Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR 1973 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg, Man. R3B 2M7 Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. Editor Emeritus: INGIBJÖRG JÓNSSON Editor: CAROLINE GUNNARSSON Precide,*t S. Aleck Thororins^n; Vice-President, K. W. Jchonnson; Secretory, Dr. L. Sigurdscn; Treasurer, K. Wilhelm Johannscn. EOITORIAL CONSULTANTS: Winnipeg: Prof. Horaldur Bessason, chairman, Dr, P. H. T. Thorlokson, Dr. Valdimor J. Eylands, Tom Oleson, Dr. Thorvoldur Johnson, Dr. Philip M. Petursson, Hjolmar V. Larusson. Minneapolis: Hon. Voldimor Bjornson. Victorio, B.C.: Richord Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jc»ck. # Subscription S8.00 per year — payable in advance TELEPHONE 943-9931 'Swrond closs moli registratioo number 1667" Mikið stendur Hl og margt mun rætt á Þjóðræknisþinginu Þann 25. janúar, hefst 54. ársþing Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi. Að vísu gefst þjóðræknisvinum færi á að takast í hendur og ræða lauslega um 9ameiginleg áhuga- mál fyrir formlega þingsetningu, því fyrsta skemmtisamkoma mótsins fer fram í kvöld. Það mun sannast að vel hefir tekist til að þingið skuli nú haldið mánuði fyrr en áður hefir tíðkast, því varla verð- ur hjá því komist að mörg auka verk, stór og smá, falli í hlut Þjóðræknisfélagsins þetta aðfaraár tveggja merkra tímamóta í sögu íslendinga austanhafs og vestan. En Þjóðræknisfélag- ið hefir verið máttarstólpi íslenzkrar menningar í Vestur- heimi í 54 ár, og aðal tengitaugin milli þjóðarbrotsins hér og heimaþjóðarinnar á íslandi. Næsta ár verður þess minnst að heil öld hefir bætzt ofan á fyrstu þúsund árin sem liðin eru frá því að rótfast landnám tókst á íslandi. 1100 ára afmælið verður haldið hátíðlegt þar 1974, en frá því byrjað var að skipuleggja hátíðirnar virðist þátttaka Vestur Islendinga hafa verið talin sjálfsögð, og innileg eftirvænting hefir þróast með Islend- ingum á Fróni um hópferðir að vestan næstkomandi ár. Matthías Jóhannessen, formaður Þjóðhátíðarnefndarinn- ar, rifjaði upp endurminningar frá árinu 1930, þegar ritstjóri Lögberg-Hemskringlu átti tal við hann snemma á síðastliðnu ári. En 1930 átti Alþingi Islands 1000 ára afmæli, og stóð Þjóðræknisfélagið, sem þá var ungt að árum, fyrir fyrstu hópferð Vestur íslendinga til ættlandsins. „Það yljaði mörg- um,“ sagði Matthías, „að Vestur íslendingar skyldu setja svip á þá hátíð. Á sama hátt mundi það, í okkar augum, auka á reisn Þjóðhátíðarinnar 1974 ef við fengjum stóran hóp þeirra, ekki sízt af þriðju og fjórðu kynslóðinni, sem okkur langar afskaplega mikið til að kynnast, því okkur er sagt að þeir hafi ekki síður áhuga á uppruna sínum en landnem- arnir. . . .“ Æðilangt er nú síðan það spurðist útávið að Þjóðræknis- félagið hefði hafist handa um að skipuleggja hópferð til íslands 1974, og er það haft eftir nokkrum áhugamönnum, sem hafa borið málið í tal að þeir hafi nú þegar látið skrá sig til ferðarinnar, því mörg hlunnindi fylgja slíkum hóp- ferðum, hvað fargjöld og annan ferðakostnað snertir. En þeir sem taka að sér að skipuleggja ferðir af þessu tagi, taka sér á herðar um leið mikla vinnu, umstang og árvekni. Þar eð tíminn til- stefnu styttist með hverjum degi, sem líður, má búast við að þessi ferð komi til tails þegar hin ýmsu mál, sem snerta Þjóðhátíðina koma til umræðu á þing- inu. Varla gefst heldur betra færi á að leyta sér upplýsinga um hina fyrirhuguðu hópferð en einmitt á þessu íslendinga- móti. Annað hjartfólgið áhugamál Þjóðræknisfélagsins er stór- hátíð Vestur ÍSlendinga árið 1975. Þótt svo stutt sé á milli há- tíðanna austanhafs og vestan að það nemi varla andartaki, á venjulegan mælikvarða, er hér um að ræða aldarafmæli var- anlegs landnáms Islendinga í Vesturheimi, sem telja má stór- merkileg tímamót í sögu íslenzka þjóðbrotsins í Kanada og kanadísku þjóðarinnar, sem sannast mun þótt seinna verði. Þessi tímamót hafa vakið áhuga yngri kynslóðarinnar fyrir eigin uppruna og sögu fortíðarinnar. Ný samtök hafa tekist milli yngri sem eldri, er öll stefna að því að vemda gamlar minjar, rekja slóðir feðranna í Vestuheimi og grafast fyrir um heimildir að munnmælasögum frá landnámstíð. Víst er um það að flest slík framtök og áhugamál verði borin upp á þinginu og rædd til hlýtar. Margir á íslandi hafa látið í ljósi áhuga á aldarafmæl- inu hér vestra, og er góð von um að hópur þeirra komi Vestur til að taka þátt í hátíðinni 1975. — C. G. MINNINGARORÐ: Valgerður Hjarfarson 10. 12. 1891 - Hún fæddist og ólst upp á sléttunum miklu vestanhafs, en var ættuð úr uppsveitum Árnessýslu. Hart nær þrítug að aldri leit hún land feðr- anna í fyrsta sinn. Það var frostaveturinn mikla 1918 þegar spánska veikin felldi sem flesta Reykvíkinga. Því gat heimkoman vart talizt hlýleg. Þá kom hún beint frá Chicago ásamt mafca sínum, Eiríki Hjartarsyni og þremur barnungum og bjarthærðum dætrum, sem tóku fyrstu sporin í þeirri heljarborg, þar sem stórvindar gnauða og vél- byssur gelta. Eiríkur var þá einn örfárra íslendinga, sem numið höfðu tækniundur raf- fræðinnar. Valgerður Halldórsdóttir Ár- mann var skírnamafnið henn- ar, sem að innfæddrá hætti varð Mrs. Hjartarson, er hún gekk að eiga Eirík. Börn þeirra, sem urðu átta að tölu, sjö dætur og einn sonur, kenndu sig við föðurinn að hérlendum sið. Þessi bjarta og bláeygða, aðkomna móðir skaut fyrst og fremst rótum í heimilinu og í garðagróðrin- um í Laugardal. Jafnframt umsvifamiklu fyrirtæki og at- vinnurekstri hóf Eiríkur brátt trjárækt af stórhug í sjálfri dalmýrinni, þar sem áður fóru langir og slöngulaga álar með sporðaköstum. Þar lifði Val- gerður eingöngu fyrir maka og börn, mjólkaði kýr og hug- aði að hænsnum og hestum, eins og íslenzkar formæður hennar höfðu gert um aldir. Auk þess var hún al'ltaf „Lady of the wood“, eins og Amerí- kanar nefna þá björkina, sem fegurst ber limið og lauf- krónu. Heimilisbragur a 11 u r var mjög íslenzkur, þó að Val- gerður brygði fyrir sig einu og eihu enskuskotnu orði, eins og að „roasta“ og „toasta“ í stað steikja og rista. En for- eldrar hennar höfðu haft lítil kynni af slíkri matseld í Grafningnum og Grímsnes- inu, þar sem flest matvæli voru súrsuð og soðin í hlóða- pottum að þeirra tíma hætti. Þau bjuggu fyrst fyrir vestan í frumstæðum bjálkakofa í Nova Scotia. Fluttu sig síðar um set til Manitoba, unz þau héldu inn í Bandaríkin, þar sem þeim vegnaði vel og urðu bjargálna í North Dakóta og eignuðust fjóra syni, auk hennar, sem aldrei litu ætt- landið. Þegar ég kom í snögga kynnisferð á þessar fjarlægu íslenzku slóðir á námsárunum fyrir vestan, fyrir réttum þrjátíu árum, hét ég því í bamslegri einfeldni, að þang- - 2. 12. 1972. að skyldi ég fara og leita mér kvonfangs, ef svo ólíklega myndi ske, að fyrir mér ætti að liggja að ílendast í Amer- íku. Ég kom aftur heim og svo einkennilega og heppilega vildi til fyrir mig, að ég eign- aðist e i g i n k o n u uppruna- tengda þessu sama byggðar- lagi, en hún er einmitt ein af mörgum dætrum Valgerðar og Eiríks Hjartarsonar. Aldrei fann ég í fari Val- gerðar, að hún væri Amerí- kani né heldur neinn ættjarð- ar-landi. Hún var umfram allt húsfreyjan í Laugardal, eigin- kona Eiríks Hjartarsonar og mikil og umhyggjusöm móðir barna sinna. Traustfléttaðar rætur hennar lágu alltaf í Laugardal og hvergi annars staðar. Því urðu viðbrigðin mikil fyrir hana þegar öll börnin voru flogin úr hreiðr- inu, eftir að hún hafði veitt þeim hollt og varanlegt vega- nesti og innrætt þeim iðju- semi og nýtni í anda land- nemanna vestra. Að vinna og varlega að tala, voru kjörorð lífs hennar. Því missti hún sjálfkrafa þýðingarleika- kenndina, eins og oft á sér stað um miklar mæður, sem eiga sér ekki önnur brennandi áhugamál en börn og bú. Og þá er oft hætta á, að sjúk- dómar og hrörnun sigli í kjöl- farið, eins og raun varð á hjá henni er þau hjónin yfirgáfu dalinn sinn að eigin vild. Þá slitnuðu rætur í lífi hennar á ný. Nú er trjágarður Eiríks Hjartasonar í eigu borgarinn- ar og einn fegursti unaðsreit- ur Reykvíkinga. Gengin er góð kona, heið- virð og hæversk, sem lifði hreinu og björtu lífi við lauf- angan og blómailm, hljóma og tóna mússík elskrar fjöl- skyldu, sem var svo tillitssöm að heyra aldrei ósaimhljóma falstón þ e g a r undirritaður hlammaði sér niður í þennan unaðsdal friðsemdar og fugla- söngs og gekk að eiga björt- ustu heimasætuna. Fyrir það þakka ég góðri tengdamóður, mikilli fyrirkonu, sem og alla tillitshlýju tuttugu og sjö ára samfylgdar. Það var fagurt baðstofulífið í Laugardal þegar húsmóðirin eða einhver dætra hennar settist við flyg- ilinn og heimasætumar sungu og léku undir á fiðlur og gít- ara. Þá var sannkölluð lista- hátíð í Laugardal. Samhljóm- ar, sem aldrei hljóma aftur. Eftir stendur hærugrár öld- ungurinn, Eiríkur Hjartarson, hryggur en styrkur til líkama og sálar á áttugasta og átt- unda aldursári. Hann heim- Framhald á bls. 5. SyjMl Mig hefir grunað upp á síð- kastið að hún Kolfreyja væri farin að daðra við prentvillu púkann, og þar finnst mér hún taka svo niðurfyrir sig að hún ætti það skilið að ég skírði hana upp eða léti hana bara ekkert heita, ef hún reynir ekki að haga sér eins skikkanlega og aðrar ritvélar gera, og það þótt minna sé dekrað við þær en dekrað hef- ir verið við hana. Ég veit ekki af neinu öðru en þessari ritvél minni og einu fornfrægu prestssetri á ís- landi, sem hefir hlotið þann heiður að vera látið heita í höfuðið á Kolfreyju, þeirri á- gætu tröllskessu, sem margar sögur fára af á Fáskrúðsfirði, þar sem við erum báðar fædd- ar með nokkurra alda milli- bili. Ekki hef ég annað heyrt en að hún hafi alstaðar kom- ið vel fram, og aldrei orðið til hneykslis á prestssetrinu eftir að það var látið heita Kolfreyjustaðir, en bezt gæti ég trúað að hún kæmist ekki fyrir í Kolfreyjustaðarkirkju, þótt hana langaði til að sækja messu. En hún er höfðingi í lund kerlingin, og ég er hrædd um að hún mundi skaimmast sín fyrir nöfnu sína ef hún vissi að hún væri farin að leggja lag sitt við pödduvaxinn prentvillu púka, og leika hans leiðinlegu pretti. Þ e g a r hún á að sletta kommum, púnktum, spurn- ingarmerkjum og þánkastrik- um þar sem mér finnst þetta eigi að vera, gerir hún það af skömmum sínum að hrúga á pappírinn öllum þessum aukastöfum sem hún er að skrölta með, og öðrum ritvél- um er ekki trúað fyrir. Oft þegar verst lætur, sé ég eftir að hafa látið hana læra ís- lenzka stafrófið fyrst að hún er farin að halda að það sé ekki til annars en leika sér að. Ég byrjaði þetta spjall í bezta skapi, og með allt ann- að í huga en það sem fokið hefir á pappírinn. Svo kom ótuktin upp í Kolfreyju, og þó mér findist að fingumir á mér kæmu allstaðar niður á rétt- um stað, var allt letrið á papp- imum í stíl prenvillu púkans. „Kolfreyja mín,“ sagði ég þá, „ef þú lætur svona er ég hrædd um að þú verðir henni nöfnu þinni til skammar." Við þetta minkaði í henni galsinn, að minnsta kosti í svipinn. — C. .G.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.