Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1968 Lögberg-Heimskringlo Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreet, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, S. Aleck Thororinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary, Dr. L Slgurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessasoo, choirman; Dr. P. H. T. Thorlakson Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Vancouver: Gudioug Johannesson, Boai Bjarnason. Minnoapolis: Hon. Valdimar Biornson. Vlctoria, B.C.: Dr. Richord Beck. Iceland: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscriplion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized os socond dcuj moll by the Post Office Deportment, Ottawo, and for payment of Postage in cash. DR. RICHARD BECK: Daniel Willard Fiske og íslenzk skáklist' Það hefur verið íslenzku þjóðinni mikil gæfa, hve marga vini og velunnara hún hefir eignast í hópi hinna ágætustu manna víða um lönd. í þeim fríða flokki skipar Ameríku- maðurinn Daniel Willard Fiske prófessor mikinn heiðurssess. íslendingum er hann vitanlega kunnastur fyrir hið mikla og víðfræga safn íslenzkra bóka, sem hann stofnaði og ber nafn hans, The Fiske Icelandic Collection í Cornellháskóla í Ithaca, New York. En margt annað vann hann íslandi og íslending- um til nytsemdar, meðal annars átti hann meginþátt í eflingu skáklistar á íslandi. Þess vegna var það, að hið alþjóða skák- mót, sem haldið var í Reykjavík fyrri helming júnímánaðar, og þegar hefir verið getið um í Lögb.-Heimskr., var að verð- ugu helgað minningu hans og nefnist „Fiske-mótið“. Óhætt má segja, að Fiske hafi verið og sé kunnastur sem bókfræðingur og bókasafnari, enda átti hann fáa sína löka á því sviði. En honum var miklu fleira „til lista lagt“. Hann var maður prýðisvel ritfær og snjall blaðamaður, eins og hinar mörgu og merku tímarita- og blaðagreinar hans bera glöggt vitni, en fjöldamargar þeirra fjölluðu um ísland og íslenzk efni, því að hann var óþreytandi í þeirri viðleitni sinni að fræða erlenda menn, og einkum hinn enskumælandi heim, um ættland vort og þjóð, og um íslenzkar bókmenntir. Kemur þá að þeim þættinum í ævistarfi hans, sem sérstök athygli skal dregin að í þessu greinarkorni, en það er áhugi hans á skáklist almennt, og sérstaklega hvað ísland snerti og íslendinga. Hann var taflmaður ágætur og ritaði mikið um skáktafl og skákbókmenntir, enda var hann flestum fróð- ari í sögu skáklistar. Með mörgum hætti stuðlaði hann einnig að auknum áhuga á skáktafli í Bandaríkjunum. Með því að helga minningu Fiskes hið framannefnda al- þjóðlega skákmót í Reykjavík, minntust íslenzkir taflmenn drenglega mikillar þakkarskuldar sinnar við hann, en hann gerði mjög mikið til þess að efla og útbreiða skáklist á Islandi, og fæ ég eigi lýst því betur í stuttu máli en með því að taka upp eftirfarandi málsgrein úr aldarminningu minni um Fiske í Eimreiðinni (október — desember 1931): „Hann gaf Landsbókasafninu11 hið stærsta og vandaðasta safn skákbóka, sem til eru á Norðurlöndum“ (H. Hermanns- son), tólf hundruð bindi. Hann sendi skólum og einstökum mönnum á íslandi taflborð og taflmenn, átti drjúgan þátt í því, að Taflfélag Reykjavíkur var stofnað og studdi það öfluglega; þá gaf hann út skáktímarit og önnur skákrit á íslenzku (með aðstoð þeirra Bjarna Jónssonar og Halldórs Hermannssonar, einkum hins síðarnefnda) og ritaði um skák á íslandi á erlendum málum, mest á ensku. Rit hans, Chess in Iceland and Icelandic Hisíory. um sögu tafls á íslandi, sem út kom að honum látnum (1905), er mikil bók og merkileg mjög í sinni röð. — Að öllu samanlögðu er það eigi ofmælt, sem dr. Sigfús Blöndal sagði um Fiske: „Eins og Rasmus Rask hefir verið kallaður aðal-viðreisandi íslenzkrar tungu, eins má segja, að Willard Fiske hafi endurreist íslenzka skák- list. „(Eimreiðin 1912, bls. 236),“ Fiske tók, eins og kunnugt er, sérstöku ástfóstri við Gríms- ey og Grímseyinga, og það var einmitt skákfrægð þeirra, sem vakti athygli hans og aðdáun á þeim, samhliða hetjulegri bar- áttu þeirra við harhent náttúruöflin norður við heimskauta- baug. Auk annarra höfðinglegra gjafa, sendi hann öllum heimilum í Grímsey hin fegurstu manntöfl, ásamt bókum og blöðum um skák. Ærin ástæða var því fyrir hendi til þess, að framannefnt skákmót í Reykjavík var helgað minningu Fiskes. En um leið og vér íslendingar minnumst að verðleikum mikilvægs fram- lags hans til eflingar skáklistar á íslandi, er oss holt að minnast þess jafnframt, hversu óvenjulegur velunnari og öðlingur hann var oss með öðrum hætti, og þá alveg sérstak- lega með stofnun Fiske-bókasafnsins íslenzka í Cornell. Það- an hafa með ýmsum hætti áratugum saman streymt frjóvg- andi straumar íslenzkra fræða og menningaráhrifa, og halda áfram að streyma um ókomin ár. Séra Matthías Jochumsson hitti ágætlega í mark, eins og svo oftsinnis annars staðar, þegar hann komst svo að orði í kvæði sínu til Willard Fiskes, við burtför hans úr Reykjavík heimleiðis vestur um haf 18. október 1879: Á þér, Willard, ósk vor hrín: þegar góðs er getið manns, getið verður þín! Kosningarnar í Canada Framhald frá bls. 1. Quebecstjórnin tók nokkru síðar að skipta við Gabon og síðar Frakkland í menntamálum án þess að bera þau viðskipti undir landsstjórnina í Ottawa. Mr. Johnson lét í veðri vaka að þar sem menntamál heyrðu undir fylkin kæmi landsstjórn- inni þetta mál ekki við. Mr. Pearson skrifaði Mr. Johnson þrjú bréf og bennti honum á, að landsstjórnin fjallaði um öll utanríkismál, en myndi sennilega gefa samþykki sitt í þessu máli, en það yrði að fara rétta boðleið. Mr. Johnson lét ekki svo lítið að svara bréfum forsætisráðherra Canada. Svo sem kunnugt er tilkynnti Mr. Pearson um áramótin, að hann myndi láta af embætti þegar Liberalar gætu haldið flokksþing og kjörið eftirmann sinn og fór það fram í apríl og varð Mr. Trudeau hlutskarpastur. Skömmu síðar til- kynnti Mr. Trudeau að gengið yrði til kosninga 25. júní. Hann rakti söguna um hvernig Quebec væri að reyna að skapa fordæmi með afskiptum sínum af utanríkismálum; ef að fleiri fylki krefðust hins sama og færðu sig svo smásaman upp á skaptið myndi það sundra þjóðinni að lokum. Sagði hann að stefnuskrá sín væri, að ekkert fylki fengi sérstök hlunnindi, og að sameina skyldi þjóðina í eina sterka heild. En hann mælti líka með því að frönsk tunga skyldi kennd og útbreydd sem víðast um landið. Og aldrei flutti hann svo ræðu á ferðum sínum um öll fylkin að ekki mælti hann nokkur orð á báðum tungumálunum. Mr. Trudeau gaf engin loforð í fjárhagslegum efnum eins og mörgum frambjóðendum verður á að gera, en blaða- út- varps- og sjónvarpsmenn vilja halda því fram að persóna hans hafi töfrað kjósendur, að þeir hafi verið haldnir því, sem þeir nefna,Trudeauman.ía. En Trudeau fékk aðeins 25 fleiri þingmenn en hann hafði áður — þægilegan meirihluta á þingi. Og hvað er það í samanburði við hinn mikla sigur Johns Diefenbaker árið 1958, þegar Conservatívar unnu 208 sæti. Þá mátti segja, að fólkið hafi verið gripið Diefenbaker- æði. Hins vegar missti Robert Stanfield 25 þingmenn og því miður marga sína beztu menn. Mr. Stanfield er ekki eins óheyrilegur eins og Mr. Trudeau; hann er málstirður í meira lagi og fólk þyrptist því ekki að, til að hlýða á hann, og það hefir e. t.v. dregið úr fylgi hans, en þar sem hann er vel þekktur brást honum ekki fylgi ‘eins og í Atlantsfylkjunum fjórum og það þótti sögulegt að Nýfundnaland, sem ávalt hefir kosið sína 7 þingmenn úr Liberalflokknum, sendir nú 6 conservativa á þing en aðeins 1 liberal: — Mr. Stanfield varð og á sú skyssa að velja Marcel Faribault sem forustu- mann sinn í Quebec en hann er talinn tveggja þjóðamaður þ. e. a. s. vilji að Quebec hafi sérstöðu í landinu. Hann féll í kosningunum og Stanfield fékk lítið fylgi í Quebec. En Creditiste flokkur Real Caouettes bætti við sig 5 sætum þar og hefir nú 14. Margir þeirra manna, sem sóttu um forustu á Conservative flokksþinginu í september féllu — hæfir menn, eins Duff Roblin fyrrv. forsætisráðherra Manitoba, Davie Fulton frá B.C. Alvin Hamilton frá Saskatchewan Wallace McCutchen og Michael Starr frá Ontario. Auk Stanfields er aðeins eftir George Hees og John Diefenbaker og eru ýmsir þeirrar skoð- unnar að það setji enn í kjósendum hvernig Diefenbaker var bolað út úr formannssætinu. Sá, sem mestan þátt átti í því, Dalton Camp, féll við lítinn orðstír. NDP flokkurinn bætti við sig tveim sætum, en þeir urðu fyrir því skakkafalli að missa foringja sinn, Tommy Douglas; hann ferðaðist svo víða um landið fyrir flokksmenn sína að hann gaf sér ekki tíma til að tryggja sér nægilega fylgjendur í sínu eigin kjördæmi vestur við haf. , Liberalar eiga nú þingmenn í öllum vesturfylkjunum — 25 að tölu sem þeir áttu ekki áður og væntanlega mun stjórnin nú taka meira tillit til sléttufylkjanna en áður.. Því miður náði ekki eini íslendingurinn, sem var í kjöri, kosningu — Eric Stefánsson, aðallega vegna hinna nýju kjör- dæmaskiptingu. Eric átti sæti á þingi fyrir Conservative flokkinn í sl. tíu ár og var þar nýtur fulltrúi fyrir hið gamla Selkirk kjördæmi. — I. J. Tefldi i 13 fíma við Friðrik Guðmundur hlýíur helming alþjóðlegs meisiaratiiils í skák efíir ágæia frammistöðu Síðasia umferð alþjóðlega skákmóisins var iefld í gær- kvöldi. S k á k Friðriks og Szabo, sem iefld hafði verið áður, varð jafntefli, og ræft- isi því ekki sú óskhyggja margra að Friðrik hefði unn- ið. Rússunum n.ægði þá jafn- iefli í síðustu umferð iil að hljóta efstu sætin og gerði Vasjúkov jafntefli við Braga, og Taimanov og Byrne skildu j a f n i r . Osiojic og Addison gerðu einnig jafníefli, Ingi vann Andrés, en biðskák varð hjá Jóhanni og Freysieini. TTr- slið mótsins urðu þessi: 1. —- 2. Taimanov og Vasjúkov 10Vz vinning 3. Friðrik 10, 4. Byrne 9, 5. Uhlmann 8V2, 6, — 7. Osl- ojic og Szabo 8, 9. Guðmundur og Addison IV2, 10. Freysfeinn 6 og biðskák, 11. — 12. Bragi og Ingi 6, 13. Benóný 4, 14. Jóhann 2 og biðskák, 15. And- rés V2 vinning. Með jafntefli sínu við Uhl- man tryggði Guðmundur Sig' urjónsson sér nægilegan vinn- ingafjölda til að hljóta titilinn „alþjóðlegur meistari“, nái hann síðar meir sama árangri á öðru móti. í stuttu viðtali við blaðið í morgun lét Guð- mundur í ljósi ánægju sína með frammistöðuna á svo erf- iðu móti. Hins vegar telur hann sig ekki hafa staðið sig sem skyldi gegn íslenzku kepp endunum. Skák hans við FriS' rik var erfiðasta skák Guð- mundar, og íefldu þeir í 13 tíma! Þá gafst Friðrik, sem hafði peði meira, upp við vinnings- tilraunir, enda skákin o r ð i n „fræðilegt jafntefli“. Guð- mundur hyggst að sjálfsögðu að halda áfram þátttöku í skákmótum, hérlendis eða er- lendis, eftir því sem tækifseri gefast. Þetta mót hefur verið hið sterkasta, er hér hefur verið háð, og er þetta í fyrsta sinn, að íslendingur vinnur sér stig í alþjóðleg réttindi á móti hér- lendis, Væntanlega verður næsta stórmót haldið árið 1970, er Taflfélag Reykjavíkur verður 70 ára. Rússnesku skákmeistararnir hafa boðið Friðrik að taka þátt í skákmóti í Sovétríkjun- um nú í sumar, en Friðrik hefur e k k i tekið ákvörðun enn. Guðm. Sigurjónsson v a k f1 hvað mesfa athygli á Reykja* víkurmótinu. Vísir 20. júní I

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.