Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1968
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON
President, S. Aleck Thororinson; Vice-President, Jakob F. Kristjansson; Secretory,
Dr. L. Sigurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johannson.
EDITORIAL BOARD
Winnipog: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson Dr.
Valdirrvor J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phillip
M. Petursson. Vancouver: Gudlaug Johannesson, Boai Bjarnason. Minneapolis:
Hon. Voldimor Bjornson. Vlctorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thor-
lacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack.
Subscriplion $6.00 per year — payable in advance.
TELEPHONE 943-9931
Authorized os second closs mail by the Post Office Deportment, Ottawa,
and for payment of Postage in cash.
NágraEinamir útnefna forsetaefni
Við Canadamenn höfum jafnan haft áhuga fyrir því, að
íylgj^st með stjórnmálum Bandaríkjanna, ekki einungis
vegna þess að hér er um nágrannaþjóð að ræða, sem hefir
lengst af verið vinsamleg í okkar garð, heldur og stórþjóð
— 20 sinnum stærri að mannfjölda en við erum — og áhrifa
hennar hlýtur að gæta á margan hátt meðal okkar hér
nyrðra, okkur stendur því ekki á sama, hver verður kosinn
æðsti valdamaður Bandaríkjanna.
Aðal stjórnmálaflokkar landsins, héldu nýlega útnefning-
arþing sín, Republican flokkurinn vikuna 5. ágúst og Demo-
krataflokkurinn tveim vikum síðar. 1333 fulltrúar Republican
flokksins söfnuðust saman á suðaustur horni landsins, á hinni
fögru eyju, Miami Beach í Florida, en það mun einn íburðar-
mesti sumarbústaður landsins; þangað sækir a ð a 11 e g a
ríkt fólk, því þar kostar næturgreiðinn $40 á mann í hinum
stóru hótelum. Eyjan er 10 mílur á lengd og um mílu á
breidd. —
Þrír menn sóttu um útnefningu: Richard N. Nixon, Nelson
Rockefeller, ríkisstjóri í New York og Ronald Reagan ríkis-
stjóri í California.
Mr. Nixon hefur alllanga reynslu í stjórnmálum. Hann
var átta ár varaforseti Bandaríkjanna í tíð Dwight Eisen-
hower og sótti svo um forsetaembættið gegn John F. Kennedy
1960 og munaði þá minnstu að hann ynni sigur. Næst sótti
hann um ríkisstjóra embættið í Californiu en tapaði fyrir
kvikmyndaleikaranum, Ronald Reagan. Fannst honum í bæði
skiptin að blaðamenn ætti þar nokkra sök að máli og sagði
þeim að þeir skyldu ekki aftur fá tækifæri til að gera sér
mein. En pólitík virðist Nixon í blóð borin; hann tók innan
skamms að flytja ræður og aðstoða á annan hátt flokks-
bræður sína, sem voru að sækja í kosningum; hann sótti
Republican þingið 1964 og kom þar fram sem ráðunautur
og var traustur fylgismaður Barry Goldwater; brást hvorki
honum né flokknum og aflaði sér þannig mikilla vinsælda
innan flokksins.
Nelson Rockefeller spillti fyrir sjálfum sér með því að
vera á báðum áttum með það, hvort hann ætti að gefa kost
á sér, og ákvað ekki að gera það, fyrr en í apríl. Hann
nýtur vinsælda sem ríkisstjóri í New York og taldi sér til
ágætis að hann hefði aldrei tapað kosningu. Hann ferðaðist
víða um landið og fólk almennt virtist vilja veita honum
fylgi, en almúginn í Bandaríkjunum útnefnir ekki forseta-
efnið. Það er hlutverk fulltrúanna, sem sendir hafa verið af
flokkssprautum hvers ríkis á útnefningarþingið.
Ronald Reagan tilkynnti ekki, að hann væri í kjöri fyrr
en hann kom á þingið, og til hvers var það?
Richard N. Nixon var vitaskuld útnefndur. Hann flutti
síðan ræðu, sem h.ann sagði blaðamönnum, að hann hefði
unnið að, að semja í marga daga. Henni lauk með sögu um
lítinn dreng, sem kominn var af fátækum foreldrum, er lögðu
mikið á sig til að koma honum til mennta o. sv. fr. Ein-
hvern veginn hafði ræðan ekki tilætluð áhrif, — var fremur
barnaleg.
Margir hæfir menn voru þarna, sem ætla mætti að kæmu
til mála, til að sækja um útnefningu í varaforseta embættið
en Mr. Nixon mælti með lítt þekktum manni, Mr. Spiro T.
Agnew, ríkisstjóra í Maryland. Hann er af grískum ættum;
hefir þótt nokkuð strangur í garð blökkumanna, og nýtur
lítils fylgis frá þeim.
Blökkumenn höfðu mjög fáa fulltrúa á þinginu — 2 eða
4 prósent fulltrúa. Fjöldi lögreglumanna var á eyunni til að
koma í veg fyrir óeyrðir, en blökkumenn gerðu uppreisn í
Miami handan við Biscayne Bay og voru þrír blökkumenn
drepnir og margir særðir. Ekki höfum við séð í blöðum eða
tímaritum um nein réttaiiöld vegna þessa manndrápa, en
ólíklegt er, að þau hafi ekki verið rannsökuð. —
Nokkuð var þetta útnefningarþing dauflegt og hálfleiðin-
legt að horfa upp á hópa af fullorðnu fólki frá hinum ýmsu
ríkjum marséra öðru hvoru um salinn, hampa fánum og
spjöldum og hrópa og syngja. Mikinn tíma má spara með
því að leggja niður þennan barnaleik, en það gjörðu Demo-
kratar; þeir héldu þing sitt í Chicago og varð það þing heldur
en ekki róstusamt, en sagt verður frá því í næsta blaði. — I. J.
JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu:
SveitarheiBÍ í Svarfaðardal
Við leyfum okkur að biría þessa grein eftir vin okkar Jónas
Jónsson, því hún mun sennilega sú síðasta, sem hann reii.
Ekki bregst honum borgalistin, hann kann að lofa einn án
þess að lasia annan. Og minnugur er hann okkar hér vesira.
Svarfdælingurinn hér, er hann víkur að er Soffaníus heitinn
Thorkelsson. — I. J.
Það virðist giftumerki að
vera Svarfdælingur. Nú hafa
þúsundir manna um allt land
ákveðið, að miðaldra bónda-
son úr þessum dal sé bezt fall-
inn af öllum Islendingum til
að setjast í fornfrægan stól
Snorra Sturlusonar á Bessa-
stöðum. Snorri var í senn mik-
ill listamaður, góður bóndi og
áhrifamikill vísindamaður.
Ég kynntist Svarfdælingum
eftir aldamótin. Þá voru tólf
sveitapiltar að 1 j ú k a sögu
Möðruvallaskólans. Húsið var
nýbrunnið. Við höfðum ekk-
ert frambærilegt hús, en þrjá
ágæta kennara. Við vorum
lífsglaðir, hraustir og miklir
vinir. Þó þótti okkur mest
varið í yngsta sveinin í hópn-
um, Þórarinn Eldjárn prests-
son úr Svarfaðardal. Hann
hreif hugi okkar stallbræðr-
anna sem æskuprúður giftu-
maður. Þórarinn h v a r f ú r
skólanum heim í dalinn sinn,
tók við búi foreldranna og
giftist ágætri konu. Hann var
önnum kafinn við bú og börn
og bað ekki um önnur gæði.
En Svarfdælingar báðu hann
að gera margt fyrir sveitina
sína. H a n n gerðist kennari
barna og ungmenna, og skól-
inn var á Tjörn. Hann var
hreppsnefndarmaður og hrepp
stjóri, sýslunefndarmaður og
leiðtogi Kaupfélags Eyfirð-
inga, og seinast stjórnarfor-
maður þeirrar stofnunar, sem
er eitthvert glæsilegasta fyrir-
tæki á íslandi.
Víða sjást spor dugandi
manna í Svarfaðardal. Sveitin
var veglaus og ríkið fátækt.
Þá lögðu Svarfdælingar á sig
gjafavinnu b æ ð i sumar og
haust til að gera akveg eftir
byggðinni. Síðar kom brú á
ána. En í hlíðinni skammt frá
Tjörn fundu ungir Svarfdæl-
ingar hitahæð í fjallinu. Brutu
Kæra frú Ingibjörg:
Ég er nýbúin að lesa ritgerð
þína um íslendingadaginn á
Gimli og er þér sammála um
næstum allt sem þú segir um
dagskrána. Ég og maður minn
komum frá Winnipeg á mánu-
dagsmorguninn í tæka tíð til
að sjá skrúðförina um bæinn.
Okkur fannst hún framúr-
þeir harðar klappirnarog
byggðu sér baðhús og síðan
fyrstu sundlaug í sveitinni.
Varð þetta landsfrægt afrek,
og Sigurður Guðmundsson
meistari sendi æskumenn sína
í þessa námsstöð.
Svarfdælingar gleyma ekki
ættbyggð sinni, þótt þeir
hverfi á braut. D u g 1 e g u r
Svarfdælingur varð efnaður
vestan hafs. En hann hugsaði
heim og gaf kirkju dalsins
klukku, sem heyrist við messu
gerðir um alla sveitina. Enn-
fremur gaf þessi burtflutti
sonur stórgjöf í reiðufé til að
planta bjarkaskóg á víðáttu-
mikilli sléttu í dalnum. Klukk
an og skógarlundurinn munu
lengi bera vott um sonarhlý-
hug Svarfdælings í annari
álfu.
Ég hef á löngum dvalarár-
um sunnanlands kynnzt mörgu
góðu fólki, borgarbúum og
aðkomumönnum. 1 þeim hópi
eru Svarfdælingar eftirminni-
legastir. Þeir eru ekki dugleg-
ir að veiða hlunnindi, stöður
og vegtyllur, en þeir hafa löng
un til að vera dugandi menn
í gagnlegu starfi. Mér þykir
það spá góðu, að almenningur
um allt land vill nú gera mjög
álitlegan Svarfdæling að eftir-
manni Snorra á Bessastöðum.
Bændur hafa borið hita og
þunga þjóðlífsins í ellefu ald-
ir. Þeir sömdu lögin og skrif-
uðu fornsögurnar. Þeir varð-
veittu tungu þjóðarinnar og
menningu á löngum og dimm-
um kúgunartímum, og þ e i r
börðust einhuga fyrir endur-
heimt sjálfstæðisins á morgni
nýrrar aldar. Nú er í framboði
til þjóðarforustu úrvalsmaður
úr úrvalssveit. Nú sannast
enn sem fyrr hve gifta íslands
er mikil á örlagastundum.
skarandi góð og bezt þótti
o k k u r drekatrjónu víkinga-
skipið. Ræðuhöldin voru skýr
og skemmtileg og ég h i 11 i
þarna frænku frá íslandi sem
mér þótti innilega vænt um
að sjá, einnig mitt góða frænd
fólk á Gimli sem allt vildi
gera fyrir okkur.
Mér fannst fjallkonan tign-
arleg og ræða hennar góð og
sköruglega framborin og hirð-
meyjar aðlaðandi og fallegar.
Við vorum kynnt heiðursgest-
unum sem voru bæði ljúf-
mannleg og á sama tíma höfð-
ingleg. Ég hafði séð Sigurð á
íslandi. Gimii hljómsveitin
var ágæt og allt annað, sem
var á dagskrá, okkur þótti
einkum skemmtilegt að hlusta
á Vopnfjörð hjónin.
U n g u stúlkurnar dönsuðu
vel, en þessi dans er hálf
deyfðarlegur. Eru engir ís-
lenzkir dansar fjörugri en
þetta? Mig langar líka að sjá
meira skraut á upphlutnum!
Og svo íslenzkan danisstjóra.
Þetta eru nú nokkuð harðar
kröfur. Góður var blessaður
maturinn hjá konunum í skál-
anum. Maðurinn minn, sem er
skozkur, fékk sér duglega
hressingu af skyri, rúllupylsu
og pönnukökum, og jafnvel
harðfisk.
Svo vorum við að hlakka til
að hlusta á almennan söng um
kvöldið, en við urðum fyrir
vonbrigðum. Ekki var það
neinum sérstökum að kenna,
söngstjórinn fékk litla hjálp
frá mannfjöldanum. Ég heyrði
aðeins þrjá íslenzka söngva
sungna og fólkið talaði hátt
og hlustaði eklti vel á þessi
inndælu ljóð og lög, sem ég
er viss um að eldri og jafn-
vel margt af yngri kynslóð-
inni elskar enn. Dóttir mín
elskar íslenzk ljóð og lög þo
hún sé alin upp á meðal ensku
talandi fólks. íslenzki neistinn
deyr ekki út nema hann se
drepinn miskunarlaust. Ekkert
getur haldið þessum eldheita
neista betur við, en íslenzkur
söngur og ljóð:
„Svif þú nú sæla sögsins
engla mál.
Angrið að bæta, yfir mína
sál.
Tóna regn þitt tára mjúkt.
Titri niður á hjartað sjúkt.
Eins og dala daggir svala.
Þyrstri rós í þurk.“
Ég vona að ungu landarnir
taki sig saman og stofni ís-
lenzkan karlakór í Winnipeg.
Ekki vantar hæfileikana.
Ég er búin að vera hér um
50 ár svo e. t. v. er íslenzkan
mín ekki eins góð og vera
mætti.
Kona vesían úr landi
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere7 Where-
ever yoö wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write, call or telephone to-
day witnout any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeq 6. Man.
T*l.: GLobo 2-5446
WH 2-5949
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Bréf tsl ritstjórans