Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 25.01.1973, Page 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR 1973 Bréf fró séra Nú er lítil birta hér á Norð- urlandi, og er skammdegis- myrkur æfinlega leiðinlegt. Tíðin hefir verið mjög óstillt að undanförnu, með snjókomu og frosti, en nú er allíeinu kominn hiti, sem er mjög á- nægjulegt svona um jólin. Áð- urenli þið fáið þessar línur getur vitanlega verið hér allt annar gáll á veðrinu. Ég byrja með að þakka öll- um sem sendu okkur jóla kveðjur. Undanfarin ár hef ég verið duglegur að svara hverj- um persónulega, en nú hef ég engann tíma sökum anna, að húsvitja, og svo framvegis, sem heldur mér frá heimilinu dögum saman. Nota ég góða veðrið „1 ú x u s“ til þessara ferða. Mér þótti vænt um að fá dálitlar fréttir frá Grettir Jo- hannson. Svo Ingibjörg viri- kona er komin á Betel. Hún var duglegur ritstjóri og vak- andi. Hún á það skilið að hafa það gott það sem eftir er. Ég vona að henni líði vel eftir ástæðum. Ég þakka frú Ingi- björgu fyrir allt gamalt og gott, og bið guð að gefa henni, eins og öllum af íslenzkum ættum gott og farsælt nýtt ár. Islenzka krónan var felld um 11% og hvað það hefir í för með sér er eftir að vita. Áreiðanlega mun þessi ráð- stöfun draga úr ý m s u m skemmtiferðalögum til út- landa, sem íslendingar hafa stundað vel að undanförnu. Auðvitað hækka nú í verði innfluttar vörur, og er verð- bólga ein höfuð meinsemdin í þessu þjóðfélagi eins og öðr- um. Það er lítið um að vera í sveit á þessum tíma. Bændur og aðrir gera upp fyrir ára- mót samkvæmt venju, og þurfa sumir alltaf að taka bankalán eða annarskonar lán til að slétta yfir reikninga sína. Maður fær lítið fyrir sína peninga um þessi jól. Matur er mjög dýr, dýrari enn í Ameríku, er mér sagt. En það þýðir ekkert að kvarta. Ef maður hefir heilsu er allt í góðu standi. Ekki hefir íslendingum og Bretum tekist að semja um landhelgisdeiluna, og halda brezkir togarar áfram að fiska Takið eftir Skemmíisamkoma Þjóðrækn- isfélagsdeildarinnar F R Ó N verður haldin 25. janúar, kl. 8.30 í samkomusal Fyrstu lút- ersku kirkju í Winnipeg, en leiksýning ICELANDIC CA- NADIAN CLUB hinn 26., kl. 8.30. Svo illa tókst til að rugl- ingur varð í auglýsingu í síð- asta blaði, varðandi þessar samkomur, og eru þeir sem samkomurnar vilja sækja beðnir að hafa þessa leiðrétl- ingu í huga. Robert Jack samkvæmt 12 mílna landhelg- inni. Þrátt fyrir það hafa ís- lenzku varðskipin komið kurt- eislega fram við ensku skip- in upp að þessu. Vonandi að þessar gömlu vina þjóðir semji sem fyrst. Nú má sjá ljós á Húnaflóa þessa daga. Það eru ljós á bát- um sem eru á rækjuveiðum (shrimps), og þegar gefur á sjó má búast við að þeir komi að Hvammstanga með um eitt tonn á bát. Rækjan er flutt á Skagaströnd og unnin þar. Oftast eru aðeins tveir menn á hverjum bát og eitt tonn af þessum skelfiski gefur um $250, ef fiskurinn er fyrsta flokks. Því miður viðrar ekki svo vel hér að hægt sé að stunda sjó á hverjum degi. Undanfamar fimm vikur hafa bátar aðeins getað stundað þessar veiðar tvo daga í viku að meðaltali. Sjávarútvegur hérlendis hefir nú við mikla erfiðleika að stríða vegna vaxandi fram- leiðzlu kostnaðar á heims- markaði. Hér hefir kaupið verið spennt svo hátt upp, að þó markaðsverð á fiski er- lendis sé með hæzta móti, hrekkur það ekki til að leyfa nauðsynlegum ágóða til að reka fyrirtækin. Þetta stafar allt af því að nógu gott sam- band hefir ekki ríkt milli at- vinnurekanda og þeirra sem vinna. Island er Sósialista ríki og Íslendingar eru í eðli sínu, með nokkrum undantekning- um, Sósialistar. Of margir hafa ekki enn gert sér grein fyrir því að það útheimtir kapital að reka hverskonar viðskipti. Það eru of margir hérlendis sem öfunda náung- ann ef hann á peninga, þó hann noti þá til að veita öðr- um vinnu. Þó þekkist ekki annað land í heimi þar sem verkamaður hefir það eins gott og á íslandi. Hér er eng- inn kúaður eða bældur í vinnu. Atvinnurekendur og verkalýðsfélög sjá um það. Það er ósk mín og bæn að nýja árið verði ykkur öllum í hag. Með kærri kveðju frá Fróni. Roberi Jack, Tjörn, Vatnsnesi, V. Hún. Jólin 1972. Breti liknaður Brezka eftirlitsskipið Mir- anda óskaði 5. desember eftir því að fá til þess heimild, að sinna sjúklingi um borð í b r e z k a togaranum Burton Lightening FD 14 í vari út af Vestfjörðum. 1 beiðni Mir- öndu var þess getið, að ef til vi 11 þyrfti að flytja manninn til ísafjarðar í sjúki'ahús vegna blæðinga. Landhelgis- gæzlunni var ekki kunnugt um það, hvort þess hefði gerzt þörf, en leyfið var veitt. MESSUBOÐ Fyrsia lúierska kirkja John V. Arvidson, Pastor. Sími: 772-7444 9:45 a.m. Sunday Sehool 9:45 and 11:00 a.m. Langruth, Man. Þar b.jó John uppfrá því og stundaði verzl- un í þorpinu í 50 ár. Helgu konu sína missti hann árið 1969, en sex börn syrgja hann, þrjú þeirra í Langruth, Þau George, Leon- ard og Margaret (Mrs. E. E. Sorenson). Beatrice Hanneson býr í Washington, D.C., Norma (Mrs. W. D. Watson) í Toronto, Frances (Mrs. A. G. H a r n d e n) í Winnipeg. Barnabörnin eru 16, barna- bamabörnin 11. Hann var jarðsunginn frá lútersku kirkjunni í Lang- ruth og greftraður í Big Point grafreitnum þar. t 50 ára að aldri. Mr. Goodman hafði í 18 ár verið starfsmaður Winnipeg- borgar í þeirri deild er sér um skrúðgarða borgarinnar og fegrun. Auk eftirlifandi eiginkonu, lifa hann tveir bræður og ein systir: Lloyd Goodman að Denare Beach, Man., Kjartan Goodman í Flin Flon, Man., og Mrs. Borga Einarson í Creighton, Man. UNITARIAN LADIES AID In memory of Guðný (Gwen) Jonasson donation of $10.00 from the Unilarian Ladies Aid to the Helping Home fund of the Unitarian Ladies Aid. The Service Dónarfregnir Framhald af bls. 7. Auk eftirlifandi eiginkonu hans, Gavrose, syrgja hann einn sonur, Lorne, og ein dótt- ir, Mrs. J. T. Arnason (Diddy), bæði á Gimli; ein systir, Mrs. Petrina Arnason á Gimli, og tveir bræður, Elmer Gibson að Williams Lake, B.C., og Tryggve Erickson á Gimli. Barnabörnin eru 11. Kveðjumál flutti séra Ing- þór Isfeld í útfararstofunni á Gimli, en hinn látni var jarð- settur í Gimli grafreitnum. j. T Barney Johannson lézt 31. desember, 1972, á heimili sínu í Winnipeg, 71 árs að aldri. Barney var fæddur að Am- eranth, Man., sonur Indriða og Soffíu Johnson (Jóhann- son), er síðar fluttu til Winni- peg. Skólasystir Barney heit- ins man þau enn, sem góð- gerðasöm, gestrisin og barn- góð hjón. Þau hafði. Barney misst, ásamt Alice konu sinni og báðum systrum sínum, Ingibjörgu og Kristínu, en Rose dóttir hans lifir hann. S é r a John V. Arvidson flutti kveðjumál í útfarar- stofu Bárdals, en hann var jarðsettur í Brookside graf- reitnum í Winnipeg. t Mrs. Sigurlína Kjartanson ,'lézt 9. janúar, 1973, í Pentic- ton, B.C., 87 ára að aldri. Hún skilur eftir sig fjórar dætur, Mrs. Ethel Hagloff í Pentic- ton, Guðbjörgu Sveinbjarnar- dóttir á Islandi, Mrs. Shirley G. Block í Coquitlam, B.C., Mrs. Caroline Arksey 1 Bur- naby; 10 barnabörn og 24 bama-barnabörn; tvo bræður og tvær systur. t John Hanneson lézt 12. jan- úar, 1973, að Lions Prairie Manor, Portage la Prairie, Man., 87 ára að aldri. Hann v'ar fæddur á Islandi árið 1885, en fluttisi vestur j um haf árið 1887 tneð foreldr- um sínum, sem þá settust að í Þingvallabyggðinni í grennd við Churchbridge, Sask. Alda- móta árið flutti fjölskyldan til Neil Goodman lézt 13. janú- ar, 1973, á St. Boniface sjúkra- húsinu í St. Boniface, Man., With thanks, Sincerely, (Mrs.) J. Underwood. The Icelandic Canadian Club Parish Hall, 580 Victor St., Thursday, January 26, 8.30 p.m. Presénting THE NEW ICELAND DRAMA SOCIETY IN THE OUTLAW by Slrindberg and Kristin Jacobson reading in Icelandic Admission $1.00 Coffce refreshments served by students of Icelandic from the University of Manitoba WHICH ICELAND WILL Y0U VISIT IN 1973? • Is il the beloved Iceland you remember? • Is ii the modern Iceland you never imagined? • II is the Iceland you've dreamed about but. never seen? In 1973, there is an Iceland for everyone — young people, old folks, businessmen, students and groups. And Icelandic Airlines (Loftleidir) will fly you there for less money any lime of the year. LOWEST JET FARES FROM NEW YORK! New fares to Ice- land for 1973 are as low as $135 round-lrip jet from New York for winter stays of up to 21 days (plus $100 for land arrange- ments), or $155 for slays of 22 to 45 days with no land arrange- ments required. Spring, summer, and fall rales are higher — but are still the lowest jet fares fo Iceland of any scheduled airline. Loftleidir also offers lowesi fares to Iceland for groups and youths. For details and folders, contact your travel agent or Loftleidir. ALL-JET SERVICE TO ICELAND, SWEDEN, NOR- WAY, DENMARK, ENGLAND, SCOTLAND AND LUXEMBOURG. ICEIANOIC LOFTIEIDIR 630 Fifth Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 Soulh Wabash Avenue, Chicago, 111. 60603; Phone (312) 372-4797

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.