Lögberg-Heimskringla - 16.03.1972, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. MARZ 1972
Sérvitringar
Eílir KRISTMANN GUÐMUNDSSON
Þessi saga birlizl í enskri þýðing á bls. 2.
Hann var dæmigerður Englendingur í útliti
og fasi, hár og grannur, nánast horaður, með
skarpa andlitsdrætti, grá augu, og þetta góðlát-
lega afskiptaleysi í svipnum, ekki alveg liaust við
yfirlæti, sem fer í taugarnar á mörgum aðkomu-
mönnum. Við sátum oft samtímis á „pöbbinum“
niðri við ána, þessum sem lengi hefur verið kunn-
ur fyrir reimleika. Ég veitti manninum enga sér-
staka athygli í byrjun, en varð þess fljótt var að
hann horfði stundum einkennilega á mig. Og eitt-
hvað í augnaráðinu samrýmdist ekki svipmóti
hans; það var dreymandi, hálfvandræðalegt og
spurult, eins og hann langaði til að leita ráða hjá
mér, en kæmi sér ekki að því. Þetta varð til þess
að ég fór að taka betur eftir honum. Hann var
kæruleysislega klæddur, en þó smekklega, og á-
vallt vel snyrtur. Það var naumast vafi á því að
hainn væri kominn af yfirstéttarfólki, og sennilega
efnaður, en að öðru leyti var hann mér ráðgáta.
Þetta var fjarska hreinn maður, ef ég mætti kom-
ast þannig að orði, en ég þóttist sjá að hann myndi
vera einmana. Hann virtist ekki þekkja neinn,
sem þarna kom, en það var oftast sama fólkið
dag eftir dag, og hann gaf ekki gaum að neinum
— nema þá helzt mér — en horfði löngum út í
gluggann sem sneri að ánni, og virtist þá gleyma
bæði stund og stað. Hann sat alltaf við lítið,
tveggja manna borð, og þótt fullskipað væri ann-
ars staðar í kránni, settist enginn hjá honum. Eitt-
hvað í svip hans og fasi bægði öðrum frá.
Kvöld eitt var „pöbburinn“ svo fullur af gest-
um að naumast varð þverfótað. Ég náði mér samt
í bjórglas og fór að svipast um eftir sæti, en það
var hvergi að fá. Hann sat einn við litla borðið
sitt og horfði út í gluggann. Allt í einu leit hann
á mig, lyfti aðeins brúnum og benti mér á auða
stóhnn gegnt sér.
Ég brosti til hans í þakklætisskyni, og settist.
Hann hélt áfram að horfa út í gluggann, en þegar
hæfilega löng stund var liðin, hóf ég samræður
um veðrið, en það er næstum hið eina sem hægt
er að imþra á við Englending, sem maður þekkir
ekki persónulega — nema ef hann skyldi vera
með hund í eftirdrægi. Hann tók því vel, sagði
að vorið væri býsna kalt þetta árið, það hefði
verið hlýrra í fyrra og hitteðfyrra, sem sagt:
heldur svalt að hans dómi. — Ég var sammála
honum, þó með nokkrum fyrirvara, því að mér
fannst hlýjan rétt mátuleg, enda verra vanur á
M'amdi.
„ísland,“ sagði hann áhugalaust. „Ég kom
þangað í stríðinu. Það var að vetrarlagi, og veðrið
ekki ósvipað og hér, að mig minnir. Allt í einu
leit hann rannsakandi á mig, og enn brá fyrir
þessu kynlega úrræðaleysi í svipnum. „Útlend-
ingur — já, mig grunaði það. Þér komið nokkuð
oft hingað.“
Það var vingjarnlegt kæruleysi í rödd hans,
og ég svaraði í sama tón: „Þetta er þægilegur
staður. Og svo langar mig til að sjá vofuna, sem
sagt er að gangi hér ljósum logum. En því miður'
hef ég aldrei orðið hennar var.“
„En það hef ég,“ sagði hann breyttum rómi;
það var líkt og hann sypi hveljur.
Ég leit snöggt á hann. Svipur hans var þannig
að mér varð hverft við; augum hvöss og kipruð,
varimar herptar.
„Eruð þér skyggn?“ spurði ég lágum hljóðum.
„Nei — ég veit það ekki?“ Hann þagði um
stund og varð aftur eins og hann átti að sér, en
tók svo til máls: „Ég hef reyndar ekki séð hana
beinlínis, aðeins spegilmynd hennar hérna á
rúðunni."
„Hvernig er hún í hátt?“
„Öldruð kona — frá Viktoríutímabilinu, er
mér nær að halda. Hún er þunglyndisleg.“
Ég leit ósjálfrátt út í gluggann. „Gaman væri
að sjá hana,“ sag'ði ég í einlægni. „Síðan ég var
lítil‘1 strákur hef ég ekki séð neitt yfir-náttúrlegt,
að talizt geti.“
„En þá sáuð þér — þegar þér voruð lítill?“
„Já, ég sá ýmislegt, sem flestum er hulið.“
Hið heimsmannslega kæruleysi var horfið úr
svip hans og rómi: „Þá munuð þér skilja mig —
einhvernveginn grunaði mig þetta.“
„Hafið þér séð fleira en vofuna?“ spurði ég
með hálfum huga.
„Já,“ svaraði hann blátt áfram. „Það hef ég.“
Ég fann á mér að hann langaði til að halda
áfram þessu tali, en þorði ekki að ýta undir hann,
því að ég vissi hve örðugt Englendingum veitist
að tjá einkamál sín. Hann starði ofan í glasið sitt,
opnaði munninn tvisvar, eins og til að hefja máls,
en hætti við það bæði skiptin. Ég þagði einnig
og lét sem minnst bera á forvitni minni.
„Ég á hús niðri í Kent,“ sagði hann loks eftir
langa þögn. Það er skammt frá Canterbury. Ég
erfði það eftir frænda minn, sem dó síðasta stríðs-
árið. Sjálfur lá ég þá á spítala — særðist í einni
af síðustu loftárásunum, missti konuna rnína og
bamið okkar þá sömu nótt. — Jæja, það áttu
margir um sárt að binda, en þegar það hittir
mann persónulega . . . Ég var nokkuð lengi að
ná mér, hafði verið dálítið niðurdreginn og slæpt-
ur, svo að ég brá mér út í Kent í hressingarskyni,
og til þess að líta á húsið hans frænda míns. Ég
hafði aldrei séð það áður, en heyrt sitt af hverju;
það átti að vera reimt þar, eins og víðar hér á
Englandi. En ég var nú ekkert smeykur við vofur,
trúði mátulega á þær, satt bezt að sagt. Nú, ég
sannfærðist heldur betur.“
Enn tók hann sér málhvíld, saup á glasinu,
leit út í gluggann, hugsaði sig um og hélt svo
áfram: „Þetta er galmalt hús, frá miðhluta
seytjándu aldar, stílhreint, og stór garður kring-
um það, en í honum lítil tjöm með vatnaliljum.
Frændi minn var piparsveinn, en hafði ráðskopu,
sem enn var þarna, og auk hennar aldraður garð-
yrkjumaður; állra bezta fólk, tryggt og trútt,
þægilegt í viðmóti.
Ég bjó um mig í íbúð gamla mannsins, á ann-
arri hæð. Það var fremur geðsleg vistarvera: hátt
til löfts, vítt til veggja; tvær stofur og svefnher-
bergi, forn og fögur húsgögn, gömul málverk, ró
horfinna tíma — ég kunni vel við það alilt. Ráðs-
konan dekraði við mig, eins og ég væri bamið
hennar, og ég hafði gaman af að tala við garð-
yrkjumanninn. En þegar ég spurði hann um reim-
leikana, var naumast hægt að toga úr honum orð.
Mér skildist þó að þetta væri kvenkyns vofa, því
að hann tautaði í barm sér að hún hefði oft sézt,
bæði í garðinum og á efri hæðinni. „Þú verður
sjálfsagt var við hana,“ muldraði hann.
Það stóð heldur ekki á því. Ég sofnaði vært
í rúminu hans frænda míns, en um miðnættið
vaknaði ég við það að kaldur gustur lék um
andlitið á mér. Ég reis upp til hálfs — og sá hana
þegar í stað. Hún stóð við fótagaflinn.“
Hann sat teinréttur á stólnum, en drúpti höfði
og hafði látið aftur augun. Ég varð að bíða all-
lengi eftir framhaldinu, því að enn virtist hann
hafa gleymt stund og stað. Loksins leit hann þó
upp og hristi höfuðið, eilítið vandræðalega.
„Ég sá hana mjög skýrt, og ég man þetta eins
og það hefði gerzt í gær, en hvemig á ég að lýsa
henni? Hún var umkringd bláhvítri birtu, og
horfði beint í augun á mér, varla annað hægt að
sjá en að hún væri lifandi manneskja. En ég vissi
nú samt, eða þóttist vita, að svo væri ekki. Fötin
hennar voru frá Viktoríutímabilinu: fallega út-
flúraður og skósíður sumarkjóll, í ljósrauðum
pastellit, og sveigur af hvítum rósum um dökka
hárið yfir enninu. Og hún var. einhvemveginn
allt öðruvísi en konur á okkar tíð: hálsinn langur,
afsleppar axlir, allur líkaminn fjarska fíngerður;
ótrúlega grannar hendur, andlitið ávalt og fölt,
fegurra en hægt er að lýsa. En augun verða mér
alltaf minnisstæðust: stór og dimm, full af lifandi
myrkri, og þó björt og hlý af ástúð. Það var spum
í þeim, mér fannst hún ætlaðist til einhvers af
mér.
Mér varð ekkert bilt við. Hún var svo töfrandi
fögur, að ég starði á hana heillaður, og óskaði
þess eins, að hún hyrfi mér ekki aftur. Ég reyndi
að tala við hana, en það var því líkast sem hún
heyrði ekki til mín, eða gæti ekki svarað á sama
hátt. Varir hennar bærðust ekki, enginn dráttur
hreyfðist í andlitinu unaðsljúfa. Svipbrigðin voru
öll í augunum, þessum djúpu og dularfullu næt-
uraugum, er minntu á sólrás og morgunbirtu.
Ég steig framúr rúminu, án þess að líta af
henni, og fór í slopp utanyfir náttfötin. Mér var
ekki ljóst hvað ég ætlaðist fyrir, en er ég nálg-
aðist hana vék hún undan, sveif yfir gólfið og
hvarf út um lokaðar dyrnar, En hún beið mín á
pallinum fyrir utan og leið hægt niður stigann á
undan mér.
í forsainum nam hún staðar andartak og leit
til mín, en hélt þvínæst áfram — út um læstar
aðáldymar. Ég fór á eftir henni, en varð þó að
hafa fyrir því að opna.
Veðrið var indælt, heiður himinn, alsettur
stjörnum, og fullt tungl. 1 fyrstu sá ég hana
hvergi, en kom loks auga á hana þar sem hún
stóð milli trjánna, skammt frá mér. Og nú beið
hún þangað til ekki var lengra á milli okkar en
tvö eða þrjú skref. Við horfðumst í augu stutta
stund, og svo héldum við af stað í áttina til tjarn-
arinnar með vatnaliljunum. Það var einkennileg
ganga, og ég get ekki lýst því, hvernig mér var
innanbrjósts. Ég fann ekki til beygs, en mér þótti
sem ég væri að yfirgefa veruleikann, og að allt
sem ég hafði lært og kunni skil á væri að engu
orðið. Ég kenndi svima og hef sjálfsagt verið
reikull í spori. Það hvarflaði að mér að líklega
hefði ég sálazt í svefninum, og væri kominn í ríki
hinna dánu. Ég hafði lesið bók lord Dawdings:
„Margar vistarverur", og hrifizt af henni. Kannski
var þessi dularfulla kvenvera send til þess að
taka á móti mér og fara með mig þangað, sem
mér var ætlaður staður? Það var víst ekkert að
marka þótt allt væri fast fyrir og áþreifanlegt;
þannig átti þetta einmitt að vera, samkvæmt lýs-
ingum „andanna“. Og mér var satt að segja léttir
af þeirri tilhugsun; ég hafði ekki frá neinu að
hverfa.
Ég braut um þetta heilann, meðan við gengum
þarna í hlýrri næturkyrrðinni, og allt í einu datt
mér ráð í hug, til að kanna hvort ég væri í raun
og veru sálaður: Ef veran, sem gekk við hliðina á
mér, var líka áþreifanleg, þá var ándlát mitt stað-
reynd, annars ekki. Ég rétti út hendina og tók um
arm hennar. En þar var engin fyrirstaða, það var
eins og að taka á tunglsljósinu. Eigi að síður varð
hún þess vör. Hún leit á mig stórum augum sín-
um, og mér fannst bregða í þeim glampa af blíðri
glettni.
Þegar við komum að tjörninni, var sem hún
hikaði lítið eitt og hægði á sér. En svo gekk hún
rakleitt að gamla marmarabekknum, sem hefur
verið þarna á tjarnarbakkanum frá ómunatíð, og
settist á hann. Ég tók eftir því þá, hve þokkafull-
ar allar hreyfingar hennar voru, en jafnframt
mótaðar af virðulegum glæsileika; þetta var ber-
sýnilega hefðarmær. En aldur hennar gat ég ekki
gizkað á; andlitið var ungt, en augun virtust
geyma reynslu aldanna.
Ég settist hjá henni, en það var dálítið bil á
milh okkar, svo að ég gat virt hana vel fyrir mér.
Nóttin var hlý, og birtan það mikil að vel var
hægt að greina liti blómanna. Vatnsflöturinn
sýndist svartur, og rauðu og hvítu liljurnar sváfu
í spegli hans — mér þótti sem þögnin hvíslaði um
draum þeirra. Handan við garðinn var dökkur
skógarjaðar, og krónur trjánna líkt og límdar á
dimmbláa festinguna. Og angandi kyrrðin allt um
kring — hve hún er mér minnisstæð, þessi algjöra
kyrrð, það var eins og tíminn hefði numið staðar
í hvíld, sem ekkert gat raskað. Og í augum hennar
sá ég einnig dýrð hins kvíðalausa, eilífa augna-
bliks. Þau virtust ekki geyma neina mannlega’
ástríðu, löngun eða von, heldur aðeins þá full-
komnun, sem er ofar öllur skilningi. En þau áttu
líka hlýju sem gaf hjarta mínu frið og gerði harm
þess að engu.
Framhald á bls. 7.