Lögberg-Heimskringla - 19.11.1970, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1970, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1970 Gullbrúðkaup Framhald aí bls. 1. Annars vegar í salnum stóð háborðið, með blómum og kertaljósi og brúðarkaka á miðju borði. Og þar sátu þau Salome og Vigfús, ungleg og broshýr, með blóm í barmi, og svo synir þeirra og nánustu ættingjar. Tvær systur Salome, voru þar einnig, Mrs. Kristín Gunnlaugson, hún og Salome eru tvíburar; og Mrs. Bertha Björnson, frá Blaine, Wash. Einnig veizlustjórinn, Walter Thorfinnson og kona hans, því næst stóð Walter á fætur og setti samkomuna og bauð gesti velkomna, og óskaði svo gullbrúðhjónunum til hamingju með daginn. Síðan beindi hann orðum sínum til Salome og þakkaði henni með hlýrri kveðju fyrir liðna daga og trausta vináttu. Bað svo fólk að rísa úr sætum og drekka Toast to the Bride. Aðrir sem ávörpuðu hjónin voru Jack Reykdal, og þakk- aði hann Fúsa sérstaklega fyrir stjórn og leiðsögn í music, þegar þeir áttu báðir heima í Wynyard, og stofnað var þar hornleikaraflokkur, orchestra, kirkjukór og karlakór og þar stóð Fúsi ávalt efstur á blaði. Hann þakkaði einnig Salome fyrir að reynast sér ávalt sem bezta móðir. Pastor G. Strothotte kom með hamingjuóskir frá söfn- uðinum og L. H. Thorlakson þakkaði Fúsa og Salome fyrir ágætt starf í kirkjunni, þar sem þau hafa bæði tekið þátt í — og hann ávalt verið í söngflokk, og oftast í safnaðar- nefnd. Jón Henrikson söng sóló: „O, Perfect Love“, og Mrs. Anna McLeod söng „Loves Old Sweet Song“. Ég þarf aðeins eitt orð til að lýsa söngnum, „yndislegur“. Mr. Harry Fordham spilaði „fiolin solo“ — og má segja það sama um það — og sjálfur smíðaði hann þetta fína fiolin sem hann spilaði á. Að endingu stóð Salome á fætur og fyrir eiginhönd og síns góða manns, þakkaði drengjum þeirra fyrir veizluna og gestunum komuna, og blómin, körðin, gjafir og skeyti. Veizlustjóra fórst sitt verk prýðilega. Svo kom nú kaffið, skeinkt úr silfur könnum, og með því brúnt braut, rúllupylsa og allslags bakningar. Grace Fordham bakaði brúðarkökuna og Fúsi setti á hana icing og blómaskraut. Það gjörði hann líka fyrir 50 árum — og svo 25 árum — og nú 50 ár — enda ferst honum það vel sem annað. Salome og Vigfús eru bæði fædd á íslandi. Hann kom til Canada 1903, en hún 1910. Ungur að aldri lærði hann bak- araiðn, og vann hjá „Bakeries“ alla ævi í Winnipeg, Regina, Wynyard og Vancouver. Hann innritaðist í 223 herdeildina 1915 og var í hernum til 1918. Hann hefur verið meðlimur í Can. Legion í rúm 50 ár.'Þau hjónin eignuðust 5 syni, Walter, (dáin), fórst í World War II, Franklin í California, John, í Edmonton, Verne, í Portage la Prairie, og Chris í Vancouver. Veizlustjóri las upp fjölda af skeytum, frá æðstu stjórn- málamönnum Canada, Manitoba, Sask., B.C. etc. og ættingj- um og vinum víða um lönd, og Sigurbjörn Sigurdson las mörg skeyti frá íslandi, öll þrungin vináttu og kærleik og hjartans þökk fyrir liðnar stundir. Og vil ég þá aðeins bæta þar við, þökk fyrir allt og allt. — Guð blessi ykkur og gefi ykkur friðsælt ævikvöld. Guðlaug Johannesson. Á heiðinni SMÁSAGA, EFTIR ÓLAF ÞORVALDSSON Niðurlag. Á heimleið að prestssetrinu gekk ég um kirkjugarðinn, sem var orðinn mannlaus. Ég gekk að hinu nýorpna leiði, stanzaði þar smá-stund, renndi huganum nokkra ára- tugi aftur í tímann án allrar beiskju, brá krossmarki yfir leiðið og gekk til húsa. Allir gestir voru farnir. Prestur sat einn á skrifstofu sinni, og blaðaði í bókum sín- um. „Fáðu þér sæti, vinur“, sagði hann, „konan kemur bráðum með kaffi til okkar“. Prestur lagði frá sér bókina og segir: „Nú hefur þú, forni vinur og félagi, heyrt mig og séð mig þjóna í kirkju sem prest. Ætlar þú nú að setja mig af, eða ætlar þú að lofa mér að hanga?“ Þetta sagði presturinn b r o s a n d i með glettnis-glampa í augunum, sem ég kannaðist vel við frá okkar fyrri árum. Ég svaraði presti og sagði: „O, ætli ég lofi þér ekki að lafa eitthvað enn, þar eð mér heyrðist, að heldur hafi þú bætt ráð þitt, frá því að við vorum saman, og þess var ekki vanþörf, en ég fann þó, að efnið í þér var ekki sem verst“. Þetta sagði ég og ætl- aði að vera há-alvarlegur, en það bilaði, svo að úr því varð innibyrgður hlátur, sem brauzt út milli orðanna. Presturinn skaut inn í ræðu mína þakklæti fyrir góðsem- ina, og svo held ég áfram: „Fyrirgefðu gamanið, gamli vinur, en nú ætla ég að tala af alvöru og hreinskilni. Ég hef ekkert út á ræður þínar né verk þín í dag að setja og varð því ekki fyrir von- brigðum með þig sem hálf- vegis uppalandi þinn. Frá mínu takmarkaða sjónarmiði tel ég, að prófið hafir þú stað- izt með prýði“. Þetta sagði ég í fullri alvöru. Það sá víst vinur minn, þar eð hann reis úr sæti, gekk til mín, rétti mér höndina og segir: „Þakka þér, gamli vinur og velgerða- maður. Þessi orð þín eru mér mikils virði“. Dyrnar opnuðust, og frúin kom inn með kaffi. Tal okk- ar féll niður. Sögu minni og hinna ágætu gestgjafa, prestshjónanna, ef til vill rétfara að segja: sögu staðarins og mín er að ljúka. Það, sem eftir var dags, spjall- aði ég við hjónin um eitt og annað, sem í hugann kom, án þess þó að hina nýafstöðnu jarðarför bærr þar á góma. Um þann atburð nægði mér það, sem presturinn sagði í kirkjunni varðandi lífsferil hinnar látnu konu. Snemma í morgun voru hestar mínir heim reknir í rétt að beiðni minni. Ég vildi, að þeir stæðu nokkra stund inni, áður en ég legði í síð- asta áfangann að því marki, sem ég ætlaði mér að ná í kvöld, og sé ég ekki eftir, þótt ég tæki daginn þetta snemma, þar eð alltaf getur eitthvað tafið ferðamanninn, þó að mig grunaði ekki, að töf, ef ein- hver yrði, orsakaðist af því, sem nú er fram komið, og ég vona sú töf hafi glatt okkur báða, sem fyrir henni urðum. Hjónin sátu hjá mér, á með- an ég neytti þeirra góðgerða, sem þau lögðu að mér að taka til mín, þar eð ég ætti enn langa leið fyrir höndum. Síð- an fylgdu þessir vinir mínir mér til hests og báðu mig heilagan fara — og heilan aftur koma á heimleiðinni, sem ég verð að lofa. Og nú er ég hér kominn“. „Já“, ségir Björn, „en saga þín getur ekki verið sögð til enda. Ég tók svo eftir, að ég hefði einhvern tíma þekkt konu þá, sem jarðsett var í gær að þér viðstöddum. Þú sleppur því ekki frá að segja mér nánar frá þeim kynnum, sem ég get nú engan veginn komið fyrir mér“. „Rétt segir þú, vinur“, anz- ar Þórólfur. „Þú átt rétt á, að ég skýri þetta nánar, en bráðlæti þitt var svo mikið, að þú tókst í rauninni af mér orðið. En nú skal ég ljúka sögu minni. Síðasta veturinn, sem við vorum saman í kauptúninu hér á Suðurlandi, þá voru þar fleiri flökkufuglar heldur en ég og þú. í þeim hópi voru tvær stúlkur. Þessar stúlkur voru þar komnar til að taka að sér heimakennslu barna á tveim kaupmannaheimilum á staðnum. Báðar höfðu þær kennararéttindi. Þig fer nú sennilega að gruna, gamli vin- ur, hvað ég er að fara“. „Já“, segir Björn. „Þó átta ég mig ekki fyllilega á, hvað þú ert eða ætlar að fara. Samt man ég enn eftir þessum stúlkum sem hér er víst um ao ræða“. Þórólfur segir: „Þú v a r s t aðeins aukapersóna, Björn minn, í þessum leik. Þó er orðið leikur ekki rétta orðið, eða svo mundi mér ekki hafa fundizt þá, — en áfram með söguna. Þú munt minnast þess, að þessum tveim stúlkum, sem voru mjög samrýmdar, og kunnugar frá fyrri árum, kynntumst við fyrst á sam- komu eða dansskemmtun. Þú manst, að við fengum inngöngu í félag ungra manna og einnig eldri á staðnum. Samkomur v o r u ákveðnar þrisvar í mánuði og þá aðal- lega dansað, einnig spilað og teflt og þá einkum hinir eldri menn. Við, sem yngri vorum, mátum dansinn meira. Svo að allt gengi sem jafnast, urðu allir, sem dansa vildu, að hafa stúlku með sér. Þetta voru ódýrar, en góðar samkomur, og datt víst engum í hug vín í .sambandi við þær. Bráðlega kom að því, að þ e s s a r kennslukonur urðu okkar föstu félagar á þessar samkomur, og hneykslaðist víst enginn á. Þótt þú dans- aðir mjög vel, gafstu þig held- ur lítið að dansinum, en því meir að tafli og nokkuð að spilum. Þó sást þú vel fyrir þinni dömu. Þó kom það held- ur meira í minn hlut en þinn að dansa við Unni, sem var þín stúlka á þessum samkom- um. Mín stúlka hét Auður. Mér varð því aldrei dömu vant, og var það nokkuð leti þinni eða hlédrægni að þakka. Smátt og smátt drógumst við Auður meir og nánar hvort að öðru heldur en ger- ist í almennum kunningja hópi, og fórum við ekkert dult með það fyrir ykkur Unni. Samband okkar Auðar dró til ástar okkar á milli, endur- goldinnar ástar frá beggja hálfu, eða svo fannst mér þá. Ekkert af þessu fór fram hjá ykkur Unni. Lengi hélt ég, að þannig mundi fara milli ykkar, en líklega hefur hvor- ugu ykkar Unnar komið þess háttar samband í hug. Við Auður stóðum ekki í neins konar byggingarfram- kvæmdum, hvað framtíðina snerti. Líðandi stund virtist vera okkur allt. Ég vissi, að foreldrar Auðar bjuggu stór- búi hér í Austursveitum, og talin í góðum efnum. Ekkert hugsaði ég heldur um það. Mér var nóg að hafa unnið ástir þeirrar konu, sem mig langaði til að bera á höndum mér gegnum lífið. Ég ^at. heldur ekki annað merkt en hugur Auðar félli mjög í sams konar farveg. Og veturinn leið, vetur, sem færði mér meiri unað og bjartari drauma en nokkur annar hafði gert, eftir að ég komst til nokkurs þroska. Og vor og sumarbyrjun runnu einnig í hans slóð, — slóð, sem mér var ljúfust og létt- ust allra þeirra vetra, sem ég hafði minni til að hafa gengið. Kennslu-tími þeirra Auðar og Unnar rann út á Kross- messu eða í miðjan maí. Þær kvöddu og fóru. Ég vissi, að Auður ætlaði heim til foreldra sinna, en Unnur var ráðin í vor- og kaupavinnu á stór- býli í næstu sveit, þar sem foreldrar Auðar bjuggu. Við félagar höfðum von um vinnu í plássinu fram að Jónsmessu. Þennan vetur höfðuð þið Unnur verið trúnaðar-menn okkar Auðar, og mörg bréf eða orðsendingar fluttuð þið okkar á millum. Sárlega sakn- aði ég Auðar, þegar hún var farin, og þú veizt, að úr þeim söknuði átti eftir að togna“. „Ójá, Þórólfur, ég fór nær um það“, sagði Bjöm. Og hann bætir við: „Einnig minn- ist ég þess, að á okkar síðustu samverudögum féllu yfir þig tveir brotsjóir, sem báðir helltu yfir þig sorg og sárum söknuði“. „Rétt segir þú, gamli vin- ur“, segir Þórólfur. „Það er sjaldan ein bára stök. Það mun oft reynast sannmæli, það sem skáldið sagði: „Rísi ein, er önnur vís, ýmsum knúin vindi“. Það reiðarslag, sem Auður sendi mér, kom yfir mig í bréfi, sem ég fékk frá henni nokkru eftir burt- för hennar úr kauptúninu. Þar segir hún slitið sambandi okkar. Enga sérstaka ástæðu færir hún fyrir þeim sinna- skiptum, og fer fram á, að ég grafist ekki eftir. Ég þarf ekki að hafa orð um það við þig, hver áhrif þetta hafði á mig, þér mun það enn í minni. Oft hugsaði ég um það síðar, en sennilega hefur það forðað mér við algjörri örvinglan eða örþrifaráði, það áfall annað, sem mér bar þá að höndum, að móðir mín dó á þeim sama degi sem mér barst áðurnefnt bréf. Andlát móður minnar fékk mér annað til hugar um en mína eigin ástarsorg og trega. Þannig var mér hjálpað yfir þennan erfiða áfanga. Á Jónsmessu skildu leiðir okkar, Björn, og ágæt sam- vera. Þú ætlaðir inn til lands- ins. Ég ætlaði út á sjóinn. Sjórinn, með öllum sínum margbreytileik hefur oft tek- ið á ýmsan hátt móti sorg og hugarangri manna, sem á hans náðir hafa leitað, hafi þeir þolað vöggu rugg og glettur ægisdætra. Sá, sem kvað þessa vísu, hefur nokk- uð þekkt til þess:

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.