Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Side 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1970
ÓLAFUR ÞORVALDSSON:
Fyrir sjötíu árum í gömlu Fiensborg
Niðurlag
Ég gat þess hér að framan,
að ég hefði yfirleitt haldið
öðru sæti á prófum, þá tvo
vetur, sem ég var í hinum
hærri bekk. Þó brást þetta við
næsta próf á undan burtfar-
arprófi. Þá féll ég niður í
þriðja sæti og fannst nokkuð
súrt í broti.
Morgun þann, sem burtfar-
arprófið skyldi hefjast, eftir
nokkurra daga upplestrarfrí,
gekk mamma með mér lítinn
spöl á leið. Þegar ég kvaddi
hana segir hún: „Nú heiti ég
á þig, að ef þú nærð aftur
þínu fyrra sæti, þá skal ég
gefa þér 25 aura“. Að þessu
myndi nú einhver brosa í dag.
Satt er það, að 25 aurar voru
ekki mikið fé, en voru auð-
vitað á þeim árum miklu
meira virði heldur en nú. Þess
utan var þetta silfur, er stóð
ávallt fyrir sínu, en 25 eyring-
urinn er nú verðlaus málm-
blanda, sem enginn vill eiga
og er nú fleygt. En hvað sem
um áheit var, þá náði ég mjög
vel mínu fyrra sæti, en því
skal ég trúa ykkur fyrir, að
grátið gat ég með stúlku
þeirri, sem vék þá fyrir mér
og náði ekki einu sinni þriðja
sæti, sem hún hafði þó haldið
lengst af veturinn. Þetta var
mikil vinstúlka mín og góð,
og fann ég sárt til með henni.
Við höfðum setið hlið við hlið
allan veturinn, og svo lauk
okkar samveru á þenna Ieiða
veg, en ekki vináttu. Þegar
tekið er tillit til þeirrar reglu,
sem þá var fylgt við aðalpróf
skólans, gat þetta ekki öðru-
vísi farið. Þetta vissi vin-
stúlka mín jafnvel sem ég, og
við vorum jafn góðar vinir
eftir sem áður, meðan leiðir
ekki skildu.
Flest þessara félaga minna
og leiksystkina í barnaskóla
hafa nú gengið veg allrar ver-
aldar, gengið mig af sér, ef
svo mætti segja, en mörg
þeirra lifa þó enn í minning-
unni. Örfá þeirra veit ég þó
lifandi enn, þar á meðal aðra
stúlkuna, sem ég var settur
hjá fyrsta veturinn, sem ég
kom í skólann. Einnig man
ég vel ýmsa pilta og stúlkur,
sem voru í gagnfræða- og
kennaraskólanum þá vetur,
sem ég var í barnaskólanum,
og kom eitt og annað til að
þetta fólk varð mér minnis-
stætt og skulu hér nefnd örfá
dæmi.
Ég minnist Ólafs Metúsal-
emssonar frá Burstafelli í
Vopnafirði, að ég ætla. Hans
minnist ég sem hins mesta
prúðmennis í allri framkomu
en einkúm þó sem hins lang-
mesta og prúðasta glímu-
manns, sem minn fyrsta vet-
ur sótti s'kólann í Flensborg.
Ég sá Ólaf aldrei falla fyrir
neinum, en lagði á hinn bóg-
inn alla, sem hann glímdi við
og það fagurlega og umbrota-
laust. Þá voru það þeir Guð-
mundur Davíðsson frá Gili í
Vatnsdal og Stefán Hannes-
son, skaftfellingur að ég ætla,
síðar bóndi og kennari í
Suður-Hvammi, að mig minn-
ir í Hvammshreppi í Mýrdal
austur. Guðmundur var all
mörg ár umsjónar- eða þjóð-
garðsvörður á Þingvöllum.
Síðar urðum við Guðmundur
samstarfsmenn við Alþingi.
Þeir Guðmundur og Stefán
fóru, þegar dag tók að lengja
og veður var gott og bjart,
mjög oft ýmsar gönguferðir,
upp og austur frá Hafnarfirði,
og sóttu þeir til helztu útsýn-
isstaða þar. Ekki virtust þeir
setja fyrir sig, þótt kalt væri
eða nokkuð svalt, aðeins að
skyggni væri gott. Oft várð
Ásfjall þeirra aðalútsýnisstað-
ur, og þótt ekki geti það til
fjalla talizt, er það þó lang
hæsta holt eða fell í nágrenni
Hafnarfjarðar. Á norðuröxl
fellsins hefur, frá ómunatíð,
s t a ð i ð stór og myndarleg
varða. Þessi vel hlaðna grjót-
varða var eitt af fengsælustu
fiskmiðum . þeirra innnesja-
manna á Norður-Sviði í Faxa-
flóa, var það mið nefnt Ás-
vörðuslóð. Vestan undir Ás-
fjalli er bærinn Ás, og átti ég
þar heima þá. Fyrir kom, að
menn þessir komu heim til
okkar, einkum til að spyrja
um eitt eða annað, svo sem
um nöfn á fellum og hæðum
þar í grennd, þar eð báðir
voru menn þessir úr fjarlægð-
um héruðum og því bláó-.
kunnir þessu umhverfi, en
vildu fræðast. Voru þeir sann-
arlega aufúsugestir, þá sjald-
an þeir litu heim. Ég held, að
báðir hafi þeir verið á kenn-
araskólanum. M a r g a fleiri
pilta, heldur en hér eru
nefndir, man ég vel, þótt ekki
verði hér fleiri getið.
Ekki get ég skilið svo við
þessar minningar mínar um
skólaveruna í Flensborg, að
ekki sé minnst á húsið sjálft,
þetta fagra og tilkomumikla
hús, sem átti svo mikla og
merka sögu, þótt ekki verði
hún rakin hér. Húsið, svo sem
elztu núlifandi menn muna
það, fékk það útlit, sem það
bar svo til síns endadægurs,
árið 1884, þegar hinir stóru
kvistir voru settir á vestur og
austur þakhæð þess. Þannig
þekkti ég það, þar til það var
ekki lengur til. Löngu eftir
að ég var ekki lengur dagleg-
ur gestur þar, varð mér oft
hugsað til þess hve mikið
þetta hús fékk rúmað innan
sinna veggja, þótt stórt. væri,
og er þá skólatíminn hafður
deildir voru þar starfandi. Á
efri hæðinni bjó skólastjór-
inn Jón Þórarinsson með fjöl-
Skyldu sinni, sem var um tíu
manns, þar með talið þjón-
ustufólk. Auk þess voru þar
oft all margir gestir. Á neðri
hæðinni var skólinn eða skól-
arnir. Kennslustofur a 11 r a
skólanna voru annað tveggja
fimm eða sex, ég er ekki hár-
viss í tölu þeirra, ég kom víst
aldrei í þær allar. Svo. held
ég, að hafi verið all stórt her-
bergi þar, sem bókasafn skól-
ans, Skinfaxi, var til húsa,
ásamt fleiru sem þar var
geymt. Þetta er þó ekki fylli-
lega ljóst fyrir mér, svo hér
getur e i n h v e r j u skakkað.
Einnig var á jarðhæðinni
heimavistin, með öllu sínu
umstangi og fyrirgangi. Ekki
er mér heldur fullkufmugt,
hve margt pilta var þar að
jafnaði. Varla hafa þeir verið
færri en 20, þó má vera, að
einhverju litlu skakki til eða
frá. Það var og ráðskona og
þjónustustúlka. Þarna hafði
allt þetta fólk fæði pg hús-
næði, um þjónustu pilta er ég
ekki alveg viss. Allt þetta út-
heimti svo mikið húsrými, að
ég skil ekki enn í dag, þegar
ég rifja þetta upp, hvernig
þetta gamla hús gat staðið
undir öllu þessu án árekstra,
sem aldrei heyrðust nefndir,
og allt virtist ganga vel og
snuðurlaust.
Ráðsmenn kusu piltar úr
þessum hópi, og að ég ætla
nefnd eða stjórn honum til
aðstoðar. Fyrsta verk þeirra
hvert haust, var að ganga á
milli verzlanna staðarins, og
láta kaupmenn gera tilboð
í viðskipti heimavistarinnar
hvern vetrar. Þetta tók á
stundum nokkra daga, þar eð
piltar þurftu þá að gæ,ta
ýtrustu sparsemi og aðsjálni,
og stóð þessi samningsgerð
stundum nokkra daga. Það
var all mikil umsetning, sem
þ e 11 a mannmarga heimili
gerði fyrir skólatímann
hverju sinni, og kaupmönnum
því ekkí sama hvoru megin
hryggjar lá. Nokkuð lögðu
piltar upp úr, að sem skemmst
væri til dráttar fyrir þá, þar
eð allt sóttu þeir sjálfir og
báru heim. Þá höfðu kaup-
menn enga sendisveina. Síðar
urðu mér all kunn þessi við-
skipti við skólapilta, þar eð
þeir hófðu sín aðal viðskipti
við verzlun, sem ég starfaði
við í all mörg ár, sem var
verzlun P. J. Thorsteinsson &
Co., siðar hið svonefnda Millj-
ónafélag. Verzlun þessi var
þeim hagkvæm, þar eð hún
lá næst Flensborg verzlan-
anna, um helmingi nær held-
ur en flestar hinna. Oftast
munu piltar hafa komið í lok
hverrar viku, til að sækja
það, sem heimavistina van-
hagaði helzt um. I lok hvers
mánaðar v o r u reikningar
gerðir upp.
Fynr kom, og eflaust oftar
heidur en ég vissi um, að pilt-
ar komu með afsláttarhest,
sem voru þá lagðir í þetta
stóra félagsbú. Einnig kom
það fyrir, að þeir piltar, sem
í minni fjarlægð áttu heima,
komu með sauði í búið. Þetta
voru piltar, sem áður höfðu
verið í heimavistinni og áttu
vísa vist þar, á seinni eða síð-
asta vetri. Þau ár, sem heima-
vistin hafði sína aðal viðskipti
við verzlun þá, sem ég vann
við, kom það í minn hlut, að
a n n a s t þá afgreiðslu. Við
þetta myndaðist á stundum
nokkur kunnleiki milli mín
og einstakra pilta, sem átti
sér oft nokkurn aldur, þrátt
fyrir oft all mikla fjarlægð.
Þeir af skólapiltum, sem
ekki voru í heimavist, sem
oftast mun hafa verið meira
en helmingur þeirra, urðu að
koma sér fyrir á heimilum
víðsvegar í kaupstaðnum, svo
og í nágrenni skólans, þar
sem ástæður voru fyrir hendi,
að hægt var að láta þeim líða
vel, hvað húsnæði og fæði
snerti.
Lang flestir piltanna voru
frá alþýýðuheimilum, svo til
úr öllum sveitum landsins,
alþýðufólk, menn og konur,
sem ávallt þá voru fáar. Á
þeim árum voru lang flest
heimili Hafnarfjarðar einnig
alþýðufólksheimili, h e i m i 1 i
sjó- og verkamanna, auk ör-
fárra handsverksmanna, svo
sem tré- og járnsmíða. Kaup-
mannaheimili voru fyrir og
fram yfir síðustu aldamót
varla fleiri en fjögur. Þar til
héraðslæknirinn kom og sett-
ist að í Hafnarfirði árið 1903
eða 4, var aðeins eitt heimili
embættismanns þar, heimili
sýslumannsins. F 1 e s t voru
heimili þessi mannmörg fyrir,
og bættu því lítt á sig auka
manni. Það voru því alþýðu-
fólksheimilin, sem piltar urðu,
að langmestu að leita til með
vist fyrir skólatímann. En nú
sé ég, að mér hefur sézt yfir
eitt af hinum bezt stæðu heim-
ilum, er svo voru talin. Það
heimili var bakarísheimilið,
heimili frú Helgu Proppé,
sem starfrækti brauðgerðina,
að manni sínum látnum, fram
yfir síðustu aldamót. Heimili
þetta var fyrirmyndarheimili
að myndarbrag öllum. Frú
Helga seldi oftast kennurum
skólans, einum eða fleirunf,
fæði fyrir skólatímann. Einn-
ig tók hún á stundum eina
eða tvær stúlkur skólanna til
dvalar yfir skólatímann.
Svo er fyrir að þakka, að á
þeim tíma, sem hér um ræðir,
þ. e. frá síðasta tug síðustu
aldar fram yfir aldamót, voru
langflest alþýðuheimili Hafn-
arfjarðar góð bjargálna heim-
ili, en mjög fá sárfátæk. Það
var því til þessara bjargálna
heimila, sem piltar leituðu til
um vetursætu. Komið gat til
greina í einstökum tilfellum
gamall kunningsskapur, jafn-
vel vinátta við heimili skóla-
pilta. Þessi kynni gátu átt sér
ýmsar rætur, svo sem kaupa-
vinna kaupstaðarfólksins yfir
sumarið á bæ foreldra pilta
og stúlkna, gömul ættartengsl,
og fleira gat hér komið til.
Ég held að fullyrða megi,
að skólafólk, sem fékk vetrar-
vist á heimilum í Hafnarfirði
á umræddu tímabili, hafi yfir-
leitt verið heppið í því efni.
Mér var það nokkuð kunnugt,
að húsráðendur lögðu sig
mjög fram um að gera þessum
gestum sínum vistina svo
góða sem frekast var hægt að
láta þeim í té. Og gestirnir
voru glaðir og ánægðir.
Allmikil tilbreytni og upp-
lyfting var það fyrir margt
alþýðuheimili t. d. eldri hjón,
sem annað hvort voru orðin
ein eða höfðu lengst af verið
það, að fá góðan mann eða
konu úr fjarlægri sveit eða
sýslu inn á heimili sitt. Þetta
fólk gat frætt heimafólk nm
svo margt, sem því var áður
ókunnugt um. Þetta segi ég
ekki, án þess að hafa nokkuð
fyrir mér í þessu efni. Ég var
ekki með öllu ókunnugur
nokkrum þessara heimila og
sá og heyrði hve húsbændurn-
ir léku við þetta fólk og töldu
ekkert of gott, helzt ekki nógu
gott, sem þeir gátu veitt þessu
fólki. Og þannig var þetta á
báðar hliðar.
Ég held, að þegar litið er
til þessa tímabils, að Flens-
borgarskólinn hafi haft all
drjúg áhrif til hins betra, þ. e.
bætandi menningaráhrif á líf
Hafnfirzkrar alþýðu, burt séð
frá þeirri menntun, sem æsku-
fólk þar hlaut gegnum nám
og samskipti við þá ágætu
kennara, sem sannarlega má
segja um, „að það væri val-
inn maður í hverju rúmi“. Og
vel get ég unnt Hafnfirðing-
um þess, að svo væri það enn,
hvað vonandi er.
/
SKRÝTLA
Karl nokkur, sem var um-
renningur, kom á bæ og baðst
gistingar. Húsbændurnir tóku
honum vel og leiddu hann til
baðstofu, en þar sat vinnu-
fólkið við tóvinnu. Karl þessi
var allhreykinn yfir sér og
ólæs, en vildi láta bera sem
minnst á fákunnáttu sinni.
Um kvöldið bað hann einn
af vinnumönnunum að lána
sér Biblíuna til þess að lesa í.
Vinnumaðurinn tók vel bón
hans, en af því að hann vissi
að karlinn var ólæs, þá greip
hann Vídalínspostillu, sem
var næst hendi, og fékk karl-
inum, en sagði honum að
þetta væri Viðeyjarútgáfan af
Biblíunni.
Karlinn reri yfir Postillunni
allt kvöldið og lézt lesa. Seint
á vökunni kom húsbóndinn
inn í baðstofuna og spurði
karinn, hvað hann (væri að
lesa.
„Það er Biblían og ég er
kominn út að 100. toapítulan-
urn i HerodesarguðspjaÍIinu“,
svaraði karlinn.
jí huga, þegar þrjár skóla-