Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1968 T lceland Review Er líklega fallegasta og vand- aðsta tímarit, sem gefið er út hérlendis. Það er vel og snot- urlega prentað á góðan papp- ír, ósparlega og ágætlega ^yndskreytt og prýtt hvoru tveggja: svarthvítum mynd- urn og litmyndum. Efnið er fjölbreytt og hæfir vel mark- miði ritsins. Og auglýsingarn- ar eru augnayndi, eins og aug- lýsingar verða líka að vera, ef einhver á að taka eftir þeim. Iceland Review er að því leyti sérstætt meðal íslenzkra tímarita, að það er ekki ein- kum ætlað íslendingum, held- ur útlendingum um víða ver- öld, þeim sem skilja ensku, því ritið er semsé á því máli. úað er með öðrum orðum landkynningarrit, útflutnings- vara. Mjög verður að vanda til slíks rits. Að öðrum kosti væri fyrirtækið vonlaust. Því Ice- ^and Review er gefið út og kostað af einstaklingum, sem eiga vitanlega allt undir að Útið seljist. Iceland Review kom fyrst út sumarið 1963 og er nú að úefja sitt sjötta ár. Aldur ís- lenzkra tímarita er o f t a s t skammur. Með hliðsjón af því er Iceland Review komið til ara sinna og ættu þegar, sam- kvasmt meðalaldri hérlendra tímarita að kennast á því elli- ^Uerki. Svo er þó ekki. Þvert a nióti heldur það þokka sín- Um. Ekki þarf að ræða hér um Uauðsyn tímarits af þessu tagi. Hauðsynin er augljós. Að vísu er aldrei einhlítt að minna á f°rdæmi annarra þjóða. En gefa má gaum að þeim. Ensk- an er orðin svo mikið alþjóða- Uaál, að margar þjóðir gefa út Ut á þeirri tungu, t. d. Rússar, fraegir að telja, sem gefa út ^Unrg tímarit á ensku. Kannski höfum við aldrei attað okkur á, hve mikið við ujgum undir almennri kynn- lngu í veröldinni. I rauninni er borin von að koma nokkr- hlut á framfæri nema að ^ynna sig fyrst. Eða hver kyngir ýsunni okk- ar með góðri lyst, ef hann neldur, að hún sé veidd og uandtéruð af einhverju frum- stífiðu villifólki? Og þarf ekki n°kkurn kjark til að setjast UPP í flugvél og trúa fyrir lífi Slnu þjóð, sem er nánast ekki “k það er að segja — maður Pekkir hvorki haus né sporð a henni? útlendingi, sem hefur lesið eÚt hefti af Iceland Review, *tti þaðan í frá að vera vork- uUnarlaust að éta íslenzkan !sk með góðri lyst. Og hann pti ekki heldur að bresta íark til að stíga upp í ís- eUzka flugvél. En — sem sagt ^7 þ°num er hollara að lesa Ser til áður, því ég held, að a menningur um víða veröld, sem að sönnu hugsar ekki meira um ísland en við hugs- um t. d. Tasmaníu, ég held, að sá marghöfðaði almenningur miði okkur óhagstæðlega mik- ið við hnattstöðuna og sér í lagi við nafnið á landinu, þetta fráfæ'landi nafn, sem Hrafna —Flóka hugkvæmdist að gefa því, og var þá vonsvikinn og leiður, eftir að hafa gist hér einn kaldan vetur, sennilega líkan þeim, sem nýliðinn er. Hrafna—Flóki væri ekki öf- undsverður nú, ef til hans næðist og íslenzkum ferða- frömuðum léti sér detta í hug að krefja hann bóta fyrir nafngiftina. Maðurinn æ 11 i sér, klárt sagt, engrar við- reisnar von fjárhagslega. En höldum okkur við efnið, Iceland Review. Með því hefti, sem kom ut um daginn, hefur verið aukið við nafn ritsins og heitir nú fullu nafni: Atlantica & Iceland Review. Ekki veit ég, hver er hin raunverulega ástæða til þess, að útgefendur hafa þannig lengt nafn ritsins, en frá leitlega hafa þeir gert það að vanhugsuðu máli. Forsíða þessa heftis er mest í svörtu. Aðeins neðar en á miðri síðu er mynd af Maríu Guðmundsd., fegurðardrottn- ingu og fyrirsætu, og sýnir myndin ekki nema hluta af andliti hennar. Ágæt mynd. Inni í ritinu er líka grein um Maríu og fleiri myndir af henni. Hún er alltaf jafnind- æl, blessunin. Að öðru leyti er efni ritsins: fréttir í stuttu máli; bréf frá erlendum lesendum — sérlega fróðleg — og svör við þeim; bréf frá Reykjavík; tiltölulega löng grein eftir S i g u r ð A. Magnússon og heitir Eyvind of the Hills; grein um Sverrir Haraldsson eftir Odd Björns- son (mun vera útdráttur úr grein Odds um Sverri, sem birtist í bókinni Steinar og sterkir litir); grein um Sverrir kappakstursmann Þóroddson og nefnist Speed-boy; Gunn- arshólmi í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar og stutt spjall með þýðingunni; grein um ís- land fyrir 1 a n d n á m Norð- manna eftir Magnús Magnús- son; og fleira smáefni, þar á meðal samtal við heiðurs- manninn Brian Holt um menn ingartengsl Breta og íslend- inga. Það er hressandi blær yfir þessu efni, og finnst mér ritið hljóti að vera læsilegt fyrir hvem sem er, svo í fjörru sem í nálægu landi. Ekki leynir sér, að útgefendur eru áróð- ursmenn í landsins þágu. En þeir fara hóflega og skynsam- lega í þær sakirnar. É g ó s, k a Iceland Review gengis og langlífs. Erlendur Jónsson. Mgbl. 26 júní. 32 BÖRN, OG ÞAÐ SÍÐASTA EKKI FÆTT KONA að nafni Maria Carn- auba hefur verið k j ö r i n „Móðir ársins“ í Brazilíu — nafn, sem hún ber sannalega með rentu! Hún giftist Rai- mundo Carnauba í nóvember- mánuði 1935 og hefur til þessa fætt af sér — ja, þið ráðið hvort þið trúið, en það er sann leikur samt — hvorki fleiri né færri en 32 börn. Það þýðir, að hún hefur átt barn 10. eða 11. hvern mánuð þessa rúm- lega þrjá áratugi. Þrisvar sinn um hefur hún átt eignast tví- bura. Sex af börnum hennar eru látin. Hið yngsta fæddist í nóvember síðastliðnum. En því má heldur ekki gleyma að Maria og Raimundo hafa auk allra sinna eigin barna alið upp fjögur foreldra laus börn, sem bætzt hafa í flokkinn. Tuttugu og eitt barnanna búa enn heima hjá foreldrum sínum í þorpinu T a b o r i 1 í Norð-austur-Brazih'u. Húsið er sex lítil herbergi og eldhús. Það sannast þar sem annars staðar, að nóg á sá sár nægja lætur! Fjölskyldan verður að snæða í tvennu lagi — og í hvert skipti sem hún leggur land undir fót, verður hún að sjálfsögðu að leigja sér rútu- bíl! Raimundo er bygginga- verkamaður með heldur rýr mánaðarlaun. Mörg hinna mörgu barna þeirra Mariu og Raimundo eru að sjálfsögðu .flutt að heiman — eins og gengur og gerist — og hafa stofnað eigin heimili. „Ekki síðustu börnin okkar, heldur þau sem síðast fædd- ust,“ segir Raimundi stoltur, því að hann býst fastlega við, að eignast þau nokkur í við- bót. Alþýðublaðið FURÐAN í STAPADAL Framhald á bls. 5. og þaðan fram í eldhús, og þar lá Púki undir stiganum á sínu gæruskinni. Mér fannst ég vera að gera mig að fífli, að hlaupa úr rúminu um miðja nótt, því að ég var alltaf vön að sofa í einum dúr. Ég sofna fljótt aftur. Þá dreymir mig, að ég liggi í rúminu mínu og sjái niður á tún. Það er vonzku veður. Hagl barði gluggana, og ég heyrði brimsogin og fannst grjótið í fjörunni velta í út- sognum með miklum hávaða. Þá sé ég mann koma skríðandi á f jórum fótum neðan túnið og dingluðu þönglar og þari um hann allann. Mér fannst hann vilja mér eitthvað og vaknaði. Þá var veðrið eins og mig hafði d r e y m t, haglélið og brimhljóðið. Mér fannst rúm- ið hristast svo mikið, að ég ætlaði ekki að komast fram úr. Var ég þá svo reið, að ég hljóp út að glugganum og blót aði allt sem ég kunni og sleit gardínuna frá glugganum og horfði út, en sá auðvitað ekk- ert óvenjulegt. Það var eins og ég hefði haft martröð, og kannski hefur það verið svo, en erfitt er þó að átta sig á mismuni svefns og vöku. Að svo búnu fór ég upp í aftur og svaf til morguns. Þann dag kom kona, sem ég kalla G. G. Þá var eins og rynni upp fyrir mér ljós. Fannst mér bera þá kennsl á manninn, er ég sá kvöldið áð- ur, og sagði við konuna, að hún ætti ekki að láta karlinn sinn vera að ásækja mig. Hún sagðist skyldi reyna að aftra því og hló við. Þessi maður, sem var giftur G. G., drukkn- aði, þegar ég var lítil telpa. Ég var afarhænd að honum, og hann hafði miklar mætur á mér. (Fríður Bjarnad. frá Stapa- dal færði í letur í aprílmán- uði 1961). Gráskinna If you were born ín Yon should apply now for your OLD AGE SECURITY PENSION By applying now, you will receive your flrst payment in January, 1969, when persons who have reached the age of 66 become eligible for Old Age Security. If you were born in 1903 . . . make application for your Old Age Security pension six months before your 66th birthday. An application form for your Old Age Security pension is available at your local Post Office, or you can write to the Regional Director of Old Age Security in the capital city of your Province. Along with your application form you will receive a pamphlet giving you full information about the Old Age Security pension program. GUARANTEED INCOME SUPPLEMENT As soon as your Old Age Security pension is approved, you will be sent information about the Guaranteed Income Supplement and an application form. You may be entitled to a supplement which, together with your Old Age Security pension, will guarantee you a monthly income of at least $107.10. Issued by the Hon. JOHN C. MUN'ROE, Minister THE DEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.