Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1968
7
„Síðustu ljóð## Dayíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi
Framhald frá bls. 4.
°g las sjálfur upp á hátíðinni kafla úr þessum efnismikla og
svipmikla kvæðaflokki með frábærri framsagnarsnilld sinni,
er seint mun úr minni líða okkur, sem á hann hlýddum.
Hreimmikill kafli kvæðaflokksins, „íslenzk fræði“, fer hér
a eftir, en þar renna áminning og eggjan í einn farveg:
Líkt og magnað kraftakvæði
knýja hugann íslenzk fræði
þangað inn, sem ætt og saga
eiga sína liðnu daga.
Stríðir enn við stormanætur
stofn, sem á sér djúpar rætur,
frjóa mold og fastan grunn.
Þar á fólkið, þjóðarsálin,
þúsund ára brunn.
Enn þá talar tungu Snorra
tign og hreysti feðra vorra.
Frelsi, nám og höfðingshættir
heilla landsins beztu ættir.
Fólk með eld og brim í blóði,
brýnt til stáls af sögn og ljóði,
yfirstígur allar spár,
nýtur veiga nornabrunnsins
næstu þúsund ár.
í þessum seinustu kvæðum skáldsins gætir þess, að von-
Um, að þar er að verki aldraður maður, sem rennir sjónum
yfir farinn veg og verða minningarnar um liðna tíð ríkar í
huga. Má því segja, að nokkur haustblær hvíli yfir sumum
þessum kvæðum; seiðmagn þeirra felst í angurblíðu, sem
heillar huga lesandans. Verður það sérstaklega sagt um
kvæðið „Eftirmæli", þar sem saknaðarkenndin og málsnilld-
in fléttast saman í ljóðræna heildarmynd.
f þessum kvæðum lýsir það sér einnig, að Davíð er sér þess
vel meðvitandi, að farið er að líða á lífsins dag og að skammt
kunni að vera til nætur. Kemur það eftirminnilega fram í
kvæðinu „Ég verð að fara“ —:
Ég verð að fara, ferjan þokast nær
og framorðið á stundaglasi mínu.
Sumarið, með geislagliti sínu
hjá garði farið, svalur fjallablær
af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum,
og horfinn dagur gefur byr frá landi.
Ég á ekki lengur leið með neinum,
lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn,
og líka þú, minn guð, minn góði andi,
gef þú mér kraft til þess að leita þín.
Ég verð að fara, ferjan bíður mín.
vorum báðar að tala við hana
fyrir nokkrum mínútum.
Nú flýgur okkur fjórum
það sama í hug, að eitthvað
alvarlegt hafi komið fyrir
mömmu, og þjótum allar af
stað höfuðfata- og vettlinga-
lausar, því að nú liggur líf
manns við, hugsuðum við all-
ar. Við fórum skemmstu leið
út á Bergstaðarstræti og ætl-
uðum auðvitað beint til Jó-
hönnu Þorsteinsdóttur. En
þegar við komum á móts við
Bergstaðastræti 6, sjáum við,
hvar mamma kemur gangandi
ásamt Jóhönnu, sem hafði
gengið með henni.
Þegar mamma sér okkur
koma hlaupandi, segir hún:
„Hvaða ferðalag er á ykkur,
stelpur, það er eins og þið eig-
ið lífið að leysa, allar ber-
höfðaðar?“
Við spurðum, hvort hún
hefði ekki hugsað mikið heim
áðan. „Ekkert venju fremur.
Ég hugsa alltaf heim, þegar ég
er að heiman,“ svarar hún.
„Um hvað voruð þið að tala,
þið Jóhanna?“ spyrjum við
aftur.
„Ekkert sérstakt, bara um
daginn og veginn,“ svöruðu
þær.
Sögðum við þeim þá, hvað
komið hafði fyrir okkur
heima. Þarna urðu fagnaðar-
fundir á Bergstaðastrætinu,
því að allar fjórar héldum við
með sjálfum okkar, að mamma
hefði o r ð i ð bráðkvödd, þar
sem hún hafði komið heim og
talað við okkur og þó verið
hvergi nærri.
Við Jóhanna Guðjónsdóttir
lögðum heila okkar í bleyti
tímum saman til að reyna að
muna setninguna, sem við
heyrðum mömmu segja, áður
en hún hvarf inn í stofuna, og
snart okkur með þvílíkum
þrumukrafti. En okkur tókst
aldrei að ráða þá gátu. Hve^
nær kemur ráðningin?
norðurherberginu við hólinn,
og styttu því margir sér leið
um gluggann, sem ætluðu
norður fyrir bæ.
D a g i n n sem ég kom að
Klausturhólum þetta haust,
voru hrossin á beit á túninu
norðan við bæinn, þar á meðal
Brúnn Jóns bóndasonar, en
hann og Eiríkur, sem var þar
vinnumaður, sátu í piltaher-
berginu og rökuðu gærur. Er
ég hafði spjallað við þá góða
stund, geng ég niður af loft-
inu og austur fyrir bæinn.
Verður mér þá litið norður á
túnið og sé, hvar Jón er kom-
inn til hestanna og lætur vel
að Brún sínum. Þótti mér
þetta kynlegt, þar sem Jón sat
önnum kafinn á rúminu, þeg-
ar ég gekk út. Ég réð það und-
ir eins af að skunda rakleitt
upp í piltaherbergið og að-
gæta, hvort Jón væri þar ekki
inni. Hann gat ekki, að öllu
eðlilegu, orðið á undan mér
inn í herbergið, jafnvel þó að
hann stytti sér leið inn um
gluggann.
Þegar ég kem upp í pilta-
herbergið, sá ég Jón sitja þar
í sömu stellingum og þegar ég
fór út. „Fórstu ekki út?“
spurði ég.
„Nei,“ svaraði hann. „Ég hef
setið hér í sömu stellingum
síðan ég borðaði.“
„Um hvað varstu að hugsa?“
spurði ég.
„Ég var að hugsa um hann
Brún minn. Ég sá honum
bregða fyrir uppi á túni. Það
var víst ekkert merkilegra.“
Framhald á bls. 8.
Your Symbo/
of Safety
í þessum kveðjuorðum skáldsins er ekkert æðruleysi. Geig-
lausum huga er hann reiðubúinn að leggja á ókunna djúpið,
enda var hann maður bæði líftrúaður og morguntrúaður, eins
°g fjöldamörg kvæði hans bera fagurt vitni.
KYNLEG SÝN
Framhald af bls. 5.
að veður var stjörnubjart og
stillilogn. Svo segir hún: „Þið
hafið séð matinn ykkar.“ Við
játtum því. Nokkrar setningar
fóru á milli okkar þriggja af
svipuðu tagi, á meðan hún tók
af sér sjalið, braut það saman
°g lagði það á handlegg sér,
aHt í mestu rólegheitum. En
þegar hún er komin að stofu-
óyrunum, staldrar hún við og
Segir setningu svo mjög ann-
ars eðlis en hinar fyrri og svo
*ijög alvarlega, en það var
sem þrumu slægi niður í okk-
Ur Jóhönnu. Okkur setti alveg
hfjóðar. Við hættum að borða
°g hugsuðum báðar um þessa
Setningu. Þannið höfðum við
Setið sjö til tíu mínútur. Þá
stekk ég ofan af borðinu og
Segist ætla að spyrja mömmu,
^Vað hún hafi meint. „Já,
hlessuð gerðu það!“ svarar
Jóhanna.
Ég bregð mér inn í stofuna,
en sé þar ekki móður mína,
mér til mikillar undrunar.
Spyr ég þá systur mína .og
Þórhildi, h v a r mamma sé.
„Hún hefur ekki komið hér,“
svara þær báðar. Ég rengi þær
og segi hana nýgengna inn úr
dyrunum. Og af því að ég
þóttist viss um, að hún væri
inni, hélt ég áfram inn í svefn-
herbergið. Sé ég þá, að þar er
ekkert Ijós. Þykir mér undar-
lega dularfullt, að mamma
skuli sitja þar ein í myrkri,
og sé þá, að hún er þar ekki
inni. Ég trúi samt ekki og lít
undir rúmin og undir sæng-
urnar í rúmunum, en auðvitað
var hún þar ekki. Um leið og
ég sannfærist um það, að móð-
ir mín sé ekki inni, gleymi ég
setningunni, sem ég h a f ð i
heyrt hana segja, og eins er
um Jóhönnu. Hún ætlaði ekki
heldur að trúa því, að hún
væri ekki inni, þar sem við
(Skrifað eftir frásögn Rögnu
Gísladóttur.
Gráskinna.
Sögur Sigrúnar Gísladóllir:
Tyífarar
í SEPTEMBER árið 1921 réðst
ég að Klausturhólum í Gríms-
nesi hjá hjónunum Sigríði
Jónsdóttur og Magnúsi Jóns-
syni til hjálpar við haustann-
ir. Var þá farið að beita hest-
um á túnin, og þar var meðal
a n n a r r a hrossa reiðhestur
Jóns, sonar hjónanna í Klaust-
urhólum, og var n e f n d u r
Brúnn.
Þá var híbýlaskipun þannig
í Klausturhólum, að uppi á
lofti var þríhólfuð baðstofa,
suðurherbergi, sem hjónin og
synir þeirra höfðu, og sneri
það fram á hlaðið, miðbað-
stofa, er var vistarvera stúlkn-
anna, og norðurherbergið, sem
piltarnir höfðu til sinna af-
nota. B æ r i n n var eins og
byggður inn í hól að norðan-
verðu og sneri að húsagarði
og túni. Nam því glugginn á
BEWARE
THE BUMP
At high speeds, it could damage your car or
injure its occupants. When you approach a
bump in the road—slow down. Be extra cau-
tious. Highway signs are your guide to safe
driving. Knowthem. Obeythem. It’syour life!
This summer, as always, there's evidence of
your highway department in action. Watch for
construction signs in these areas:
HIGHWAY No. 1W—Portage by-pass change — concrete surfacing. — east inter-
HIGHWAY No. 12—Gull Lake to Beaconia — grade widening and surface reconstruction.
HIGHWAY No. 23—Morris vicinity — tion — single lane traffic. bridgc construc-
MANITOBA
HIGHWAYS