Lögberg-Heimskringla - 12.03.1970, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MARZ 1970
Lögberg-Heimskringla
Publlshed •▼•ry Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WXLLINGFORD PRESS LTD
303 Kennedy Streei, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
President, Jokob F. Kristjonsson; Vice-President S. Aleck Thorarinson, Secretory,
Dr. L. Sigurdcon; Treosurer, K. Withelm Johonnson
KDITORIAL BOARD
Wlnmptf; Prof. Horoldur Benoion, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr.
Voldimor J. Eyloods, Coroline Gunnarseon, Dr. Thorvoldur Johnson, Rev. Phlllip
M. Peturseon. Vsmouvst: Gudloug Johonnesson, Bogi Bjarnoson. Minneopolis:
Hon. Voldimor Bjornoon. Vlcforta, B.C.: Dr. Richord Beck. Icoland: Birgir Thor-
locius Stoindor Stoindorscon, Rov. Robort Jock.
Subccription $6.00 per year — payable in advanct
TELEPHONE 943-993’
"Second cioss moil registrotion number 1667".
Erfif-f- er að gera öllum til hæfis
Það gegnir mestu furðu hve fá umkvörtunarbréf
berast Lögbergi-Heimskringlu. Engum er ljósara en
ritstjóra þessa blaðs, hve því er í mörgu ábótavant,
en aðfinnslur eru svo fágætar, að það liggur við að
maður fagni bréfum, er benda á ýmislegt, sem bréf-
ritaranum fellur ekki í geð. Við birtum hér kafla úr
fjórum bréfum, frá mönnum og konum, sem hafa
verið áskrifendur blaðsins í fjöldamörg ár. í þessum
bréfum eins og svo mörgum öðrum voru höfðingleg
framlög í Styrkarsjóð Lögbergs-Heimskringlu.
ÚR BRÉFI FRÁ NÝJA ÍSLANDI
,,Það er talsverð óánægja hér í kring út af því
hve mikil enska er í blaðinu. Við köllum þetta íslenzkt
blað, en það virðist ekki vera, þar sem meiri partur-
inn í blaðinu er stundum á ensku. — Við höfum nóg
af enskum blöðum og þurfum ekki að hafa ensku í
þessu litla íslenzka blaði, og ég varð hissa þegar þið
báðuð um styrk fyrir blaðið og bréfið er á ensku.“
ÚR BRÉFI FRÁ NORTH DAKOTA
I think half the paper should be in English anc
contain more news about U.S.A. Icelanders.
ÚR BRÉFI FRÁ ALBERTA
It is a source of great pride to me that I have
been able to use many of the articles from the paper
which are in English. Recently I used Rev. Robert
Jack’s article in my Literature Class in Gr. 9, here.
Have also used your material in Social Studies VI.
So many people here have a limited knowledge of our
small nation’s contribution to the world.
ÚR BRÉFI FRÁ POINT ROBERTS, U.S.A.
„Mig langar til að vita af hvaða ástæðu Blaðið
kemur aldrei á réttum tíma, ég fæ það aldrei fyrr en
á fimmtudögum, þá viku gamalt. Ég er oft svo reið
að ég er að hugsa um að segja því alveg lausu. Áður,
á. meðan blöðin voru tvö, komu þau alltaf á mánu-
dögum, en þessi litli snepill kemur aldrei fyrr en
fimmtudag. —“
Við þökkum þessum áskrifendum fyrir þeirra
kærkomnu bréf.
Það virðist sem við séum á krossgötum stödd
hvað tungumálin snertir. Flestir þeir sem kaupa og
lesa Lögberg-Heimskringlu kunna bæði tungumálin,
íslenzku og ensku, en sumir þeir, sem lesa og skilja
íslenzku sér til gagns eiga bágt með að skrifa á okkar
góða forna máli, en þeir verða þá að fá aðgang að
blaðinu á því máli, sem þeir hafa vald á, þ. e. a. s.
enskunni. Þrátt fyrir það kemur það sjaldan fyrir, að
meiri parturinn af blaðinu sé á ensku.
Nokkra áskrifendur höfum við, sem eiga erfitf
með að lesa íslenzku; þeir kaupa blaðið aðallega vegna
hins árlega Literary Supplement, sem gefið er út í
þeim tilgangi að kynna sögu íslands og bókmenntir.
En í lengstu lög munum við þó reyna að gefa
blaðið út að mestu á íslenzku því það er nú það eina
málgagn sem við eigum eftir, sem enn er hér um bil
allt á íslenzku.
Margoft höfum við farið fram á það við vini
Lögbergs-Heimskringlu að þeir sendi blaðinu fréttir
af íslendingum þó ekki væri annað en þeir sendu úr-
klippur úr blöðum sem fjalla um íslendinga. Við erum
Mrs. Alvin Melsted innilega þakklát fyrir að senda
okkur upp á síðkastið fréttir af íslendingum í Norður
Jakota; nokkrir aðrir vinir blaðsins hafa einstöku
sinnum -sent okkur fréttir og metum við þann greiða
mikils.
Þá er að svara vinkonu okkar í Point Roberts,
U.S.A.
Kæra vinkona,
Þú hefir enga hugmynd um hve við reynum að
basla við að koma „sneplinum“ út svo tímanlega, að
hann komist til áskrifenda fyrir lok vikunnar, en við
hér nyrðra í Canada urðum fyrir því mikla óláni fyrir
rúmlega ári síðan, að hin nýja stjórn í Ottawa skipaði
póstmálaráðherra — Postmaster General —, sem ekki
einungis hækkaði póstgjaldið á blöðum fram úr öllu
hófi, heldur kórónaði hann alltsaman með því að af-
nema póstafgreiðslu í Canada á laugardögum og það
er ástæðan fyrir því, að þú hefir ekki fengið L.-H.
fyrr. — Við höfum reynt að koma blaðinu í póstinn
á þriðjudagskveld. Það tekst ekki alltaf, en það fer
aldrei seinna í póst en á miðvikudagskveld þó við
dagsetjum það til vonar og vara á fimmtudag. Ég mun
til reynslu senda umkvörtun um þetta til Ottawa þótt
ég eigi ekki von á miklum árangri. Óreiða á póstaf-
greiðslunni hér norðan línunnar er alveg óþolandi.
Hækkun á póstgjaldi og óreiða í póstafgreiðslu hefur
komið svo hart niður á mörgum smáblöðum annara
þjóðflokka hér, að sjö ef ekki fleiri hafa fallið í valinn.
Lögberg-Heimskringla hefði líka fallið ef það ætti ekki
vini eins og þig og fjölda annara vina, svo sem þetta
eintak blaðsins ber vitni um. — I. J.
Fimmtugasta og fyrsta ársþing
Ræða forsela Þjóðræknisfélags íslendinga í Veslurheimi,
Skúla Jóhannssonar, flutl við þingselningu:
Þegar við nú hefjum þetta
fimmtugasta og fyrsta þing
Þjóðræknisfélagsins er okkur
ljóst, að við stöndum ekki að-
eins á merkgm og sögulegum
tímamótum, heldur og örlaga-
ríkum. Áfanga hefir verið náð
og annar er að byrja, okkur
er því hollt um leið og við
horfum fram á veginn, að líta
um öxl yfir farinn veg. Eng-
inn kann í dag að segja hvar
spor okkar eiga eftir að liggja
á vegi framtíðarinnar. En við
getum verið fullviss um að
hann verður hvorki beinn né
breiður eða okkur greiður yf-
irferðar. Eigi að síður höldum
við nú ótrauðir áleiðis og und-
ir m e r kj u m Þjóðræknisfé-
lagsins og fyrir háleitum hug-
sjónamálum þess munum við
berjast til hinztu stundar.
Það fer senn að roða fyrir
annari öld, aðeins eru nokkur
ár þar til að hundrað verða
liðin frá þeim degi, er fyrstu
íslenzku landnemarnir komu
og tóku sér bólfestu á þessum
slóðum. Þess verðum við að
minnast á verðugann hátt.
Verkefnin, sem okkar bíða
eru æði mörg og ekki öll auð-
leyst. En það, sem ég í dag
vildi þó kalla mál málanna,
er að sameina alla þá krafta
og orku, þeirra manna og
kvenna, sem af íslenzku bergi
eru brotnir, en búsettir eru
hér í álfu, í eina órofa heild
og til þess, undir merkjum
Þjóðræknisfélagsins að standa
helgan vörð um menningar-
arf okkar og arfleifð.
Sæmdarhugsjónin er gömul
með þjóð okkar, og áhrifarík
bæði í heiðni, sem í helgum
sið. Fyrr á öldum, þá ættstofn
okkar notaði jöfnum höndum
sverð stálsins og andans, var
hún oft undirrót illdeilna og
m a n n v í g a eins og ýmsar
harmsögur feðra okkar og
mæðra greina frá. En á síðari
öldum hefir þjóðstofn okkar
aðeins haft annað að vopni.
Það var með sverði andans
sem Jón Sigurðsson barðist
fyrir sjálfstæði íslendinga, og
þeir sem á eftir komu og unnu
loka sigurinn héldu á sama
vopni. Drengskapurinn er ná'
skyldur sæmdinni, og ég vona
að enn í dag séu þessar
kenndir svo ríkar í eðli okk-
ar, að þær fái brúað það, sem
í milli ber.
Bæði hér í Kanada og í
Bandaríkjunum eru fjölmenn
félög Vestur-lslendinga, sem
ekki hafa fundið þess þörf, né
ástæðu til að sameinast heild-
arsamtökum okkar. Hver á
stæðan er kann ég ekki að
greina. En ef hún er sú, að
þetta fólk hefir ekki vald á
íslenzku máli, ætti það ekki
að vera til fyrir stöðu. Fyrr
verandi forseti íslands herra
Ásgeir Ásgeirsson komst svo
að orði, þá hann var hér á
ferð fyrir nokkrum árum „Að
hann áliti að jafn væri hægt
að tjá ættjarðarást og þjóð
rækni á enskri tungu, sem
íslenzkri“. Enda er það svo á
fundum okkar og mannamót-
um, að tvítyngi er við haft.
Hitt er svo annað að við mun
um reyna að viðhalda tungu
feðra okkar og mæðra, sem
lengst við getum og fyllsta
ástæða til að ætla að svo
verði um ótal ókomna áratugi.
Á þingfundi Þjóðræknisfé-
lagsins fyrir einu ári gat for-
seti þess, að enn væru á lífi
þrír menn er sátu stofnfund
félagsins: Gísli Jónsson, rit
stjóri, séra Albert Kristjáns-
son (sem var eitt sinn forseti
félagsins) og Stefán Eiúars-
son, ritstjóri, sem var í fyrstu
stjómarnefndinni. Nú er
komið skarð í þennan hóp
frumherjanna. Stefán Einars-
son, ritstjóri andaðist á árinu
og kona hans, frú Kristín að-
eins fjórum vikum síðar. Þá
er ný látinn Árni Sigurðsson,
listamaður, en hann var einn
af okkar traustustu félögum.
Skörðin eru svo mörg og hóp-
urinn stór, Vestur-íslending-
anna og félaganna, sem borist
hafa burt með tímans straumi
á síðast liðnu starfsári, að hér
eru ekki tök á að þylja hinn
langa lista. Við vottum að-
standendum þessara mætu
manna og kvenna okkar inni-
legustu samúð, en minningu
þeirra heiðrum við með því að
rísa úr sætum.
Á liðnu starfsári hefir
stjómarnefndin haldið 9
fundi. Allir voru þeir vel sótt-
ir og var það vissulega á-
naegj ulegt fyrir mig á þessu
fyrsta ári mínu í nefndinni,
að kynnast hversu samstarfs-
viljinn var með ágætum og
áhugi og atorka með nefndar-
manna, sem bezt verður á
kosið. Það var mikið áfall fyr-
ir félagið, að forseti þess
h e r r a menningarmálaráð-
herra, séra Philip M. Péturs-
son varð sökum anna, að segja
af sér forsetastarfinu, sem
hann gegndi af svo mikilli
prýði. En öllum er okkur ljóst
að fáir, ef nokkur hér í þessu
fylki hefir um þessar mundir
hvað starf snertir þyngri
bagga að bera, en einmitt
hann. Við vitum og að það
mun aldrei kulna í glæðum
áhugans fyrir íslenzkum þjóð-
ræknismálum m e ð a n séra
Philip M. Pétursson fær and-
ann dregið.
Ég vildi því leyfa mér, og
þá ekki aðeins fyrir hönd
Þjóðræknisfélagsins h e 1 d u r
og í nafni allra Vestur-íslend-
inga, að þakka séra Philip M.
Péturssyni fyrir allt hið
mikla, sem hann hefir fyrir
okkur gert. öll erum við stolt
af þeirri vegsemd, er hann
hefir hlotið. En við innan
Þjóðræknisfélagsins munum
sérstaklega minnast, að hann,
sem er einn af fjórum þeirra
er af íslenzku bergi voru
brotnir og náðu svo hátt í
stiga mannvirðingarinnar hér
í þessu fylki að verða ráð-
herra, var um langan tíma í
fylkingarbrjósti o g e i n n
traustasti og bezti merkisberi
hugsjónamála okkar.
Snemma á árinu barst
stjórninni bréf frá þjóðleik-
hússtjóranum í Reykjavík,
herra Guðlaugi Rósinkranz,
sem fór á þessa leit, að stjórn
félagsins veiti ýmsa fyrir-
greiðslu og aðstoð vegna fyr-
irhugaðrar komu leikflokks
frá Þjóðleikhúsinu, var svo
ráð fyrir gert að leikflokkur-
inn mundi koma um miðjan
júní á s. 1. ári og halda fyrstu
Framhald á bls. 7.