Lögberg-Heimskringla - 14.09.1967, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1967, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1967 7 Frá Sameinuðu þjóðunum Nýr forstjóri upplýsingaskrif- stofu S, Þ. í Höfn Framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna hefur skipað Norðmanninn Dik Lehmkuhl forstjóra upplýsingaskrif- stofu samtakanna fyrir Norð- urlönd, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Hann tekur við af ívari Guðmundssyni, sem skipaður hefur verið í annað embætti hjá upplýs- ingadeild aðalstöðvanna í New York. Lehmkuhl tekur við embættinu í september. Dik Lehmkuhl er fæddur í Osló árið 1914. Að loknu námi í Noregi vann hann við kaup- sýslustörf og blaðamennsku í Noregi, Bretlandi, Þýzkalandi, Belgíu og Bandaríkjunum. Frá 1940 til 1942 vann hann hjá brezka útvarpinu (BBC) í Lundúnum, og á árunum 1942-45 var hann, blaða- og útvarpsstarfsmaður fyrir upp- lýsingaskrifstofu norsku stjómarinnar í Lundúnum. Árið 1945 var hann lánaður upplýsingastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNIO). Árið 1946 gekk Dik Lehm- kuhl í þjónustu Sameinuðu þjóðanna og starfaði á upp- lýsingaskrifstofunni í Lund- únum fram til 1949. Frá 1949 til 1960 vann hann í útvarps- og blaðadeildum aðalstöðv- ann í New York. Árið 1960 var hann skipaður aðstoðar- forstjóri upplýsingarskrifstof- unnar í Kaupmannahöfn og starfaði þar til 1962, en þá var hann sendur sem upplýsinga- fultrúi til gæzlusveita Sam- einuðu þjóðanna í Kongó. Ar- ið 1963 var hann skipaður í núverandi stöðu sína sem for- stjóri upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjðanna í Bag- dad í írak. * * * Ör vöxtur iðnaðar Japan og Sovétríkin geta státað af örustum vexti og út- þenslu í iðnaði meðal hinna þróðu stórþjóða á árunum 1953-65, segir í nýbirtu riti frá Sameinuðu Þjóðunum. Yöxt- ur í iðnaði var annars sífellt örari með hverju ári um heim allan. Meðal vanþróuðu landanna hafa Indland og Mexíkó stigið stór skref fram á við í iðnaði. Ritið hefur að geyma yfirlit frá 80 löndum. Auk þess eru í viðauka við það framleiðslu- skýrslur frá 27 löndum um ákveðnar neyzluvörur, svo sem bíla, kæliskápa, þvotta- vélar, ryksugur, útvarps- og sjónvarpsviðtæki. * * * Orkuforði heimsins „World Energy Supplies 1962-1965“ heitir bók sem er nýkomin á markaðinn frá Sameinuðu Þjóðunum. Þar er að finna töflur um fram- leiðslu, neyzlu og verzlun með kol, hráolíu, brennslu- olíu, jarðgas, rafmagn og aðr- ar orkulindir í 170 löndum og landsvæðum. Þar kemur m. a. fram að samanlögð orku- neyzla heimsins jókst um 18 prósent á fjögurra ára skeið- inu 1962-1965. Meginhluti aukningarinnar stafaði af auk- inni notkun olíu til eldsneytis og sömuleiðis aukinni notkun jarðgass. Sé orkuforða heims- ins 1965 skipt á hvert manns- barn koma 1594 kg. í hlut hvers. Norðurlönd eru all- miklu fyrir ofan meðallag: Danmörk 4.171 kg. Finnland 2.680 kg., Island 3.960 kg., Nor- egur 3.588 kg. og Svíþjóð 4.506 kg. á hvern íbúa. Bókin kostar andvirði tveggja doll- ara. * * * Niður með hávaðann Hávaðinn er ein mesta plága nútímans, segir í nýj- asta hefti af UNESCO-tíma- ritinu „Courier“, sem er helg- að óværi af öllu tagi. Tauga- truflanir, heyrnartjón og lí- kamlegar og sálrænir erfið- leikar eru prísinn sem við greiðum fyrir ferðaflýti og „þægilegri“ tilveru. En það er hægt að draga úr skark- alanum. Hér eru nokkur fróðleikskorn úr „Courier“: Bifhjólaiðnaðurinn leggur sig fram um að bæta hljóð- deyfa, en samkvæmt skýrslu frá Evrópuráðinu eru eftir- sóttustu bifhjólin engan veginn þau sem minnst heyr- ist í. í Frakklandi er bannað að nota ferðaútvarpstæki í vögnum og langferðabílum, neðanjarðarlestum, á götum og opinberum torgum í al- menningsgörðum og á bað- ströndum. Brátt fáum við nýtt há- vaðaviandamál: hveLlina frá flugvélum sem fljúga hrað- ar en hljóðið. En farþegar í þessum flugvélum sleppa við pláguna. Vélin flýgur nefnilega frá skarkalanum. 1 Genf er það talið til af- brota að skella bílhurðum of harkalega. Alger þögn er eiginlega ekki miklu heilsusamlegri en mikill hávaði. Sá sem lokaður er inni í hljóðein- angruðu herbergi truflast af óverulegum hljóðum eins og hjartslætti, andardrætti og augnadepli. Þessi hljóð geta orðið svo máttug að þau valdii alvarlegum sálrænum truflunum. Lína vinnukona fékk leyfi til að fara í leikhúsið eitt sunnudagskvöld, þegar leikið var leikrit eftir Ibsen. Þegar hún kom heim, sagði frúin: — Jæja, þá hefurðu nú kynnzt Ibsen? — Nei, hann hét Petersen, sem tók mig heim með sér eftir leikinn. Úr vísnasyrpu Páls Guðmundssonar frá Holti MÚSIN Eg gekk og sótti mér gildru, er gest ég fékk í mitt hús. — En sæmir það manni að svíkjast að soltinni flóttamús? Morgunsárið. Árdags glóð í austri skín, ómar af ljóðum haginn. Býður móðir mín og þín manni góðan daginn. Gjöf í Skógræklarsjóð Þjóðræknisdeildin „Brúin“, Selkirk ........... $10.00 Móttekið með þakklæti. Richard Beck * * * RIVERTON-HNAUSA LUTHERAN CHURCH BUILDING FÚND In memory of Thorsteinn Ey- olfson Lilja Eyolfson Eysteinn Eyolfson Ausvaldur Eyolfson Fredrick Eyolfson Una Ey- olfson Ef loginn sem brennur í sjálfs þín sál sett fær ei bróður þíns huga í bál og miðlað til annarra eldi, þá fleygðu því kvæði í kalda hlóð, því katlinum einum fær hitað þitt ljóð og dregið svo kulið úr kveldi. * * * Með mér byggðu landið lýðir. Með mér byggðu landið lýðir, er leyndust í dal og hól. Útilegumenn áttu í öræfavíddinni ból; í hólum bjó huldufólkið; í hellunum gistu tröll; í björgunum byggðu vættir, svo byggðin sé talin öll. Um dagsetur þegar dimmdi um dali, firði og ver í myrkrinu Mórar og Skottur mættu þér þar og hér. Þau gerðu þér stundum glettur, því glettni er í draugum rík. Um sæinn kom sendingin versta og settist í Keflavík. Páll Guðmundsson. Mrs. Sigrún' Johnson $25.00 Donafion graiefully ackn- owledged, Mrs Hulda Johnson, Treasurer. * * * DONATIONS TO ARDAL LUTH. L. A. MEMORIAL FUND In memory of Sigridur John- son Siggi Palsson ....... $5.00 In memory of Thorbjorg Jonasson Mrs. Ingiborg J. Olafson $5.00 Gratefully acknowledged, Magnea S. Sigurdson. Maður nokkur rukkaði Ólaf Val einu sinni um skuld, sem ekki var fallin í gjalddaga. — Heldur þú, að ég „aborteri“ peningum, svaraði Ólafur. Manitoba Telephone System, part of Trans-Canada Telephone System munið þær gulu munið gulu síðurnar færa ykkur vörur og þjónustu í flýti YOUR MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.