Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1971 MINNINGARORÐ: Frú Guðrun Hallson frá Eriksdale Frú Guðrún Hallson kona Ó 1 a f s Hallssonar fyrrum kaupmanns í Eriksdale and- aðist daginn fyrir þorláks- messu á þessum vetri að Sel- kirk í Manitóba. Með henni er til moldar hnigin kona, sem naut mikillar virðingar meðal allra, sem kynntust henni. Ættbálkur Guðrúnar á sér hornsteina í þremur eða fjór- um þjóðlöndum, og vinahóp- ur hennar gerðist æ stærri með hverju árinu. Þegar þess er gætt, að Guðrún var frænd- rækin og með afbrigðum og vinföst, verður ekki í efa dregið, að við fráfall hennar nái heilbrigð sorgin, sem allt- af hlýtur að fylgja brottför góðs fólks, langt út yfir raðir nánustu skyldmenna og sifja- liðs. Frú Guðrún var fædd og uppalin á Islandi, og þar gengu þau Ólafur í heilagt hjónaband árið 1908. Á Islandi var vaggan, en í Kanada varði hún meginhluta ævinnar, og þar og í Bandaríkjunum eru nú afkomendur þeirra hjón- anna. Ekki stofnuðu þau Ólafur og Guðrún til hjúskapar síns af neinum vanefnum, því að hjónaband þeirra náði meira en sextugsaldri, og var mjög að orði haft, hversu hliðholl gæfan væri þeim báðum. Spakmælið segir, að ‘hver sé sinnar gæfu smiður’, og má vitna til þeirra orða, þegar rætt er um 'Ólaf og Guðrúnu. Vissulega voru þau lánsöm, en marga þættina í lífsferli sínum mótuðu þau sjálf með ræktun eigin hugarfars og mannkosta. Meðfæddir eigin- leikar skipta vitaskuld miklu máli og þá einkum hæfileik- inn að geta borið rétt kennsl á þá hluti, sem gæfuveginn varða, og svo ófýsin að láta ytra borð og forgengileika villa sér sýn. Báðir þessir eiginleikar einkenndu Guð- rúnu í ríkum mæli, enda varð hún kvenna ratvísust í lífinu, og er eftirkomendum vissu- lega óhætt að halda í hennar slóð. Guðrún Hallson var fædd þann 25. maí árið 1883. For- eldrar hennar voru þau hjón- in Bjöm ívarsson bóndi á Vaði í Skriðdal og Ingibjörg Bjarnadóttir frá Viðfirði, ein hinna mörgu Viðfirðasystkina. Henni brá mjög til upprun- ans um greind og skilning á hverju því, sem fyrir augu bar, og ailt tal hennar mótað- ist af skírleika í hugsun. Mikla alúð lagði Guðrún við menningu og menntir og gerð- ist vel lesin og fjölfróð. Mjög var hún og framkvæmdasöm og félagslynd, og lengi munu sveitimar umhverfis Eriks- dale bera ýmis merki handar- verka hennar. Lengst mun frú Guðrúnar þó minnzt sem hús- freyju umsvifamikils heimilis, þar sem gestrisni og höfðing- skapur voru í öndvegi höfð. í grein, sem frú Guðrún skrifaði nokkru fyrir andlát sitt, lét hún þess getið, að sér hefði veitzt það erfitt að flytj- ast brott frá ættmennum og æskustöðvum á íslandi. Þau orð sýna enn ættræknina og trygglyndið, sem fyrr var get- ið, en hinu má ekki gleyma, að vestur í Kanada tókst Guð- rúnu að gróðursetja sína ís- lenzku tryggð og ættrækni, þannig að í nefndri grein nefnir hún Eriksdale sem þann staðinn, þar sem ljúfast muni taka sér hvíldina löngu. Þegar Guðrún reit þau orð, var hvíldarinnar ei langt að bíða. Nú er hún flutt heim að Eriksdale fyrir fullt og allt. Þar er grafreiturinn, ekki ýkja stór um sig en vandlega ræktaður. En svo er líka hinn reiturinn eða landspildan, sem hún Guðrún ræktaði og hlúði að alla ævi sína, en spildan sú nær langt út fyrir landa- merkin á Eriksdale. Hún ligg- ur um Kanada þvert og endi- langt til Bandaríkjanna og til íslands. Auk eiginmannsins lifa frú Guðrúnu börn þeirra hjóna, Ólafur kaupmaður í Eriks- dale, Ingibjörg (Mrs. Harry McGlynn) í Winnipeg, Kristj- ana (Mrs. Bergsteinson) í Californiu, og Gyða (Mrs. Ryckman) að Stony Mountain, Manitoba. Barnabörnin eru 14 að tölu, og barna-barnabörnin fylla heilan tug. — H. B. BARNABLAÐIÐ ÆSKAN Stærsta og fjölbreyttasta barnablaðið á íslandi kemur út í 9 heftum á ári, alls yfir 500 blaðsiður. Verð árgangurinn í Canada $3.25. Greiðist fyrirfram. Þeir sem vildu gerast fastir kaupendur, skrifi tií blaðsins. óskum eftir umboðsmönnum i Canada. Barnablaðið Æskan, Box 14 Reykjavik liland. Thorbjörg Ruby Couch hjúkrunarkona Þessi mikilhæfa kona lézt 19. des., 1970 á St. Joseph’s spítalanum í Stockton, Cali- fornia. Hún var fædd í River- ton 22. febrúar, 1905 dóttir Sveins Thorvaldson M.B.E. kaupmanns í Riverton og Margrétar fyrri konu hans. Var Sveinn sonur Þorvaldar Þorvaldssonar og konu hans, Þuríðar Þorbérgsdóttur land- námshjóna í Arnesbyggð í Nýja Islandi, en Margrét var dóttir Sólmundar Símonar- sonar og fyrri konu hans Guð- rúnar Aradóttur, landnáms- hjóna í Nýja íslandi. Á fjöldi mikilhæfra manna og kvenna í Vesturheimi ættir sínar að rekja til þes^sara tveggja merku landnámshjóna. Ruby naut miðskólamennt- unar í Riverton og árið 1926 útskrifaðist hún í hjúkrunar- fræði frá Winnipeg General Hospital School of Nursing og stundaði þar hjúkrun um skeið en hún var stórhuga og eftir nokkur ár stofnaði hún sitt eigið hjúkrunarheimili í Winnipeg, er hún nefndi Glen- dale Nursing Home og rak það í 22 ár. Hún var skilningsrík og hjartahlý og nutu þar margir hjúkrunar, sem ekki áttu í annað hús að venda. Árið 1958 seldi hún heimil- ið og flutti til White Rock, B.C. stundaði hún hjúkrun þar um skeið en fékk svo hjúkr- unarleyfi í Bandaríkjunum og starfaði í eitt ár við hjúkrun í Hawaii og svo síðustu árin á St. Joseph’s Hospital í Stockton, California, til þess að vera í nágrenni við syni sína, Alan og Marno Couch, sem eiga heima í þeirri borg. Hana lifa og átta barnabörn og þessi alsystkini: Mamo í San Jose í California, Thor- valdur og Skapti, báðir í Winnipeg, Thora — Mrs. H. B. Sigerson, og Myrtle — Mrs. C. S. Samis, báðar í Vancouv- er, Helga — Mrs. I. V. Ken- nedy í San Diego, Calif., Olena — Mrs. J. M. Best í Guelph, Ont., Anna — Mrs. H. A. Arna- son, Beatrice — Mrs. E. And- erson og Mabel — Mrs. W. Legrange, allar í Winnipeg. Tveir albræður hennar eru 1 á t n i r , Sveinthor 1943 og Senator Sólmundur G. Thor- valdson 1969. Ennfremur lifa hana stjúp- móðir hennar, Mrs. Kristín Thorvaldson á Gimli og þessi hálfsystkini: Frederick og Thorbergur (B o b) báðir í Winnipeg, Laura — Mrs. S. Thorkelson í Hay River N.W.T., I r e n e — Mrs. J. Wright, Prince Albert, Sask. og Violet — Mrs. J. Gagnion, Bagotville, P.Q. Með Ruby Couch R. N. er trygglynd og mikilhæf kona kvödd, sem ekkert mátti aumt sjá, án þess að reyna að hjálpa. Hún hvílir í San Ledi grafreitnum í Stockton, Cali- fornia. — I. J. Fréttir frá íslandi Framliald af bls. 1. hefur séð um útlit blaðsins. Af efni blaðsins má nefna ágrip af sögu Eimskipafélags- ins, upplýsingar um skipa- stólinn og merki félagsins, sem vakið hefur athygli er- lendis oft á tíðum. Þá er grein um Gullfoss og þáttur um ís- land. AuJk þess er annað efni og auglýsingar. Ritið er prent- að í 25 þúsund eintökum og verður því dreift til viðskipta- manna Eimskipafélagsins, á ferðaskrifstofur hér heima og erlendis og einnig mun það liggja frammi í skipum félags- ins og víðar. « Ferðir m.s. Gullfoss árið 1971 verða með svipuðu sniði og áður, en nýjung er þó ferð umhverfis landið í júlí. Tvær skíðaferðir verða farnar til ísafjarðar í marz og apríl og er þegar langt komið að selja í þær ferðir. Tvær skemmti- ferðir verða farnar til megin- landsins, vor- og haustferð. Flestar ferðir skipsins eru hálfs mánaðar ferðir milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar, með viðkomu í Leith. Mjög hefur færzt í vöxt, að erlendir ferðamenn komi hingað með Gullfossi og búi um borð meðan skipið dvelst hér og fari utan með því aftur. 1 sumar verður efnt til tveggja miðnætursólarferða og þá verður komið við í Leith, Reykjavík, Akureyri, Þórs- höfn í Færeyjum, Bergen og Kaupmannahöfn. Af öðrum fréttum frá Eim- skipafélaginu eru helztar, að hleypt verður af stokkunum 14. skipi félagsins, sem er í smíðum í Álaborg. Það er systurskip Dettifoss og kemur væntanlega til landsins í apríl í vor. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu álýtur það greinilega ekkert innansveit- armál Mosdæla, að nætur- klúbbur með tilheyrandi á- fengissölu sé starfræktur að , Framhald á bls. 3. Warm Up In lceland This Winter ROUND-TRIP TO ICELAND! From New York Lowest fares! New jel service! This year, there's a new low fare to Iceland for everyone — young, old, students, groups! There's an Iceland for everyone too. The beauliful Iceland you remember. The modern Iceland you never imagined. The ex- ciling Iceland you've heard aboul from family and friends — and thaí you can tell about when you get home. NEW FARES FROM NEW YORK — Only $110* round-trip in groups of 15 or more. Or for individuals, only $120* round- trip for visits of from 1 to 21 days (you must pre-purchase $70 of land arrangements in Iceland to qualify for this fare). Only $130* round-irip for 29 to 45 days. Only $31* one way for sfu- dents who go to school in Iceland for 6 months. Many oiher low fares to meei your needs. *VIA JET-PROP. ADD FROM $10 TO $20 ROUND-TRIP FOR JET. LOWEST AIR FARES TO ICELAND, SWEDEN. NOR- WAY, DENMARK. ENGLAND, SCOTLAND AND LUXEMBOURG. ICELANDIC aÍruncs ' Qr sMimæm 630 Fifth Avenue, New York, N.Y. 10020: Phone (212) 757-8585 37 Soulh Wabash Avenue, Chicago, III. 60603; Phone (312) 372-4792 For full details folder, contact your travel agent or Ieelandie Airlines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.