Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MARZ 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN 17. Næsta morgun var skipt ixm veður. Komin hlý sunnangola. „Það var Bergljót, sem kom með vorið með sér,“ sagði Níels. „Það mátti heldur ekki seinna vera að aka yfir mýrarnar. Nú verð ég að drífa mig eftir konunni, áður en þiðnar meira. Nú fer annatími í hönd sem sauðburðurinn er, en ég kvíði honum ekki, fyrst Jónanna er komin. Ingunn var ákaflega fegin að vera búin að heimta Jónönnu aftur. Þessa blessaða hjálp, sem hún var. Bara að konurnar stilltu sig um að fjölga mannfólkinu þessar vikurnar. Það voru miklar erfiðis vikur og fáir komu til þess að segja fréttir. Samt fréttist að allt væri komið í blossa milli Ráðu og þeirra Barðsfeðga. Þeim fannst hún eyða miklum heyjiun, en fóðra þó illa, enda alveg óvön að hirða skepnur. Hún hafði því rokið í burtu í fússi og heim til foreldra sinna, en þeir feðgar farið með skepnurnar fram að Barði. Á krossmessu hafði hún svo flutt að Bakka. „Það var líka ólíklegt að sú sambúð yrði löng,“ hugsaði Jónanna. Hún var svo lánsöm að hennar var aldrei vitjað meðan ófært var yfir ár og læki og mest reið á að hún væri heima. Hún átti von á að sjá léttstígan mann koma neðan mýramar eitthvert kvöldið, en hann kom ekki, og hún varð fyrir vonbrigðum. Bergljót gamla var sífellt að tala um, hvemig stæði á því að Páll þeirra kæmi aldrei og þrá- spurði Níels eftir því, hvort hann vissi ekkert hvert Páll væri farinn eða hvort hann yrði kaupa- maður hjá Jónönnu þetta sumarið. Hann sagðist nú bara aldrei hafa spurt Jón- önnu að því, en taldi það víst, ef hann yrði áfram á Mölinni, að hún hefði ekki sleppt honum við að verða í einhverri kaupavinnu hjá henni eins og í fyrra sumar. Það var nú bara eitthvað, sem Níels hafði ekki hugmynd um. Þá var víst ekki um annað að gera en spyrja Jónönnu að því sjálfa, og það gerði hún eitt kvöldið, þegar vel lá á öll- um yfir kvöldkaffinu. „Nei, ég minntist nú bara aldrei á það við hann,“ sagði Jónanna. „Ég átti von á að sjá hann aftur, þó að ég færi af Mölinni. En það lítur ekki út fyrir að hann ætli að hafa sig hingað upp eftir.“ „Já, það er rétt sem máltækið segir: Að hika sé sama og tapa, og enginn eigi að geyma það til morguns, sem hann geti gert í dag,“ sagði gamla konan. „Hann kemur áreiðanlega einhvem daginn,“ sagði Níels. „Óli er kominn heim og þeir em að gera upp reikninga verzlunarinnar, heyri ég sagt. Hann fer varla án þess að taka Rauð sinn.“ Svo var ekkki talað meira um það. En einn daginn kom Þorkell gamli á Háaleiti að Svelgsá. Hann var að fá lánað kaffi hjá Ing- unni. Sagðist ómögulega geta verið að gösla yfir mýrarnar, sem enn lægju í einum vatnselg. Þær þornuðu upp einhvern tíma eins og vanalega, bjóst hann við. „Náttúrlega gera þær það,“ sagði Ingunn. „En tylltu þér bara niður og segðu okkur eitthvað í fréttum.“ „Það er víst heldur lítið að frétta," sagði Þorkell. „Helzst væri þá að nefna að eitthvað er verið að þvæla um það, að ekki sé allt í góðu lagi hjá Páli hvað verzlunina áhrærir, og skuldir hafa víst aukist talsvert. En ekki veit ég hvort nokk- uð er hæft í þessu. Það eru þeir Barðsfélagar, sem em að rugla um þetta. Þeim er alltaf svo illa við Pál.“ „Þetta hlýtur að vera illmælgi," var Bergljót fljót að svara. „Ég trúi engu misjöfnu um Pál.“ „Það segir þarna á Mölinni að hann hafi drukkið mikið í vetur. Hitt getur verið rétt, að hann hafi lánað nokkuð mikið af matvöm í vor, en ég býst við að það hefðu aðrir gert líka í hans stöðu.“ Svo dró Þorkell gamli sendibréf upp úr vasa sínum og rétti Jónönnu það, þegar hún gekk fram hjá rúminu, sem hann sat á. Jónanna varð hálfhissa á því, hvað hann fór eitthvað laumulega með þetta. Líklega var þetta frá einhverri konu, sem þurfti að sækja einhver ráð til hennar eða vitja hennar bráðlega. En þeg- ar hún leit utan á bréfið, brá henni heldur meir. Þessa skrift þekkti hún vel, þó að hún hefði vilj- að gefa talsvert til þess að hafa hana aldrei aug- um litið. Það var Siggi á Barði, sem hafði skrifað utan á. Hvað svo sem gæti hann verið að skrifa? Hún fór með bréfið fram í eldhús og ætlaði að brenna það ólesið, en hætti svo við það. Skeð gat að Ragnhildur hefði skrifað það eða hann væri kominn með eina sunnlenzka, sem þyrfti fljótlega á ljósmóður að halda. Hún tók það inn- an úr umslaginu. Þetta vom ekki nema fáeinar línur. Hún las: „Það er verið að kasta því á milli manna, að reikningamir séu ekki í góðu lagi hjá Páli kunn- ingja þínum, þeim dáðapilti." Þetta var það, sem umslagð átti að skila til hennar. Eitt S var neðan við klausuna. Hún var fljót að ná sér í skriffæri og skrifaði svar til bréfritarans í flýti. „Þú skalt reyna að hreinsa sjálfan þig af þjófn- aðarorðinu, áður en þú reynir að klína því á heið- arlega menn, sem eru þér langt um fremri í alla staði.“ Svo lét hún pað í umslag og skrifaði eitt S utan á það. Síðan fékk hún Þorkeli það. „Þú hlýtur að geta komið þessu til skila. Það er óþægilegt að svara þeim, sem ekki skrifa nafn sitt undir bréf,“ sagði hún stuttlega. „Ég býst við að geta fengið þeim hinum sama það, sem bað mig fyrir hitt,“ sagði Þorkell og stakk því í vasa sinn. En næsta dag var Jónanna síhrædd, ef hún ranglaði eitthvað út í fjallið, að Siggi á Barði kynni að spretta upp úr einhverri lautnn og ráð- ast á hana. En svo varð þó ekki. Nokkrum dögum seinná, þegar Jónanna kom inn frá lambfénu, sat Ráða á rúminu hjá Berg- Ijótu gömlu, ákaflega gæðaleg á svipinn. Hún spratt þegar upp og margkyssti Jónönnu. „Sæl og blessuð. Mér datt ekki annað í hug en að þú værir að sitja yfir, fyrst ég sá þig ekki inni. Svo settist ég héma hjá henni Bergljótu minni.“ „Náttúrlega er ég alltaf að sitja yfir aumingja rollunum. En ég hef verið svo lánsöm, að engin kona hefur þurft á minni hjálp að halda núna undanfarið, þegar allt kallar að og allar ár eru í vorvexti," sagði Jónanna. „Það eru nú meiri lætin í vatnselgnum,“ sagði Ráða. „Hvar ert þú núna til heimilis, Ráða mín?“ spurði Jónanna. „Ég geng bara milli bæjanna og hjálpa til, þar sem þörfin er mest að koma ofan í túnin. Fyrst heima, svo á Háaleiti, þó að ég væri búin að segja að ég ætlaði ekki að stíga fæti þangað framar. En ég gerði það nú bara fyrir Valdísi gömlu, því að hún var alltaf svo almennileg við mig, stráið. En hyskið þama á Barði var búið að hafa þau í það gömlu hjónin að vixma á túninu fyrir sig. Hún er sannarlega ekki manneskja til þess. En svo kom Steindór út eftir til að stinga út' úr húsunum. Ég klauf taðið fyrir hann. greyið. Hann er þó alltaf skárstur af því hyski. En svo býst ég við að flytja mig aftur í gamla rúmið mitt á Bakka, þegar sláttur byrjar. Og ég vonast til að þú gerir það sama.“ Jónanna varð talsvert hissa. „Ertu að hugsa um að flytja aftur að Bakka9 Ætlar þá Sigríður að fara?“ spurði hún. „Nei, hún verður víst kyrr. Það er Sæja, sem er á förum. Þú veizt það nú sjálf.“ „Hún Sæja?“ sögðu þær einum rómi, Ingunn og Jónanna. „Við höfum ekki heyrt það eða neitt annað, sem gerist. Það hefur ekki komið hingað gestur í hálfan mánuð. Við erum innikróuð héroa á milli ánna. Þið eruð betur sett. Getið þó kom- izt ofan í kaupstaðinn og oftast er fréttavon þar.“ „Það er nú einmitt þaðan, sem við höfum þetta helzta, sem er frásagnarvert. En hefur Páll okkar ekki komið til ykkar nýlega?“ spurði Ráða. „Nei, hann höfum við ekki séð, síðan við flutt- um hingað,“ anzaði Bergljót. „Mig er nú heldur farið að langa til að sjá hann.“ .jólíklegt að þú sjáir hann bráðlega,“ sagði Ráða og brosti drýgindalega yfir sinni miklu fréttavizku. Hann var víst þó nokkuð lengi að koma þessum reikningum í lag, svo að Óli Bensa gæti skilið þá. Það var víst uppi í öllum að það væri allt í óreglu og vitleysu hjá honum, skinn- inu. Hann átti að hafa verið svínfullur alla daga. Ég vissi nú fljótlega hverjir blésu þar fastast í glæðurnar. En svo eru nú slúðurberamir runnir á rassinn með það og mega nú kingja sinni lygi og illkvittni, því að reikningarnir eru víst í ágætu lagi. Ég var nú aldrei mjög smeyk um Pál minn. Ég þekki vöndugheitin hans. Það er nú meiri þvættingurinn þarna niðri á Mölinni. Oft hefur það nú verið slæmt, en aldrei eins og í vetur.“ Bergljót gamla beið með óþreyju eftir því, að Ráða gæfi upp svolitla stund, svo að hún gæti skotið inn í spurningunni, sem efst var í huga hennar. „Hvað varð svo um Pál okkar?“ spurði hún, þegar henni fannst vera búið að þvæla nógu lengi um hann. „Það er nú bara svoleiðis, að hann fór í einum hvelli með skipi, sem lá í höfninni. Hann fékk símskeyti um að faðir hans væri dáinn. Og hann er víst einkasonur hans og fær þar jörð og stórbú. Svo að nú er hann orðinn stórríkur maður. Ekk- ert öðru vísi,“ sagði Ráða. „Nú, hvað er þetta. Og tók ekki hestinn sinn,“ sagði Níels. „Náttúrlega hefur hann ekki getað haft hann með sér á skipinu. Kannski hann ætli að gefa mér hann eftir allt saman.“ „Til þess væri hann vís,“ sagði Bergljót. „En hann kemur aftur til þess að kveðja okkur og þakka fyrir allan gleðskapinn, sem við veittum honum í vetur, því að oft var glatt á hjalla hiá okkur í Holti.“ „Já, það er víst látið af því,“ sagði Ráða. „En samt er það áreiðanlegt að hann er farinn. Fór með skipinu í fyrradag, heldur þéttur, sagði fólkið.“ Þess vegna hefur hún flýtt sér hingað til þess að segja okkur fréttirnar, hugsaði Jónanna. Þetta er þó henni líkt, skrafskjóðunni þeirri. „Já, það eru nú meiri fréttimar, sem hún Engilráð litla kemur með,“ sagði Ingunn brosleit. „Það er svona dálítill munur eða við, sem ekkert vitum, og ekki einu sinni að að hún Sæja okkar væri á förum. Hvað skyldi vera að brjótast um í kollinum á henni, blessaðri? Skyldi hún ætla að fara að læra að verða ljósmóðir eins og systir hennar?“ „Það þykir mér ólíklegt. Hún er nú ekki eins varfærin og Jónanna,“ sagði Ráða. Hún hafði ekki augun af Jónönnu, en henni sást ekki bregða hið minnsta. við allan þennan fréttalestur. Síðan hélt Ráða áfram: „Það var uppi í öllum að hún ætlaði með Páli og ætti að verða ráðskona hjá honum. Ekki bý ég það til, en ég veit líka að Sæmundur bróðir hennar er búinn að eignast tvíbura, og kannski hún ætli til hans.“ Skárri er það nú blóminn hjá honum Sæmundi að vera búinn að eignast tvíbura. Hefurðu nú nokkurn tíma heyrt það betra, Jónanna mín?“ sagði Bergljót gamla. „Það eru svei mér góðar fréttir, sem Ráða kemur með,“ sagði Jónanna og hló dátt. „Já, þær eru það, ef hún hefði bara ekki sagt að hann Páll okkar væri farinn, án þess að kveðja okkur,“ sagði Bergljót gamla. „Vertu nú bara róleg, Bergljót mín. Hann kem- ur bráðum aftur til þess að heilsa og kveðja. Hamn hefur þurft að fara svona fljótt vegna þess að hann faðir hans er dáinn,“ sagði Ingunn.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.