Lögberg-Heimskringla - 01.10.1969, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1969, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 1. OKTÓBER 1969 Alheimsráðsfefna um sögulegar heimildir Alheimsráðstefna um sögulegar heimildir var hald- in í þeirri fögru borg Salt Lake City síðast liðinn ágúst. Ættfræðifélag Mórmonakirkjunnar, sem telur ekki eft- ir sér smámunina, bauð til ráðstefnunnar sérfræðing- um í skjal- og heimildakönnun frá flestum löndum heims. Mormónar eiga mesta safn ættfræðiheimilda, sem um getur í sögunni. Geyma þeir nöfn feðra sinna á mækrófilmum í fjöllum inni, og má líta á slíka nafna- viðtöku sem tryggingu um ævarandi sáluhjálp í allt að sjö •himnaríkjum. Ekki stunduðu Mormónar trúboð á ofangreindri ráðstefnu, en svo frábær var undirbúningur sá, sem þeir höfðu annazt fyrir ráðstefnuna og svo ágætlega hlynntu þeir að gestum sínum, að orðstír þeirra hefir enn aukist víðs vegar um heimsbyggðina. Af íslands hálfu sátu ráðstefnuna Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður og Einar Bjarnason pró- fessor í ættfræði við Háskóla íslands. Fluttu þeir félag- ar stórfróðleg erindi á ráðstefnunni. Eftir fundarhöld- in í Salt Lake City komu þeir Bjarni og Einar til Winnipeg og hittu að máli félaga úr Icelandic Cana- dian Club og Þjóðræknisfélaginu. Yfir málsverði fluttu þeir ávörp, og fylgir hér með ávarp Einars Bjarnasonar prófessors. — H. B. RÆÐA EINARS BJARNASONAR PRÓFESSORS Við Bjarni erum nýkomnir af ráðstefnu í Salt Lake City, sem nefndist Worlds Conference on Records. í þessari borg er stórkostlegasta og bezt varðveitta safn af ættfræðiheimild- um, sem til mun vera í heiminum og þeir þar nefna það stundum „Records Protection in an Uncertain World“. Þegar við höfðum þegið boð um að koma til ráðstefn- unnar vaknaði hjá mér löngun til að koma við í íslendinga- byggðum Canada, en ég hefi tvisvar áður verið í Bandaríkj- unum og í hvorugt skiptið hafði leiðin legið þangað norður. Nú hefur ósk mín rætzt, og svo vel hefur okkur verið tekið, að Haraldur Bessason hefur okkur til mikillar ánægju þegar verið með okkur í nokkra daga í Utah. Af því að hugur okkar hefur nú mest snúist um ætt- fræði og safnamál undanfarið og ykkur kann einnig að leika einhver hugur á að vita hvað þeim málum líður, langar mig til að minnast á eitt atriði í fyrírlestri þeim, sem ég hélt á ráðstefnunni í Salt Lake City, sem getur verið nýlunda og ég a. m. k. hef ekki séð, að gaumur hafi verið gefin fyrr. Það er nú svo komið, að stöðug skothríð er farin að brjóta skarð í múra Landnámu og er þess skemmst að minnast, að seint á árinu 1966 setti Þórhallur Vilmundarson, prófessor, fram tilgátu í fyrirlestrinum, sem hann hélt um uppruna ör- nefna, en með henni vakti hann hjá mönnum vafa um það, að sumir landnámsmennimir, sem Landnáma nefnir, hafi verið til með þeim nöfnum, sem hún gefur þeim, og hann gefur í skyn, að nöfnin kunni að vera smíðuð eftir örnefnum, handa þeim, sem gera vildu eða gera þurftu grein fyiir þess- um landnámsmönnum þegar til Landnámu var safnað snemma á 12. öld. Þegar vamarmúramir eru teknir að bresta fara menn að renna grun í það, að þeir hafi e. t. v. ekki verið svo sterkir sem ætlað var. Því var það, að ég fór að gefa gaum að einu atriði í eftirmála, sem er í þeirrí gerð Laindnámu, sem talin er vera samin af Styrmi presti fróða Kárasyni, er lifði um 1170-1245, og hljóðar hann svo: „Þat er margra manna mál, at þat sé óskyldr fróð- leikr at rita landnám. En vér þykjumsk heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því, at vér séum komnir af þrælum eða ilhnennum, ef vér vit- um víst váran kynferðir sannar, svá ok þeim mönnum, er vita vilja forn fræði eða rekja ættatölur, at taka heldur at upphafi til er höggvask á mitt mál, enda eru svá allar vitrar þjóðir, at vita vi'lja upphaf siinna landsbyggða eða hversu hvergi til hefjask eða kynslóðir". Setninguna í þessum eftirmála: ,at taka heldr at upphafi til en höggvask í mitt mál“ hef ég nú mesta tilhneigingu til að skilja á þann veg, að með henni hafi vakað fyrir Styrmi að bera fram afsökun fyrir því, að menn hafi leitað svo langt aftur í tímann þegar Frum-Landnáma var samin, í svo þoku- kennda fortíð sem 9. og 10. öldin hafi þá verið orðnar mönn- um, og hafið söguna af landnámunum strax, þegar þau urðu í stað þess að byrja síðar, á traustari grundvelli, á þeim tím- um, sem menn mundu betur til. Ég var að velta því fyrir mér við undirbúning fyrirlesturs- ins, sem ég hélt í Utah, hvert væri ættfræðilegt gildi Frum- Landnámu, þess rits, sem virðist hafa verið samið snemma á 12. öld, um 2 öldum eftir að formlegt ríkisskipulag er sett á stofn á íslandi, árið 930 og væntanlega um 2x/2 öld eftir að landnámsmenn byrja að flykkjast til landsins. Það var þá nær- tækast að hugleiða það hve fjarlægt það fólk er orðið okkur, sem lifði á landi okkar á árunum 1700-1750 og gera okkur grein fyrir því hve mikið við mundum vita um það ef við hefðum engar skráðar heimildir. Þessi samanburður á auð- vitað ekki fullan rétt á sér af því að við höfum vanist því, að mega treysta skráðum heimildum, en á 10. og 11. öld urðu menn að treysta minninu í miklu ríkara mæli en nú og fengu meiri þjálfun í því. Minninu mátti því eflaust treysta mun betur þá en nú. En samt sem áður voru líkurnar fyrir rang- hermi svo margfalt meiri þá, þegar hin skráða heimild var ekki fyrir hendi. Minni manns er ekki svo öruggt, að ekki skolist eitthvað í því. Það er einnig mjög mismunandi hve minnugir menn eru, hve kærulausir þeir eru þegar þeir segja frá því, sem þeir muna, og hve greinargóðir þeir eru í fram- setningu, svo að ekki verði misskilningur úr. Mörgum verður sú freisting fyrir hendi að telja sig muna glöggt það, sem þeir raunar muna óljóst, sumir segja vísvitandi rangt frá og aðrir hafa ekki fulla dómgreind á því hvenær þeir segja rétt og satt frá. Hjá hinum síðastgreindu mönnum hefur eflaust verið reynt að sneiða í þá daga, en ekki hefur það alltaf verið hægt. Loks er að líta á það, að milliliðirnir voru margir alla leið, frá landnámstíð til 12. aldar. Þegar Frum-Landnáma var skráð hefur hún verið því marki brennd, sem orsakast kynni að hafa af því, sem ég nú hef sagt. Ég skil vel, og finm sjálfur til sárSauka og saknaöar þeg- ar svift er burtu af sögusviðinu persónum, sem þar hafa lengi lifað í hugum manna, en í þessu efni sem öðru verðum við að minnast þess, að við lifum „in an uncertain world“. Það er smávægilegt atriði í íslenzkri þjóðemissögu að sumir landnámsmannanna í okkar gamla landi kunni að vera nefndir öðru nafni í Landnámu en þeir raunverulega báru, en hitt er mikilsvert, og það hef ég bezt komizt að raun um í þessari ferð, að langt frá ströndum íslands, í erlendu ríki, er íslenzku þjóðemi enn haldið uppi með mjög miklum sóma. Einar Bjarnason prófessor í ættfræði við Háskóla íslands Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður Það, sem aldrei verður bætt í marzhefti Reader’s Digest er bókarútdráttur, sem fjallar um útrýmingu geirfuglsins (Gerfalcon). Lífið var murkað úr þeim síðasta í Eldey 3. júní 1844. Þeim, sem þar stóðu að verki er talið það til afsökunnar, að þeir hafi verið ófróðir um að þetta væru s í ð u s t u fuglar sinnar tegundar í heiminum. Oft hefur verið um það rætt og ritað hér á landi, hvað þetta hafi verið hræðileg bhndni og hörmulegt glappaskot, og ekk- ert nema skömmina upp úr því að hafa. En okkur ferst ekki að ger- ast dómarar þessara óhappa- manna. Við gætum ekki svo vel verðmætanna, né vökum svo á verðinum, að sumt fari ekki í súginn, sem ekki verð- ur endurheimt. Aldrei hefur sannazt betur en nú að flest er falt fyrir peninga, og ekki horft í margs konar eyðilegg- ingu, ef einhver von er um stundargróða. Miklar umræður og ráða- gerðir hafa verið um það und- anfarið að auka Laxárvirkjun með því að hækka í Laxá og grípa einnig til annarra að- gerða, sem kynnu að hafa ó- fyrirsjáanleg áhrif á Mývatn. Þetta mundi leggja Laxárdal í eyði, sökkva Laxárhólmum utan við Helluvað og ef til vill spilla Mývatni á þann veg að fækkaði silungi og fuglum. Nauðsyn þessa getur þó ekki verið ýkja mikil. Næg orka til geysistórra virkjana skammt undan, bæði í Norður-sýslunni og austur á Héraði. Og hver veit, nema kjam- orka leysi rafmagnið fyrr en varir af hólmi? Verði Mývatnssveit — perlu landsins — ekki þyrmt, sann- ast að það hermdarverk verð- ur síðar talið meðal þeirra verstu. Eitt af þeim, sem engir vildu unnið hafa, og ekki verð- ur fyrirgefið. Þótt kannske sé aðeins um að ræða ráðagerðir og áætl- anir slíkra hluta, er það svo ægileg speglun efnis- og auð- hyggju nútímans, að hún ætti að þykja blöskranleg. Þjóðin getur ekki verið svo heillum horfin að önnur eins óhaippaverk eigi sér stað. Gunnar Arnason, Kirkjuritið. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost Write, call or telephone to- day without any obligatíons to- ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremonl Ave., Winnipeg 6, Man. Tel.: Globe 2-5446 WH 2-5949

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.