Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Page 4

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Page 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Th'ursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireet, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjonsson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Wlnnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Voldimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victoria, B.C.: Dr. Richord Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". Áminning Kæra Ingibjörg: í mestri vinsemd og virðingu vil ég leyfa mér að benda á eitt atriði, sem kemur blaðinu Lögberg-Heims- kringlu mjög mikið við, og er það það, að þegar blöðin Heimskringla og Lögberg sameinuðust var það mjög skýrt tekið fram á fundi aðila beggja blaðanna, að sam- einaða blaðið, Lögberg-Heimskringla skyldi ekki birta stjórnmála- eða trú-mála greinar sem ágreiningur gæti sprottið af. En nú í stuttri grein í blaðinu dagsett 10. þ. m. birtist ákæra um að núverandi stjórn Manitoba fylkis sé sek að svikum og að hún hafi ekki staðið við loforð, sem gefin höfðu verið, Heklueyjarbúum af fyrrv. stjórn. Ég hefi í mínum vörslum afrit af bréfinu, sem minnst er á í greininni, frá Hon. Mr. Carroll, og líka afrit af bréfi skrifað af fyrrv. forsætisráðherra, Hon. Walter Wier, þar sem hann kannast við að óhjákvæmi- legt sé að óánægja muni vakna hjá sumum eyjarbúum í sambandi við þá ákvörðun um að gera eyjuna að fylkisskemmtigarði, (Provincial Park). Mr. Carroll segir í einum stað í bréfi sínu, eins og getið er í Free Press greinni, “Lease-back arrange- ments will be available for resident and non-resident land owners but these will depend on the phasing of the development". þ. e. a. s. samningar við íbúana verði að fara eftir atvikum og kringumstæðumj sem kunna að rísa er tímar líða, eins og orðið “phasing” bendir til. En annars er þess að geta (eins og sagt er í göml- um málshætti, að „Rómaborg var ekki byggð á einum degi“) að núverandi fylkisstjórn hefur verið við völd aðeins nokkra mánuði (14 alls) og tæplega getur verið ætlast af henni að hún komi í fullkominni framkvæmd á stuttum tíma þeim ráðstöfunum, sem fyrrv. stjórn hafði með höndum í fleiri ár. En hér vil ég skjóta því inn, að núverandi stjórn hefur verið langt frá því að vera aðgerðarlaus, þar sem, á þessum 14 mánuðum sem hún hefur verið við völd, innleiddi hún 194 laga frumvörp sem verða öll að lögum innan skamms tíma. Sumir munu minnast þess að þegar fyrrv. forseti Islands kom hingað í síðustu ferð sinni, lét þáverandi stjórn flytja hann flugleiðis út á eyju, til að sýna hon- um landsvæðið sem Islendingar settust að á, á land- námsárunum. Einnig var skýrt frá að þetta ætti að verða „Provincial Park“. Þ. e. a. s. að þáverandi stjórn hafði þetta mál þá með höndum. Forsetinn lét vel af! En nú, þegar núverandi stjórn er farin að færa í framkvæmd áætlun fyrrv. stjórnar um að skipu- leggja „Provincial Park“ á eyjunni, og jafnvel áður en verkið er meira en rétt aðeins hleypt af stokkun- um birtist ákæru-grein í blaðinu um svik og loforða- brot. Satt að segja er mér erfitt að skilja hver þau svik og loforðabrot geta verið. Ég hefi haft tal af tveimur mönnum, sem hafa unnið að þessu máli á stjórnartímabili fyrrv. stjórnar og nú á síðustu mán- uðum, í sama embætti hjá hinni núverandi stjórn. Annar þeirra var á fundi á Heklu þegar bréf Mr. Carroll var útbýtt. Hann segir mér að tilgangurinn sé nú enn eins og áður, þ. e. a. s. að fylgja eftir þeim atrið- um, sem tekin eru fram í bréfinu. — Ef að þú veizt betur, eða hefur aðgang að öðrum skýringum, vona ég að þú látir mig vita af þeim. En nti enda ég þessar athugasemdir, en um leið og ég geri það, vil ég minna ritstjóra, (sem ég hefi miklar mætur á, og sem ég tel meðal vina minna, og vona að það verði enn í lengri framtíð,) á, að vara sig á að ganga út á þann hála ís, sem nefndarmenn beggja blaðanna vildu forðast er þeir sömdu um sín á milli að dálkar sameinaða blaðsins yrðu ekki opnaðir fyrir árásum á einn eða annan stjórnarflokk eða einn eða annan kirkjuflokk. Það væri í beinni mótsögu við anda blaðasameiningarinnar. En ef að í þá áttina er stigið, væri réttilega verið hægt að nefna það svik við þá sem stóðu fyrir sameiningu blaðanna. Með þessu, enda ég mál mitt, og bið kærlega að heilsa og endurtek það, sem áður er vikið að, að vin- skapur okkar á milli hefur ætíð verið hinn bezti og verður það vissulega enn í framtíðinni. Ég vona aðeins, Ingibjörg mín kæra, að þú látir ekki mál, sem er þér mikið tilfinninga mál, hleypa þér út í gönur. Þinn einlægur, Philip M. Péiursson., D.D. húseignir þeirra og hús- stæði þannig, að þeir geti greitt fyrir samskortar hús og hússtæði annarsstaðar? Umskiptin eru nógu þung- óær, þótt húsnæðisleysi Dætist ekki ofan á hrakn- inga og söknuð, og þá hefi ég sérstaklega í huga þá, sem hafa verið heimilis- fastir á eynni árið í kring og hafa átt þar heima alla tíð. Stjórnin gæti, sér að skaðlausu, bætt nokkrum þúsundum við þeirra hlut til þess að gera þá örugga og á n æ g ð a við þessar breytingar á hag þeirra, og treysti ég þér manna bezt að hafa góð áhrif í þá átt. Svar Kæri séra Philip: Ég var ekki að hugsa um neinn sérstakan stjórn- málaflokk þegar ég reit þessa stuttu klausu á baksíðu L.-H. 10. sept. s. 1. Það var í tíð Conservative flokksins, að vaktar voru glæstar vonir hjá eyjarbúum, og hefðu sennilega vonbrigðin verið þau sömu þótt sá flokkur sæti enn að völdum, því, eins og þú segir, eru það aðallega hinir föstu starfsmenn — Civil Servants, — sem mest hafa haft við þetta viðkvæma mál að gera, en sjálfsagt finnst mér, að hvaða stjórn, sem er við völd, eigi að hafa eitt- hvað eftirlit með þessum föstu starfsmönnum. í bréfi til landeigenda á eynni dags. 9. maí 1969 frá Hon. J. B. Carroll eru þeir flokkaðir þannig: Landeigendur, sem búa á eynni; landeigendur, sem fluttir eru burt og eigendur sumarbústaða. Vita- skuld eru það hinir fyrst nefndu, þ. e. a. s. íbúar eyjar- innar, sem mest áttu á hættu og sérstakt tillit hefði átt að taka til, því það var ekki einungis að þeir verða fyrr eða seinna sviftir heimilum sínum, heldur og í mörg- um tilfellum atvinnu sinni, við búskap, “fiskiveiðar, framleiðslu borðviðar og ýmis viðskipti. Það verð, sem þeim var boðið fyrir allt þetta var svo lágt, að þeir urðu nauðbyggðir, hvað eftir annað, til að ganga fyrir þessa stjórnarherra til að fá það hækk- að, og var smáhækkað við þá ofurlítið í senn, en er ekki ennþá nægilega hátt til þess, að þeir geti komið sér fyrir í samskonar heimilum og þeir áttu, hvað þá heldur að hafa þá atvinnu, sem þeir höfðu áður. Því miður hefi ég ekki getað fylgst með því sem hefir verið að gerast í Mikley upp á síðkastið en það voru aðallega eftirfylgjandi málsgreinar í Winnipeg P’ree Press ritgerðinni, sem komu ónotanlega við mig: “A number of the islanders said in interviews re- cently the park sounded like a good idea at first. They didn’t like the idea of having to sell their property, but they received the impression they would be able to live in their own homes as long as theý wanted. They did like the idea of jobs available right on the island so they could afford to stay. One resident said there was talk of working fish- ing village and a museum, another said there was talk of a historical village. But, they said, more and more of these original proposals seem to be disappearing. The main complaint is the prices offered by the government buyers are too low to allow residents to relocate in similar quarters off the island. A former resident of the island, who has already sold his property, said it was impossible to buy a home like the one he had sold with the money he was given. “At one point I went back to the office, gave them the cheque and said ‘There’s the cheque, you buy me a house.’ ” Er ekki sjálfsagt og drengilegt að greiða hinum fáu búendum, sem eftir eru á eyjunni nægilegt fé fyrir Verður Mikley blómleg byggð á ný? Þetta var fyr- sögnin á smágrein, sem ég var svo fljótfær að skrifa í L.-H. 15. marz, 1969 — það voru vonbrigðin er ég varð fyrir, þegar ég las áð- urnefnda Free Press grein, sem urðu til þess að ég varð nokkuð stórorð í smá- klausu á baksíðu L.-H., en þau orð hefðu sloppið úr pennanum h v a ð a stjórn sem setið hefði við völd. Ég hefi aldrei tilheyrt neinum sérstökum stjórn- arflokki en hafi íslending- ur boðið sig fram í mínu kjördæmi hefi ég ávalt greitt honum mitt atkvæði án tillits til flokks hans. Þetta traust á íslendingum er mér í blóð borið. íslendingar námu þessa eyju árið 1876 og varð hún ein af byggðum Nýja Is- lands. Þeir börðust við að ryðja skóginn, koma sér upp bústofni og hefja fisk- v e i ð a r í Winnipegvatni. Þeir ruddu vegi, reistu kirkjur, skóla og samkomu- hús; mynduðu lestrarfélög, söfnuði, kvenfélög, félagið Hjálp í viðlögum og fl. Þeir voru sjálfstæðir, þáðu aldrei opinberann styrk á kreppuárunum, þeir litu sjálfir eftir sínum, sem að- stoð þurftu. M i k 1 a erfiðleika áttu þeir við að stríða, sérstak- lega þegar hækkaði í vatn- inu svo að flæddi yfir lönd þeirra, og fluttu þá marg- ar fjölskyldur í burtu. (Þess má geta að núver- andi stjórn Manitoba til verðugs heiðurs, að hún virðist vera að finna ráð gegn skaðlegu áflæði Winnipegvatns). Búendum á eyjunni hef- ir m i k i ð fækkað bæði vegna áflæðis og sökum þess að unga fólkið sótti framhaldsnám í borgunum og fékk svo atvinpu, ann- arsstaðar, það eru því ekki eftir á eynni nú, nema rúmlega 60 manns og um 25-30 heimili. Þetta eru af- komendur hinna íslenzku

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.