Lögberg-Heimskringla - 30.04.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 30.04.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 30. APRÍL 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga „Skapsmunir mínir eru nú svoleiðis að ég get tæplega talað við fólk, sem liggur í bólinu, þeg- ar nóg er að gera og glaðasólskin er úti,“ sagði Hrólfur, „Það væri þá sjálfsamt ekki heilsuspill- andi að reyna að hreyfa sig eitthvað úti við.“ „Ég hef nú það álit á frænku minni, að hún sé nokkuð viljasterk. Þess vegna finnst mér ótrú- legt að hún liggi í rúminu, ef hún treysti sér til að vera á fótum. Hvemig heldurðu að þér þætti það, ef þú værir veikur, að enginn skipti sér af þér eða talaði við þig. Mér finnst nú þetta held- ur lítill mannkærleiki,“ sagði Ingunn. „Ég hef nú oftast nær reynt að gera verkin mín, þó að ég hafi verið eitthvað lasinn, nema þegar fóturinn bilar. Enginn getur þá búizt við miklu af manni, þegar fætumir em ekki í lagi,“ sagði Hrólfur. „Það getur margt verið erfiðam en bólginn eða snúinn fótur,“ sagði Ingunn. „En hvað á maður að hugsa, þegar fólk dríf- ur sig undan sænginni og beint á hestbak og ríð- ur alla leið inn í fjarðarbotn. Skyldi hún ekki eins vel hafa getað snúizt úti við hérna heima. Hvað finnst þér um svona lagað framferði, systir góð?“ „Hvað skyldi ég geta sagt um það fyrst þið gátuð ekki rennt grun í þvernig henni leið. sem höfðuð hana fyrir augunum í margar vikur. En mér dettur í hug að hún hafi séð að annað hvort yrði hún sjálf að leita sér hjálpar og tekið á síð- ustu kröftunum til þess. Ég hefði sjálfsagt átt bágt með að biðja þig að ná í lækni í hennar spor- um. Hræðilegt að láta þetta dragast, þar sem þessi berklaveiki hangir eins og sverð yfir ungdómn- um. Og hvað sagði svo læknirinn yfir þessu?“ sagði-Ingunn. „Hún fór í gærmorgun og er ekki komin enn- þá,“ sagði Hrólfur. „Ég get nú varla trúað því að hún sé með þessa bölvaða berkla, manneskj- an svona ung. Hún hefði varla verið búin að fá þá, ef hún hefði eirt heima.“ Svo snaraðist hann fram úr húsinu og skellti hurðinni harkalega á eftir sér. Friðgerður stundi mæðulega. „Þeir hafa nú ekki verið allt í sómanum skaps- munimir hans þessar vikur,“ sagði hún. „Það þýðir nú líklega lítið að láta það fara í skapið á sér, þó að einhver veikindi komi á heim- ilið. Við því má alltaf búast,“ sagði Ingunn. „Mér þótti vænt um að hún dreif sig inn eftir í gær. Veðrið var svo ágætt. Ég vona að henni hafi ekki orðið kalt á leiðinni,“ sagði Friðgerður. „Við skulum vona allt hið bezta. Bara að ég hefði vitað þetta fyrr. Það hefur enginn komið til okkar. Ekki einu sinni Ráða. Hún getur þó vanalega sagt okkur eitthvað, þegar hún er á ferðinni.“ „Hún hefur ekkert farið, skinnið. Það hefur verið talsvert að gera. Hvemig hefur Bergljót gamla það?“ „Hún er alltaf að hressast. Er farin að geta malað á könnuna og haldið á prjónunum. Hún verður á mínu heimili fyrst um sinn. Og ég get tæplega hugsað til að missa Jónönnu frá mér. Þá fer ekki Bergljót heldur. Heimilið munar ekk- ert um að fæða hanla. Og þjónustubrögðin eru heldur lítil. Jónanna sér um þau.“ „Það hefði verið þó nokkur munur á minni æfi, ef hún hefði verið heima hjá mér,“ sagði Friðgerður mæðulega. „Já, þú hefur misst þar mikla hjálp og ánægju. En svo hefurðu nú Sæju. Mér sýnist hún ákaf- lega dugnaðarleg, þegar hún er hress, og það skulum við vona að hún verði bráðlega,“ sagði Ingunn. Þá kom Hrólfur bóndi inn aftur. Hann var víst búinn að róa skapsmunina eitth.vað. Hann gekk fram og aftur um gólfið nokkrum sinnum og var auðsjáanlega mikið niðri fyrir. Loks kom það. „Sigmundur er nú bara kominn með lausan hestinn hennar. Hún varð eftir á spítalanum. Það eru svo sem ekkert leiðinlegar fréttir. En hverju má ekki búast við, að rífa sig upp úr rúminu og þeysa þetta eins og alheilbrigð manneskja,“ sagði Hrólfur bóndi. „Hún hefði líklega átt að vera komin þangað fyrr, aumingja stúlkan,“ sagði Ingunn. „Hvernig getur mann grunað svonalagað, að ungt og hraust fólk sé allt í einu orðið spítala- matur,“ sagði Hrólfur. „Jú, það er nú einmitt óeðhlegt að ungt fólk sé sárlasið lengi. Annað þó það fái kveflurðu, sem batnar fljótlega,“ sagði Ingunn. „Ég var svo lengi búin að vera kvíðandi út af henni,“ Sagði Friðgerður ákaflega velluleg á svipinn. „Við skulum reyna að vera vongóð. Alltaf er það þó vonin sem heldur manni við. Mér þætti vænt um að frétta af henni. Kannski Ráða vildi vera svo góð að skreppa út eftir til okkar, ef þið fréttið eitthvað, því að auðvitað veit Simmi ekkert,“ sagði Ingunn. „Hvað skyldi hann svo sem vita, þessi fá- dæma sauður,“ hnussaði í Hrólfi. 25. Pál'l var búinn að vera viku á Svelgsá. Þá sagðist hann vera farinn að hugsa til suðurferð- ar. Hann hafði aldrei óskað eftir morgunkossi hjá vinkonunni og aldrei minnzt á kaupavinnuna framar. En þegar hann sat að morgunverði frammi við búrborðið ferðbúinn þann dag, sagði hann allt í einu: „Hvernig er það, Jónanna mín, eigum við að gera skriflegan samning viðvíkjandi kaupavinn- unni eða ertu kannski alveg hætt við það allt saman?“ „Ég var alltaf að vonast eftir að þú minntist eitthvað á það við mig,“ svaraði hún kafrjóð. „Ég sagði þér það strax, að ég yrði fegin að fá þig, og bjóst við að það nægði.“ „Þá segjum við það, að ég komi um þrettándu sumarhelgina,“ sagði hann. Svo kvaddi hann alla brosandi og óskaði þeim alls góðs, þangað til hann sæi það aftur. Hann kvaddi Jónönnu eins og hitt fólkið. Hún var sár- brygg í hjarta sínu. En skildi hann þó. Hann var of kurteis piltur til þess að vera að gæla við hana, fyrst hún neitaði samfylgdinni, neitaði þessu einkennilega bónorði, sem hann nefndi samfylgd. Hún var jafn ráðvillt nú og hún hafði verið, þegar hann bauð henni samfylgdina á hlaðinu í Holti. Henni fannst hún ekki vera nógu kunnug honum til þess að gefa honum morgun- kosSa, þó aið hún þráði það ákaflega mikið. Hún rölti frá bænum og upp í fjall. Þar sat hún lengi. Svo leið einn dagurinn af öðrum. Aldei kom Ráða eða neinar fréttir aif Sæju. Eftir að hafa beðið eftir þeim í viku, sagðist Jónanna ekki geta lifað í þessari óvissu lengur. Hún ætlaði að ríða inn á Fljótshöfn. Þá sagði Ingunn: „Þú skalt koma við á Bakka og taka mömmu þína með þér inn eftir.“ En það stóð ekki upp á geð þeirrar einþykku stúlku. Hún svaraði dálítið kuldalega: „Hún á víst hest til að ríða inn eftir engu síður en ég og getur látið Bessa fara með sér. Kannski er hún búin að því, þó að hún láti okk- ur ekkert heyra um það.“ „Ójá, það hefði ég áreiðanlega verið búin að gera,“ sagði Ingunn. „Það var nú meira sinnu- leysið í þeim að koma henni ekki til læknis fyrr. En þeim hefur ekki dottið í hug að hún væri svona alvarlega veik.“ „Það er líklega svipað og það hefur verið á því heimili, ef einhver getur ekki unnið sín vana- legu verk, er hann ekki þess verður að líta á hann. Þú veizt hvemig því fórst við Bergljótu og ég veit hvernig hugsað var um þær mæðg- umar, þegar þær lágu í taugaveikinni." „Hvað ósköp er þungt yfir þér, núna, góða mín,“ sagði Ingunn. „Þú ert ekki vön að tala svoha." , „Það vantar ekki geðvonzkuna,11 svaraði Jón- anna og þvingaði sig til að brosa. „Ekki hef ég orðið vör við hana fyrri,“ sagði Ingunn. Jónanna kvaddi gömlu konuna með hlýjurn kossi. Þær Ingunn og Bergljót stóðu í bæjardyr- unum, þegar hún reið úr hlaði og horfðu á eftir henni. „Ætlar hún að fara að sækja Pál?“ spurði Bergljót gamla brosandi. „Því dettur þér það í hug. Það er enginn sláttur byrjaður enn,“ sagði Ingunn. „Ég skil ekkert í því hvað þetta gengur seint fyrir þeim,“ sagði Bergljót. „Hún ætlar bara að fara og vita hvemig henni Sæju líður. Það lætur okkur ekki mikið heyra frá sér á Bakka,“ sagði Ingunn. „Ætli það viti mikið um líðan hennar,“ sagði Bergljót gamla. 26. Jónanna var ekki kunnug á Fljótshöfn. Sanat rataði hún að húsinu, þar sem hún hafði gist með Boggu samferðakonu sinni, þegar hún var að leggja af stað til Reykjavíkur * forðum. Konan þekkti hana strax aftur. Hún fékk að greiða sér og laga sig til áður en hún færi á sjúkrahúsið. Þegar þangað kom var henni sagt að þessi stúlka hefði ekki verið nema tvo daga á sjúkra- húsinu, svo hefði hún farið í sama húsið og hún vann í um veturinn. Jónanna fór þangað. Hún kom auga á Sæju við eldhúsgluggann, þegar hún ætlaði að fara að banka í hurðina. Svo að hún kom fram í dyrnar og faðmaði hana að sér- „)Ó, hvað þú ert himnesk að heimsækja mig- Mér datt ekki í hug að nokkur úr minni sveit liti inn til mín,“ sagði hún. „Því þá það?“ spurði Jónanina. „Ósköp er a® sjá hvað þú ert horuð, aumingja barnið.“ Svo bætti hún við: „Því í ósköpunum komstu ekki út að Svelgsá. Við áttum allitaf von á þér. Og svo þá loksins við heyrðum eitthvað um þig, þá var það þessi skemmtilega fregn, að þú hefðir veri® síhóstandi og værir farin til læknis.“ „Hver kom með þær fréttir?“ spurði Sæja. „Það var Páll Bergsson. Svo fór frænka fraiý eftir á sunnudaginn. Þá varstu farin,“ sagði Jónanna. „Já, ég sá að það átti að láta mig sálast hóstanum og uppköstunum, sem honum fylgút án þess að leita mér nokkurrar hjálpar. Svo a® ég lagði af stað ein og ætlaði síður en svo biðja um fylgdarsvein. En þá sagði Ráða skinnið, að heldur skyldi hún fara með mér, hvað sem hver segði, en að ég færi ein. En líklega hefor hana langað í kaupstaðinn meira en hún kennd1 í brjósti um mig. Ég get hreint ekki dáðst a^ æfinni, sem ég hef átt í föðurhúsunum. Þú þekk' ir það kannski líka,“ sagði Sæja. „Já, þú þarft ekkert að lýsa því fyrir mer- Segðu mér bara eitthvað af heilsu þinni og hva^ þú ætlar að verða hérna lengi,“ sagði Jónann3' „Ég var í bælinu tvo daga eftir ferðalagið. Sv° lét læknirinn mig hafa meðul við uppsölunni hóstinn er óðum að minnka. Nú get ég verið 1 eldhúsinu. Vinnukonan fékk að fara heim til s1^ í sveitina og verður þar um tíma. Ég reyni a vera hér meðan ég get,“ sagði Sæja. „Páll lét af því að þú hefðir slæman hóstai sagði Jónanna. „Já, honum hefur víst ekki litizt mjög vel 3 mig. Það var líka einn af mínum allra lökuStl1 dögum, þegar hann kom,“ sagði Sæja. „Hann sagði að það væri hryggðarmynd að SJ3 þig svona á þig komna,“ dagði Jónanna.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.