Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGþ.A, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1968 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Streei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, S. Aleck Thororinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnlpeg: Prof. Haraldur Bessason, choirman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylonds, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip M. Petursson. Vancouver: Gudloug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneapoiis: Hon. Valdimor Bjornson. Victorlo, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thor- lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 Authorized os second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for poyment of Postage in cash. Mr. Trudeau og róðuneyti hans Þá hefur nú Pierre Elliot Trudeau valið menn í ráðu- neyti sitt og er það nú fullskipað. Hann labbaði með þá alla yfir til landsstjórans eftir hádegi á föstudaginn í fyrri viku og þar sóru þeir allir hollustueiða sína — 29 ráðherrar að tölu — stærsta ráðuneyti í sögu Canada, fjórum fleiri en í ráðuneyti Lesters B. Pearson og er meðal aldur þeirra 47 ár — yngsta að aldursárum í sögunni. Þeir útvöldu komu víst blaðamönnum og flestum öðrum á óvart. Forsætisráðherran hefir sennilega ekki ráðgast við marga um þá sem hann hafði í huga, en þó má minnast þess að í fyrsta viðtalinu, sem hann átti við blaðamenn eftir að hann var kosinn forsætisráðherra á flokksþingi Liberala í apríl lét hann svo ummælt, að honum væri annt um að sætta alla flolcksbræður sína við úrslit þingsins, og það virð- ist hann hafa gert með því að skipa alla þá frambjóðendur í ráðuneytið, sem sóttu gegn honum á flokksþinginu, nema Robert Winters, sem gekk úr stjórninni strax eftir flokks- þingið. — Mr. Trudeau hefir einnig valið í ráðuneytið hæfa menn sem höfðu verið aðal stuðningsmenn hinna ráðherr- anna í sókn þeirra á flokksþinginu. Allt virðist því vera í sátt og samlyndi innan hins nýja ráðuneytis. — Og nú gat Mr. Trudeau valið fulltrúa í ráðuneyti sitt úr öllum fylkjum landsins nema Prince Edward Island. Þetta minnsta fylki kaus sína fjóra þingmenn úr Conserva- tive flokknum. Það er gott til þess að vita, að nú eiga sléttufylkin Manitoba, Saskatchewan — og Alberta sína eigin fulltrúa í ráðuneytinu, þrjá hæfa menn. Eitt það fyrsta, sem forsætisráðherrann lagði áherzlu á, var að ráðherrarnir yrðu að vera þagmælskir um öll þau mál, sem rædd væru innan ráðuneytisins og um ráðagerðir stjórnarinnar og sagði hreint og beint að þeir, sem brytu þagmælskueiðinn oftar en einu sinni, myndu útskúfaðir. Þessi ákvörðun kemur sér heldur en ekki illa fyrir blaða- og útvarpsmenn, sem vitaskuld eru ávalt á skotspónum eftir fréttum. Ýmsir ráðherrar síðustu ára þóttu í meira lagi lausmálgir strax að ráðuneytisfundum loknum. Lester B. Pearson hefir fulla ástæðu til að vera hreykinn af úrslitum kosninganna því þótt hann vilji ekki kannast við það, þá er talið að hann hafi valið Mr. Trudeau sem eftirmann sinn — nokkurskonar krónprins. Eins og kunnugt er lagði Mr. Pearson sig allann fram til þess að sameina þjóðina. Hann er sá, er átti frumkvæðið að hinni svonefndu B.B. nefnd sem rannsakaði hvernig mætti sætta og sameina Frakka og Engelsaxa og aðra þjóðflokka landsins. Á þessum tímamótum þegar þetta mál er á dagskrá er ákjósanlegt að forsætisráðherrann sé maður af frönskum ættum, sem getur talað fullum hálsi við frændur sína í Quebec, sérstaklega við aðskilnaðarmenn þar í fylkinu. Þetta var Mr. Pearson ljóst, og Mr. Trudeau hefir þegar sýnt að hann mun ekki bregðast vonum hans í þessum efnum. Hann hopaði ekki þumlung í uppreisninni í Montreal kvöldið fyrir kosningarnar — á Ste Jean Baptiste degin- um þegar aðskilnaðarmenn vörpuðu flöskum fullum af sýr- um eða máli að pallinum þar sem hann sat ásamt ýmsum frammámönnum fylkisins og horfðu á skrúðförina. Daniel Johnson forsætisráðherra Quebec fylkis og aðrir drifu sig út en Mr. Trudeau sat sem fastast og horfði á óskupinn og virtist hvergi smeykur, og er talið að framkoma hans þar hafi aflað honum tugþúsunda atkvæða í Ontario daginn eftir. Þess er að vænta að Pierre Elliot Trudeau og ráðuneyti hans fái leyst úr þeim vandamálum sem nú steðja að Canada —og þau eru mörg — á gifturíkan hátt. — I. J. Sieindór Sleindórsson, skólameistari: Hungur og tækni Sífellt berast oss fregnir af skorti og jafnvel hungursneyð einhvers staðar að úr heimin- um. Opinberar, alþjóðlegar skýrslur sýna, að helmingur mannkyns eða meira þjáist af fæðuskorti, sem jaðrar við hungursneyð á ári h v e r j u , þótt ekkert beri útaf. Þannig er ástandið á þeiri öld, sem velmegun er meiri en nokkru sinni fyrr, tæknin fullkomnari og viljinn og möguleikinn meiri til samhjálpar, meiri en nokkru sinni áður. Þetta er að vísu'engin ný saga, heldur hefur hún fylgt mannkyninu frá fyrstu bernsku þess. Líf hinna frum- stæðustu þjóða hefur ætíð verið sífelld barátta við hungr- ið, og verður þó naumast sagt, að kröfur þeirra séu miklar í þeim efnum. Og á vorri öld, þegar ýmiss konar framfarir hafa lyft undir fólksfjölgun hinna vanþróuðu ríkja, hefur þetta vandamál orðið enn brýnna en fyrr. Samt verðum vér að gæta þess í umræðum um þessi mál, að kröfur og þarfir eru ákaflega misjafnar eftir þjóðum og löndum. Það, sem vér í velmegun vorri, myndum kalla fæðuskort eða jafnvel hungur, geta ýmsar nægjusamar þjóðir, sem ekk- ert þekkja skárra, talið sóma- samlegt viðurværi. En þótt svo sé metið, haggar það ekki staðreyndinni, að mikill hluti mannkyns þjáist af hungri, og vandamálið eykst með hverju ári eftir því sem fólkinu fjölg- ar. Og samhliða fæðuskortin- um er margvíslegur annar skortur á ferðum, þótt hann sé ef til vill ekki eins tilfinn- anlegur. Vér íslendingar ættum að vera þessa minnugir flestum þjóðum fremur. Fáar þeirra þjóða, sem menningarþjóðir kallast, hafa hér í vestrænum heimi átt við jafnlanga sögu hungurs og harðréttis að búa. Ekki var það þó offjölgun fólksins, sem hungrinu olli hér á landi á liðnum öldum, heldur vankunnátta í vinnu- brögðum og fátækt þjóðarinn- ar af tækjum ásamt rangsnún- um verzlunarháttum og skipa- skorti annars vegar, en nátt- úruhamfarir og óblíð veðra- kjör hins vegar. Það er lær- dómsríkt að athuga það, að samtímis því, sem f ó 1 k i n u fjölgar fyrir alvöru, er hung- urvofan rekin á dyr. En svo er fyrir að þakka aukinni þekkingu og tækni. Landið og auðlindir þess eru hinar sömu og var á öldum harðinda og mannfellis, j a f n v e 1 hefur nokkuð gengið á gróðurlendi og önnur gæði frá þeim tíma, sem fólkið var ekki fleira en 50—60 þúsund. En sú fámenna þjóð varð að hafa sig alla við, til að fullnægja brýnustu þörf- um, og dugði ekki tímunum saman. Vér þurfum ekki að eyða tíma í samanburð við það sem nú er, þótt vitanlega geti örðugleika enn borið að hönd- um. En hverju er þessi stórfellda breyting að þakka. Um það verður naumast deilt, að þar á aukin þekking og tækni meginþáttinn. Vér gætum hugsað oss, að einangrun landsins hefði haldizt eins og hún mest var á liðnum öldum, og hversu þá væri um að lit- ast hér. Húsakynni vor hefðu verið næsta hrörleg, vér hefð- um ferðazt fótgangandi eða á hestbaki um veglaust land, sótt sjóinn á árabátum og afl- að heyja af óræktuðu landi að mestu, með orfi og hrífu. Með öðrum orðum, vér hefðum staðið jafn berskjaldaðir gegn öllum áföllum og forfeður vor- ir gerðu um aldir. Og á ýmsan hátt má líkja ástandi þeirra þjóða, sem nú þjást mest af skorti í heiminum við þetta. En þekking manna á náttúr- unni og tækni nútímans hefur gert oss það kleift, að afla margfalds arðs úr skauti nátt- úrunnar, og bægja hungurvof- unni frá bæjardyrum vorum. Og sömu öflunum er það einn- ig að þakka, að ástandið í heiminum er þó ekki enn verra en það er, og að nokkrir möguleikar eru fyrir hendi að bæta úr skortinum, þótt það eigi enn langt í land, að allir fái fullan skerf. Þessar stað- reyndir ættu þeir að hafa í huga, sem líta á raunvísindi og tækni sem eitthvert óæðra andans starf en hin svoköll- uðu hugvísindi eða humanist- isk fræði. Þekking á náttúr- unni, auðlindum hennar og eðli og hið tæknilega vald mannsins yfir þessum hlutum er eini möguleikinn, sem unnt er að eygja, til þess að vinna bug á hungrinu í heiminum, eða að minnsta kosti að halda í horfinu, svo að ástandið versni ekki frá því sem nú er. Margt kemur þarna til greina, aukin kunnátta á ræktun landsins og nýtingu hafsins, betri hagnýting matvælanna og möguleiki á geymslu þeirra, og loks hin hraða dreyfing þeirra um mikinn hluta jarð- ar. Hraðinn, sem vér oft löst- um, er einmitt frumskilyrði þess, að unnt sé að rétta hjálparhönd í tæka tíð. Vér megum minnast þess úr eigin sögu, hversu gekk að koma þeirri hjálp, er oss barst utan frá í Móðuharðindum t i 1 hinna þurfandi. Sá seinagang- ur kostaði mörg mannslíf og miklar þjáningar, en tilefni hans var skortur tækja og tækni. En vér megum líta á þessi mál frá fleiri sjónarmiðum. Framleiðsla vor og útflutning- ur er að langmestu leyti mat- væli, og vér framleiðum enn meira magn af ætilegum vör- um, sem vér þó nýtum ein- ungis til iðnaðar. Þótt þörfin sé brýn fyrir mat, eigum ver samt í örðugleikum með sölu framleiðslu vorrar, og ill nauð syn knýr oss til að láta dýr- mætt hráefni fara til skepnu- fóðurs eða jafnvel áburðar. Þetta stafar að verulegu leyti af því, að framleiðsla vor er of dýr fyrir hinar soltnu og s n a u ð u þjóðir, sém hefðu hennar mesta þörf. Vér verðum að gera oss ljóst, að framtíð vor hvílir að verulegu leyti á því, að ver getum framleitt meiri vörur og ódýrari úr hráefni því, sem náttúran leggur oss til. Það er ekki einungis þjóðarhagur vor sjálfra heldur þjónum ver með því einnig öllu mannkym í baráttu þess við hungrið. En þetta fáum vér einungis gert með a u k i n n i kunnáttu og tækni. En jafnframt verðum vér að minnast þess, að auður náttúrunnar er ekki óþrotleg- ur. Þótt vér leggjum kapp a að afla mikils, megum ver aldrei láta oss henda það að ganga á höfuðstól náttúrunn- ar, það er vísasti vegurinn til tortímingar. En r á n y r k j u, hvort sem er úr hafi eða af landi fáum vér einungis forð- ast með því að þekkja náttúr- una sjálfa og lögmál hennar til hlýtar. — St. Std. Heima er b©zt SPÁKONA Á AKRANESI Atli Freyr Gunnarsson, f°r' stöðumaður kosningaskrif' stofu Kristjáns Eldjárns a Akranesi, sagði blaðinu í dag frá skemmtilegri kosningaget- raun, sem fram fór á vegum skrifstofu hans á kosningadag- Spáðu þá milli 60 og 70 manns um heildaratkvæðamagu hvors frambjóðandans um sig og var þeim sem næst kæmist heitið g ó ð u m verðlaunum, nefnilega bók þjóðminjavarð- ar „100 ár í þjóðminjasafni11- Þau undur og stórmerki gerðust að Ingibjörgu Rafns- dóttur, Heiðarbraut 16, Akra- nesi, tókst að fara svo nærri endanlegum úrslitum í spa- dómi sínum að einungis skakk aði 14 atkvæðum á heildarat- kvæðamagni Dr. Kristjáns °S spá hennar. Ingibjörg spáð1 67.550 atkvæðum til handa dr- Kristjáni en 35.400 til handa dr. Gunnari, en þeir hlutu 67.564 og 35.438 atkvæði. Spa' dómur þessi hefur líklega þótt fjarstæðukenndur á kosninga' dag, en hann er ekki aðhlát' ursefni lengur. Þeir menn sem voru a^ reyna að spá um úrslit kosn- inganna í útvarpi og sjónvai’P1 þóttu „litlir spámenn11 og var lítið á þeim að byggja. en sesk1 legt væri að fjölmiðlunartæk^ in leituðu til „spákonunnar á Akranesi fyrir næstu kosn- ingar. Tíminn 3. juk

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.