Lögberg-Heimskringla - 01.10.1970, Síða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1970
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
NÁTTMÁLASKIN
„Það^ er ekkert, sem um er að tala. Ég hef
hugsað mér að reyna að láta sem ég sjái það ekki,
því það er það eina, sem mér finnst alvarlegt í
fari hans.“
„Það er líka slæmur löstur,“ sagði faðir
hennar.
„Það er enginn gallalaus, pabbi minn,“ sagði
hún.
Henni létti, þegar hún heyrði að Páll var að
tala við einhvern fyrir utan gluggann. Og það
var karl en ekki kona, sem hann var að tala við.
,,Þú ert bara svona fésæll, vinur. Þú hefur
líklega fjölgað skepnunum hjá þér?“
Þetta hlaut að vera Bessi, sem hann var að
skrafa við, hugsaði Jónanna.
„Ég eignaðist hest. Simmi segir að hann verði
steingrár, en hann er ennþá Ijótur á litinn,‘‘ sagði
drengurinn. ,
Friðgerður kom inn í húsið með hvítan dúk
og breiddi á borðið. Sæja kom á eftir henni með
fínustu bollapörin á heimilinu.
„Við hefðum vel getað drukkið í búrinu,
mamma. Það er óþarfa fyrirhöín,“ sagði Jónanna.
Svo var setzt að borðum og drukkið súkkulaði
og kaffi með fínu brauði.
„Skárri er það nú viðhöfnin,“ sagði Ráða. „Það
er svo sem orðið ánægt með Jónönnu vesalinginn
eftir allan gauraganginn, þó að hún hreppti ekki
annað en kaupamannsgreyið hans föður hennar.
Mér finnst hún líka ekki líta ósköp illa út hjá
honum. Hvað sem svo mætti bjóða þeim, ef ekki
lærða búfræðinga. Gaman að sjá hvað Sæunn
skinnið hreppir, því að líklega ætlar hún sér ekki
mikið meira með þennan barnsföður sinn, sem
svo er nefndur.“
„Hún er nú líka hikandi við að ganga út í
hjónabandið, meðan hún er ekki viss um að hún
sé heil heilsu,“ sagði Sigríður.
Það hnussaði í Ráðu.
„Hún er svo sem ekki neitt þessleg, að hún
geti talizt sjúklingur. Blómstrar upp eins og fífill
í túni. Mér sýndist hún nú bara rauðeygð af skæl-
um, þegar hún kom fram úr stofunni áðan. Gæti
vel hugsað mér að hún væri ennþá snarvitlaus í
Páli garminum. Það ætti nú að enda svoleiðis, að
hún færi upp á milli þeirra. Hverng skyldi þá
svipurinn á Hrólfi gamla verða, þeim siðavanda
manni?“
„Blessuð vertu ekki alltaf með þessar hrak-
spár. Það getur ekki komið fyrir. Þau eru svo
hamingjusöm, þessar blessaðar manneskjur. Hún
er víst búin að reyna nóg, hún Jónanna. Og
reyndar þau öll,“ sagði Sigríður.
Þegar brúðhjónin riðu úr hlaði, ranglaði Sæja
upp í fjall og sást ekki langan tíma.
„Hvað er Sæja að rangla upp í fjall. Ætli hún
haldi að sauðburðurinn sé byrjaður?“ sagði
Hrólfur.
„Hún er víst að gæta að því, hvort hún Grána
hennar sé köstuð,“ sagði Bessi.
„Hún hefur það víst af hjálparlaust. Það er
meira hvað þessi veikindi gera fólkið sljótt og
áhugalaust. Það var þó skerpa í henni, ekki síður
en sj^stur hennar,“ sagði Hrólfur.
„Það lítur út íyrir að þær þoli ekki mikinn
inótblástur, án þess að örvilnast, systurnar. En
iu'in nær sér, þegar hún fer að vinna úti,“ sagði
Friðgerður.
Þegar Sæja kom heim, fór hún beina leið inn
í stofu og hallaði sér upp í rúm. Þangað kom
móðir hennar. Hún sá að hún var grátbólgin.
„Blessuð settu þetta ekki fyrir þig, góða mín.
Þetta getur allt lagazt, ef þú færð góða heilsu.
Þá tekurðu barnið til þín og henni fer að þykja
vænt um þig. Það er eðlilegt að hún vilji heldur
vera hjá hinu fólkinu, sem hún hefur verið svo
lengi hjá,“ sagði móðir hennar.
„Henni þykir sjálfsagt aldrei neitt vænt um
rnig,“ sagði Sæja sárfegin að móður hennar datt
ekki í hug, að það var annað og meira, sem nísti
hjarta hennar en fálæti litlu dótturinnar. Þó gat
nú verið. að móður hennar grunaði hvað að var,
þó að hún léti ekki á því bera.
„Komdu svo bara inn í hlýjuna til okkar. Ég
þarf að biðja þig að sauma sængurver. Ég skil
ekkert í þér að láta gluggann standa svona opinn
nótt og dag.“
„Ég kem inn bráðum,“ sagði Sæja.
41.
Sumarið leið fram að höfuðdegi, án þess að
nokkuð bæri til tíðinda. Sæunn bóndadóttir á
Bakka virtist vera búin að ná fullri heilsu. Hún
gekk til heyvinnunnar með hinum stúlkunum,
þegar veðrið var gott, en ef það kom kuldadagur
eða mikið útfelli, var hún inni. Stundum náði
hún í hestinn sinn og reið út að Svelgsá. Einu
sinni kom hún ekki heim fyrr en eftir háttatíma.
Móðir hennar var hálf óróleg, óttaðist að hún
hefði orðið lasin eða eitthvað komið fyrir hana.
Hrólfur reyndi að hughreysta hana.
„Það hlyti að láta okkur vita, ef eitthvað hefði
orðið að henni,“ sagði hann.
Ráða bauðzt til þess að skreppa út eftir, ekki
þó af eintómum brjóstgæðum, heldur þótti henni
gaman að koma á hestbak og skreppa á bæi. En
það var talið óþarfi, og það reyndist líka svo.
Sæja skilaði sér heim og smaug hljóðlega í
rúmið sitt, þegar allir voru háttaðir, því að nú
var hún farin að sofa inn í húsinu hjá foreldrum
sínum. Næturnar voru orðnar dimmar og það var
svo einmannalegt fyrir hana að kúra eina frammi
í stofu.
Faðir hennar spurði hana að því um morgun-
inn, þegar verið var að borða morgunverðinn, því
hún hefði verið svona seint á ferð í gærkvöldi.
„Það var nú mest af því að það kom gestur,
sem vildi alltaf láta mig tefja lengur, ef ég ætl-
aði eitthvað að hreyfa mig af stað. Ég lét eftir
honum. Svo fylgdum við hvort örðu niður á Möl
og svo aftur hingað heim á hlaðið. Það er faðir
stelpuangans. Hann er ákaflega hrifin af henni
og hún er mikið hrifnari af honum en mér.“
„Verður þetta svo ekkert nema þessi krakki
á milli ykkar?“ spurði faðir hennar, hálf úfinn
á svip.
„Það þykir mér ótrúlegt. Hann á víst heldur
lítil til þess að búa við. Og þessar fáu skepnur
mínar eru fgrnar upp í þetta heilsuleysisstand
mitt.“
„Ójá, en eitthvað mun þó eftir vera. Það var
víst ekki búizt við miklu af systur þinni, og fáir
álitu að Páll myndi verða mikill búmaður. Nú
gengur það víst bærilega hjá þeim,“ sagði faðir
hennar.
„Það er nú heldur lítil reynsla komin á það,“
hnussaði í Sæju.
„Þeir láta þó af því nágrannarnir, að það sé
álitlegur fjárhópurinn á Svelgsá,“ sagði Hrólfur.
„Það er nú ekki eins og þau eigi það allt,“ gall
í Ráðu. „Þetta er allt í samkrulli þar og enginn
veit hver á hvað, nema ef þeir gera það sjálfir,
sem ég efast um. En eitt vantar þó hjá Páli. Þau
eiga enga beljuna ennþá, og það þykir mér dálítið
skrýtið búskaparlag.“
„Þau hafa kú á leigu frá Þorkeli á Háaleiti,“
sagði Sæja. „Svo ætlar hann víst að fá kúna hjá
Bergljótu. Kannski kvíguna líka.“
„Hvað ertu að segja, kú frá Bergljótu? Hvaða
svo sem Bergljótu?" spurði faðir hennar skiln-
ingssljór.
„Hvað er þetta? Ertu ekki búin að heyra, að
hún Bergljót okkar gamla og góða er orðin stór-
efnuð kona?“ sagði Sæja og brosti.
„Nei, það hef ég sannarlega ekki heyrt,“ sagði
faðir hennar furðu lostinn.
„Jæja, ég get þá sagt ykkur fréttir,“ sagði
Sæja brosleit yfir því„ hvað allir urðu stóreygðir
og undrandi. „Hún átti systur, sem hefur búið
þarna út í Langhúsahreppnum. Ég efast um að
Bergljót muni hvað kotið heitir eða hvað karlinn
hefur heitið, þessi mágur hennar, sem þar bjó.
Hann dó í vetur. Þau hjónin voru búin að gefa
hvort öðru það sem þau áttu. Hún hafði einu
sinni eignazt son, sem fór til Vesturheims, en
hann var ekki sonur þessa manna hennar. Svo
var farið að grenslast eftir honum, því að hann
var eini erfinginn. En hann fannst. hvergi í heim-
inum, svo að Bergljót skinnið fær þetta allt. Eitt-
hvað þarf að borga þessu nágrannafólki þar, sem
hefur hugsað um búpeninginn og heyjað túnið í
sumar. En það er einhver vinnumaður þarna, sem
hefur verið þar hálfa æfina, og hefur hann séð
um þetta. Og svo þarf auðvitað að greiða fyrir-
höfnina við að reyna að hafa upp á þessum syni
kerlingarinnar.“
„Ég er nú bara svo aldeilis hissa,“ sagði Frið-
gerður. „Hún fer ekki að verða í vandræðum með
að borga þeim á Svelgsá fyrir öll gæðin, sem það
hefur sýnt henni, skarinu.“
„Allur fjandinn getur komið fyrir,“ sagði
Hrólfur hranalega. „Ekki nema það þó, að fá allt
í einu arf, komin hálfa leið niður í gröfina. En
náttúrlega er þetta ekkert annað en niðurníddur
kotræfill og fáeinar skjátlur.“
„Náttúrlega fær sveitin þetta,“ sagði Frið-
gerður.
„Því nú verr, hún fær það ekki. Henni hefði
þó ekki veitt af því. En ég veit ekki til að Níels
hafi tekið neitt með kerlngargarminum þessi ár,
sem hún hefur verið þar. Annars hefði sveitin
fengið það. Ef ég hefði vitað þetta, hefði ég verið
búinn að flytja hana hingað upp að Bakka fyrir
löngu. Hún hefði víst getað setið hér og prjónað
eins og á Svelgsá,“ sagði stórbóndinn á Bakka.
„Það hefði nú þótt óviðkunnanlegt, fyrst ekki
var hægt að hugsa um hana hér, þegar hún veikt-
ist,“ sagði Sæja með sinni vanalegu hreinskilni.
„Hún kærir sig víst ekkert um að ákipta um
verustað núna, enda finn ég það vel, að ég hefði
aldrei getað látið henni líða eins vel hér og henni
hefur liðið á Svelgsá. Ingunn er svoddan ágætis
manneskja við sjúka, og ég hef heyrt, að Jónanna
sé það líka,“ sagði Friðgerður.
„Segðu okkur svo eitthvað meira um þennan
arf,“ sagði Ráða forvitin.
„Þið megið trúa því, að það var búið að hlæja
mikið í baðstofunni á Svelgsá í gærkvöldi,“ sagði
Sæja. „Páll var nýkominn neðan af Möl og ég
býst við að það hafi verið dálítið vín í honum,
því að hann kom með hverja setninguna annarri
skemmtilegri. Hann sagðist búast við því, að nú
færi bráðum að hilla undir biðla til Bergljótar.
Þeir væru vanir því að skjóta upp kollinum, þeg-
ar enhver kona eignaðist jarðarskika, hvað þá ef
laglegur bústofn fylgdi með. Ekki sagðist hann
hafa hikað, ef hann væri ekki kominn í hnapp-
helduna.“
„Það er meira hvað honum dettur í hug, þeim
manni,“ sagði Hrólfur fálega. „Ég veit svo sem
ekki hvað kerlingargarmurinn á að gera við þetta.
Auðvitað skiptir það skepnunum á milli sín á
Svelgsá og lætur kotið fara í eyði. Þetta er víst
ekki neitt merkisbýli, býst ég við.“
„Hún lætur það á Svelgsá hafa það eins og í
próventu,“ sagði Friðgerður.
„Hún bauð okkur Bjössa að við mættum eiga
það allt saman, ef við vildum fara að búa þar
að vori,“ sagði Sæja. „En þá flýtti Páll sér að
segja: Þú mannst það, Sæja mín, að það er ég
sem á lífið í kúnni. Þá var nú hlegið. Það var svei
mér ekki gaman að slíta sig frá þeim gleðskap.“
„Eruð þið kannski að hugsa um að þiggja
þetta?“ spurði faðir hennar. „Þið gætuð að
minnsta kosti selt það.“
„Nei, það verður hver sem fær arfinn að flytja
í kofana. Og náttúrlega verður Bergljót áð fylgja
með,“ sagði Sæja. „Við tókum það sem hvert
annað-gaman.“
„Það er ekki einskis vert að fá ókeypis
jarðnæði.“