Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1968, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1968 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga Strax og fiskur kom inn í fjörðinn, hvarf þessi glaðlyndi heimilisvinur á sjóinn. Her- mann kallinn saknaði hans mikið og talaði oft um það, að aldrei ætlaði hann að líða, þessi v'etur. Þetta iðjuleysi gerði sig vitlausan. „Ég veit, að þú trúir því ekki, pabbi, hvað ég sakna þess að Hafliði kemur ekki til að spila við okkur á kvöldin“, sagði Sigurfljóð. „Hvern fjandann þarft þú að vera að fárast um það, sem hefur alltaf nóg að gera?“ sagði hann úrillur. „Það er nú kannske dálítill munur á þér eða mér, sem ekkert get gert mér til dægrastyttingar annað en að grauta í bókum og taka til handa beljunni og svo bú- ið“. „Mér finnst hann líka svo einstaklega skemmtilegur“, sagði hún. „Hann er kátur, manngrey- ið, en líklega heldur lítið gef- inn, get ég hugsað mér. En vit hefur hann þó á að græða, eftir því sem það segir, fólkið hérna á Bakkanum“. ÞORGEIR FER í BIÐILSBUXUR S t r a x og haustönnum var lokið, byrjaði Hjálmar að plægja yfir í Gröf. „Tekinn er hann til að plægja þarna fyrir handan einu sinni enn“, sagði Þorgeir við Kristínu einn dag- inn. Hann stóð við gluggann á eldhúsinu, en hún var að stússa við eldavélina. „Ekki veit ég, hvað hann ætlar að gera með að stækka túnið svona mikið fyrir ábúendurna. En fallegt er það orðið“. „Hann ætlar bara að plægja þetta litla móastykki milli flaganna, svo að það verði fall- egra“, sagði Ásta, sem hafði komið inn, meðan hann talaði og horfði yfir ána og tók því ekki eftir henni. „Svo er hann að hugsa um að fara að plægja fram í Mýrakoti, þegar hann er búinn þarna, ef tíðin verð- ur hagstæð“. „Nú, einmitt það“, sagði Þorgeir stuttlega, „hann ræð- ir ekki um það við mig, þó að þær séu ekki síður mín eign en hans“. Hann ræskti sig með erfiðismunum. „Hann var að tala um það við hann Láka um daginn, en ekki mig. Hann sagði, að sér fyndist það sjálfsagt að sýna jörðunum, sem væru í hans eigu, svolitla ræktarsemi",, sagði Ásta. „Það finnst mér líka vera ákaflega ánægju- legt“, bætti hún við. „Hvað finnst þér um það, Kristín mín?“ spurði Þorgeir. Það kom ekki svo sjaldan fyr- ir, að hann bar hitt og þetta undir hennar álit. „Ég held, að mér þætti það ákaflega skemmtilegt að bæta þá jörð, sem ég væri eigandi að, jafnvel þótt hún væri byggð öðrum“, svaraði hún. „Ég er hrifin af þesum plæg- ingum hjá þeim, þessum tengdasonum mínum“, bætti hún brosandi við. En hvað hún brosti fallega, alveg eins og ung stúlka, hugsaði Þorgeir. „Já, það er nú meiri munur- inn á túninu í Koti eða var áður en Þorlákur fór í skól- ann. Þessi snáði, sem alinn var upp á sveitaframfæri fyrstu árin, er nú orðinn mesta bóndaefni", sagði Þorgeir. „Já, það leynist oft manns- efni undir fátæklegum hjúp“, sagði Kristín og saug upp í nefið. Þennan sama dag kom Jói búfræðingur að Hraunhömr- um með Nonna litla, son Krist ínar. Hann átti að verða þar um veturinn, nema meðan skólinn yrði starfræktur á Hálsi, þá átti hann að koma vestur. Jói gisti þar um nótt- ina. Ásta óskaði þess, að þau hjónin kæmu norður eftir hálfan mánuð, því að þá átti að skíra litlu dótturina á af- mælisdaginn hennar Gunn- hildar, ömmu hennar. Þau hjónin komu svo norð- ur í skírnarveizluna, sem var með m i k 1 u m myndarbrag. Litla stúlkan var látin heita Gunnhildur, en ekki var hún lík nöfnu sinni, „þessi fagur- hærði sólargeisli“, eins og Þor- geir nefndi hana oft og ein- att. „Það er meira, hvað barnið er orðið indælt“, sagði hann við Kristínu, þegar veizlugest- irnir voru farnir. „Þetta lítur dálítið einkennilega út, finnst mér, drengurinn kallar mig afa, en þig ömmu. Þó erum við óháð hvort öðru. Finnst þér það væri ekki það skyn- samasta, sem við gætum gert, að við yrðum hjón?“ Hún varð svo hissa, að hún gat ekki svarað neinu. Þó að henni hefði oft fundizt hann haga sér ekki ólíkt því eins og hann væri talsvert hrifinn af henni, hafði henni aldrei dottið í hug, að þetta ætti hún eftir að heyra. „Þ ú s v a r a r engu, kona. Finnst þér þetta svo fráleitt?“ sagði hann. „Mér finnst ég alltaf vera svo einmanna, síð- an Gunnhildur piín hvarf í burtu. Þó að allir séu notaleg- ir við mig, væri hitt ólíkt við- kunnanlegra“. „Ég held, að þér geti varla verið þetta alvara“, sagði hún seinlega. „Nú, hvað er því til fyrir- stöðu? Heldurðu, að systkinin yrðu mjög óánægð með að ég yrði stjúpi þeirra?“ sagði Þor- geir. „Ég hef aldrei hugsað um það, sem tæplega er von. Þar sem ekki er enn ár liðið, síð- an ég fylgdi manni mínum til grafarinnar, væri það hálfó- myndarlegt að grufla út í slíkt. Ég get því ómögulega gefið þér svar við þessari und- arlegu hugmynd þinni. Þú mátt ekki misvirða það við mig, Þorgeir11, sagði hún. „Ef þú verður sama sinnis 1 vor, skulum við tala um það þá“. Hún gekk svo burtu, æði blóm leg á vangann. Skyldi henni hafa mislíkað þetta? h u g s a ð i hann. Það fannst honum ólíklegt. Þetta var nú svo sem ekkert smán- arboð, en henni fannst svo stutt liðið frá því að hún varð ekkja. Annað var með hann — honum fannst hann vera búinn að vera einn í mörg ár. Kristín sat fram í eldhúsi fram yfir háttatíma og stopp- aði í sokka af drengjunum. Hún varð að jafna sig eftir þetta mikilvæga tilboð. Ekki annað en það að geta valið um húsfreyjusætið á Hraunhömr- um. Henni fannst þetta svo ótrúlegt, ekki ólíkt því, að hana hefði dreymt það. Hún, fátæka ekkjan frá heiðarkot- inu, að setjast í annað eins ríkidæmi og hér var. En ó- neitanlega var það hálfhlægi- legt að fara að hugsa til hjú- skapar, komin á sextugs ald- ur. En eftirlætislegt væri að geta haft börnin hjá sér og veitt þeim alls, sem þau æsktu og hana langaði til. En gæti það þá ekki átt sér stað, að Þorgeiri þætti nóg um að hafa stjúpbörnin hjá sér? Það gæti hún kynnt sér í vetur, þar sem báðir drengirnir yrðu á heim- ilinu. Hún ætlaði sér ekki að verða of fljótráð. Þó hafði hún enga ástæðu til að vantreysta Þorgeiri. H a n n hafði reynzt manni hennar svo vel í hans erfiðleikum — og sjálfri hafði henni fallið hverjum deginum betur við hann. Dóra litla þótti ákaflega vænt um hann. En samverutíminn var náttúr- lega ekki orðin langur. Vel gat verið, að hún ætti eftir að kynnast því í fari hans, sem henni geðjaðist ekki að, svo mörg hnjóðsyrði hafði hún heyrt töluð á bak honum um nízku hans og kaldranaskap v i ð Gunnhildi. Nú heyrðist hann varla tala hranalega til nokkurs manns á heimilinu, nema helzt Bjössa. Hann var líka svörull og hálflatur. K r i s t í n svaf ekki mikið næstu nótt, en það vissi eng- inn, því að hún kom sér ekki að því að segja dóttur sinni frá samtali sínu og tengdaföð- ur hennar, svo kjánalega hlé- dræg var hún. Hún hugsaði um alla erfiðleikana, sem hún hafði átt við að stríða í bú- skapartíð sinni. Hún hafði ekki látið það eftir sér að ríða í kaupstaðinn nema þriðja og fjórða hvert ár til þess að vera viss um, að hún yki ekki skuld irnar með því að kaupa meira en getan leyfði. Því að aldrei finna fátæklingarnir sárara til ábyrgðarinnar en þegar þeir eru staddir í verzlununum, þar sem allt fæst, sem nauð- synlegt er að veita sér, en gjaldeyrinn vantar. Var þá ekki ofboðslegt að hafna því, sem hún hafði þráð alla æv- ina, að hafa nóg fyrir framan hendurnar handa sínu heim- ili? Náttúrlega var gott að sjá Ástu fæða litlu bræðurna, en samt hefði verið ánægjulegra að skammta þeim sjálf af sín- um eigin mat. Það var hægt að hugsa sér, að Dóri litli hefði kannske unnið fyrir því, sem hann borðaði, en hinn ekki. Hún varð næstum fegin, þegar hann fékk boð vestan frá Hálsi að koma í skólann. Svona leið ein vikan af ann- arri. Þorgeir minntist ekkert á þetta framar. — Kannske hann hafi verið hreifur af víni, þegar hann bar upp þetta bón- orð eða hvað það nú var? hugsaði Kristín. Á páskadaginn riðu hjónin til kirkju. Kristín sat inni í hjónaherberginu með litlu Gunnhildi, þegðar Þorgeir kom inn með Hjálmar litla, sem hafði hruflað sig á einum fingri og þurfti að fá fingur- traf. Hún fór með hann fram í eldhúsið og þvoði honum um hendurnar og reifaði fingur- inn. Þorgeir talaði við litlu stúlkuna á meðan, en því var hann óvanur. Hún var of lítil til þess að hægt væri að hafa gaman af henni, fannst hon- um, en drengurinn var sífellt með honum úti. Þegar Kristín kom inn aftur, skiptu þau um hlutverk. Hann settist með drenginn, en hún tók stúlk- una. „Ég gæti hugsað, að við værum nú talsvert hjónaleg núna, K r i s 11 n mín“, sagði hann kátbroslegur. „Er nú ekki óhætt að minnast á þetta, sem ég var að hásla fyrir í vet- ur. Það er víst komið vor núna, eftir því sem almanakið sýnir“. „Jú, það mun vera svo“, sagði hún og roðnaði honum til mikillar ánægju. Það var svo skemmtilegt að sjá hana roðna. „Hefurðu ráðfært þig við krakkana?“ hélt hann áfram. „Hvað segja þau um þetta? Það verður nú líklega helzt Ásta, sem þarf að búa saman við mig og yngstu drengirnir“. „Ég hef ekki minnzt á það við nokkurn mann, Þorgeir“, svaraði hún, „held kannske, að það hefði verið vín í þér og þér hefði ekki verið alvara. Mér finnst það svo undarlegt, að fara að hugsa um giftingu, þegar við erum orðin svona gömul“. „Viltu þá heldur vera ráðs- kona hjá mér? Ég skal gjalda þér svo hátt kaup, að þú færð ekki • betra annars staðar, og þú mátt ráða öllu eins og þú eigir búið með mér. Ertu án- ægðari með það?“ s p u r ð i hann. Hún brosti af ákafa til hans. Eiginlega mátti heita skammarlegt að láta ganga á eftir sér með að þiggja annað eins og þetta. „Nei, það vildi ég mikið síður“, sagði hún. „Ég býst við, að mín börn hafi ekkert á móti þessu, en hinU gæti ég betur trúað, að sonur þinn teldi það ekkert sérstakt upp að fá mig fyrir stjúpu- Mér hefur aldrei fundizt hann hrifinn af mér, og varla hlýn- aði hann við þessa fram- kvæmd, því að sjaldan eru svo miklir dáleikar á stjup' móður“. „Hann hefur nú samt góða reynslu í þeim efnum, þar sem hann er alinn upp hjá stjup' móður. Ég náttúrlega tala um það við hann, ef þú ert ekki fastráðin í því að hryggbrjóta mig“. Kristín fór að hlægja. „klér finnst þetta bara hlægilegt- Hvað heldurðu að fólkið segi yfir þessu?“ sagði hún. „Það verður alltaf að hafa eitthvað til að tala um. Við erum víst vaxin upp úr því a® vera feimin, fyrst þér finnst við vera orðin svona gömul > sagði hann. „Ég vil' helzt ekki að neinn fái vitneskju um þetta fyrr en með haustinu. Mér finnst svo stutt síðan ég sat yfir Halldóri mínum helsjúkum hérna a þessu heimili. Það verða tvo ár í haust síðan hann dó“. „Það skal vera alveg eins og þú vilt, góða mín. Ef þú þegir> get ég það áreiðanlega', sagö1 hann. „En eiginlega ertu víst ekki ennþá búin segja já við bónorðinu. Ég er þó búinn vera þó nokkuð lengi vonbiö' ill, svo að nægur tími hefur verið til að hafna og velja“- „Ég finn svo vel, hversu fa' tæk ég er við hliðina á þér > sagði hún, „en samt er ekk1 hægt annað en að segja já við slíku kostaboði. Ég skal reyua að verða þér góður förunautu1 og launa eftir mætti það, sem þú hefur gert fyrir manninn minn og okkur öll“. HEIM AÐ HÁLSI Ekki leit út fyrir, að gamli bóndinn frá Hálsi væri alls kostar ánægður, þó að vorið væri komið, sem hann hafð1 þó þráð svo mjög. Honum þótti litlar afurðir af þessum fáu sauðkindum, sem hann átti hjá Jóhannesi Árdal- Hann hafði beðið Jóa tenga' son sinn að hugsa um hrossin- Náttúrlega gert það út ur neyð að setjast niður og skrifa honum. Hrossin voru nú ekk1 nema fimm, svo að hægt va1 að sjá út yfir hópinn. Þegar Jói kom með ullina inn a Bakkann, tók Hermann hon- um frekar kumpánlega, þar sem svo margir voru viðstadd- ir, en ekki bauð hann honum heim. Hann þóttist vita, a® svipurinn á mæðgunum yr^ ekki alls kostar hýr, ef hann kæmi með tengdasoninn heuh- Þeim var nóg boðið, þegar sáu hann ganga með honum út melana, þegar hann f°r heim. „Hvað gaztu eiginlega verið að ræða við strákinn?" sp111-*1 kona hans, þegar hann ko111 heim.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.