Lögberg-Heimskringla - 17.09.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 17.09.1970, Blaðsíða 2
LÖ'GBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1970 Trausti og draumurinn Framhald aí bls. 1. Hafði hann unnið við smíðar öll þessi ár, nema um sláttinn og há veturinn mest við Fljót- ið og á Hnausum. Trausti var að eðlisfari glaðlyndur, fjörugur í viðræð- um og kunni frá mörgu að segja frá ungdómsárunum á íslandi. Hafði líka gaman af að hlusta á aðra segja frá því sem á dagana hafði drifið, og oft höfðu eldri menn við Fljót- ið talað um John Ramsey, Indíánann sem reyndist þeim svo hjálpsamur á frumbýl- ingsárunum, og eins og marg- ir, missti konu sína og barn í bóluveikinni 1876. Harmaði Ramsay konu sína svo mjög, að hann sótti vandaðann leg- stein alla leið til Winnipeg og setti á leiði hennar á Sandy Bar, og girti í kringum leiðið með bjálkum því til vernd- unar. Sagt var að hann hefði sitið þar og grátið tímunum saman — og þótti Trausta mikið til þessa manns koma. Það var eina nótt, snemma sumars, í kringum 1908, að Trausta dreymir að hann stæði fyrir utan húsið. Sér hann þá hvar maður kemur út úr skóginum, vel vaxinn og höfðinglegur. Þ e t ta er Indíáni. Hann heilsar á ís- lenzku og segist vera John Ramsay. Trausti réttir honum hendina, og segist kannast vel við hann því hann hafi svo oft heyrt sagt frá hvað hann hafi verið góður fyrstu íslend- ingunum, og býður honum inn en hann segist ekki hafa tíma til þess — væri hér kominn til að biðja hann bón- ar, og það sé, að smíða fyrir sig stakket og láta á leiði konu sinnar á Sandy Bar; segir frá hvað hann hafi syrgt hana og að girðingin sem hann bjó til sé orðin ónýt og að leiðið týnist ef ekkert sé aðgert. Trausta lýst ekki á; sér ekki að hann hafi ástæður til að geta gert þetta og komið því á staðinn, og sagði að sér væri ekki mögulegt að verða við bón hans (að Rarnsay var dáinn kom ekki í huga hans), og segir, þú ættir heldur að biðja hina smiðina; þeir eru búnir að koma sér betur fyr- ir og eru líklegri til að geta gert þetta fyrir þig. En Ram- say segir „þú ert eini maður- inn, sem ég get beðið að gera þetta fyrir mig“, hinir heyra ekki til mín og ef þú lofar þessu, þá gerir þú það. Trausta fannst hann ekki geta neitað Ramsay um hjálp" — hann hefði verið svo góður við landa hans og hafði átt svo bágt að missa konuna og börnin og lofaði að smíða stakketið þegar ástæður leyfðu. Ramsay varð glaður við. Ræddu þeir svo saman um landið; sagðist Ramsay \æra vel kunnugur á þessum slóðum; hafa veitt dýr á þessu landi og mun hafa sagt eitt- hvað í þá átt að Nýja ísland gæti átt góða framtíð. Hann sagði líka eitthvað um sjálfan sig og hundana sína, sem hann lýsti eins og sérstaklega fall- egri og góðri hundalest (dog- team). Kvöddust þeir svo og Ram- say hvarf í skóginn. Samtalið var töluvert lengra, — og draumurinn skýr — en allt löngu g 1 e y m t nema aðal atriðið. Trausti mundi drauminn þegar hann vaknaði ðg fannst það meira líkt veruleik en draum. — Hann hafði áður orðið fyrir ýmsu bæði í draumi og vöku, sem hann gat ekki skýrt fyrir sjálfum sér eða öðrum, en hafði þó haft sannleik að geyma, og því þá ekki þessi draumur? Hann sagði konu sinni og móður drauminn við kaffi- borðið um morguninn, — og þeim kom öllum saman um að hann ætti að standa við loforð sitt sem fyrst hann mætti. Hann sagði mörgum draum- inn. Nágrönnum og öðrum þar sem hann var að vinna. Hafa sjálfsagt v e r i ð mismunandi skoðanir á þessu, flestir álitið, að hann ætti að ráða framúr þessu sjálfur. Á fyrsta eða öðrum vetri eftir þetta gat hann komið trjávið að millu — og eignað- ist töluvert af borðvið; tók frá í stakketið og sagaði niður hér um bil helminginn af fjölun- um og setti síðan upp á kofa- loft til geymslu, þar til hann gæti gert meira. En svo kom á heimilið mað- ur sem leit öðruvísi á, taldi þetta mestu vitleysu og fram- hleypni. Og Trausta fannst að þessi maður hefði að nokkru leyti á réttu að standa. Hann gat ekki ráðfært sig við neinn sem hafði rétt til þess að leyfa þetta. Hann var ókunnugur á Sandy Bar og langur veg- ur að fara, og oft ófær. Þetta var það sem dróg úr honum kjarkinn, að halda áfram með verkið — og hann ákvað að bíða og sjá hverju frarri indi og geyma það sem hann var búinn með. Notaði hann við- inn sem hann átti til að gera við hús sitt, og seldi afgang- inn, því nú var að byrja að byggjast í Arborg, og sala fyrir við. Trausti var ekki ánægður, og talaði oft um drauminn. Móðir hans lét í ljós skoðun sína, sérstaklega er eitthvað gekk illa; sagði það ætti ekki góðri lukku að stýra að standa ekki við loforð sín. Svo liðu nokkur ár. Trausti vann við smíðar í Winnipeg vor og haust; tók síðan að sér að smíða lútersku kirkjuna í Arborg; var þá ekki orðinn góður til heilsu, og hætti úti- vinnu að miklu leyti eftir það, en daumurinn var ekki gleymdur. 1 kringum 1915 var sögunar- milla í nágrenninu og hann eignaðist aftur borðvið; kom sér upp litlu smíðahúsi, valdi aftur efni til að klára stakk- etið og lét það inn í hus til að þorna. Enn leið nokkur tími, en svo var hann við vinnu nokkra daga í Riverton — og hitti þá Gest á Sandy Bar, og varð það til þess, að hann byrjaði strax og hann kom heim, að vinna við stakketið, og eftir sláttinn var það full- gert, og var bæði vel gert og fallegt — með ferköntuðum hornpóstum, með stórum renndum hnúðum. Mun þetta hafa verið um haustið 1917, og daginn eftir að það var fullgert var lagt á stað með það á vagni og uxar drógu nokkru fyrir há- degi. N á g r a n n i hafði beðið Trausta að koma við hjá Jón- asi á Völlum fyrir sig og fá hjá honum fisk og ætlaði Trausti líka, að reyna að fá nokkra fiska fyrir sig. Þegar að Völlum kom sagði Jónas mesta fiskileysi, og gæti hann ekki lofað neinum fisk. Öðr- um manni mætti Trausti sem sagði það sama, það væri eng- inn fiskur. Trausti kom að Sandy Bar undir kvöld, og var vel tekið; uxarnir látnir í fjós og honum boðið inn og að vera um nótt- ina. Gestur var úti á vatni. Um morguninn hjálpaði Gest- ur til að koma stakketinu á gröfina, sagðist svo ætla að sjá hvort það væri nokkur fiskur í netinu, og sagði Trausta að bíða. Þegar Gestur kom til baka hafði hann með sér hálfan poka af góðum fiski, sem hann sagði að væri miklu meiri, en hann hefði séð lengi og gaf Trausta fisk- inn og sagði að hann væri frá Ramsay. Trausti tók þetta sem merki þess, að nú væri Ramsay glaður og honum leið vel að vera nú búinn að upp- fylla loforð sitt. Það var ekki talað um drauminn á heimilinu eftir þetta, fyrr en á seinni árum, þegar stakketið var að verða ónýtt og gesti bar að garði sem áhuga höfðu fyrir því að það yrði endurbætt á full- komnari hátt eins og nú er orðið. Trausti hafði oft orð á því seinasta sumarið sem hann lifði, og átti heima í Arborg — að sig langaði að fara ofan að Sandy Bar og sjá gröfina aftur og það sem eftir væri af stakketinu. — En þá var hátt í vatni og vegur sagð- ur ófoer. Thorunn Vigfússon. Frétfrir frá Nýja íslandi Framhald af bls. 1. landic Canadian Club; aðal- ræðismaður íslands, Grettir Johannson, Mrs. E. W. Perry fyrir I.O.D.E., Jakob F. Kristj- ánsson fyrrv. forseti Islend- ingadagsins og fl. Söngurinn þótti með ágæt- um svo sem vænta mátti: Jakobsons systkinin og Reg. P. Frederickson við undirleik Snjólaugar Sigurdson og að 1 o k u m Gimli Centennial Choir. Ýmsir listmunir voru til sýnis á sunnudaginn o,g mánu- daginn í Gimli Recreation Training Centre og þar sýndi Dr. Lárus Sigurdson kvik- myndir, sem hann hafði tekið af íslendingadögunum 1942- 1955 og höfðu margir ánægju af því að rifja upp gamla daga á þennan hátt. Um kveldið um kl. 7.30 tóku sjö ungar stúlkur þátt í fegurðarsamkeppni og urðu þessar hlutskarpastar: JoAnn Arnason, dóttir Mr. og Mrs. Valdimars Arnasonar á Gimli varð fegurðardrottning dags- ins og næst henni voru Cathy Benson frá Edmonton og Sheryl Backman frá Lundar. Ekki má ljúka þessari frá- sögn um þessa stórhátíð Is- lendinga hér um slóðir án þess að minnast á hinn snyrtilega program bækling, sem íslend- ingadagsnefndin gefur út ár- lega og hver sá sem sækir hátí,ðina fær ókeypis. , í þetta sinn var kápa bækl- ingsins fagurlega skreytt til rhinningar um hundrað ára afmæli Manitoba. Á fyrstu blaðsíðu eru nöfn allra nefnd- armanna og eru Islendingar almennt í mikilli þakkarskuld við þá. Fáir gera sér grein fyrir hve marga fundi þessir menn sækja og hve mikið verk þeir leggja á sig, til að undirbúa þessa árlegu hátíð, sem er öllum Islendingum til sóma. Myndir eru í bæklingnum af Fjallkonunni og hirðmeyj- um hennar og af heiðursgest- um dagsins, ambassador ís- lands, Magnúsi V. Magnús- syni og frú Guðrúnu konu hans. Á næstu fimm blaðsíðum er skýrt frá öllum skemmtunum sem fóru fram þessa þrjá daga og á hvaða stundu og stað. Síðan er birt greinileg og ágæt ritgerð eftir Wilhelm Kristjánsson um sögu íslend- ingadagsins. En í opnu í miðj- um bæklingnum er ágætt kort af Gimlibæ, og er sérstaklega þægilegt fyrir langt aðkomna gesti að hafa slíkt kort sér til leiðbeiningar. Þessar fréttir frá Nýja ls- landi eru orðnar nokkuð gamlar en við birtum þær samt bæði vegna þess að við viljum að slíkir viðburðir geymist í blaðinu, og einnig vegna þess að blaðið fer víðs- vegar um norðurálfuna og til íslands og fá þeir lesendur ekki aðrar fréttir af íslend- ingum hér, en þær sem birtast í Lögb-Heimskr. í næsta blaði verða fleiri fréttir frá Nýja íslandi en því miður ekki allar eins góðar og þessar. — I. J. Ávarp flutt í Gullbrúðkaupssamsæti Við erum hér saman komin I til að fagna, en jafnframt til þess að heiðra sæmdar og merikis hjónin Hjálm og Hólmfríði Daníelson, sem nú eiga fimmtíu ára brúðkaups- afmæli. Vestur-íslenzka skáldið Gestur Pálsson komst svo að orði í s n j ö 11 u brúðkaups- kvæði. „Margur það um sein- an sér, svo ei við má gera, að bagga lífsins erfitt er, einum manni að bera.“ Þessi mikil- hæfu hjón, sem vissulega hafa verið samboðin hvert öðru, eiga nú að baki fimmtíu ár af farsælu og hamingjuríku hjónabandi,* og von okkar allra er, að þeim auðnist, sem lengst líf og að við fáum not- ið hinna ‘afburða miklu starfs- krafta þeirra, enn um ótal ár til eflingar og brautargengis, hugsjóna og þjóðræknismál- um okkar Vestur-íslendinga. Virðulegu heiðursgestir. Á þessum merku tírnamótum í lífi ykkar munu margir hugsa hlýtt til ykkar, og af þakk- læti fyrir hin margþættu og stórbrotnu störf, sem þið haf- ið innt af höndum. Nöfn ykk- ar beggja voru mér kunn áð- ur en ég kom til þessa lands, nú fyrir einum og hálfurn áratug. En ég eins og margur heimalandinn hafði og jafnan áhuga á og vildi fylgjast með hugum og háttum ykkar hér í Vesturheimi, og þá sérstak- lega þeim málum er snertu þjóðræknisstarfsemina. Þá flett er upp í blöðum og tíma- ritum Vestur-Islendinga sein- ustu áratugina, má sjá að ykk- ar er oft minnst og getið um á hve frábærann og fornfús-' an hátt starfskröftum ykkar hefir verið varið, hugsjóna- málum okkar til eflingar. Það gladdi okkur öll, er ykkur hjónunum var boðið heim til Islands nú fyrir tveimur árum, í viðurkenn- ingar- og þakklætisskyni fyrir hið mikla og gifturíka starf ykkar í þágu islenzkra þjóð- ræknismála. Það er mín skoð- un, og tel ég mig þá ekki halla á neinn af hinwm mætu

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.