Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 04.07.1968, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1968 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadöttirin Skáldsaga „Þú gætir sjálfsagt fengið einhverja, sem væri okkur betur að skapi“, sagði móðir- in. þrælaði þar í sjö ár. Mér var ætlað að vinna flest verk sem fullorðin væri, en kaupið var aldrei annað en sá fatnaður, sem ekki var hægt að komast af án. En ekki má draga það af þeim, að þegar ég loksins dreif mig í burtu fékk ég fall- eg spariföt, en þá voru þau sárreið yfir ráðabreytni minni. Og nú ætla þau að fara að taka leigt í timburhjallinum hans Árna braskara og lifa þurrabúðarlífi eins og við hin- „Það væri sama, hvað hún héti, hún gæti ekki þrifist hjá ykkur, en piparsveinalífið hef ég ekki hugsað mér að lifa“. Svona voru fjölskyldusam- ræðurnar á Fellsenda marg- upptugðar dag eftir dag og viku eftir viku allt sumarið, en endirinn varð alltaf sá sami — enginn þokaði fet fyr- ir hinum. Sumarið var gott og hey- fengur með bezta móti. Það hafði verið heyjað mikið yfir í G r ö f frá Hraunhömrum. Náttúrlega ætluðu þeir að fara að búa á báðum jörðun- um, öðruvísi gat það ekki gengið, því að svo margar skepnur voru á fóðrum hjá þeim núna, að sjaldan hafði verið annað eins. Upp úr göngum 1 a g ð i s t Lauga í Gröf í rúmið, en Sigga tók þá við bústjórninni fyrir Simba og bróður hans. Nú þóttist tengdafólkið á Fellsenda fullvíst um, að hún færi þaðan ekki aftur og trú- lofunin myndi þar með logn- ast út af, og var því vel ánægt með sjálfu sér. En Buslu lagði strax upp úr veturnóttum svo að gatan greiddist og fundun- um fjölgaði á ný. HAFLIÐI ÚTGERÐARMAÐUR Flestir Súlubakkabúar könn- uðust við ríku fjölskylduna frá Hálsi, og flestir hugsuðu og sögðu það sama, þegar það heyrðist að hún ætlaði að flytja inn á Bakkann í leigu- íbúð: „Hver skyldi nú hafa trúað því, 'að svona gæti það endasteypzt hjá þessu ríkis- fólki?“ Enginn skrafaði þó eins hátt og mikið um það og María í Melkoti — hún hafði verið mörg ár vinnukona á Hálsi. „Nú þykir mér vera farið að lækka risið á því, fólkinu þessu. Skyldi því ekki bregða við að flytja úr þessu fína steinhúsi í timburhjallann þann arna? Það er eins gott að það fái að kynnast fleiru en allsnægtunum, fólkið það“, sagði hún. „Eru þetta ekki hálfgerðir fósturforeldrar þínir?“ spurði nágrannakona hennar, Soffía í Litlubúð. „Ég hef séð Sigur- fljóð koma til þín og oftast nær færandi hendi“. Það kom hik á Maríu. „Varla get ég nú kallað þau fósturforeldra mína. Ég kom til þeirra á þrettánda ári sem munaðarlaus vesalingur og ir garmarnir“. En það leið ekki á löngu þar timburhjallurinn var orðinn óþekkjanlegur. Hann var mál- aður að utan og veggfóður lát- ið innan á stofurnar. Sigur- fljóð gerði það mest sjálf og María í Melkoti hjálpaði henni svo mikið sem hún gat og sagði, að hún ætti það marg- faldlega að sér. Hún efaðist heldur ekki um, að hún saum- aði fyrir sig utan á krakkana, ef hún þekkti hana rétt. Svo þegar búið var að hengja fínu gluggatjöldin frá Hálshúsinu fyrir gluggana, var ekki hægt annað en að samþykkja það, sem María sagði, að það væri orðið með fínustu húsum í þorpinu. Það þurfti svo sem ekki að efa það, að alltaf yrði jafnmyndarlegt í kringum hana Sigurfljóð. 1 fyrstu var Hermanni bónda hálfgramt í geði við þennan efnaða útgerðarmann, sem nú var orðinn eigandi að hálfum Hálsi og hafði verið búinn að byggja J ó a búfræðing hálf- lenduna áður en þau feðginin höfðu grun um, að hún væri til boða. Annars hefðu þau tekið hana. Þó að tvíbýlið væri ekki gott, tók út yfir, þegar þau fluttu þ a n g a ð . Mæðgurnar sniðgengu þau al- gerlega og Sigurfljóð flýtti fyrir burtflutningnum, sem mest hún mátti. Hún útveg- aði sjálf mann til að binda töðuna og fékk lánaða tvo vagna inn á Bakka til að flytja hana á. Hesta áttu þau ennþá til að setja fyrir þá. Annan vagninn átti hann, þessi ná- ungi, sem hét Hafliði, eigand- inn að Hálsi. Hann var vanur að bjóða Hermahni góðan dag- inn talsvert glaðlegar en aðrir og bætti stundum við: „Hvern- ig heldurðu, að það gangi að Hálsi núna?“ „Það er víst engin ástæða til að álíta, að það gangi öðru- vísi en vel“, svaraði gamli bóndinn hálfönuglega. Náttúr- lega hélt hann, að honum væri það fjarska hugleikið, hvernig dóttur hans og tengdasyni vegnaði — eða hann byggist við, að það væri hans ljúfasta umtalsefni, eftirlætisjörðin hans. En þar skjátlaðist hon- um algerlega. Ékkert var hon- um eins viðkvæmt og það. Hann undi hér illa hag sínum og fannst vera tekið talsvert minna tillit til sín en meðan hann var stórbóndi heima í sveitinni. Hermann lor að taka krók á leið sína til að mæta honum ekki. Kona hans undi sér betur. Hún hafði sín vanalegu eldhússtörf að snú- ast við. Sigurfljóð hafði nóg að starfa við saumaskap. E f t i r hálfsmánaðarrölt á mölinni fór Hermann út að Hálsi aftur. Hann ætlaði að verða í einhverju samvinnu- krulli v i ð Jóhannes Árdal, sem nú var kallaður svo til aðgreiningar frá Jóa búfræð- ingi, sambýling hans. Það var leiðinleg tilhugsun að verða að reka þessar fáu ær, sem enn voru í hans eigu, á blóð- völlinn að hausti. Einn daginn kom Hafliði sjómaður inn í saumastofuna til Sigurflójðar og h e i 1 s a ð i kumpánlega. Hún þakkaði honum kærlega fyrir vagnlán- ið, sem enn væri ó b o r g a ð vegna þess, að hún hefði aldrei séð hann síðan. „Ég er nú oftast nær á sjón- um“, sagði hann, „þar kann ég bezt við mig. En borgun fer ég varla að taka fyrir það, þó að vagninn hafi skrált út að Hálsi og inn eftir aftur. Hann var óskemmdur eftir túrinn. En ég var að hugsa um að koma mér upp nýjum fötum, ef þú getur saumað þau fyrir mig“. „Já, ég get það“, sagði hún. „Hvernig kunnið þið við ykkur á mölinni?“ s p u r ð i hann, þegar hún hafði lokið við að taka mál af honum. „Náttúrlega kunnum við öll illa við okkur, sem eðlilegt er, að þurfa að yfirgefa aðra eins jörð, þar sem við erum búin að vera svo lengi“, sagði hún dauflega. „En því tókuð þið ekki jörð- ina á leigu hjá mér heldur en að flytja burtu sárnauðug?" spurði hann. „Við vissum nú bara ekkert um það fyrr en búið var að byggja hana öðrum. Svo vor- um við búin að selja svo mikið af skepnunum11, svaraði hún. „Samt hefðum við áreiðanlega fengið jörðina leigða heldur en að flytja hingað“. „Ég hefði áreiðanlega ekki orðið neitt sérlega s 1 æ m u r landsdrottinn“, sagði hann brosandi. „Náttúrlega gerði ég þetta bara fyrir Jóhannes karl inn Árdal að kaupa hálflend- una — ekkert hafði ég með hana að gera“. Hún þóttist sjá, að hann væri talsvert hreifur af víni, enda hafði hún heyrt, að hann væri gefinn fyrir að fá sér í staupinu. Hann settist á skraf- stól án þess að hún byði hori- um það. „Þykir þér skemmtilegra að vera á sjónum en að stunda landvinnu?“ spurði hún. „Já, mikil ósköp, það þykir mér, enda á ég nú heldur lítið til að búa með, ekki einu sinni það, sem er allra nauðsynleg- ast — konuna“, sagði hann. „Það eru nú engin vandræði að búa á annarri eins jörð og Háls er orðinn“ ,sagði Sigur- fljóð.. „Allt í lagi með það“, sagði hann gáskafullur, „þá verður endirinn sá, að við förum að búa á hálfrefnum mínum. Þú kennir mér það, sem ég kann ekki. að verður engin ómynd á því, skaltu sjá“. Til allra lukku kom stúlka inn og batt enda á samræð- urnar í það sinn. En næsta dag var hann kominn aftur inn á stólinn. Sigurfljóð sagði hon- um, að það þýddi ekkert fyrir hann að lcoma fyrr en eftir þrjá daga, fyrr gæti hún ekki farið að taka til við hans föt. „Allt í lagi með það, nema þá verð ég kominn út á sjó“, sagði hann og fór út aftur. Svo liðu þrjár vikur án' þess að hann léti sjá sig. Sigur- fljóð var farin að halda, að hún yrði að láta hálfsaumuð fötin hanga hjá sér það sem eftir væri sumarsins. Hún spurði nágranna sína eftir Hafliða. Þeir sögðu, að hann væri alltaf á sjónum — kæmi kannske í land einu sinni í hálfum mánuði, drykki sig þá fullan og færi svo út aftur. Loksins kom hann þó og var alveg ódrukkinn. „Ég var farin að halda, að þú ætlaðir að gefa mér fötin“, spaugaði Sigurfljóð. „Hefurðu þá nokkurn til að klæða í þau?“ spurði hann glettinn. „Nei, svo myndarlegt er það nú ekki“, sagði hún. „Þetta lagast með tímanum, góða. Háls bíður eftir þér á sama stað og þú sást hann seinast og með sömu góðu skil- yrðunum til búskapar fyrir duglega konu“, sagði hann. „Það er nú einmitt það, sem hann verður ekki. Hann verð- ur níddur niður með sóðalegri umgengni utan húss og inn- an“, sagði Sigurfljóð. „Jóhann es og systir hans eru böðlar, sem ekkert kunna til snyrti- mennsku í einu eða neinu“. „Það kemur ekki mínum hálfref við. Hún er fín og lag- leg, hún systir þín, og gengur vel um það, sem henni til- heyrir. Svo er maðurinn henn ar búfræðingur. Það er svo sem allt í lagi með jarðar- helminginn“, sagði Hafliði. Sigurfljóð féll vel glens hans og hispurleysi og fór að spyrjjast fyrir um hann. María í Melkoti gat frætt hana um hann og flestalla þar í þorp- inu. Hann var rúmlega þrít- ugur ekkjumaður, hafði verið ákaflega stutt í hjónabandinu og átti ekkert barn. Hann var vel látinn og einstök aflakló. Það eina leiðinlega í fari hans var drykkjuskapurinn, sem hann tók að iðka eftir að hann missti konuna. Hann var álitinn góðmenni, sem allra götu vildi greiða. Það var ekki hægt að kalla þetta slæman vitnisburð. Nokkrum dögum síðar kom hann til að sækja fötin sín. Þá fór hann inn í eldhús og kastaði spikfeitum steinbít í uppþvottabalann h j á Hall- dóru og sagði glottandi: Finnst þér hann muni ekki vera vel ætur, þessi?“ Halldóra bjóst við því, að hann væri það, og seildist eftir smápeningum upp í skáp til að borga hann með. „Nei, ekki að koma með aura“, sagði hann, „Sigurfljóð á að fá hann í uppbót á fata- sauminn. Hún er búin að lána þeim húspláss svo lengi, það verður að þóknast henni eitthvað fyrir það“. Svo kall- aði hann hástöfum inn í stof- una: „Komdu með fötin, Sig' urfljóð! Ég er í rosabullunum og get ekki farið/ lengra það er allt svo hvítskúrað hja ykkur“. Hún kom svo fram með föt- in. Hann borgaði henni sauma skapinn. „Finnst þér þessi ekki vera fullgóð brúðkaupsföt?“ spurði hapn glettnislega. „Jú, áreiðanlega“, sagði hún og hló honum til samlætis. „Jæja, þá þarf ekki að hugsa fyrir því meira“, sagði hann, þegar hann kvaddi og fór út. „Skyldi hann vera trúlofað- ur?“ sagði Sigurfljjóð. „Hann var svo kankvís, þegar hann sagði þetta“. „K a n n s k e“, sagði móðir hans áhugalaus. „Hún þarf ekki að kvíða því að hún verði jarðnæðislaus, hver sem hún er, því að líklega fer hann að búa á eignarjörðinni“. Kunningsskapurinn óx, þeg' ar vetraði að. Þá var Haflið-i sjálfsagður spilagestur hja Hermanni karlinum, sem fannst dagarnir langir og til' breytingalitlir. Sigurfljóð og móðir hennar spiluðu með þeim á kvöldin, þegar þaer voru lausar við sín vanalegu störf. Það var skipt um Hafliða> fannst fólkinu á Bakkanum- Nú sást hann sjaldan kenndur, heldur bjó hann sig í betri föt, þegar hann var í landi, og slangraði inn til Hálsfjölskyld unnar og sat þar við spil °£ rabb. Það var ekki nema ein skýring á því og hún var su, að hann væri farinn að snúast utan um Sigurfljóð. Hann þyrfti nú líklega ekki að láta sér detta það í hug, að hún liti við honum. að leit nú stærra á sig en það, fólkið þa^ tarna. Einu sinni spurði Sigurfljóð Hafliða, hvenær hann ætlaði að koma í fötin, sem hún hafði saumað á hann í sumar. „Blessuð vertu, ég geymi þau þangað til við giftum okk- ur.. Það verður nóg annað, sem þarf að kaupa, þó að þaý séu til“, sagði hann. Svo talaði hann til Hermanns: „Hvernig lízt þér á mig sem tengdason, vinur?“ „Ég segi pass — og tek þetta eins og það er talað“, sagði gamli maðurinn með allan hugan við spilin, en Halldói'U þótti nóg um, hvað Sigurfljóð var orðin rauð á vangann- Skárra væri það, ef henni vseU nú að detta í hug gifting enn einu sinni — og það með o- hefluðum sjómanni. Nei, þa® kæmi nú aldrei til þess, er\ það var gott að eiga hann að sem kunningja, maður þurfti þá ekki að kaupa í soðið.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.