Lögberg-Heimskringla - 01.10.1969, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1969, Page 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 1. OKTÓBER 1969 Fréttir frá Seattle Kveðju skáldsins skilað 1959. Jón Helgason, fil. kand. Framhald af bls. 1. Ólason, sem var íslenzka prin- sessan fyrir síðasta ár. Hún þakkaði félaginu fyrir þann heiður og ánægju sem sér hafði verið veitt. Um leið og hún lagði sín störf á hendur Susans, óskaði hún henni til hamingju og færði henni blóm frá félaginu. Með vel v ö 1 d u m orðum, sýndi Susan áhuga fyrir þessu hlutverki og þakkaði fyrir tækifærið og blómin. Svo var Kathy afhent smá gjöf frá fé- laginu í þakkarskyni enda stóð hún sig prýðilega í þessari stöðu. Það er gott að geta haldið þessum góða sið, að íslending- ar og vinir þeirra komi saman á útiskemmtun á ári hverju. The Scandinavian Music Fesival, 1969 Síðustu 17. ár hafa Norður- landamenn í Seattle haldið mjög vandaðar söngsamkomur í skemmtigarði, að sumrinu til. Oftast hefur það verið í hinu fallega Volunteer Park og þar var það haldið, þann 27. júlí í sumar. Islendingar hafa alltaf tekið drjúgan þátt í þessari athöfn. Fulltrúi frá íslenzka félaginu til að annast um þetta í ár, var Tani Björnson, eins og oft áður. Þetta hátíðahald byrjar með skrúðgöngu kvenna undir þjóðfánum, klæddar í sínum þjóðbúningum. S u s a n Her- mann, sem Miss Iceland og sex aðrar konur í fallegum ís- lenzkum búningum, prýddu hópinn. Svo hófst fjölbreytt sönglist- ar skemmtiskrá. Dr. Edward Pálmason söng „Draumaland- ið“ og aðra söngva og hreif áheyrendur. E i n n i g komu fram ræðismenn og voru kynntir, þar á meðal Jón Marvin Jónsson, fyrir ísland. V e ð u r var yndislegt og skemmtunin hrífandi. Nordic Fesiival 1969 Það áttunda hátíðahald sem nefnist Nordic Festival var haldið þann 23. ágúst í Seattle Center Playhouse. I viðbót við þessar fimrn, Danmörk Sví- þjóð, ísland, Noreg og Finn- land, voru tvær aukaþjóðir, Latvia og Estonia. Hver þjóð hafði frábær sýn- ishom af einhverjum sérstök- um iðnaði. Islendingar völdu hina ágætu íslenzku ull og hafði til sýnis peysur, ábreið- ur, sjöl og mörg listaverk. Hin nýkosna íslenzka prins- essa, Susan Hermann, klædd í þjóðbúning var á staðnum all- an eftirmiðdaginn. Hún heils- aði fólki vingjamlega og ræddi við það. Tíu aðrar konur voru þarna um daginn, klæddar ís- lenzkum búningum og gerðu góða lukku. Ágætar kvikmyndir frá þess- um löndum voru sýndar ókeypis, fólki til fróðleiks og ánægju. En um kvöldið var haldin mjög listræn skemmti- skrá. Fyrst komu fram þessar sjö prinsessur. Þá hafði Susan sett upp nýja skautið og var þá enn fallegri. Þær ávörpuðu fólkið með fáeinum orðum hver. Var þetta skemmtileg byrjun. Við þessa athöfn söng Tani Björnson: (1) “In Questa Tomba” by L. Von Beethoven. (2) “Icelandic Folk Songs” by S. Sveinbjömsen. (3) “Invictus” by Huhn. Hann söng prýðilega og frú Erika Eastvold spilaði undir ljómandi vel. Svo kom frú Kristín Smed- víg með fiðlu sína. Af sinni frábæru list, spilaði hún: (1) “R o m a n c e” eftir John Svendsen. (2) “La Gauumba” eftir mann Kristínar, Egil Smedvíg. Þetta vakti mikla aðdáun. Nokkrir háttstandandi menn voru kynntir — Mr. Floyd Miller, Seattle borgarstjóri; ræðismenn og þar á meðal, Jón M. Jónsson ræðismaður Islands fyrir Washingtonríki. Þessar sjö þjóðir tóku þátt í þessari skemmtun á ýmsan hátt, allt gjört sérstaklega vel og áheyrendum til ánægju. Um 600 manns sóttu þessa ágætu kvöldsamkomu. Laxveiðiferð íslenzka félagið stóð fyrir laxveiðiferð og George Svein- son annaðist um hana þetta ár. Þann 27. júlí fóra þrettán manns til Westport. Veður var yndislegt og allir komu heim ánægðir með lax í soðið. Dánarfregnir Þann 12. maí 1969 andaðist hér í Seattle, ekkjan, frú Ósk Smith, 84 ára, var Stefánsdótt- ir og fædd á Seyðisfirði. Hún átti ekki börn en ein systir er á lífi, Elizabet Thorbergson í Califomia. Hin látna var jarð- sett þann 15 sama mánaðar. Þar flutti kveðjumál séra Kol- beinn Sæmundsson. * * * Þann 10. júní, 1969 andaðist á sjúkrahúsi í Seattle, Nanna Einarson, 84 ára. Hún var skólakennari að menntun og stundaði þá kennslu til sjötugs aldurs og var ógift. Hún var jarðett þann 13. sama mánaðar og þar flutti kveðjumál séra Robert McMillan. Einn bróðir þeirra látnu er á lífi, Sturla Einarson, prófessor í stjömu- fræði við Berkley Háskóla. Föðurbróðir hennar var Ind- riði Einarsson, leikritaskáld. Jón Magnússon. Þegar Gunnar Gunnarsson skáld varð áttræður 18. maí s. 1., daginn eftir að við hjónin komum til íslands, sendi ég honum í nafni okkar beggja, Ijóðkveðju í símskeyti. Var hún prentuð í Lögb.-Heimskr. 29. maí, ásamt smáfrétt frá mér um það, hversu vel og maklega þessa merkisafmælis hins mikilhæfa og víðfræga rithöfundar hafði verið minnst heima á ættjörðinni. Lýsti þar sér einnig ágætlega, hve víð- tæk og djúpstæð ítök hann á í hugum þjóðarinnar. Stuttu eftir afmælið barst okkur hjónunum einkar hlý- legt þakkarbréf frá skáldinu fyrir ljóðkveðjuna. Fórast honum meðal annars þannig orð: „Við hjónin óskum ykkur báðum gæfu og gengis á ó- komnum áram, og einnig öðr- um löndum vestra sendum við hugheilar h j a r t a n s óskir." (Leturbr. greinarhöf.) Ég tel mér sóma að því að skila þeim kveðjum hins mik- ilsvirta og vinsæla skálds, og til þess, að þær nái til sem flestra Islendinga vestan hafs, vil ég biðja Lögb-Heimskr. að koma þeim á framfæri. En ég veit, að margir íslendingar hérlendis hafa lesið rit skálds- ins á frummálinu eða í ensk- um þýðingurp, og kunna vel að meta sjálfan_,hann og verk hans. Gunnar Gunnarsson hefir verið óvenjulega mikilvirkur rithöfundur, og hefir með skáldritum sínum, er þýdd hafa verið á mörg erlend tungumál, borið hróður ís- lands víða um lönd. Hann er fágætur ritsnillingur og hefir fairið höndum snilldar sinnar um hin fjölbreyttustu við- fangsefni. Ekki var það heldur út í bláinn, að ég ávarpaði h a n n sem „Skáldið sálar- skyggná“ í upphafsorðimum í ljóðkveðju minni til hans átt- ræðs, því að eitt höfuðeinkenni hans sem rithöfundur er ein- mitt það, hve djúpskyggn ha-nn er á sálarlíf hinna fjar- skyldu, en ávalt mannlegu sögupersóna sinna. Hann hefir skrifað umfangs- mikinn og stórmerkan bálk skáldsagna, þar sem hann sæk- ir efnið í sögu íslands á ýms- um tímum. 1 grein minni „Gunnar Gunnarsson’s His- torical Novels — A Brief Sur- vey” (Annual Literary Supple- ment, Lögb.-Heimskr., 10. apríl 1969) rakti ég í nokkrum meg- indráttum i n n i h a 1 d þessa merkilega skáldsagnaflokks, og dró nokkra athyggli að því, hvernig þar væri á efni haldið og hvernig lífshorf höfundar speglast í sögum þessum. Verður það eigi endurtekið hér. Læt ég mér nægja að vitna til eftirfarandi ummæla um þessar skáldsögur Gunnars úr hinni merku bók Stellan Arvidson um skáldið (Gunnar Gunnarsson, Helgafell, Rvík. þýddi. Bls. 48): „En Gunnar Gunnarsson er íslendingur og saga landsins er því rannin honum í merg og bein — þúsund ára saga íslands, hin langa barátta fyr- ir góðu mannlífi og menningu á fjarlægu, hrjóstragu eylandi og við óblítt veðurfar. Þegar á skuggaárum heimsstyrjald- arinnar fyrri ákvað hann að blása lífi í þessa sögu í sam- stæðum flokki skáldsagna. Að- alefni þeirra allra skyldi vera landnám og inntak þess orðs fært út, svo að það tæki til aldalangrar baráttu fyrir mannsæmandi kjörum í land- inu, frelsi, réttlæti og friði, menningu og anda. Landnám- ið og barátta íslenzku þjóðar- innar verður, þegar lengst er skyggnzt að tákni gjörvallrar menningarviðleitni mannsand- ans.“ Þegar þetta er í minni bor- ið, þarf engum að koma það á óvart, þótt Gunnar Gunnars- son skilji ágætlega og meti að sama skapi þjóðræknislega viðleitni okkar Islendinga vestan hafs. Hin hlýja kveðja skáldsins til okkar á þá einnig rætur sínar í þeim glögga skilningi hans á þeirri við- leitni okkar og virðingu hans fyrir henni. Þökk sé honum fyrir góðhug hans í garð okk- ar Islendinga í Vesturheimi! RICHARD BECK. Fréttir frá fslandi „Möðruvellir" vígðir Hið n ý j a raungreinahús Menntaskólans á Akureyri var vígt með viðhöfn á höfuðdag, 29. ágúst. Athöfnin fór fram í samkomusal á neðstu hæð hússins og hófst kl. 14. Skóla- meistari, Steindór Steindórs- son, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna, sérstaklega dr. Gylfa Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, og frú hans, sem komu til Akureyrar gagngert til að vera viðstödd vígsluna. Því næst rakti skólameistari byggingarsögu hússins, sem hann kvað eitt allra vandað- asta kennsluhúsnæði, sem til væri hér á landi. Upphaf þeirr- ar sögu má rekja til þess, að á kennarafundi í Menntaskól- anum á Akureyri, sem haldinn var 9. apríl 1965, var samþykkt áskorun til Menntamálaráðu- neytisins og Alþingis um, að veitt yrði fé til nýbyggingar við skólann fyrir kennslu í raunvísindum. Húsið er 550 fermetrar að flatarmáli og 6000 rúmmetrar, tvær hæðir og kjallari. Á hvorri hæð eru fjórar kennslu- stofur ásamt tækj ageymslum og vinnuplássi fyrir kennara. Fjórar stofurnar era sérstak- lega b ú n a r til verklegrar kennslu, en tvær þeirra eru fyrirlestrar- og kvikmynda- stofur. Er til þess ætlast, að á neðri hæðinni verði kennd eðl- isfræði og stærðfræði, en á efri Framhald á bls. 8. Aðeins $1 16 00 með Loftleiðum Það er einmill núna, á þessu ári, að þú æiiir að fara heim iil íslands, og laka þáli í háiíðahöldunum sem þar fara fram, um land alll, í lilefni af tuitugu og fimm ára afmæli lýð- veldisins. Auðvilað ferðu með Lofileiðum, en það er félagið sem um aldarfjórðung hefir boðið fólki bezlu ferðabréfin. Fargjaldið, báðar leiðir, er venjulega aðeins $232.00, en um hásumarið er það örlílið hærra, eða $320.00. Ef þú eri í 15 manna hóp kosiar ferðin þig aðeins $180.00. Ef þú ællar alla leið lil meginlandsins, bjóða Lofileiðir beiri kjör en nokkuri annað flugfélag. * aðra leiðina á venjulegum árstíma. MUNDU AÐ LOFTLEIÐIR BJÓÐA LÆGSTU FARGJÖLD TIL ÞESSARA LANDA: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR. NOREGS, DANMERKUR. ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXENBOURG. Hafið samband við umboðsmenn vora: ICELANDIC aÍrlÍnes 1 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San FrancLco Fáið upplýainga bæklinga og róðatafið farðlnnl & farOa- •kriíatofu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.