Lögberg-Heimskringla - 16.03.1972, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA FIMMTUDAGINN 16. MARZ 1972
Þessi svokallaða lif-sfeinamynd
Allt hið sérkennilega í þjóðlífinu skapar hugtök sem
verða séreign landsmanna. Svo þarf að koma orðum að
hugtökunum, því þau una illa þögninni, enda hvorki gagn
né gaman að þeim ef þau liggja órædd og ógagnrýnd í
meðvitund manna. Því er það góðs viti að sérkenni þjóða
hljóti viðeigandi nafn um leið og kannast er við tilveru
þeirra. Það mannfélag er komið á sæmilegt menningarstig
sem fer ekki villt í lýsingunni á sjálfu sér.
Ekkert eitt orð gæti brugðið upp skírari skyndimynd
af kanadísku þjóðlífi en orðið „litsteinamynd“ (mosaic),
svo blandað er það af menningarerfðum allra þjóðflökka
heimsins. Víst mætti kalla það röndóttan dúk, og stundum
hefir það verið nefnt bótateppi. Hvorutveggja eru klaufaleg
orðatiltæki, sem ná enganveginn yfir það sem mönnum
hlýtur að búa í hug er þeir líta yfir hina fjölskrúðugu
þjóðmenning sem er að myndast í Kanada.
En steinlitamyndirnar, samansettar af ótal steinum eða
glerbrotum, eru næmar á litbrigðin. Oft er eins og þær hafi
fallið saman af handahófi, hver hluti orðið fastur þar sem
hann kantaði við annan, og það þótt kantarnir séu fleiri
eða færri eftir náttúrunnar vild, og hver steinn eða gler-
brot sé með eigin lagi.
Það er ekki auðlesið úr þessum marglitu myndum, því
þær breyta svip, lagi og litblæ eftir viðhorfi þeirra sem
vilja skoða þær, og eftir því hvernig á þær feliur sól og
skuggi. Þær búa yfir sígildum töfrum hins kvika og
dularfulla.
Nú verður það varla rakið hver það var sem fyrst 'líkti
hinni margbrotnu kanadísku þjóðmenning við steinlitamynd,
en skemmtilegast er að hugsa sér að orðið hafi oltið ósjálf-
rátt af vörum einhvers einstaklings sem ræddi, í góðra vina
hóp, um land og þjóð, svo hafi það flogið milli manna og
orðið þjóðareign, vegna þess að þar var kominn spegill sem
þjóðin þekkti sig í.
Hugtakið sem skapaði þessa mynd af kanadískri þjóð-
menning og fann henni nafn, er alþýðu eign. Þessvegna fer
folk svo frjálslega með orðið í daglegu tali. Það hggur samt
þyngra á meðvitund ýmsra alvörumanna sem finnst þeir
þurfi að búa sig undir að hafa hönd í bagga með þeim
öflum sem mynda þjóðina. Slíkir menn vilja sí og æ vera
að stofna nefndir sem skuli skoða þessa kanadísku steinlita-
mynd í allri hennar dýpt, alveg _út að jaðri. Rit, skýrslur
og fyrirferðamiklar bækur eru gefnar út, sem bera nafnið
„The Canadian Mosaic.“ Vanalega er málið rætt sem tor-
skilin gáta, viðfangsmikil og flókin, og stundum hafa þessir
menn svo hátt að ekki verður komist hjá því að heyra til
þeirra. Þá hættir þorra manna við að spyrja hvert stefni,
hvort ekki eigi að reyna að breyta mynstrinu sem er að
skapa sig sjálft. Enn hver sér myndina með eigin augum
og engir verða sammála. Þaraf skapast vandamál sem ein-
hver fróður maður kallaði „problems of the Canadian
mosaic“ í útvarpinu í morgun.
Þjóðin ratar sínar eigin götur ef hún er látin í friði á
meðan hinir litríku þættir hennar tvinna sig sjálfir saman,
seint og rólega, svo að sem minnst tapist af þeirri prýði sem
menn fluttu með sér úr gömlu átthögunum. Kanadísk þjóð-
menning getur orðið hin fegursta litsteinamynd sem hemur-
inn fær að skarta. — C. G.
Gunnbjörn Ingvar Stefánsson
f. 29. sepí. 1886 — d. 8. des. 1971
Gunnbjörn Stefánsson hitti
ég aðeins tvisvar sinnum.
Langt var í milli okkar, og
kynntumst við því ekki nema
takmarkað. Lesendum Lög-
berg-Heimskringlu var Gunn-
björn að góðu kunnur, en
hann var framarlega í flokki
þeirra hagyrðinga, sem birtu
ljóð sín í Winnipegblöðunum
bæði fyrir og eftir sameiningu
þeirra.
Fæddur var Gunnbjöm að
Hvarfi í Víðidal í Húnavatns-
sýslu, sonur hjónanna Stefáns
Þorsteinssonar og Ástu Marg-
rétar Jónsdóttur, en ættir
þeirra hjóna voru gagnmerk-
ar. Gunnbjörn lauk prófi frá
Flensborgarskóla í Hafnar-
firði 1909. Stundaði hann síð-
an kennslu og ýmisleg störf,
þangað til hann fluttist vest-
ur um haf árið 1914. Var hann
þá fyrst í stað í Winnipeg og
Norður Dakóta. Árið 1916 hóf
hann búskap vestur í Sas-
katchewan og bjó þar til árs-
ins 1930. Þá fluttist hann aft-
ur til Winnipeg og fókkst þar
við húsasmíðar næstu ellefu
árin. Árið 1941 fór Gunnbjöm
búferlum vestur til British
Columbia og dvaldist í því
fylki, lengst af í Vancouver,
til dauðadags. Mörg trúnaðar-
störf voru Gunnbirni falin.
Er það einkum ábærilegt í
því sambandi, hve sótzt var
eftir að fá hann í embætti
ritara. Má nefna sem dæmi,
að þjóðræknissamtök íslend-
inga í Vesturheimi nutu þar
góðs af, bæði í Winnipeg og
í Vancouver.
Þann 23. nóv. 1946 kvæntist
Gunnbjörn eftirlifandi konu
sinni, frú Guðrúnu Margrétu
Jónsdóttur Konráðssonar Kár-
dal. Guðrún er af húnvetnsk-
um ættum. Hún var ekkja
eftir Sigurð Þorsteinsson, og
á þrjú börn af fyrra hjóna-
bandi.
Vinir Gunnbjarnar Stefáns-
sonar mátu hann mjög mik-
ils. Þeim voru kunnir eðlis-
kostir hans og því á þeirra
færi einna að lýsa honum.
Fornvinur h a n s Snæbjöm
Jónsson skáld og rithöfundur
skrifaði grein um þá bræð-
urna Gunnbjörn og Ragnar
Stefánssyni í Lesbók Morgun-
blaðsins 19. og 20. nóvember
árið 1961. Sú grein var endur-
prentuð í greinasafninu Loka-
sjóður árið 1965. Þar segir
meðal annars svo um Gunn-
björn:
„Nú er hann fyrir all-löngu
hættur sveitabúskap og sezt-
ur að í borginni Vancouver.
Þar hefir hann einhver létt-
ari störf með höndum, og að
sjálfsögðu nýtur hann nú í
seinni tíð ellilauna. Hann
kom hingað heim sumarið
1959, dvaldi hér nokkrar vik-
ur og heimsótti þá æskuslóð-
irnar. Ég var þá sjúklingur,
en eigi að síður kom hann og
heimsótti mig. Var margs að
minnast þá s tund sem við
höfðum til umráða. Líkam-
lega hafði hann mjög látið á
sjá, að vonum, en andlega
fjörið logaði enn sem fyr og
minnið var svo óbilað að
furðu sætti. Eitthvað minnt-
umst við á vísur hans frá
gömlu dögunum, og það varð
t i 1 e f n i þeirrar nærgöngulu
spurningar, hvort hann hefði
aldrei ort skammavísu í al-
vöru. Hann brosti, hikaði ör-
lítið við, og svaraði svo: ,Jú,
einu sinni“. Lofaði hann mér
að heyra vísuna, og er það
sízt ofsögum sagt að snjallt
var hún kveðin. Ég hefi
gleymt henni, og mundi enda
engan láta heyra hana þó að
mér væri hún tiltæk, því ég
þóttist vita að trúað væri mér
til að láta hana ekki komast
á flakk. Hann sagði mér öll
tildrög og um hvern kveðið
væri, og ekki þótti mér það
undarlegt að þessi hárbeitta
vísa skyldi verða til, svo auð-
veldlega sem hugsanir hans
voru áður fyr vanar að falla
í stuðla. Ekki þykir mér ólík-
legt að ég sé eini maðurinn
sem vísuna hefir þeyrt.
Svo er mér sagt af þeim
sem lengi og mikið hafa lesið
vesturheimsblöðin íslenzku,
að um eitt skeið, meðan enn
var fjöldi íslenzkra hagyrð-
inga í Vesturheimi, hafi þau
margsinnis h a f t samkeppni
um vísnagerð, og að jafnan
yrði þá Gunnbjöm hlutskarp-
astur. Ekki er það kynlegt að
svo færi. En því miður er það
víst, að þessa merkilegu gáfu
sína hefir hann mjög vamrækt
síðan hann fluttist vestur. Ég
spurði hann, hverju það sætti.
Hann sagðist hafa séð að það
hefði verið sér um megn að
keppa við skáldin hér heima,
og því hefði hann tekið þann
kostinn að þegja. Ekki tjáir
nú að sakast um þetta, en
misskilningurinn er sorgleg-
ur. Hann átti að halda áfram
að gera sitt bezta, alveg eins
Framhald á bls. 5.
SyjfilJL
„Miss Weodfield is a stu-
dent of Icelandic at the Uni-
versity of Iceland," sagði ég
á ensku síðunni í Lögberg-
Heimskringlu í vikunni sem
leið.
Miss Woodfield is a student
of Icelandic at the University
of Manitoba, viildi ég hafa
sagt. Penny Woodfield hafði
nefnilega snúið íslenzkri smá-
sögu á ensku, og mér fannst
svo mikið til um þetta að ég^
vildi láta bæði hana og ís-
lenzku deild Manitoba háskól-
ans hafa sóma af, en svona
fórst mér þá.
Það er fjandans klaufaskap-
ur að láta sér verða mismæli
á prenti. Þar standa óhappa
orðin grafkyrr, svo fólk geti
skoðað þau í næði, og víkja
ekki úr línunni fyrrenn blað-
ið sem þau detta í, fellur í
duft, eða bókalús kemst að
þeim og etur þau. Sjaldan er
þá svo góðu að fagna, því
fólki þykir svo vænt um pren-
aða vitleysu að það er sífellt
að viðra þetta, svo bókalús
hefst ékki við í því.
Nú langar mig til að biðja
lesendur blaðsins um að sitj-
ast ekki strax niður við að
semja skrýtin bréf til að
spyrja mig hvort það sé virki-
lega í frásögur færandi að há-
skólanemendur á Íslandi séu
pennafærir á móðurmálinu.
Það er nú síður enn svo.
Hitt er í frásögur færandi að
nemendur við Manitoba há-
skóla leiki sér að því að þýða
íslenzku á ensku, og það
skáldsögu. Er það ekki dásam-
legt hvað íslenzku deildin
elur krakkana vel upp?
Mér er svo vel við þá deild,
skal ég segja ykkur, að ég
geri það ekki að gamni mínu
að láta Háskóla Islands stela
af henni þrumunum, eins og
enskurinn mundi segja um
svona nokkuð. Ef svoleiðis
slys ætlar að koma fyrir aft-
ur, þá segi ég bara, fjandinn
fjarri mér, stanga frá mér
prentvillu púkann, sparka í
þá sem verri eru, og reyni að
grafa syndirnar ódrýgðar í
ruslakörfuna, sem alltaf er
of full, hvað oft sem hún er
tæmd.
En hvernig stendur annars
á því, að það er enskurinn
enn ekki landinn sem talar
um að stela þrumu annars
manns þegar honum tekst að
grípa svo athygli allra við-
staddra að það er eins og
hann standi uppleiftraður
mitt í þrumum og eldingum.
Hafa þeir virkilega hrifsað
hamarinn af honum Þór okk-
ar, meðan við sátum í logn-
móki og tókum ekki eftir
neinu? Hvað segir prófessor
Haraldur um það? — C. G.