Lögberg-Heimskringla - 19.11.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1970 5 Mrs. Slefan (Lilly) Melslod, Edinburg, N.D., lézt 4. okto- ber 1970. Hún var dóttir Mr. og Mrs. Jóhannes Anderson; fædd 25. des. 1911. Hún giftist 27. des., 1934. Eftirlifandi eru eiginmaður hennar; þrjár dætur, Ann — Mrs. George Bliven í Grafton, Irene — Mrs. David Levang í Edmore og Marie — Mrs. Wayne Lev- ang í Chokia, Minn; þrjú barnabörn. * * * Guðrún (Bena) Thordarson, íyrrum búsett í Edinburg — Garðar byggðinni lézt 19. okt. 1970. Hún var fædd að Garð- ar 12. marz 1885, dóttir Björns og Önnu Thordarson og dvaldi mestan hluta ævinnar hjá þeim. Auk foreldra henn- ar voru til grafar gengin öll systkini hennar — ein systir og fjórir bræður. Fjöldi syst- kinabarna syrgja hana. Hún hvílir í Garðar grafreit. * * * Magnús (Matt) Hjálmarsson, Hensel, N. D. lézt 2. ágúst, 1970, 64 ára að aldri. Hann var fæddur á íslandi 13. febrúar 1906, sonur Hjálmars Thor- geirssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur; f 1 u 11 i s t til Bandaríkjanna með afa sín- um og ömmu, sjö ára að aldri og átti síðan heima í Hensel, þar sem hann hlaut skóla- göngu og síðan nám í búfræði við North Dakota Agricul- tural College. — Hann kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, K a t r í n u ólafsdóttur 1948. Fjórar dætur og tveir synir þeirra eru Margrét Rose og Esther Katrín, báðar í Grand Forks, Helen Sólveig og Linda Marie, báðar heima; Harold Paul Hjálmarson í Grand Forks og E r 1 i n g Magnús Hjálmarsson heima. * * * Helga, ekkja Einars Snydal hefir nýlega safnast til feðra sinna. Hún var síðust af ell- efu börnum hinna merku landnámshjóna, Guðbrands Erlendssonar og Sigríðar Há- varðardóttur. Guðbrandur og Sigríður fluttu vestur um haf árið 1875 og settust fyrst að í Nova Scotia og reit Guð- brandur bókina Markland, um líf íslendinga í Nýja Skot- landi. Þaðan fluttu þau til Bandaríkjanna og námu land í grennd við Hallson, N. D. Þar gegndi Guðbrandur ljós- fóðursstörfum og öðrum læknisstörfum á frumbýlings- árunum og þótti heppnast vel, þótt ekki væri hann skóla- lærður. Helga dó í East Lake, Col- orado, níræð að aldri. Hana lifa fimm dætur og tveir syn- ir og fjöldi systkinabarna, þar á meðal Mrs. Matt Björnson, Mrs. T h o m a s Schurman, Brandur and K. D. Dinusson. r * * * Lynn Gunlogson. Westmin- ister, California, fyrrum að Akra og Walhalla, N. D. lézt þar, þegar hann var í heim- sókn til vina. Hann var fædd- ur að Akra 10. febr. 1918 og kvæntist Cecelia Vandal frá Walhalla 2. apríl 1941. Hann þjónaði í síðari heimsstyrjöld- inni. Hann var smiður að iðn. Eftirlifendur: kona hans; þrjár dætur, Margrét — Mrs. G o r d o n Rysary, Houston, Texas, Marjorie — Mrs. R. W. Pullen, Marlee — Mrs. Clyde Miller; tveir synir, Mark með herliðinu í Þýzkalandi og Marvin í Westminister, átta barnabörn; ein systir Mabel Ilmschael, í Westminister og fimm bræður, William, Frank og Marvin í Cavalier, Alvin í Lansing, 1111. og Carl í Chi- cago. * * * Mrs. Hjálmar (Kristín) Björn- son andaðist 6. sept. 1970. Hún var fædd að Garðar 26. sept. 1896; foreldrar hennar voru Jón Bergman og kona hans og átti hún lengst af heima í Garðarbyggð. Hún og Ágúst Einarsson giftust 24. júlí 1917. Hann lézt árið 1931. Nokkrum árum síðar — 14. júní 1939 — giftist hún í annað sinn — Hjálmari Björnson. Hann dó 3. október 1965. Eftirlifandi eru tvær dætur hennar, Mur- iel — Mrs. John Brandenburg í Medford Ore. og Rosemary — Mrs. Garry Johannesson í California; tveir synir, Barney Einarson að Garðar og Marv- in, í Mexico; ein systir Sophie — Mrs. Einar J. Myrdal í Edinburg; tíu barnabörn og eitt barna-barnabarn. * * * Sigurbjörn (Barney) Krisljan- son áttræður, til heimilis að Mountain, N. D. lézt 3. ágúst 1970. Hann var fæddur í Pem- bina héraðinu 7. marz 1890; foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson, ættaður úr Skagafirði og Svanfríður Sig- urðardóttir, ættuð úr Eyja- firði og N. Þingeyjarsýslu. Þau fluttust vestur um haf til Nýja íslands 1878 en þar var erfitt uppdráttar og fóru þau fótgangandi suður til Pembina og voru 3 vikur á leiðinni. Sigurbjörn, s o n u r þessa rösku hjóna, kvæntist Krist- björgu Jónsdóttur Arnasonar og stunduðu þau búskap í Þingvalla héraðinu þar til þau lögðu niður störf 1951 og fluttu til Mountain. Eftirlifandi eru Kristbjörg kona hans; fjórar dætur, Margrét — Mrs. Richard Thomasson í Grafton, Anna — Mrs. Norman Brorson í Grand Forks, Lára — Mrs. Bernard Stanton í Ithaca N.Y. og Rósa — Mrs. Richard Thor- finnson að Mountain; þrír synir, Vilmar að Mountain, Hannes í Grand Forks og Sibbie í Seattle; ein systir, Mrs. Soffía Thomasson að Garðar og tveir bræður, Kris og Joe Kristjanson í Edin- burg. Bamabörnin eru 25 og barna-barnabörnin 3. * * * Björn K. (Barney) Ander- son, 81 árs, Garðar, lézt 12. ágúst, 1970. Hann var fæddur að Hallson, N. D. 16. janúar 1889; foreldrar hans voru Björn og Kristrún Anderson. Hann missti annan handlegg- inn þegar hann var 18 ára en gat samt tekið þátt í ýmsum íþróttaleikjum og unnið við smíðar og aðra vinnu. Hann kvæntist Elvinu Gutt- ormson 15. sept. 1913 og missti hana 22. marz 1966. Eftirlif- andi eru 7 dætur: Guðrún — Mrs. Gísli Davidson, Milton, N. D., Mrs. Ellen Johannesson að Garðar, Beatrice — Mrs. Kenneth Thomasson í Chi- cago, Ethel — Mrs. A1 Stauss, í East Grand Forks, Alice — Mrs. Harvey Ulmer í Ohio, Joyce — Mrs. James Rochest- er í Aberdeen, Wash, og Ruth — Mrs. Gordon Aldrich í Wash. Sonur þeirra Elton Anderson er í Reading, Calif.; tveir bræður, Henry Björn- sop og Paul Brim. Barnabörn- in eru 38 og barna-barnabörn- in 24. * * * John J. Myres fyrrum bú- settur í Pembina County, N. D. lézt að heimili sínu í Chula Vista, California 8. sept. 1970, 67 ára. Hann var fæddur nálægt Svold, N. D., stundaði nám við Mountain skólann og North Dakota há- skólann og lauk þar Coyne Eletrical School, sem master electrician. DR. RICHARD BECK: „Minni íslands" eftir séra Lárus Thorarensen Séra Lárus Thorarensen, er lézt á skipsfjöl á leið til íslands frá Vesturheimi snemma sumars 1912, aðeins 34 ára að aldri, var skáld gott, eins og kunnugt er. Þeim ummæl- um til staðfestingar þurfa menn eigi annað en lesa Kvæði hans, er út kom á vegum Helgafells 1948, og Arngrímur Fr. Bjarnason, kaupmaður og ritstjóri á ísafirði, hafði búið til prentunar, en hann var gagnkunnugur séra Lárusi. Fylgdi Arngrímur kvæðunum úr hlaði með prýðisgóðri inngangs- grein um skáldið sjálft, náms- og æviferli hans og skáldskap; ber greinin því vitni, að hún er rituð bæði af miklum kunn- ugleika og glöggum skilningi á viðfangsefninu. Séra Lárus brautskráðist af Prestaskólanum í Reykjavík 1905, var síðan um fimm ára skeið kennari á ísafirði, en tók þá kalli sem prestur íslendinga í Norður-Dakota; vígðist þvínæst haustið 1910 og hélt vestur um haf til safnaða sinna og var búsettur að Garðar, N. Dakota. Naut hans þó stutt við í prestsstarfinu vegna heilsubrests; vildi hann þá, er svo var komið, óvægur komast heim til ættlandins til þess að bera þar beinin, og lagði á haf fárvekur, en hann andað- ist á skipsfjöl eins og fyrr getur, og varð hafið honum hinzti hvílustaður, því að líki hans var sökkt í sæ. Hann var maður vinsæll beggja megin hafsins, og varð því mörgum harmdauði, er hann féll að velli ekki hálffertug- ur. Hann hafði einnig dregið að sér athygli með skáldskap sínum. í hópi aðdáenda hans og velunnara voru tvö íslenzk öndvegisskáld samtíðarinnar, sinn hvorum megin hafsins, þeir séra Matthías Jochumsson og Stepan G. Stephansson, sem báðir kvöddu hann eftirminnilega með fögrum kvæðum og snilldarlegum; eru þau bæði, eins og ágætlega sæmdi, tekin upp í innganginn að kvæðasafni hans. Fleiri kunn skáld urðu einnig til þess að minnast séra Lárusar fagurlega í ljóði, svo sem góðvinur hans Guðmundur Guðmundsson, og Kristján N. Júlíus (K. N.), er sendi hon- um þessa hýyrtu heillaósk, sem mér þykir líklegt að ort hafi verið, þegar séra Lárus kvaddi landa sína í N. Dakota og lagði af stað heimleiðis til ættjarðarstranda (Kviðlingar og kvæði bls. 76): \ Heilög bið ég hamingjan honum lið ei spari; orðasmið ég aldrei fann annan viðkvæmari. Síðastliðin 30 ár átti hann heima í Californíu, þar var hann í mörgum menningar- félögum. Eftirlifandi eru: Emily kona hans; dóttir þ e i r r a Mrs. Shirley Sims, Chula Vista; þrír synir, J. Vernon í San Diego, Dennis K. í Sunnyside Calif. og Gerald L., í Bonita; faðir hans Joseph J. Myres í National City; tvær systur, Mrs. Ted Vatnsdal, Cavalier, N. D., Mrs. James Innes, Grand Forks; einn bróðir, A. S. Dinuson, Akra, N.D. og 12 barnabörn. * * * Mrs. Brandur (Nibbs) Sny- dal varð bráðkvödd 27. okt. 1970 í Fairfield, California. Maður hennar átti fyrrum heima að Garðar, N. D. og fóru systkinin hans vestur til að vera við útförina. * * # Mrs. Rosemary Kristjanson. eiginkona L. George Kristjan- son, Cedar Rapids, Iowa lézt 29. sept, 1970. Þau giftust 8. júlí 1967. Auk manns hennar, lifa hana tvær dætur, Sherry Lynn og Julie Ellen; foreldr- ar hennar, tveir bræður og ein systir. En þeir voru sveitungar í Norður-Dakota K. N. og séra Lárus, og hefir fundum þeirra vafalaust ósjaldan borið sam- an á þeim slóðum. Lýsing K. N. á séra Lárusi, eins langt og hún nær, kemur alveg heim við þessi ummæli Arngríms um hann í inngangsritgerðinni að kvæðum hans: „Lárus Thor- arensen var svo næmur og fíngerður um skaphöfn alla, að fátítt er.“ Hann sór sig beint í ætt um skáldgáfuna, því að hann var sonar-sonur þjóðskáldsins Bjarna Thorarensen, en gjör- ólíkur var hann afa sínum í skáldskapnum, eins og Arn- grímur bendir réttilega á í inngangsgrein sinni, léttstígur og ljóðrænn, og því miklu skyldari Jónasi Hallgrímssyni en Bjarna afa sínum. Séra Lárus unni ættjörð sinni heitt og fölskvalaust, og það var honum engin uppgerð, að hann vildi bera þar bein- in. Ættjarðarkvæði og átthagaljóð skipa einnig mikið rúm í kvæðum hans. Tvö hin kunnustu þeirra, og í flokki vinsæl- ustu kvæða skáldsins, eru „Minni íslands“ („Vort ættarland með ís og glóð, þú undraland!“) og „ísland“ („Þér skýla fjöll, þig faðmar haf.“). Islandskvæði skáldsins bera því vitni, hve vel honum létu náttúrulýsingar, enda eru þær meginþáttur í skáldskap hans. Ekki er það þó ætlunin að ræða ljóðagerð hans frekar hér, og skal nú horfið að hinu sérstaka tilefni þessa greinarkorns. Arngrímur Bjarnason gerði sér mikið far um það að safna öllum ljóðum séra Lárusar, er náðist til, fyrir útgáfuna af kvæðum hans, og varð vel til fanga. Sló hann þó jafnframt þennan varnagla: „Þrátt fyrir þetta hafa þó ekki öll kvæði séra Lárusar komið í leitirnar.“ Á þetta var ég minntur nýlega, þegar ég var-að blaða í ýmsu smáprenti, sem mér hafði borizt úr mörgum áttum vestan hafs fyrr og síðar. Meðal þess var „íslendingadags prógram“ frá hátíðahaldi Islendinga 2. ágúst 1911 að Wynyard, Saskatchewan, en vestur þar í Vatnabyggðum, eins Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.