Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Blaðsíða 1
>- » THJODMI N J A S A F NI REYKJÁVIK, I CELAND• Högberg-iJeiméftrmgla StofnaS 14. jan. 1888 Stoínað 9. sept. 1886 85. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1971 0 NÚMER 3 Gestir fimmtugasta og annars ársþings Þjóðræknisfélagsins Dr. Baldur R. Stefansson, plöntufræðingur á Manitoba háskólanum hefur undanfarið verið að gera rannsóknir á plöntutegund sem heitir “rape”, og hefur getað fram- leitt nýjar tegundir, sem hafa taisvert minna af súrefni í olíunni, sem framleidd er úr fræinu, en of mikið af rape sýru er talið mjög óhollt bæði mönnum og skepnum, væri því æ s k i 1 e g t að bændur breyttu til sem fyrst með rape sæði. Sagði Dr. Stefans- son að Japanir hafa pantað nú þegar tvö milljón pund af þessari n ý j u tegund rape sæðis. Dr. Stefansson var fæddur við Vestfold, Man., og var s o n u r þeirra Guðmundar, bónda, Stefansson og Jónínu konu hans. Hann er giftur Sigríði J. Westdal, dóttur þeirra Westdals hjóna, Páls Westdal og Helgu heitinnar. GRANDSON OF ICELANDIC EMIGRANTS NEW PRESIDENT OF MONARCH LIFE ASSURANCE COMPANY Harold Thompson BCOMM. FSA. FCIA The Monarch Life Assur- ance Company announced the appointment of Mr. Harold Thompson as a director effec- tive Dec. 22nd, 1970 and as President and Chief Execu- tive Officer, effective January lst, 1971. Harold Thompson is of Ice- landic extraction, his grand- parents, the late Finnur and Ingveldur Finnson and Bjorg a n d Erlendur Thordarson emigrated to Canada from Iceland in 1885. Both families settled in Winnipeg. In May of 1921 his late par- ents Harry (Turk) Thompson and Nia Finnson were mar- ried. Born August 18th., 1922, Harold received his formal education in Winnipeg, he graduated from the Univer- sity of Manitoba May 1944, with the degree of Bachelor of Commerce. He joined the C.anadian Air Force, serving overseas from August 1944 to Nevember 1946 in the Fleet Air Arm. In January of 1947 he joined the actuarial department of Monarch Life Assurance Com- pany. He passed his exams in 1949 to become a Fellow of the Society of Actuaries (FSA) and Fellow Canadian Institute of Actuaries (FCIA). Married to the former Beat- rice Shipman, Sept. 20th., 1946, they have two children, Patricia age 19 and Gordon age 16. The family resides at 53 Aldershot Blvd., Tuxedo, Manitoba. Andrés Björnsson útvarps- stjóri og kona hans frú Marg- rét Vilhjálmsdóttir <verða gest- ir Þjóðræknisfélagsins nú í ár og flytur Andrés aðalræðuna á lokasamkomu þingsins þann 27. febrúar. Auk Þjóðræknisfélagsins standa að heimboði þeirra hjóna Manitobaháskóli, en þar mun Andrés flytja ávarp á tvítugsafmæli íslenzkudeild- arinnar þar, Brandonháskóli og félag Islendinga í Brandon, Norður Dakota háskólinn í Grand Forks og Grand Forks deild American Scandinavian Foundation, háskólarnir í Cal- gary og Edmonton í Alberta, og Islendingafélagið í Seattle, Washington. Ekki er að efa að þau hjón verða aufúsugestir hér, en sem ræðu- og útvarpsmaður er Andrés manna vinsælastur um gjörvalla íslandsbyggð, en við Ríkisútvarpið hefir hann lengi starfað, verið skrifstofu- stjóri útvarpsráðs, dagskrár- Kæra Mrs. Jónsson! Gleðilegs nýjárs óska ég þér og þínu blaði, og þakka margar ánægjustundir á Hðna árinu. Samt verð ég að geta þess, að mig vantar 7. blað ársins 1970, en ekkert vil ég missa. Og ekki má ég til þess hugsa, að blaðið hætti að koma út. Það má vel vera að það sé dýrasta vikublaðið í heimi, en ég vil samt hækka verð þess upp í 10 dollara á ári, og hefi greitt þess virði í ísl. kr. árin 1970 og 71. Mér finnst hvern einstakan kaup- anda ekki muna mikið um það, en safnast þegar saman kemur, fyrir blaðið. stjóri og svo nú í nokkur ár yfirmaður útvarps og sjón- varps. Andrés hefir getið sér hinn bezta orðstír á bókmennta- sviðinu. Hann er skáld gott, ritgerðahöfundur og afburða góður þýðandi, og um skeið kenndi hann bókmenntasögu við heimspekideild Háskóla íslands. Andrés hefir embætt- ispróf í íslenzkum fræðum írá Háskóla Islands og hefir auk þess dvalið langdvölum við ýmsar erlendar menntastofn- anir íslendinga hér mn slóðir er það mikið fagnaðarefni, að þau Andrés og kona hans frú Margrét skuli nú væntanleg. Um áratugabil má segja, að gjörvöll íslenzka þjóðin hafi lagt við hlustirnar, hvenær sem Andrés tók til máls við hljóðnema Ríkisútvarpsins. Væntum við þess, að land- ar í Vesturheimi láti ekki sitt eftir liggja að sækja þá mann- fundi, sem til verður efnt í sambandi við komu hinna góðu gesta frá íslandi. Svo langar mig til að biðja þig fyrir nokkrar línur til lesandanna, og það eru enn sem fyrr leiðbeiningar til þeirra, sem biðja mig að leita uppi ættingja sína. Að vísu ekki neitt sem ég hefi ekki tekið fram áður, en það virð- ist ganga erfiðlega að láta fólk skilja það. En nú ætla ég að taka dæmi, sem ég hef með höndum, ef vera mætti til þess að augu einhvers opn- uðust. í vetur var mér sent bréf með beiðni um ættingjaleit. að vísu ekki skrifað mér upp- haflega, en sent áfram til mín Framhald á bls. 3. Fréttir frá íslandi Tíminn 16, 18, og 19 janúar 1971. Allmargar íslenzkar fjöl- skyldur og einstaklingar flutt- ust til Ástralíu fyrir tveimur til þremur árum. Hefur farið ýmsum sögum af velgengni þeirra í landinu, og stundum verið sagt, að fólkið vildi gjarnan flytjast aftur til ís- lands en hefði ekki efni á því, enda mun far fyrir einn frá Astralíu til íslands kosta um 70 þúsund krónur. Forsætis- ráðherra, Jóhann Hafstein, hefur nú hlutazt til um það við dagblöðin í Reykjavík, að hafin verði fjársöfnun til þess að auðvelda konu með þrjú böm að komast heim til Is- lands aftur. Jóhannesi úr Köllum var veittur Silfurhesturinn við hátíðlega athöfn að Hótel Sögu. Viðstaddir voru gagn- rýnendur blaðanna, Jóhannes Jóhannesson, sem smíðar silf- urhestinn ár hvert, og Krist- inn E. Andrésson útgefandi velflestra bóka Jóhannesar. Andrés Kristjánsson, ritstjóri og bókmenntagagnrýnandi Tímans, a f h e n t i Jóhannesi silfurhestinn. Jóhannes úr Kötlum þakk- aði fyrir sig með nokkrum orðum. Sagðist hann hafa átt á dauða sínum von en ekki þessum hesti nú mitt í skamm- deginu. Sagðist hann þakklát- ur öllum, sem hefðu átt hlut- deild í að færa sér svo glæsi- legan stjörnufák. • Ekki alls fyrir löngu komu fulltrúar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands í úthlutunarnefnd bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs til Reykjavíkur. Kemur nefndin saman til fundar hér og úthlutar verð- laununum. Mest er talað um tvo menn í því sambandi: Sænska rithöfundinn Sven Delblanc og danska rithöfund- inn Thorkild Hansen. Fulltrúar ísbmds í nefnd- inni eru þeir Steingrímur J. Þorsteinsson, sem er formað- ur nefndarinnar að þessu sinni, og Helgi Sæmundsson, ritstjóri, en hvert land á tvo fulltrúa í nefndinni, sem er 10 manna. Svo sem kunnugt er veitir nefndin verðlaun fyrir ein- stakar bækur, þótt nokkurt tillit sé þó oftast nær einnig tekið til fyrri verka viðkom- andi höfundar. Að þessu sinni koma 10 bækur til greina eftir jafn marga höfunda, bæði skáldsagnahöfunda og ljóða- skáld. íslenzku bækurnar eru Leigjandinn eftir Svövu Jak- obsdóttur og Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vil- hjálfsson. Eimskipafélag íslands hef- ur gefið út rit til kynningar á starfsemi félagsins, vekja athygli á f arþegaflutningum þess og kynna landið. Ritið er prentað á ensku og er hið vandaðasta að allri gerð og frágangi. Gullfoss fer í sumar hring ferð um Island og auk þess tvær miðnætursólarferðir fyr- ir erlenda ferðamenn. Þegar er fullbókað í páskaferð skips- ins til ísafjarðar. Rit Eimskipafélagsins, sem ber n a f n i ð „The Eimskip Magazine" er 30 síður, úr vönduðum pappír og litprent- að. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson, en Auglýsingastofan Argus Framhald á bls. 2. Leitar ættingja V.-íslendinga Laufásvegi 75, Reykjavík, 17. jan., 1971.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.