Lögberg-Heimskringla - 14.09.1967, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 14.09.1967, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 1967 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Grettir Eggertson; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, Ki Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Horaldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Vancouver: Gudlaug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneopolis: Hon. Voldimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Prof. HARALDUR BESSASON: Um íslenzk æf-tarnöfn og fleira Símaskráin íslenzka er frábrugðin stallsystrum sínum í útlandinu, að því er tekur til niðurröðunar nafna. Þessi sannindi vitruðust vini vorum dr. Birni Sigurbjörnssyni mjög eftirminnilega í fyrstu heimsókn hans til Minneapolis, en þá varð dr. Björn að gefast upp við að finna Valdimar Björnsson í símaskráreni og komst að þeirri niðurstöðu, að þar væri engan Valdimar að finna. Björn hefir sjálfur sagt söguna um þessa leit sína í stafrófinu aftanverðu. Verður að taka til greina í þessu sambandi, að Björn segir vel frá og er gæddur skopskyggni. Án þess að orðlengja frekar um uppflettingar í símaskránni má minna á, að sú bók er eitt nærtækasta dæmið um það, að ættarnöfnire eru ótíð á Is- landi, og víst mun slíkum nöfnum ekki fjölga í landinu í náinni framtíð, þar sem upptaka ættarnafns er nú komin á skrá með lögbrotum. Hér er hvorki staður né stund að ræða anda og efni nafna- laganna íslenzku. Ekki má þó gleyma því, að íslendingar, sem dveljast erlendis með fjölskyldur sínar, eru oftastnær til þess neyddir að breyta nöfnum eiginkvenna og barna, þ. e. láta þeirn í té ólögleg ættarnöfn. Hafist mennirnir ekki sjálfir að í þessum sökum, eru nágrannarnir venjulega fljótir að koma nafnbreytingunum á og spyrja þá ekki um íslenzkar hefðir. Er vant að skera úr um, hvort slík gerræði er nokkuð fremra hinum íslenzka lagabókstaf, sem fyrr er að vikið. Verður hver og einn, sem þessum hnútum er kunn- ugur, að skera úr fyrir sjálfan sig. Því fer fjarri, að landfræðileg einangrun skýri andstöðu íslendinga við ættarnöfn. 1 kóngsins Kaupmannahöfn kom- ust íslendingar snemma í kynni við ættarnöfn, og áhrifa þessarar erlendu nafnavenju var farið að gæta á íslandi þegar á sextándu öld. íslendingar hafa því þekkt ættarnöfn úr heimahögum í a. m. k. fjórar aldir, enda þótt slík nöfn hafi fylgt aðeins örfáum ættum í landinu. Það er alkunna, að ættarnöfn hafa orðið Islendingum um- hugsunarefni. Menntamenn hafa ritað um þau langt mál. Sumir úr þeim hópi hafa viljað fara algjörlega að dæmi erlendra manna. Aðrir hafa engan bilbug látið á sér finna. Vafalaust hefir gætt nokkurra öfga í herbúðum beggja, og víst mun mörgum finnast, að reafnalög þau, sem nú eru í gildi á íslandi, taki fullharkalega af skarið. Þessi lög gefa það óneitanlega í skyn, að Alþingi og Ríkisstjórn geti sett reglur um atriði, sem ekki einungis varða persónufrelsi þegnanna, heldur íslenzka málþróun. Slík vísbending er ekki út í hött, því að vissulega geta stjórnarvöld dregið takmarkanir um persónufrelsi einstaklings. Að því er til málþrórearinnar tekur, ristir hún þó afar grunnt, því að löggjöfin fær lítt við tunguna ráðið, enda þótt viljinn kunni að vera fyrir hendi og bannfæringum sé beitti. Tungan hefir nefnilega sín eigin lög, sem notendur hennar geta lítið hróflað við, og skulu nú nefnd aðeins tvö dæmi úr íslenzku þessari stað- hæfingu til stuðnings. Beyging fallorða og hneiging sagna, svo að notuð sé gamal- kunn málfræðiheiti, eru afar sterk einkenni íslenzkrar mál- byggingar. Ekki þurfa innbornir íslendingar að ganga á skóla til þess að læra þessi tilbrigði tungunnar. Engu er líkara en að þau fylgi móðurmjólkinni og varla eru íslenzk börn farin að ganga óstudd, þegar þau virðast hafa hinar fjölmörgu sveiflur málfræðinnar á valdi sínu. Þannig ná lög tungunnar rótfestu í heilabúi barnsins. Eftir það leyfa þau engin afbrigði í málsmeðferð. Vitaskuld má greina marga lagabálka innan íslenzkunnar. Hér skal þó aðeins minnt á þann bálkinn, sem amast ákaflega þið þeirri tegund nafnorða, sem falla ógreiðlega að beygingarkerfi íslenzkunn- ar. Þeir sem ekki vilja tala um lög tungunnar í þessu sam- bandi, mega rétt eins vel skírskota til máltilfinningar fólks almennt eða jafnvel stílgáfu. Til skýringar ofangreindum athugasemdum skal á það bent, að svo virðist sem margir Islendingar hliðri sér hjá jví að nota latnesku mánaðanöfnin, janúar febrúar o.s. frv. en grípi heldur til þorrans og góunnar, veturnótta eða sumar- mála. Mánaðanöfnin latnesku hafa ekki öðlast íslenzkar fallendingar, enda þótt þau hafi sitt ákveðna málfræðilega kyn. Fyrri alda rithöfundar reyndu að bæta upp fyrir þetta beygingaleysi mánaðaheitanna með því að skella á þau latneskum endingum líkt og Laxness gerir í Islandsklukk- unni. Margir í hópi hinna stílnæmari rithöfunda nota þó þessi nöfn alls ekki, eins og áður er greint, vegna þess að þeim finnst, að slík nöfn hleypi ónotalegri ólgu í hin hvítu blóðkorn tungunnar. Með öðrum orðum: latnesku mánaða- heitin eru sem flísar í holdi íslenzkunrear. Það er sízt ofmælt, að málfræði íslenzkunnar sé lítt undir það búin að veita ættamöfnum viðtöku. Slík nöfn eru sum hver algjörlega þversum í málinu og segja má, að eitt reki sig þar á annars horn, þar sem viðunandi hefð um meðferð ættarnafna hefir enn ekki skapazt á íslandi. Sum þessara nafna eru hálfbeygð eða þá óbeygð með öllu. Til að mynda þykir það góð latína í íslenzkum skólum að láta nemendur skeyta eignarfallsendingu við ættarnöfn. Þannig er þeim gert að nota forskrift Helga Hjörvars, en hreint ekki leyft að nota þágufallið „Hjörvari.“ Þessi ringulreið er aldrei skýrð fyrir unglingum, enda er hún með öllu óskýranleg og út yfir allan þjófabálk tekur, þegar horfið er frá eiginmanni til eiginkonu og rætt um eiginmann frú Hjörvar (ekki frú Hjörvars). Hér er ósamkvæmni, sem á sér enga málfræðilega skýringu og læknast lítt, ef vitnað er til „frú Sigríðar Bjarna- sonar“ (Bjarnason er hér ættarnafn). Hér má bæta því við, að ættarnöfn í íslenzku, sem enda á son, eru vandræðagripir. Þau eru beygð á sama hátt og föðurnöfnin, t. d. tal íslend- ingar um kvæði Steingríms Thorsteinssonar og gefa með því til kynna, að faðir Steingríms hafi heitið Thorsteinn (hann hét Bjarni Thorsteinsson). Nú kynni einhver að segja (og slíkt væri vissulega rökrétt), að okkur bæri að ræða um kvæði Steingríms Thorsteinssons, en hvílík misþyrming á tungunni er ekki slík meðferð nafnorðsins sonur. Eignár- fallsmynd sons er með öllu óalandi og óferjandi. Framangreint spjall mætti enn lengja að miklum mun, og mundi þar allt hníga í eina átt, þ. e. að íslenzk tunga muni amast við öllum þorra þeirra ættarnafna, sem íslenzkir þegnar kunna nú annars að vilja taka sér, og að lög tung- unnar búi yfir miklu meira afli en samarelagðir lagabálkar hins háa Alþingis við Austurvöll. Kjammi Ori um 1930, Hljóður ég styðst fram í stafinn í kvöld og stari út á farinn veg. Hjörðin er inni í húsum byrgð, en heimkoman einmannaleg. Ég er að horfa eftir tapaðri tryggð, og tónleik í huganum finn. Því miður við gerðið ég gróf í dag, gamla fjárhundinn minn. Hann var aðeins kjömmótt kynbjendings grey og kollurinn hærugrár. En við höfðum samleið í svalviðrum átt í síðustu fjórtan ár. Að bæta hver öðrum brotin gull, og brúa hvert einrænings haf. Því farið við höfðum svo margs á mis, sem menningin öðrum gaf. Mig sárt til hans tók, þó erfitt sé oft með öðrum að finna til. Fyrir tryggð hans og kænsku ég komst oft heim, úr kaldlyndum manndráps byl. Og við höfðum gaman að glettast í leik, í göngum um haust og vor. Og fyrir hann á ég ótal mörg, ógengin þreytuspor. Þó siðfáguð lýðmentun líti svo á, að sé langt milli hunds og manns. Þá skyldi ég oft að skapbrigði mín skinu úr augunum hans. En jég þarf ekki að óttast neinn áfellisdóm, því enginn mig heyrir né sér. Þó nú einhver vinslita viðkvæmis kend, vakni í brjóstinu á mér. G. St. Fréttir frá Ríkisútvarpinu Framhald írá bls. 1. sóknarprestur í Ólafsfirði á- varpaði skipshöfnina og sömu- leiðis Sigvaldi Þorleifsson bæjarfulltrúi en Karl Sigur- bergsson skipstjóri þakkaði. * * * Á tólfia tímanum á mið- vikudagslívöldið kviknaði í vöruskála Eimskipafélags Is- lands við Borgartún í Reykja- vík, eldurinn magnaðist skjótt og brunnu þarna tveir stórir vöruskálar nær fullir af stykkjavöru og er tjónið talið nema tugum milljóna króna. Slökkviliðinu tókst að verja tvo vöruskála andspænis þeim sem brunnu þó að neistaflug og reyk legði yfir þá. Mikið verk er að ganga úr skugga um hversu mikið þarna hefur brunnið af vörum og ógerlegt talið að reikna nákvæmlega tjónið af völdum eldsins. Um 80 slökkviliðsmenn unnu að því að slökkva þennan mikla eld, allt slökkvilið Reykja- víkurborgar og að auki slökkviliðið frá Reykjavíkur- flugvelli og Keflavíkurflug- velli. * * * Kanzlari SambandslýSveldi- sins Þýzkalands hefur boðið dr. Bjarna Benediktssyni for- sætisráðherra og konu hans í opinbera heimsókn til Vestur- Þýzkalands. Forsætisráðherra- hjónin fara utan 11. þessa mánaðar. * * * Gjaldeyrisskammtur ís- lenzkra ferðamanna hefur verið lækkaður úr 15 þúsund krónum á mann á ári í 10 þúsund krónur. * * * Á þriðjudag var undirrituð í Reykjavík bókun um við- skipti íslands og Póllands ár- ið 1968. Gert er ráð fyrir að Pólverjar kaupi af Islending- um eins og áður fisk og fisk- afurðir, saltaðar gærur og fleira. Frá Póllandi er ráð- gert að kaupa járn og stál- vörur og fleira. * * * Smíði húsa Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar í Breiðholtshverfi í Reykjavík hefur miðað allvel. Fyrsta fjölbýlishúsið verður fljótlega fokhelt. Má vænta þess að ein íbúð verði að jafnaði smíðuð á einum degi þegar fullum af- köstum er náð. Fyrirhugað er ag fyrstu íbúarnir flytji í hús- in síðarihluta vetrar. * * * Brezkir vísindamenn munu á næstunni rannsaka meira en 200 sýnishorn af hraun- tegundum frá íslandi, en sýnishorn þessi voru tekin hér í leiðangri 17 brezkra stjörnu- fræðinga fyrir skömmu. Telja þeir að rannsóknir þessar geti varpað nýju ljósi á eðli bergmyndana á tunglinu þar eð talið er að sumar hraun- tegundir íslenzku líkist berg- myndunum á tunglinu.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.