Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Blaðsíða 1
THJOOMINJASAFNI0, REYKJAVIK, ICELANÐ. etmöferinsla Síofnað 14. jan. 1888 Síofnað 9. sept. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1970 NÚMER 35 Merkur fræðimaður flyrur fyrirlesrur í Winnipeg Hermann Pálsson háskólakennari frá Edinborg flyfur erindi í Winnipeg á vegum The Icelandic Canadian Club og þjóð- raeknisdeildarinnar Frón í Parish Hall fimmfud. 8. okt. kl. 8 e.h. Hermann Pálsson frá Edin- borgarháskólanum í Skot- landi er í hópi kunnustu fræðimanna. Á tveimur síð- ustu áratugum hefir hann sent frá sér hverja bókina á fætur annarri og þýtt á ensku í samvinnu við aðra mörg af öndvegisritum forníslenzkra bókmennta. Harvardháskól- inn í Bandaríkjunum hefir nú boðið Hermanni heim til fyr- irlestrahalds, og felst í því boði mikill og verðskuldaður heiður. Þegar fréttir bárust hing- að vestur á slétturnar um væntanlega Ameríkuför Her- manns var gerð að því gang- skör að fá hann til að heim- sækja Manitobaháskóla, Há- skólann í British Columbia, og Washingtonháskólann í Seattle. Og mun hann flytja fyrirlestra við allar þessar stofnanir. Auk háskólafyrirlestra sinna flytur Hermann ávarp eða ræðu á sameiginlegum fundi The Icelandic Canadian Club og deildarinnar Frón hér í Winnipeg fimmtudagskvöldið 8. okt. kl. 8 e.h. 1 Parish Hall við Fyrstu lútersku kirkju. Að lokinni ræðu verða lesnir upp valdir kaflar úr ritverk- um Hermanns og nokkrum þeirra þýðinga, sem hann hef- ir átt hlut að. Síðan verður haldið í neðri sal kirkjunnar til kaffidrykkju og óformlegs spjalls um landsins gagn og nauðsynjar. Hermann Pálsson þarf í rauninni ekki að kynna hér um slóðir. Hann hefir þegar getið sér mikinn orðstír sem ræðumaður á samkomum Vestur-íslendinga. Hann er einnig í allra fremstu röð þeirra manna, sem á 19. og 20. öld hafa lagt það fyrir sig að útbreiða íslenzkar bókmennt- ir meðal enskumælandi þjóða. Það eitt væri ærin ástæða til mikillar aðsóknar og góðra undirtekta á þeirri samkomu, sem nú hefir verið gerð grein fyrir. Stjórnarnefndir Icelandic Canadian og Fróns Frétrir frá Nýja íslandi GIMLI í síðasta blaði var minnst örðugleikana sem Gimlibúar áttu við að stríða aðallega vegna þess að Canadastjórn hafði ákveðið að loka The Ca- nadian Forces Base í lok 1971 sem þar hefir verið síðan á stríðsárunum. Nú hafa borist fréttir um það í dagblöðunum að félag í Montreal sem fram- leiðir flugvélar, Saunders Air- craft Corporation Ltd., muni hefja þar á flugstöðinni fram- leiðslu sína, og segja formenn félagsins, að með tíð og tíma muni þeir geta veitt 800 til 1000 manns atvinnu. Formað- ur félagsins, Mr. Saunders segir, að fyrsta árið muni þeir greiða um $900,000 í vinnu- laun og að það muni taka 3-4 ár að byggja upp þessa verk- smiðju. M a n i t o b a Development Fund lánar félaginu einn fjórða af því fé sem þarf til aC stofná þessa verksmiðju. WINNIPEGVATN Þegar akveðíð var að hækka feet fyrir tveim árum til að rafvirkja útrennslið úr vatn- inu, risu miklar deilur vegna þess að þær aðgerðir myndu sökkva tveim Indíána byggð- um umhverfis vatnið. — Þeg- ar núverandi stjórn Manitoba fylkis kom að völdum fékk hún nýjan verkfræðing til að athuga málið, Mr. Cass-Beggs að nafni og hefir hann nú komist að þeirri niðurstöðu að óþarfi væri að hækka vatnið meir en 10 fet og myndi það ekki raska þessum byggðum. Hinsvegar mætti notfæra út- rennslið úr Winnipegvatni með því að ræsa út árnar og vötnin sem úr því liggja og nota útrennsli þess til raf- virkjunar. Telur hann að með þessu móti verði hægt að tak- marka hækkun vatnsins milli 712 og 714 fet á vorin og sumrin og koma þannig í veg fyrir hin skaðlegu flóð, sem hafa haft mikla eyðileggingu í för með sér fyrir íbúa um- hverfis Winnipegvatn. Ef að þetta reynist rétt mega Ný Is- lendingar og aðrir sem eiga heima vifi strendux vatnsins vera núverandi fylkisstjórn Og að lokum síðustu fréttir frá Hecla — orðrétt grein úr Winnipeg Tribune 25. septem- ber, 1970. HECLA CAUSEWAY LINK CONSTRUCTION TO BEGIN Construction of a causeway to link the mainland with Hecla Island on Lake Winni- peg is expected to begin "in a few days," says Recreation Minister Peter Burtniak. T h e minister confirmed that the tender for the job — which includes construction of the causeway, excavation of a navigation channel and approaches to a proposed bridge over the channel — has been let to low bidder Paul Braun Construction Co. of Fort Whyte, Man. The company estimates it can complete the project for about $1,166,000. The govern- ment had initially set a price tag of $1,600,00 on the work. The link will cross Grassy Narrows about 80 miles north of Winnipeg, and will pro- vide a highway from the mainland to the Hecla Island provincial park. Financing of the project was done under the Fund for Regional Economic Develop- ment (FRED), with the pro- vince paying 40 per cent and Ottawa picking up 60 per cent of the tab. rSLANDSFRÉTTIR Nýkomnar íréttir úr Morgunblaðinu Southern Indian Lake um 30 þakklátir. Mr. Burtniak also said that work will proceed this fall and winter with: • Clearing the right of way for the main entrance road at Gull Harbor. • Clearing roads and space for an anticipated 400 - unit campground on the island. • Improvement of the beach facilities and clearing of a lagoon (after freeze-up). • Removal of "old delapi- tated buildings which will be of no use during the develop- ment period." The minister could not say when the park will be in operation, but recalled that the development is a seven- year project under the FRED program. He added that the fall and winter operations will employ about 30 people, including some of the area fishermen who will be idle this winter because Lake Winnipeg has been closed to winter fishing due [.. mercury contamine tion. KONA í RÍKISSTJÓRN „Það mundi gleðja mig mjög, ef það kæmi í ljós, að útnefning mín í ráðherraem- bætti yrði til þess að örva konur til þátttöku í stjórn- málum", sagði frú Auður Auðuns, er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hana í gær, en hún hefur sem kunn- ugt er verið tilnefnd af hálfu þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins til þess að taka við emb- ætti dóms- og kirkjumálaráð- herra og er fyrsta konan, sem tekur sæti í ríkisstjórn Is- lands. Ákvörðunin um tilnefningu Auðar Auðuns í ráðherraemb- ætti var tekin á fundi þing- flokks Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun að tillögu Jó- hanns Hafsteins, forsætisráð- herra, og var hún samþykkt með öllum atkvæðum en eínn seðill var auður. 1 fréttatil- kynningu frá forsætisráðu- neytinu segir, að ekki sé gert ráð fyrir breyttri verkaskipt- ingu ráðherra að öðru leyti og muni Jóhann Hafstein gegna áfram störfum iðnaðar- ráðherra, ásamt embætti for- sætisráðherra. Nýtt ráðuneyti verður formlega myndað, áð- ur en Alþingi kemur saman til fundar hinn 10. október næstkomandi. Frú Auður Auðuns á að baki langan stjórnmálaferil, sem borgarfulltrúi, borgar- stjóri og alþingismaður. Mgbl. 12. sept. „VETTVANGUR MIKILLA MINNINGA" Forseti Sameinaðs Alþingis, Birgir Finnsson, braut blað í sögu Islands í dag hér í Kaup- mannahöfn, er hann afhenti íslendingafélögunum í borg- inni Félagsheimili íslendinga í Kaupmannahöfn í húsi Jóns Sigurðssonar við Austurveg 12 (Öster Voldgade 12). Voru um 100 manns viðstaddir at- höfnina, sem fram fór á 1. hæð hússins. Þegar athöfnin hófst kl. 14 að staðartíma tóku þingforset- arnir Birgir Finnsson, Jónas Rafnar og Matthías Á. Math- iesen á móti gestunum ásamt sendiherranum Sigurði Bjarnasyni. Við útidyr blöktu danski og íslenzki fáninn og á gafli hússins íslenzki fán- inn. Á hægri hönd þegar gengið er inn í húsið, hefur verið sett upr> eikartafla. þar sem á er letrað með koparstöfum: Is- lands Kulturhus. Af hálfu borgarstjórnar Kaupmanna- hafnar var við athöfnina borgarstjórinn Wassard Jörg- ensen. 1 upphafi máls síns sagði B i r g i r Finnsson: „Gamall draumur er að rætast." Síðan rakti hann forsögu þess, að Alþingi eignaðist þetta hús, bar fram þakkir til þeirra, sem léð höfðu málinu liðsinni á einn eða annan hátt. Vék Framhald á bls. 3. #/My Husband Is a Genius" By JOHN STOCKDALE Father of seven and postal clerk at Winnipeg General Post Office, Albert Halldorsson is also artist, poet, novelist — and he has a fine tenor voice. One of those who has encouraged him in his artistic life is Queen Elizabeth. In Canada's Centennial Year when he sent a slim volume of his poetry to the Queen, a letter from Buckingham Palace expressed her thanks and added "how much she enjoyed them." When he sent Her Majesty a small colour reproduction oi the first large mural on which he worked, executed for the national centennial, the Queen expressed her interest in this also. He followed up with a colour reproduction on small scale of the ambitious Manitoba mural which he completed in time for the 1970 Manitoba Centennial. The Queen's reply wondered whether there would be a chance to view it dur- ing her visit to Canada. The Manitoba Centennial work»is in oils and is executed on plywood. It is 7 by 4 ft. Buildings and natural features of the province's wide landcape are minutely exacu Cities are of course not represented by every building but by those wliich, when Alberl wa>; doing his ivscarch, appearod i<. be luust significant. Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.