Lögberg-Heimskringla - 05.09.1968, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1968
7
Þegar allt var um garð gengið
Framhald aí bls. 5.
veg eins og það hreif þann
mann, sem hann ritar um.
Hann gerir þessa tilfinningu
svo lifandi, tjáir hana með
slíkum glæsibrag og innlifun,
sem þó er öguð skörpum
s k i 1 n i n g i, að lesandanum
finnst í svip hann skynji,
hvernig heimurinn leit út í
augum Churcills.
En hann nefnir einnig, nán-
ast í framhjáhlaupi, hlið á
Churchill, sem mönnum sést
°ft yfir. Hann setur fram sem
andstæður „léttúðarfullan og
nærri því kærulausan ákafa“
Hoosevelts annars vegar og
hins vegar „dýpt“ Churchills,
>.og samsvarandi óvissu, sem
Hoosevelt í léttúð sinni lét
hugann ekki dvelja við.“ Ef til
vill væri hægt að grundvalla
staðhæfingar um mikilleik
Churchills á þessu, — miklu
fremur en á eldmóði hans og
þeim eiginleikum, sem lágu
naer yfirborðinu. En þótt und-
arlegt kunni að virðast vað
það einmitt þetta, sem olli því,
að mestallan stjórnmálaferil
Churchills var næstum óbrú-
anleg gjá milli hans og mikils
Uieirihluta samlanda hans.
Isaiah Berlin hefur leyfi til
að skrifa af jafn hástemmdri
hrifningu og hann gerir um
Churchill árið 1940, því að
hann er að skrifa um sigur-
for, um sigurför manns og
þjóðar, en þetta tvennt var þá
svo samtvinnað að ógerlegt er
að greina á milli hlutverka
þoirra. E n þ e s s i samhugur
stóð aðeins skamma stund; að
ttokkru leyti entist hann þó út
styrjöldina, þótt hann væri
aldrei eins magnaður og þá,
en engu að síður voru brezkir
hjósendur á styrjaldarárunum
srnám saman að móta með sér
stjórnmálaskoðanir, sem voru
andstæðar skoðunum Church-
hls, en það olli skyndilegum
valdmissi hans árið 1945.
Árið 1940 var undantekning
1 lífi Churchills, — og mesta
undantekningin af öllum var
það samband, sem hann kom á
miiii
sín og landa sinna. Eitt
helzta einkennið á hinum
|anga stjórnmálaferli Church-
ills er nefnilega það, að brezka
þjóðin vísaði honum oft hvað
eftir annað og langtímum
saman á bug, þrátt fyrir alla
hæfileika hans og snilld, eða
kannski vegna þessara hæfi-
feika. Hann ávann sér aldrei
astsæld og traust þjóðarinnar,
fáir aðrir fylgdu stefnu
hans en lítill hópur trúnaðar-
^fna, sem fæstir höfðu nokkra
stjórnmálalega þ ý ð i n g u .
Hvorki þjóðin né nokkur
stjórnmálaflokkur hennar við-
Urkenndi hann sem foringja.
Pegar mönnum á banadægri
hans var boðið að líta á hann
aem m i k i n n þjóðarleiðtoga,
þjóðhetju og landsföður í
eir>ni persónu, var erfitt að
þainnast þess, að mestallan
stjórnmálaferil sinn hafði hon
llIh fallið í skaut grunsemdir,
vantraust e ð a afskiptaleysi,
að fram að stríðsbyrjun hafði
enginn traustur eða varanleg-
ur árangur orðið af stjórn-
málastörfum hans.
Til að auðvelda upprifjun-
ina er ekkert betra en að lesa
bók Lafði Violet Bonham Car-
ters: Winston Churchill eins
og ég þekki hann. Bókin er
snilldarvel skrifuð, svo vel
að maður harmar, að lafði Vio
let skuli ekki á langri ævi
hafa skrifað meira og talað
minna.
Sé ritgerð Berlins skrif-
uð í anda hetjudýrkunar, þá
er bók lafðinnar ástarsaga, og
eins og allar sannar ástarsög-
ur segir hún meira bæði um
þann, sem elskar, og þann,
sem er elskaður, en höfundinn
getur grunað. Eins og allar
ástarsögur er bókin líka saga
um æsku, um þau ár, þegar
lafði Violet var ung stúlka og
á 11 i forsætisráðherra Bret-
lands fyrir föður og Churchill
var ítursnjall, ungur stjórn-
málamaður á uppleið. Violet
B o n h a m Carter er dóttir
Asquiths lávarðar, foringja
Frjálslynda flokksins á fyrsta
hluta aldarinnar. í sögu
hennar kemur fram yndis-
þokki æskuástar, séður með
tregafullum skilningi efri ára;
þessi yndisþokki leggst meira
að segja eins og gullin blæja
yfir litríkar lýsingar hennar á
því samfélagi og þeim tímum,
þegar tilfinningar hennar mót
uðust.
Höfuðatriði í frásögn henn-
ar er að söguhetjan hefur þeg-
ar hann kemur fyrst til sög-
unnar þegar í bernsku og á
æskuárum orðið fyrir þeirri
bitru reynslu að vera útskúf-
að.
Enginn maður hefur átt föð-
ur meir að sínu skapi en
Churchill. Randolph Churchill
lávarður, þessi gáfaði, skap-
mikli maður, sem gjörbreytti
brezkum stjórnmálum á árun-
um 1870-80, en síðan koðnaði
niður eins og útbrunnið skar,
hann hafði til að bera alla þá
eiginleika, sem Churchill dáð-
ist mest að: hugrekki, hrein-
skilni, stefnufestu, m i k i ð
vinnuþrek og vissa óþreyju,
sem þeytti honum eins og
halastjörnu yfir stjórnmála-
himininn; og auk þess var
hann gæddur persónulegum
yndisþokka, s e m sonurinn
hafði aldrei til að bera til
fulls. En einmitt þessi maður,
sem var eins og skipaður til
að eignast alla ást og hylli
drengsins, umgekkst son sinn
ávallt eins og hann væri ó-
kunnur maður, sýndi honum
kuldalega vanþóknun, s e m
nálgaðist lítilsvirðingu. „Hann
virtist hafa allt eða næstum
allt til að bera sem nokkurs
var virði,“ ritar Churchill
sjálfur. „En honum mislíkaði
alltaf, ef ég gerði nokkra til-
raun til að kynnast honum,
og þegar ég stakk einu sinni
upp á því, að ég gæti hjálpað
einkaritara hans við að skrifa
sum bréf fyrir hann, þá hafn-
aði hann því með öllu.“
Allur þessi kuldi föðurins
gat þó ekki drepið aðdáun og
ást Churchills. „K u 1 d a 1 e g
framkoma og afskiptaleysi
Randolphs lávarðar eyðilagði
ekki stolt sonarins og aðdáun
hans?“ segir lafði Violet, og
hún lýsir á áhrifamiklum hátt
hvernig Churchill leit á það
nána samband sem var milli
hennar og föður hennar, en
Asquith lávarður skýrði henni
frá áliti sínu á mönnum, mál-
efnum og atburðum. „Hann
spurði mig í hálfgerðri öfund:
„Sagði faðir þinn þér þetta?
Talar hann svona opinskátt
við þig? Ég vildi að ég hefði
getað talað svona við föður
minn.“ Og stundum bætti
hann við: „En það hefði orðið,
hefði hann lifað. Það hlyti að
hafa orðið“.“
Sú útskúfun, sem Churchill
r e y n d i í bernsku og æsku,
fylgdi honum stöðugt allan
stjórnmálaferilinn. Lafði Vio-
let tekur það greinilega fram,
að þrátt fyrir hið mikla álit,
sem faðir hennar hafði á
Churchill og afburða gáfum
hans, þá tókst honum aldrei
að vinna trúnað félaga sinna
í ríkisstjórn frjálslynda
flokksins 1906 né traust frjáls-
lynda flokksins. Hann var eins
og litskfúðugur paradísarfugl,
sem var tortryggilegur í aug-
um litdaufari fugla. Stundum
voru aðgerðir hans hafðar í
gamanmálum. Charles Mast-
erman ritaði 1.1.: „Hann sér
ekkert n e m a fátæklingana,
sem hann er nýbúinn að upp-
götva, og hann heldur að hann
sé kallaður til þess af forsjón-
inni að gera eitthvað fyrir
þá.“
Og þegar Churchill vegna
stefnufestu e ð a stefnuleysis
hvarf frá frjálslynda flokkn-
um og gekk aftur í íhaldsflokk
inn eftir fall Lloyds Georges,
þá tók íhaldsflokkurinn við
honum aftur með jafnmikilli
tortryggni og fjandskap. Við-
horf íhaldsmanna komu vel
fram í ævisögu, sem var gefin
út 1931 og nefndist: Harmleik-
urinn með Winston Churchill,
en þar er honum lýst, sem gáf-
uðum stjórnmálamanni, er
hafi eyðilagt sjálfan sig með
göllum sínum, óstjórnlegri
framgirni, ístöðuleysi og óþol-
andi eigingirni.P u n c h birti
um svipað leyti af honum
skopmynd, þar sem hann var
að reyna að setja á sig hatt
fyrir framan spegil, og sagði:
„Eins og alltaf er hatturinn of
lítill.“
Lafði Violet minnir á það
hvað eftir annað, hve mjög
innsti k j a r n i íhaldflokksins
hataði og tortryggði Churchill,
alveg eins og þeir höfðu hatað
og tortryggt föður hans. Það
hefði glatt þessa menn, ef
hann hefði hlotið sömu örlög,
og um skeið virtist líklegt, að
svo yrði. Þeir hundeltu hann
af slíku hatri og slíkri heift,
að ekkert nema sú sefasjúka
dýrkun, sem hann varð að-
njótandi frá þeim á síðustu ár-
um, getur jafnazt á við það.
Á fjórða áratugnum voru allir
stjórnmálamenn íhaldsflokks-
ins, sem höfðu hug á að kom-
ast í valdasæti, sannfærðir um
að Churchill væri ólæknandi
talsmaður glataðs málstaðar,
kominn úr allri snertingu við
kjósendur og þjóðina í heild
og gæti ekki framar átt ann-
að í vændum en standa í von-
lausu andófi. Eitt merkileg-
asta einkennið á stjórnmála-
ferli Churchills fram að heims
styrjöld er, að honum skyldi
aldrei takast að safna sam-
stæðu almenningsáliti um
skoðanir sínar, annað hvort
innan íhaldsflokksins eða utan
hans.
U t a n íhaldsflokksins var
Churchill sízt tekið með
minni tortryggni en innan
flokksins, þótt hann áynni sér
samúð og aðdáun ákveðinna
afla í verkamannaflokknum
vegna andstöðu sinnar við
Hitler og nazismann í Þýzka-
landi. En vígbúnaðarstefnan
var óaðgengilegri fyrir flesta
vinstri menn einmitt af því að
Churchill fylgdi henni fram.
Hann var nefnilega blóði drif-
inn, maðurinn frá Gallipoli,
frá borgarstyrjöldinni í Rúss-
landi, frá Allsherjarverkfall-
inu. Þegar hann nú boðaði
vígbúnað, gat það aðeins verið
af röngum hvötum, í þágu
stríðsins en ekki friðarins.
Við skulum ekki láta okkur
Framhald á bls. 8.
Your Symbo/
of Safety
MEN WORKING
The sign means what it says.To ignore it is
to risk death or injury to a public worker.
Highway signs are your guide to safe driving.
Know them. Obey them.
This summer, as always, there’s evidence of
your highway department in action. Watch for
construction signs in these areas: •
HIGHWAY No. 12 — South Junciion No. 12 and
59 north for IVj miles grad-
ing — flagman in atten-
dance
HIGHWAY No. 23 — Vicinity of Morris —
bridge conslruciion single
lane traffic
HIGHWAY No. 44 — Rennie West — grading for
14 miles
HIGHWAY No. 6 — Gordon to Warren — grad-
ing — local traffic only —
delour
MANITOBA
HIGHWAYS