjálkakofa og til upphit- unar og hægt að lifa af fiskin- um í vatninu. En erfitt var Canadian Pacific a woríd of service See your Travel Agent or any Canadian Pacific Office • Airlines across Canada and linking five continents • Steamship bookings to Europe • Alaska and Caribbean cruises • "FARESAVER" plan rail fares • Scenic-Dome rail travel • Hotels and Resorts across Canada Tralns/Trucks/Shlps/PlanBS/Hotels/TelecommunlcatlorM World's most completa transportation systam

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.