Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MARZ 1970 7 Ræða forsela Þjóðræknisfélagsins Framhald af bls. 4. leiksýningarinnar hér í Win- nipeg, en síðar að ferðast all- víða um byggðir Vestur-ís- lendinga bæði hér í Kanada og Bandaríkjunum og halda þar sýningar. Til meðferðar hafði þjóðleikhússtjóri valið hið stórbrotna leikrit íslands- klukkan e f t i r hinn fræga landa okkar Nóbelsverðlauna- skáldið Halldór Laxness. Var þetta unidanfari fjölda bréfa í milli forseta fél'agsins séra Philip M. Péturssonar og þjóðleikhússtjóra, aukafundir voru haldnir innan stjómar- innar og samband haft við fjölda aðilla er til þurfti að leita. Má segja að stjómin hafi haft allmikið umstang í þ e s s u sambandi, þó það mæddi mest á þeim forseta og Jakob F. Kristjánssyni, en sinn síðamefndi hafði með hendi að velja leikhús og sjá um ýms tæknileg atriði í því sambandi, kom það sér vel h v e r s u haldgóða þekkingu Jakob F. Kristjánsson hefir á leiklistarmálum. Allir höfðu þó nefndarmenn nokkuð við þetta mál að gera. öllum er svo ljóst að ekkert varð úr þessari heimsókn, og af ástæð- um, sem óþarft er að greina. Hinn 3. ágúst f. á. og í sam- bandi við íslendingadaginn afhjúpaði séra Philip M. Pét- ursson minnisvarða Vilhjálms Stefánssonar að Arnes í Mani- toba, en Dr. Valdimar J. Ey- lands flutti bæn og blessaði varðann, auk þeirra voru þar fyrir hönd félagsins þeir Grettir L. Johannson og Jak- ob F. Kristjánsson. Fór at- höfnin mjög virðulega fram og var mikill mannfjöldi þar samankominn. Framhald í næsta blaði. Fréttir fró íslandi Framhald af bls. 2. S.Þ. AÐEINS TÆKNI TIL LAUSNAR VANDAMÁLANNA ívar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri einnar upplýs- ingadeildar Sameinuðu þjóð- anna heldur fyrirlestur á veg- um S.Þ. í Tjarnarbúð uppi kl. 5.30 í dag. Nefnist fyrirlestur- inn: Af hverju er ísland í Sameinuðu þjóðunum. Ivar Guðmundsson hefur unnið hjá S.Þ. síðan árið 1951 og dvelur hann hér í nokkra daga á leið sinni til New York af árlegum fundi forstjóra upplýsingastofnana S.Þ. í Genf. Var Ivar ritari fundar- ins. Á blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær sagði ívar að fyr- irlesturinn sem hann flytti í Tjarnarbúð fjallaði m. a. um aðdragandann að stofnun SÞ, hvað SÞ vacru og hvað Sam- einuðu þjóðimar væru ekki. — Fyrirlestur þessi er einn þáttur í því, að minnast 25 ára afmælis Sameinuðu þjóð- anna, sem er á þessu ári. Verður þessa afmælis minnzt hér á ýmsan hátt, m. a. kem- ur varaframkvæmdastjóri SÞ til íslands í apríl og flytur fyrirlestur vun SÞ. Fyrirhug- uð er ráðstefna ungs fólks og kynningardagskrár verða í skólum landsins. Formaður afmælisnefndar er Emil Jóns- son utanríkisráðherra. Sagði ívar að á síðasta þingi SÞ hefði Emil Jónsson lagt fram athyglisverða tillögu um að ein kennslustund í mánuði skyldi vera helguð fræðslu um SÞ í öllum skólum heims út þetta afmælisár. Ekki hef- ur verið gengið frá þessu máli enn, en tillagan fékk mjög góðan hljómgrunn. — Verður afmælisins minnzt á ýmsan hátt hjá SÞ, en aðal- hátíðarhöldin fara fram rétt fyrir þingsetningu í haust, og má búast við mörgum þjóð- höfðingjum, sagði ívar. — Einnig er áætlað að halda þing ungs fólks í sumar en ekki hefur ennþá verið end- anlega gengið frá fyrirkomu- lagi þess. Að lokum gat ívar Guð- mundsson þess að nauðsyn- legt væri að almenningur skildi hvað Sameinuðu þjóð- imar væru og hvað þær væru ekki. Margir vildu líta á SÞ sem lausn á vandamáli, en SÞ væri aðeins tæki til lausnar vandamálunum og það yrðu menn að skilja. Mgbl. 17 febrúar SÉRFRÆÐINGAR í EYTURLYFJALEIT Eyturlyfjadeild WHO Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar mun ef til vill senda hingað sérfræðinga til þess að kynna sér eiturlyfjamálin hér á landi og gefa ráð varðandi leit að eiturlyfjum til dæmis í tolli. Tollgæzlan óskaði eftir því fyrir nokkru að möguleikar á slíkri aðstoð yrðu kannaðir. Jafnframt hefur komið til greina að menn yrðu sendir utan til þess að kynna sér þessj mál. Jóhann Hafstein, heilbrigð- ismálaráðherra, staðfesti í við- tali við Vísi í gær, að báðir þessir möguleikar hefðu verið athugaðir. Jafnframt gerði hann ráð fyrir að þessir kost- ir yrðu báðir notaðir. Það er að senda menn utan til þess að kynna sér þessi mál, ann- aðhvort til Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar eða ann að og svo að erlendir sérfræð-1 ingar yrðu fengnir hingað. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar erlendis til þess að fyrirbyggja innflutning eða smygl á eiturlyfjum og fíkni- lyfjum, eins og hass og mari- juana. Til dæmis hafa hundar verið sérþjálfaðir í að þefa uppi vissar tegundir þessara lyfja. Jafnframt hefur verið reynt að finna þessi efni með rafeindatæki, mælum, sem slá út vísi, þegar þeir komast í nálægð við þau. Hass- og marijuananeyzla unglinga hér á landi hefur sem kunnugt er mjög verið til umræðu og virðist allt benda til þess að hún sé mim meiri en almenningur gerði sér grein fyrir. Yfirvöld hafa átt mjög erfitt um vik við aðgerðir í þessum efnum vegna þess að fullnægjandi lög hafa ekki verið til um- neyzlu og alla meðferð þess- ara lyfja. — Alþingi mun hins vegar taka fyrir alveg á næst- unni frumvarp til laga varð- andi þetta efni. En þar er gert ráð fyrir allt að 6 ára fangelsi og allt að einnar milljón króna sekt við grófustu brot á löggjöfinni. Vísir 21. febr. NÝ FERÐASKRIFSTOFA í gær var stofnuð ný ferða* skrifstofa í Reykjavík. Nefn- ist hún Ferðaskrifstofan Úr- val h.f., en aðaleigendur eru Eimskipafélag íslands og Flugfélag íslands. Tekur nýja félagið- við rekstri ferðaskrif- stofu þeirrar, sem Eimskipa- félagið hefir rekið. Undirbúningur að opnun ferðaskrifstofunnar er nú þegar hafinn og er gert ráð fyrir að hún opni um miðjan marz n.k. að Pósthússtræti 2. Stjórnarformaður ferðaskrif- stofunnar er Axel Einarsson hrl. og framkvæmdastjóri Steinn Lárusson. í fréttatilkynningu um stofnun Úrvals, segir að starf- semin verði almenn ferða- þjónusta innanlands og utan. Verði lögð áherzla á fjöl- breytta þjónustu við ferða- menn í nánu samstarfi við þá a ð i 1 a , er að ferðamálum vinna. SKRÝTLA — Þegar þú brosir, Mæja, langar mig til að biðja þig að koma til mín. — Þú ert nú enginn Valen- tínó, Pétur. — Nei, en ég er tannlæknir. “Ég er canadízkur ríkisborgari af eigin hvötum!,, „Mér finnst sómi og ánægja að vera canadízkur ríkisborg- ari þó ég sé ekki fæddur hér.“ „Síðan ég gerðist ríkisborgari í fósturlandinu sem ég kaus mér, hefi ég notið meðvitundar um að eiga rétt til að taka fullkominn þátt í þróun þessa feikna frelsis- og framtíðar- lands.“ „Canadízka flaggið er nú mitt eigið flagg og ég nýt með fögnuði míns trausta jafnréttis við alla sem það blaktar fyrir, til að njóta kosta landsins og rækja skyldur mínar við það.“ Áttu rétt til að njóta fríðinda, og ertu reiðubúinn að taka á þig skyldur sem canadízkur ríkisborgari? Ráðgastu um það við næstu skrifstofu Canadian Citizenship Court. Þar verður þér fúslega hjálpað, hvort sem það er í: HALIFAX, MONCTION, MONTREAL, OTTAWA, SUDBURY, TOR- ONTO, HAMILTON, ST. CATHERINES, KITCHENER, LONDON, WINDSOR, WINNIPEG, REGINA, SASKA- TOON, CALGARY, EDMONTON, eða VANCOUVER, Þú getur einnig skrifað til: Registrar of Canadian Citizenship, Secretary of State Department, Ottawa. GOVERNMENT OFCANADA l + l

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.