Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1968 Úr borg og byggð Mrs. Ágúsl (Guðrún) Eyjólí- son fyrrum frá Lundar, en nú frá Clarkleigh, Manitoba var ein af þeim mörgu, sem fór með hópnum til íslands um síðustu mánaðarmót. Sonur hennar, Guðmundur Á. Eyjólf- son, skólastjóri í Rich/nond B.C. kom alla leið til að kveðja móður sína og óska henni far- arheilla. Hann var á kveðju- móti Fróns * * * Mrs. Mabel Legrange, teacher in one of the Winnipeg schools left on Saturday night with the Manitoba Teachers’ Flight to Europe. As well as touring the continent, she will be visiting with her son-in-law and daughter Sgt. Jón Heron and Beverley and their four children, stationed at the Canadian Forces Base at Zure- brucken in Germany. * * * Próf. Haraldur Bessason er kominn heim úr ferðinni til íslands og Norðurlanda. Hann dvaldi tvær vikur á íslandi — eina í heimasveit sinni í Skaga firði og hina í höfuðborg landsins. Nokkur ís er enn við norðurstrendur landsins, en hann kvaðst ekki hafa fundið til neins kulda þar nyrðra. Hann ferðaðist í tvær vikur um Norðurlönd; hitti náttúr- lega Dr. Jón Helgason, og próf. Hans Becker-Nielsen í Árnasafni í Kaupmannahöfn og Kanadísku sendiherrahjón- in Jón Sigvaldason og frú í hinum glæsilega bústað þeirra í Noregi. Annars væntum við að próf. Haraldur skrifi seinna um ferðina. * * * Mr. og Mrs Russell Sigurgeir- son frá Vancouver eru hér á ferð ásamt börnum sínum tveim í heimsókn hjá ættingj- um og vinum í Winnipeg, Hecla og Riverton. * * X FÉLAGSHEIMILI „FRÓNS" Fjársöfnun til þess er nú hafin, og mun Lögb.-Hskr. gera grein fyrir fjárframlög- um eða loforðum um fjár- framlög, jafnóðum og þau ber- ast. F r a m 1 ö g ber að stíla á Chapter „Frón“ c/o Jochum Ásgeirson 126 Lodge Ave., Winnipeg 12. Stjórnin STYRKTARSJÓÐUR LÖGBERGS- HEIMSKRINGLU í minningu um Rannveigu Sigurdson, dáin marz, 1965. Mr. Halldór Sigurdson 546 Arlington St. Wpg. $100.00 Með kærri þökk, K. W. Johannson, féhirð- ir L.-H. 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. Dánarfregnir Því miður voru tvær eftir- fylgjandi dánarfregnir lagðar til hliðar hér á skrifstofunni og komu ekki í leitirnar fyrr en nú og biðjum við velvirð- ingar á þessu. — I. J. * * * Sigríður Bjarnason, ekkja Péturs Bjarnasonar í Mikley lézt 16. maí 1968, 97 ára að aldri. Fjölskyldan flutti frá ís- landi til Hecla Manitoba árið 1914. Pétur dó árið 1932. Síð- ustu árin átti Sigríður sáluga heima á Gimli. Þar á einka- sonur þeirra Guðfinnur heima en dóttir þeirra Margrét — Mrs. Leifur Erlendson í Wpg. Auk þeirra lætur hún eftir sig tvö dótturbörn og eina systur, Mrs. Önnu Jones í Mikley. Hin látna var lögð til hinztu hvíldar í Gimli grafreitnum. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. * * * Snybjörn P. Thorsleinson fæddur á Islandi 5. maí 1890 lézt 19. maí 1968. Hann var bóndi í Lundar héraðinu þar til 1966 að hann veiktist. Hann missti konu sína 1959 og Gor- don son sinn 1960. Eftirlifandi eru Albert sonur hans og fjór- ar dætur, Marjorie að Lundar, Mrs. Fred (Lil) Johnson; Mrs. Ed. (Frances) Harmer og Mrs. Steve (Rose) Burdny allar 1 Winnipeg og 23 barnabörn og fimm barna-barnabörn. Hinn látni var lagður til hvíldar í Otto grafreit. Séra Gulbis þjónaði við útförina. * * * Mrs. Ediih . (Auður) Kilcup, ekkja Hectors Kilcup, 478 Winterton A v e., Winnipeg, andaðist 25. júní 1968, 64 ára að aldri. Útförin frá lútersku kirkjunni og jarðað í Otto grafreit. Séra M. K. Gulbis flutti kveðjuorð. Hún lætur eftir sig þrjá bræður, Kára, Björn og Fred Byron og þrjár systur Laufeyju — Mrs. F. Taylor, Mrs. Helgu Mason og Mrs. Ellu Cheater. Foreldrar þessara systkina voru Stefán og Guðbjörg Byron fyrrum að Vestfold, Manitoba. * * * Guðrún Brynjólfson, eigin- kona Ólafs Brynjólfson, 854 Ingersoll St., lézt 2. júlí 1968, 79 ára að aldri. Hún var fædd á Akureyri á íslandi; flutti til Winnipeg 1914; var í söfnuði Fyrstu lútersku kirkju. Auk manns hennar syrgja hana Kris, sonur þeirra, dóttir þeirra N o r m a — Mrs. T. Wragg, bæði í Winnipeg; tveir bræður, Harald, (Halli) Free- man í Crlenboro og Jakob Kristjánsson á íslandi; tvær systur S t í n a — Mrs. G. Hjaltalín í Winnipeg og Mrs. Bogga Jónsson á íslandi. Séra J. V. Arvidson þjónaði við út- förina sem fór fram á fimmtu- dag 4. júlí. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Prestar: Séra V. J. Eylands, D. D., Séra J. V. Arvidson, B. A., Sr. Laufey Olson, Djákna- syslir. En'skar guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Guðþjónustur á íslenzku, á sunnudagskvöldum, sam- kvæmt tilkynningum í viku- blaði safnaðarins. Mrs. Valgerður Coghill áttræð að aldri lézt 4. júlí 1968 á spítala hér í borg. Hún var fædd í Riverton, dóttir Jó- hanns og Guðrúnar Briem frumherja í íslendingafljóts- byggðinni og átti hún þar heima mestan hluta ævinnar. Mann sinn, Óla Coghill missti hún árið 1939. Á lífi eru börn þeirra fjögur; Marino í River- ton Olive — Mrs. William Cairns og Mrs. Jóhanna Jó- hannson, báðar í Riverton og Mabel í Winnipeg; þrír bræð- ur, Marino og Sigtryggur, báð- ir í Riverton og Óli í Toronto. Barnabörnin hennar eru fimm og sex barna-barnabörn. Hún var jarðsett í Riverton grafreit. Séra H. Nachtigall flutti kveðjuorð. Berlingske Tidende um forsetakosningar „Berlingske Tidende" ræðir í foruslugrein í gær, miðviku- dag, um forselakjörið á íslandi undir fyrirsögninni „Islands ny Presidenf," og er grein sú skrifuð af góðri þekkingu á staðreyndum. Þykir rétt að birta kafla úr forustugrein- inni. í uphafi segir: — „Lengi var vitað, að ambassador íslands í Danmörku, prófessor dr. jur. Gunnar Thoroddsen, myndi verða í framboði í forseta- kosningunum, en það kom nokkuð á óvart, þegar yfir- maður Þjóðminjasafnsins í Rvík., Kristján Eldjárn dr. phil, tilkynnti um framboð sitt fryir nokkrum mánuðum. Þar með áttust við tveir jafnir frambjóðendur, en sigurlíkur Gunnars Thoroddsens voru taldar meiri, og einkum var talið, að hann myndi fá veru- legan meirihluta atkvæða í höfuðborginni, Reykjavík, þar sem hann, áður en hann varð ambassador, hafði um árabil verið borgarstjóri. Það fór á annan veg. Að vísu fékk Gunnar Thoroddsen mest fylgi í Reykjavík, en einnig þar sigraði Kristján Eldjárn. I landinu í heild skipt ust atkvæði þannig, að Krist- ján fékk 2/3 en andstæðingur hans 1/3.“ Er blaðið hefur þannig rak- ið úrslitin, er reynt að finna skýringu á sigri Kristjáns. Bent er á að Gunnar hafi ver- ið stjórnmálamaður, en vart hefði það átt að vera honum til skaða, né heldur hitt, að hann er tengdur núverandi forseta — nema þá, að íslend- ingar hafi óttast ættarveldi eins og í gömlum konungs- dæmum. Blaðið telur að vinsældir Kristjáns í sjónvarpi geti átt nokkurn þátt í sigri hans, en margt benti þó til þess, að þýðingarmeira væri það álit margra, að maður, sem haldið hefur sig utan við deilur stjórnmálaflokka, gæti frekar hafið sig yfir flokka og flokks- deilur. En þýðingarmest telur blað- ið þó sennilegt að hafi verið, „að í kosningabaráttunni virt- ist mörgum íslendingum 1 bæjum og sveitum, að Krist- ján Eldjárn væri frambjóð- andi almennings og þar með mótvægi gegn yfirráðum a- hrifamikla ætta og rótgróinna valdhafa. í lokin segir blaðið, að engin ástæða sá til þess að ætla ann- að en Kristján Eldjárn muni rækja skyldur sínar með fullu tilliti til óska Alþingis og kjósenda. Tíminn 5. júlí Þetta er ungt og leikur sér. * * Öllu má ofbjóða. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or plnces her«, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel. by lane, ship or train. let the riple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements Passport.s and other travel documents secured w'thout extra cost. Write, call or telephone to- day without any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremont Ave.. Winnipeg S. Man. Tel.: GLobe 2-5446 WH 2-5949 UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU r a ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er $6.00 á ári. -- ...... —=g' —.. ■■ ------ ---------— ■ --------- ■ --- Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sí„ Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla. NAME ...................................... ADDRESS ................................... BANQUET in honor of SIGURÐUR SIGURGEIRSON President of the Patriotic Society in Reykjavik and MRS. SIGURGEIRSON Sponsored by Gimli Chapter of the Icelandic National League SUNDAY, AUGUST 4, 1968 at 5.00 p. m. VIKING MOTOR HOTEL Gimli, Man. Admission $3.50 Limited number of tickets for sale up to July 25th. At Tergesen’s General Store, Gimli, Man.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.