Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÖBER 1970 lundnánisniunnu i þiiöju og fjórða lið. Þeir íiafa nú látið öllum Manitobabúum sína fögru eyju í té, þar sem gestir geta skemmt sér og notið hennar í aldir fram. Það e r u Manitobabúar, sem með aðstoð Canadastjórn- ar, greiða fyrir þessi hlunn- indi, sem þeim hafa verið veitt. Þessir gestir munu hugsa til þess, þegar þeir skoða lunn þögla grafreít og önnur ummerki þessa g a m 1 a landnáms hvort drengilega hafi verið kom- ið fram við hina síðustu búendur, og hvað hafi orð- ið af þeim. Ég trúi ekki öðru en núverandi stjórn fylkisins athugi þetta mál, og bæti sæmilega við það verð, sem þeim er nú boð- ið fyrir eignir sínar. Ingibjórg Jónsson. Móses Egyptskur prins, sem gerðist uppreistarmaður GÍSLI JÓNSSON ÞÝDDI IV Næst mætum við hinum egyptska prinsi í gervi sauða- hirðis í beltilöndunum út á takmörkum eyðimerkurinnar. Nýr þáttur í mentasögu hans var nú hafinn. Hann hafði lagt hinar rykugu skruddur skólans á hilluna, með hinum barnalegu frásögum um skuggasvipi hinna framliðnu í leitinni að Osiris. 1 stað þeirra hafði hann lært að lesa á bókfell himnanna á heið- ríkum nóttum með logarún- um lifandi stjarna. Hann var búinn að losa hugann við hinn heimskulega átrúnað á heilög dýr, svo sem Vatnahesta, Kýr og Hunda, og um leið farinn að leita nýs og tignarlegra Guðs. Og hann fann hann í eyðimörkinni, ríðandi í Sand- storminum. Hann heyrði rödd hans í þrumunum. Og þegar fyrstu geislar morgunsólar- arinn snertu blómrunna eyði- merkurinnar svo þeir líktust logandi eldi, þá mætti hann honum augliti til augliti í log- andi runnanum. Hann fann hjnn nýja Guð sinn í eyðimörkinni, hinn ægi- lega Guð viltrar náttúrunnar, Arabiskan guð. Guð, sem s t i k 1 a r á fjallatindunum, þeysir eins og stormbylur gegnum eyðimörkina og hvíl- ist í glitofnum litfögrum tjöld- um. Guð, sem vakir yfir fólki sínu, þegar það sefur, leiðir það í bardögum, slær óvinina miskunarlaust, s k i f t i r um stefnu eins og vindurinn, er fljótur að hefna fyrir hverja móðgun, og sér ekki í að segja ósatt, þegar honum býður svo við að horfa. Sarnt er hann guð, sem þolir ekkert órétt- læti, er örlátur við framandi fólk, blíður við föðurleysingj- ana og vorkunsamur við fá- tæka. f stuttu máli guð, sem hefir til að bera alla galla og dygðir arabisks Bedúína-höfð- ingja. Það er eins og Móses hefði litið í spegil og kannast þar við Guð í sinni eigin mynd. Jehovah, eins og Móses lýsir honum, er hvorki meira eða minna en mynd af hon- um sjálfum í yfirnáttúrlega stækkuðum hlutföllum. Móses bjó svo árum skifti í eyðimörkinni. Honum líkaði hin kyrláta víðátta. Hún gaf hugsunum hans víðara og breiðara svið. Hinn leitandi andi hans nærðist í andrúms- lofti kyrlátrar náttúrunnar. Hann kvæntist dóttur efnaðs Bedúina höfðingja og settist að í rólegu bændalífi. En hugsunin um þrælaliðið í Egyptalandi gerði honum órótt í skapi. Hann talaði oft um þá við Bedúinana vini sína. Hann sagði þeim frá yfirstandandi niðurlægingu þeirra og glæsilegri fortíð. Bedúínarnir vorkendu þess- um óhamingjusömu frændum sínum, því þeir áttu líka ætt sína að rekja til sama forföð- urs — hins hugdjarfa upp- reistarhöfðingja Abrahams, sem brotið hafði sér braut í gegnum óbygðir og numið nýtt land fyrir sig og fylkið sitt í Kanaan. Smámsaman fór það að renna upp í huga Móses, að ef til vildi væri hægt að telja Júdana á að flýja Egyptaland og leita frelsis í eyðimörkinni. Og seinna meir gæti hann kannske leitt þá til baka inn í land feðra sinna í Kanaan. Og þar sem Móses sat yfir fénaði sínum í heiðalöndum Sínaí dreymdi hann stóra drauma um nýjan Guð og endurheimt föðurland fyrir þjóð sína. f millitíðinni dó hinn gamli Faraó, og nýr kóngur settist í hásæti Egypta. Þessar frétt- ir bárust Móses með karavan- lestunum, sem ferðuðust framhjá tjöldum hans á leið- inni frá Egyptalandi til Aust- urlanda. Nú var einmitt tími til að hefjast handa. Svo næst fréttum við, að hann er aftur kominn til Egyptalands, og er sestur að á meðal þrælanna, hvetjandi þá til að hefja uppreist. Hann sagði þeim að leggja frá sér verkfærin og hætta við að aka grjóti og baka tigulsteina fyr- ir harðstjórana. Móses, hinn egyptski prins og arabiski fjárhirðir, var nú orðinn að verkamanna for- ingja Gyðinganna. Hann var stofnandi að fyrsta Múrara félagi, sem sögur fara af. Þegar Móses fyrst fór þess á leit, að Faraó léti Júdaþræl- ana lausa gaf konungurinn honum í fyrstu engan gaum. Skömmu síðar sá hann sig samt um hönd. Þetta þræla- lið, sem hann bar lítil kensl á, var erfitt viðfangs, sokkið í óþverra og líkþrá. Fleiri en ein landplága hafði gengið yf- ir Egyptaland, sem hægt var að rekja beint til þessa marg- sýkta lýðs, sem hrúgað var saman í óþverra hverfum borganna. Og Móses lét ekki sitt eftir liggja, að benda á, að mörg eða flest vandræði Egypta stöfuðu beinlínis frá Gyðingunum. Svo þegar Júd- arnir að lokum fluttu úr land- inu undir leiðsögn Móses, varð Faraó reglulega feginn að losast við þá fyrir fult og alt. Þó að burtflutningur Gyð- inga yrði eðlilega að merkis atburði í sögu þeirra, þá var hann þó aðeins smáatburður í sögu Egypta, jafnvel svo smár, að hvergi hefir fundist eitt einasta merki um hann á minnisvörðum þeirra eða bókfelli. Þ e s s i undraverða saga, sem vér lesum í Gamla testamentinu, er blátt áfram ein þessi margýkta samsuða af sannleika, kraftaverkum og skáldskap, sem hægt er að finna í frumsögnum allra þjóða. Guð er ákaflega vika- liðugur náungi þegar svo við horfir. Hann er ávalt reiðu- búinn að gera kraftaverk fyr- ir þjóðholla sagnaritara. Gyðingarnir, s e m Móses leiddi út úr Egyptalandi, voru óheflaðir og grófir, en ötulir, stoltir og fullir af uppreistar- anda. Og Móses var snilling- urinn, sem bræddi þá saman í eina heild. Það tók hann býsna mörg ár — sagan segir fjörutíu. Áður en hann gæti gert úr þeim volduga þjóð, varð hann að setja þeim ný lög og blása þeim nýrri þjóð- arsál í brjóst. Og af því hann var fæddur til að vera for- ingi, sá hann og skildi, að besta aðferðin til að vekja þessar einföldu sálir var, að hrífa þá með mikilfengilegri athöfn úti í hrikalegri nátt- úrufegurð. Hann valdi Sínaí- fjallið í þessum tilgangi — fjallið sem teygir fimm risa- vaxna tinda upp úr skýunum, þar sem drynjandi aurskriður velta niður hlíðarnar og klettabeltin virðast bergmála þrumuhlátrana- af skipunum guðanna. Þetta var viðeigandi ræðustóll til þess að tilkyrtna frá nánara sambandi í milli himins og jarðar. Hér var það þá sem Móses flutti sín hálf-viltu og hálf- göfgu boðorð um mannlega hegðun, sem hafa leitt og af- vega leitt mannkynið niður til vorra daga. Þrátt fyrir harð- ýðgi og grimd þeirra með köflum, og alltíða barnalega ósamkvæmni, eru þau fyrstu tilraunir, sem sagan getur, til að v e k j a mannúðaranda í hjörtum mannanna. Skipun hans Um að heimta auga fyrir auga, var ekki frekari, en við var að búast eftir þeirra tíð- ar hugusunarhætti. En boðorð hans um að vera fátæklingum vinveittur bg framandi mönn- um gestrisinn og brjóstgóður er næstum meira en búast má við almennt meðal siðment- aðra manna nú á dögum. Það er enn í móð að líta niður á útlendinginn á meðal vor. Við erum enn ekki komnir eins langt og Móses, sem lifði fyr- ir þrjú þúsund árum. Og gleymum heldur ekki, að það var Móses, sem fyrstur skip- aði að leggja niður manna- fórnir við guðsþjónustur — skipun, sem enn hefir verið að vettugi virt. Nú á síðustu áratugum hefur milljónum ungra og hraustra manna ver- ið fórnað á altari hins grimma Guðs — stríðsguðsins. VII Oss er sagt, að Móses hafi dáið áður en hann komst til fyrirheitna landsins. Verkið, sem hann byrjaði og vann að, lenti í höndum smærri manna. Þetta hafa verið örlög allra heimsins mestu viðreisnar- manna. Áður en hann dó hafði honum auðnast að hreinsa veiklaðan kynstofn í vindum eyðimerkurinnar. Hann lofaði hinni gagnslausu eldri kyn- slóð að líða undir lok, og yngri og hraustari brautryðjendum að vaxa upp í þeirra stað. Hann leiddi inn á eyðimörk- ina ósjálfbjarga leifar af deyj- andi þjóðflokki. En út j^aðan ruddist sameinuð þjóð, sem enginn getur drepið. Lauslega þýtt eítir G. J. Vísur Seinasta vor voru 100 ár frá dauða Krisjáns Fjalla- skálds. Hann er nú flestum gleymdur. Auðnaðist honum þó að yrkja aðra af þeim tveimur vísum, sem ég tel að lengst muni lifa á vörum ís- lendinga. Geri ég ráð fyrir, að vísnavini renni grun í, hvaða vísur ég á hér við, hvort sem þeir eru mér sam- mála eða ekki. En ætli það hafi ekki verið á svipuðum árstíma og nú, sem hann kvað: Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum, húmar eins og haustar að, í hjartans leynum. En sem betur fer þarf ekki slíkt húm að blasa við allra augum. Það vissi hann, sem kvað: Margur sundur molar stinn mein, svo lund ei kvartar. Getur undir glaðri kinn grátið stundum hjarta. Nú eru tímar mikilla ferða- laga, og margir taka undir með Benedikt Erlingssyni, þar sem hann segir: Mín er kæti að kanna og sjá kletta og stræti fjalla, heims fágæti öðru á eins hef mætur varla. Tíminn. Aðeins $ 10000 ÍSLANDSFERÐ FRAM OG TIL BAKA FRA NEW YORK Laegstu fargjöld! Þolu þjónusta! Ný lág fargjöld 1970 til íslands fyrir alla — — unga. aldna, skólafólk, ferðahópa! ísland er líka fyrir alla. Hi3 fagra ísland minninganna; nútíðar fsland sem erfitt er aS ímynda sér; hið hrífandi fsland. sem frændur og vinir hafa skýrt ykkur frá — og sem þið getið sagt frá þegar heim kemur. Nýju fargjöldin frá New York--------aðeins $100 fram og til baka með 15 mannahóp eða fl. Fyrir einstaklinga aðeins $120* fram og til baka fyrir 29-45 daga á íslandi; aðeins $145* upp að 28 dögum aðeins $87*. Aðra leið fyrir stúdenta er stunda nám á fslandi í 6 mánuði eða lengur. Fleiri lág fargjöld er gegna þörfum ykkar. LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL: ÍSLANDS. SVÍÞJÓÐAR. NOREGS, DANMERKUR. ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. IGELANDICajfÍunes Frekari upplýsingar hjá ferðaumboðsmanni þínum eða Icelandic Air Lines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.