Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1968 Úr borg og byggð 17. JÚNÍ SAMKOMA íslendingafélagsins í New York var haldin undir beru lofti í trjálundi við Valhalla, í Westchesterhéraði, en þang- að er um klukkustundarakst- ur frá New York borg. Sigurður Helgason formað- ur félagsins setti samkomuna með stuttu ávarpi en síðan var hljóðfæraleikur og leikir ýmis konar bæði fyrir börn og full- orðna. Að lokum var dansað á palli til kl. 9 um kvöldið. Matur var framreiddur fyrir alla, glóðarsteiktur á hlóðum. Fyrir veitingunum stóð hinn ágæti bryti Fleming Thorberg en hann er jafnframt í stjórn félagsins. Samkoman fór hið bezta fram og um 600 manns voru viðstaddir. Var góður rómur gerður að veitiilgum og skemmtun allri. * s|e ak Mr. og Mrs. Felix Bardarson frá Riverside, California komu til borgarinnar til að vera við útför Magnúsar Gunnlaugs- sonar, er lézt 19. júní, en Mrs. Bardarson — Sigurlaug og Matthildur ekkja Magnúsar heitins eru systur. Allt þetta fólk er ættað frá Argyle. Þau hjónin fara til Brandon þessa viku, en þar á Felix eina syst- ur Mrs. McLeod og tvo bræð- ur. Þau leggja af stað heim- leiðis í næstu viku. * * * Samkoman, sem Þjóðræknis- deildin Frón hélt á föstudags- kvöldið til að kveðja íslands- faranna var vel sótt — á ann- að hundrað manns. Forseti Fróns, Skúli Jóhannsson og aðalræðismaður, Grettir L. Jóhannson fluttu ávörp og árnuðu ferðafólkinu ánægju- legrar ferða. Eftir það var rabbað saman yfir kaffiboll- um og ágætum veitingum og skemmti fólk sér við dans fram eftir kvöldinu. * * * Mrs. Helgi Stevens, Mrs. P. G. Thompson, Mrs. Sveinn Thord arson og Rósevelt Thompson, öll frá Gimli eru nýkomin heim úr þriggja vikna skemmtiferð til íslands, sem þau höfðu mikla ánægju af þótt allkalt væri þar, sérstak- lega á norðurlandi. Með þeim kom Ingólfur N. Bjarnason, sem dvalið hefir undanfarna mánuði á íslandi. Er hann nú í heimsókn hjá dætrum sínum og fjölskyldum þeirra í Ed- monton. * ♦ * Siglunes Annual Sporis Day will be held on Sunday July 7th. There will be baseball, fastball, races and old time fiddling. J. Eyford * * * FOR SALE 67 Model 32x8ft (Traveleze) House Trailer De Lux Interior Located in Noríh Gafe Trailer Park, Old Kildonan. Dánarfregn Douglas Clifford Alberlson sonur Mr. og Mrs. Stefán Al- bertson, Húsavík Manitoba lézt á spítalanum á Gimli 25. júní 1968, 43 ára að aldri. Hann var fæddur í Selkirk en átti heima í Húsavík síðan 1932 og var jarðaður þar. Auk foreldranna lifir hann einn bróðir, Thorsteinn. Leiðréíling í greininni Demantsbrúðkaup sem birtist í L.-H. 20. janúar stendur undir myndinni Mr. og Mrs. Jón Th. Danielson en á að vera Mr. og Mrs. Jón Th. Johnson og í greininni er sagt „gaman að sjá þau Mr. og Mrs. Johnson dansa ball room dancing en á að vera Mr. og Mrs. Daniel Johnson og síðast í greininni er Lillian Eyford, en á að vera Lillian Eyjólfson. STYRKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRIN GLU Örn Arnason, 17 Réne Philippe St. Que..$10.00 Með kærri þökk, K. W. Johannson, féhirð- ir L.-H. 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. FÉLAGSHEIMILI „FRÓNS" Fjársöfnun til þess er nú hafin, og mun Lögb.-Hmskr. gera grein fyrir fjárframlög- um eða loforðum um fjár- framlög, jafnóðum og þau ber- ast. Framlög ber að stíla á Chapter „Frón“ c/o Jochum Ásgeirson 126 Lodge Ave., Winnipeg 12. Stjórnin Neðantaldir hafa gefið til félagsheimilis Fróns, sem hér segir: Baldur H. Sigurdson $100.00 Próf. Haraldur Bessa- son ............... $50.00 Hjálmar V. Lárusson $100.00 Heimir Thorgrimsson $50.00 Miss Karen Jóhannsson $5.00 Skúli Jóhannsson ... $100.00 Páll Hallsson ....... $50.00 Mrs. Sigrún Thorgrims- son ............... $5.00 Fredrick E. Nordal ... 20.00 Með þökkum fyrir hönd Fróns, Jochum Ásgeirson, féhirðir. Munið félagsheimili „Fróns" GENERAL BUILDING FUND Ladies' Aid Unitarian Church, Winnipeg. In memory of our late mem- ber, Mrs. Helga Eliasson The Ladies' Aid of the Uni- tarian Church ........ $10.00 Margaréi Björnson, (Treasurer). MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Prestar: Séra V. J. Eylands, D. D., Séra J. V. Arvidson, B. A., Sr. Laufey Olson, Djákna- systir. Eöskar guðþj ónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Guðþjónustur á íslenzku, á sunnudagskvöldum, sam- kvæmt tilkynningum í viku- blaði safnaðarins. „ÍSLAND ORÐIÐ ÞEKKT NAFN í BRIDGEHEIMINUM" Það orð fór af íslenzku bridge sveitinni á olympíu- mótinu í Deauville, að hún v æ r i erfiður andstæðingur, sem engin þjóð gat verið ör- ugg fyrir, og í þeim vangavelt- um, sem menn gerðu sér um úrslit mótsins, áður en þau urðu endanleg, var íslenzka sveitin tekin með í reikning- inn fram á næst síðasta dag. „Já, víkinga-nafnið hékk við okkur, síðan í Evrópumótinu, og engin þjóð gat verið örugg fyrirfram um útkomuna á móti okkur,“ sagði Stefán Guðjohnsen, einn íslenzku þátttakendanna, sem í bréfum sínum í Vísi hefur lýst að nokkru gangi mótsins fyrir lesendum. Hann og tveir aðrir þátttakendur, Hjalti Elíasson og Eggert Benónýsson, komu heim af mótinu í fyrrakvöld og náði blaðamaður Vísis tali af Stefáni og Hjalta. Af mótinu sagði Stefán, að það hefði farið vel fram, en sá háttur hefði verið á hafður, að spilamennirnir hefðu sjálf- ir þurft að skrifa niður sagnir og hvernig spilin hefðu spil- ast. Stórþjóðirnar höfðu þó með sér aðstoðarmenn sérstak lega til þess. „Þetta tafði dálítið, en við fengum hálftíma lengur til þess að spila leikinn. Þetta sparaði starfslið, en þessi stóru mót eru orðin svo kostnaðar- söm, að það þarf að horfa í allt.“ Þeir létu báðir yel af ein- stökum spilamönnum, s e m þ e i r kynntust á mótinu. Bjuggu þeir á sama hóteli og Kanadamennirnir, Murray og Kehela, sem spilað hafa fyrir Norður-Ameríku í heims- meistaramóti, og tókust með þeim nokkur kynni. „Það er nauðsynlegt, að vera með í svona mótum, þótt ekki sé til annars en að komast í kynni við erlenda bridge- menn og ná sambandi við bridgesambönd hinna þjóð- anna,“ sagði Hjalti. „Nauðsyn- legust er þó þátttaka í íþrótta- mótum í þeim íþróttagreinum, sem við getum borið höfuðið hátt í. Þótt við séum smáþjóð og megum okkur lítils gegn stórþjóðum í flestu, þá er ís- land orðið þekkt nafn í bridge heiminum. Þarna á þessu móti fengum við bara töluverða landkynningu, því okkar var getið í mótsblaðinu, sem gefið var út á staðnum, og menn komu til okkar og vildu fræð- ast um hnattlegu okkar, land og þjóð.“ Það skeði á ólympíumótinu, e i n s o g á Evrópumótinu í Dublin í fyrra, að Egyptarnir mættu ekki til leiks við ísrael — enginn, nema Omar Sharif, kvikmyndaleikarinn þekkti. „Hann mætti og fékk ein- hvern áhorfenda til þess að spila á móti sér eitt spil, rétt til þess að sýna, að hann hefði ekkert á móti því að spila við ísraelsmennina,“ sagði Hjalti. „Annars var andrúmsloftið vingjarnlegt á mótinu. Menn voru hlýlegir í viðmóti, hver í garð annars, en Norðurlanda mennirnir voru þó sérlega al- úðlegir í garð okkar íslend- inganna.“ „Áhorfendur voru ekki sér- lega margir, nema umhverfis heimaspilamennina frönsku .. og Omar Sharif,“ sagði Stefán. „Það var venjulegur flokkur af ungum stelpum við borðið hans, sem mændu á hann, en það er ég viss um, að margar þeirra hafa ekki haft hunds- vit á spilinu. Sumar þeirra á- reiðanlega ekki þekkt kóng frá gosa. Mér sýndist hann sjálfur hafa þó meiri áhuga á rúlett- unni — þegar hann var ekki að spila bridge — heldur en á kvenfólkinu. Annars gaf hann út þá yfir- lýsingu á mótinu, að hann ætl- aði að hætta kvikmyndaleik eftir 44 ár, og snúa sér þá al- gerlega að bridge.“ Vísir 22. júní sem ég þurfti að tala við. Þeg- ar samtalinu lauk, fylgi e§ honum fram í biðstofuna. Þa var klukkan 10 mínútur yfír fjögur. Þegar við komum fram í biðstofuna, sé ég, að G. J- situr þar, og er ,þar engin manneskja önnur. Hún var með hvíta prjónahúfu á höfði, í bládroppóttum kjól og með gleraugu, sem voru að nokkru leyti með gullspöngum. Ég heilsa henni strax, því að eg var nauða kunnugur henni, og segi: „Því miður get ég ekki tekið á móti alveg strax. Eg þarf að sinna tveimur sjúkl- ingum áður, en það v e r ð u r mjög bráðlega." Hún svarar engu, en kinkar til mín kolli> sem ég skildi, að væri sam- þykki. Síðan vatt ég mér inn í skoðunarherbergið og skoða þessa tvo menn, sem biðu inni- Þegar því var lokið, er klukk- an liðlega hálffimm. Þá kalla ég á aðstoðarstúlkuna og bið hana að ná strax í G. J., þvl að ég sé búinn að svíkja hana á þeim tíma, sem ég hafði lof- að henni. Stúlkan fer fram, en kemur undireins aftur og segir, a® það sé engin lifandi sál í bið- stofunni. Ég bregð mér fram til að ganga úr skugga um, að þetta sé rétt, en sé þar engaO' Ég segi við aðstoðarstúlkuna: „Hún hefur móðgazt og er far' in.“ í sömu andrá kemur mað- ur inn úr dyrunum, sem þaJ"f að tala við mig. Það tók ör- stutta stund. Ég fylgdi honum fram í biðstofuna, þegar hann fór. Þá sá ég sömu konuna sitja á sama stólnum og na- kvæmlega eins til fara og þeg' ar ég sá hana fyrir rúmum hálftíma. Ég vík mér að henni og segi: „Þér eruð komnar aft' ur.“ Hún svarar: „Ég var að koma rétt í þessu.“ Ég fer með hana inn og segi- „Ég sá yður á biðstofunni fyr' ir rúmum hálftíma.“ „Það er misskilningur,“ svar ar hún. „Ég ætlaði að koma þá, en þá kom til mín gestur- Það vakti hjá mér nokkra umhugsun, að svipur hennar skyldi kinka til mín kolli, en ekki hún sjálf. (Ritað eftir frásögn KristjánS Hannessonar læknis 3. marZ SVIPUR LIFANDI KONU í byrjum desembermánaðar 1960 hringir til mín kona, sem ég kalla hér G. J„ og biður mig að skoða sig sama dag, ef ég geti. Ég svara henni og segi: „Komdu til mín klukk- an hálftvö í dag.“ En hún seg- ist ekki geta komið á þeim tíma. Þá svara ég: „Geturðu komið klukkan fjögur?“ Hún játar því. Þennan sama dag var tölu- vert mikið að gera hjá mér hérna á stofunni, svo ég gleymi þessu samtali. Þegar klukkuna vantar kvart í fjög- ur kemur til mín sjúklingur, 1961.) Gráskinna

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.