Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 01.08.1968, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1968 Úr borg og byggð ÚTGÁFA BLAÐSINS Þegar þetta er ritað 31. júlí, hefir verkfall póstmanna stað- ið yfir í rúmar tvær vikur eða frá því um hádegi 16. júlí, þegar neitað var að taka á móti blaðapósti á pósthúsum landsins. Við gáfum samt út íslendingadagsblaðið og feng- um einkafélag til að láta bera blöðin til áskrifenda í Winni- peg og sendum blaðapakka til nokkurra b æ j a í Manitoba, sem við vonum að hafi verið útbýtt. Við gátum ekki meira. — Blöðin til annarra fylkja og Bandaríkjanna verða, því mið- ur, að bíða þar til verkfallinu er aflétt og einnig þetta blað sem nú er prentað 1. ágúst. — Við, sem að blaðinu vinnum, förum nú í sumarfrí, sem fyr- ir löngu var búið að ráðstafa, og væntum við að næsta blað komi út 22 eða 29 ágúst, ef verkfalli póstmanna er þá lok- ið. * * * Dr. P. H. T. Thorlakson var staddur í Ottawa nýlega og fór hann þá í hina nýju bóka- safns- og fornskjalabyggingu til að skoða á ný eirskjöldinn, sem íslendingar hér í álfu gáfu Canada til minningar um hundrað ára afmæli fylkja- sambands Canada, en á hann var skráður Kafli úr sögu Canada — frásögn á íslenzku ensku og frönsku um landa- fund Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar hér í álfu. Dr. Thorlakson var formað- ur nefndarinnar, sem beitti sér fyrir þessari hugmynd, og afhenti hann skjöldinn fyrir hönd gefenda við virðulega athöfn í Ottawa 14. apríl, 1967, (sjá L.-H. 27. apr. 1967). Honum Iék nú forvitni að sjá í næði hvernig skjöldur- inn tæki sig út og þótti hon- um hann líta ágætlega út og staðurinn hinn ákjósanlegasti. Einn af húsvörðunum sagði honum að í þessa Library og Archives byggingu k æ m i fjöldi fólks daglega og hefðu margir sagt við sig að þeir hefðu ekki vitað áður, að nokkur Evrópumaður hefði komið til Vesturálfunnar á undan Christopher Columbus. Skjöldurinn kynnir þannig hinn sameiginlega kafla í sögu íslands og Canada og nær þeim tilgangi sem gefendurnir höfðu í huga. * * * Mr. og Mrs. Magnús Eliasson eru nýkomin heim úr ferðalagi vestur til British Columbia. Fyrst fóru þau vestur til Van- couverborgar þar sem bræður Magnúsar, Frank og Helgi eiga heima. Einnig heimsótti Magnús þau hjónin Gunn- björn og Guðrúnu Stefánsson og hafði mikla skemmtun af að ræða við þau. Þvínæst var ferðinni heitið norður í Peace River héraðið þar sem Magnús er að koma í framkvæmd umbótum á landinu sínu í gömlu Sunny- brook nýlendunni. Á leiðinni þar norður ferðuðust þ a u hjónin með Pacific Great Eas- tern járnbrautinni til Prince George. Þótti þeim mikið um hvað fjöllin eru stórkostleg á þeirri leið. Meðfram Anderson og Seton vötnunum þar sem fjöllin rísa upp himinhá þótti Mrs. Elíasson að vera alveg á við nokkuð sem hún hefði séð í fjöllunum á Svisslandi, og hrikaleg þótti þeim gljúfrin m e ð f r a m Frazeránni fyrir norðan Lillooet þar sem járn- brautin smátt og smátt rís hærra og hærra upp fyrir ána þar til að hún er kominn tutt- ugu og tvö hundruð fet upp. Þá lítur hin mikla Frazerá út eins og lækjarspræna niðri í gjánni. Norður í Peace River heim- sóttu þau Franklin Pálsson og fjölskyldu hans í D a w s o n Creek og einnig móður hans Bergrósu sem þar býr einnig. Einnig skruppu þau vestur til Hudson Hope og skoðuðu hið mikla orkuver sem er verið að byggja rneð því að stífla upp Peaceána. Verður þetta raf- magnsstöð sem framleiðir yfir þrjú milljón hestaafl. Verður þetta stærsta neðanjarðar orkuver í heimi þegar verkinu verður lokið. * * * Two Greaier Winnipeg area ieachers will teach in Africa this summer under a Cana- dian Teachers Federation pro- gram designed to assist teach- ers in developing countries. Mr. Clare Swainson of Garden City Collegiate, West Kil- donan will teach at Kenyatta College in Nairobi. They left Winnipeg on July lOth for a three day orienta- tion course in Fredericton, N. B. followed by a two and three day visits at such cities as L o n d o n , Eng., Paris, France,; Rome a n d Addis Ababa. From there they will proceed to Africa. Mr. Swain- son will return early in Sept- ember. The teachers will be work- ing under CTF Project Over- seas, which began as Project Africa, but was expanded this year through a Canadian Ex- ternal Grant to include Afri- can, West Indian and Asian countries. The other Greater Winni- peg teacher is Ruth J. Mart- inussen of Adult Education Centre. Mr. Swainson is married and has two children. They reside in Garden City, Winnipeg. He is the son of Mr. and Mrs. Ingi Swainson of Winnipeg. * * * Housekeeper required for older couple in suburban Toronfo Light duties, beautiful home with all conveniences in park- like surroundings. All arrangements open. Ma- ture Icelandic woman prefer- red. Phone collect Winnipeg 247-4482. MESSUBOÐ Fyrsta lúlerska kirkja Prestar: Séra V. J. Eylands, D. D„ Sóra J. V. Arvidson, B. A., Sr. Laufey Olson, Djákna- systir. Enskar guðþjónustur á hverjum sunnudegi kl. 9:45 og kl. 11.00 árdegis. Sunnudagaskóli kl. 9:45 f.h. Guðþjónustur á íslenzku, á sunnudagskvöldum, sam- kvæmt tilkynningum ' í viku- blaði safnaðarins. LEIÐRÉTTING í greininni um Sigurð Sig- mundson aðal forstjóra B.C. Hydro féll úr nafn. Rósa kona Sigurðar er dóttir Ólafs heit- ins Péturssonár. Dánarfregnir John T. H. Johnson 6621 Sus- sex, South Burnaby, B.C. and- aðist 20. júlí 1968, 88 ára að aldri. Hann lætur eftir sig Guðrúnu konu sína og höfðu þau rétt nýlega haldið upp á sextíu á r a hjúskaparafmæli sitt. Auk hennar lifa hann tveir synir, Emil í Hope, B.C. og Daniel í Burnaby; ein dótt- ir, Mrs. C. Laura Eyford í Burnaby sex barnabörn og þrjú barna-barnabörn; tveir b r æ ð u r , Pétur og Emil í Winnipeg; tvær systur, Mrs. Freda Boyd í Vancouver og Mrs. Violet Frazer í Minnea- polis. * * * Hallgrímur S. Axdal andaðist 19. júlí, 1968, 85 ára að aldri. Hann flutti frá íslandi til Can- ada fyrir 77 árum og átti lengst heima í Wynyard, Sask. en síðustu árin var hann hjá dætrum sínum í Winnipeg en þær eru Mrs. Guðrún Eyrik- son„ Mrs. Vera Underwood og Mrs. Olive Scott. Barnabörnin eru sex. Bálför hans fór fram í Winnipeg, og greftrun í fjöl- skyldu grafreitnum í Wyn- yard. * * * Hólmfred (F r e d) Ingjaldson 886 Bannerman Ave., Winni- peg varð bráðkvaddur 1 Ken- ora, Man. 5. júlí 1968. Hann lætur eftir sig Helenu konu sína. * * * Leonard Thorkell Jacobson sonur Þórunnar Jacobson á Gimli og Jacobs heitins Jac- obssonar lézt af slysförum 7. júlí 1968, 41 árs að aldri. Rev. C. Fredrickson jarð- söng hann. * * * Thorarinn Thorkelson lézt í Chicago 7. júlí, 75 ára að aldri. Hann hafði átt þar heima síð- astliðin 45 ár. Hann lifa Una kona hans, Clifford sonur hans, Undine dóttir hans — Mrs. N. Johnson og Kristín Una J o h ns o n dótturdóttir hans, öll í River Grove, 111. Ennfremur ein systir Mrs. Sigrún Oddson að Lundar, Manitoba. Thorarinn . heitinn var fæddur á íslandi, flutti til Canada um aldamótin, átti heima í Manitoba í 23 ár — og flutti þá til Chicago. Hann var bókhaldari hjá Thordar- son Electric félaginu, í 23 ár áður en hann lét af störfum. — Útförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni að Lundar og í þeirri byggð var hann greftr- aður. * * * Jóhannes (Joe) Johnson, Ár- borg Manitoba lézt 12. júlí 1968, 66 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu sína, Kirk, eina dóttur, Madeline — Mrs. Wallace Everett, tvö barna- börn, Laurie og Evan; tvo bræður, Kristján og Lauga; tvær systur Jónu — Mrs. O. S. Oddleifson og Lilly — Mrs. Dave Guðmundson. — Hann var jarðaður í Árdal grafreitn um. * * * Mrs. Signý Guðrún Larry dó 14. júlí að heimili sínu, 715 Airlies Street, Winnipeg, 77 ára að aldri. Hún var fædd í Riverton, og ólst þar upp; átti heima í Neveton, Man., í 20 ár en flutti til Winnipeg fyrir 12 árum. Hana lifa sonur hennar Fred W. Larry í Wpg.; dóttir hennar Gerry — Mrs. Ralph Knapp í Winnipeg og tvö barnabörn, og eitt barna- barnabarn; fjórar systur, Mrs. Lizzie Smith, Miss Caroline Sigurdson og Mrs. J. H. Bailey (Freda) allar að Lundar og Mrs. Victor Gillies (Gladys) í Kelowna, B.C.; þrír bræður, Louis Sigurdson í Narcisse, Man., Emil Sigurdson í Leslie Sask., og Bogi Sigurdson að Lundar. — Útförin frá Baldur; séra Þorgils Þorgilsson þjón- aði. * * * George Alan Kardal frá Riv- erton, Man., lézt af slysförum 13. júlí, 1968, 34 ára að aldri. Hann var fæddur og uppalinn að Finns (nálægt Hnausum). Hann lifa Francis kona hans sonur hans Lester og þrjár dætur Lenore, Vivian og Ger- aldine; móðir hans Mrs. Sig- urlaug Bye og hálfbróðir Llyod Bye bæði í Coronation, Alberta og Eleanor systir hans Mrs. Zóltan Fazekas í Cargary. TVÍFARAR Framhald af bls. 7. Sagði ég þeim þá, hvað ég hafði séð. Eitt sinn bar svo til, þegar Ragna systir mín var í Klaust- urhólum, að börnin á bænum fengu að fara í berjamó, því að veður var hið fegursta. Rögnu langaði að fara með þeim, þó að hún væri orðin gjafvaxta. En hún gat ekki farið, af því að hún þurfti að ljúka ákveðnu verki þennan dag. En hugur hennar var alltaf hjá börnunum. ÞaU komu heim fyrr en búizt var við, og var þeim nokkuð niðri fyrir. Voru þau spurð, hví þau kæmu svo snemma heim. ÞaU sögðust hafa séð Rögnu koma í áttina til þeirra, en staldra við skammt frá þeim. Fóru þau þá að kalla í hana, en hún svaraði ekki. Gengu þau þá til hennar, en þegar þau nálg- uðust hana, hvarf hún þeim sýnum. Þá urðu þau hrædd og héldu þetta hafa verið huldukonu og flýttu sér heirn- Ragna hafði ekki staðið upp frá vinnu sinni, á meðan börn- in voru í berjamónum. (Skrifað eftir frásögn Rögnu Gísladóttur og staðfest af einu af börnunum.) Gráskinna. GOING TO ICELAND7 Or perhaps you wish to vuit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day witnout any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claromonl Ave., Winnipeg S. Man. Tel.: GLobo 2-5446 WH 2-5949 Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenue Winnipeg 3. Maniioba • All types of Plywood • Pre-finish doors and windows • Aluminum combination doors • Sashless Units • Formica • Arborite • Tile Boards • Hard Boards etc. • Table Legs Phones SU 35-967 SU 34-322 FREE DELIVERY

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.